Morgunblaðið - 20.04.1968, Page 1
79. tbl. 55. árg. LAUGARDAGUR 20. APRÍL 1968. Prentsniiðja Morgunblaðsins.
„Versta fjárhags-
kreppa síðan 1931“
Bjarni Benediktsson í rœðu um utanríki smál á Alþingi í gœr:
WaShngton, 19. apríl AP.
WILLIAM McChesney Martin,
formaður stjórnar seðlabanka
Bandaríkjanna, skýrði frá því á
fundi með blaðaútgefendum í
dag, að Bandaríkin stæðu „annað
hvort frammi fyrir óstjórnlegri
kreppu, eða óstjórnlegri verð-
bólgu“, ef þau bættu ekki úr og
lagfærðu hallann á fjárlögum
sinum og greiðsluhallann við út-
lönd. „Við erum stödd mitt í
verstu fjárhagskreppu. sem við
höfum lent í síðan 1931 — ekki
í viðskiptakreppu heldur fjár-
hagkreppu“.
Martin sagði þetta á fundi 5
félagi bandarískra blaðaútgef-
enda og bætti við: „Munurinn á
árinu 1931 og nú er sá, að land-
ið er nú á skeiði verðbólgu en
ekki verðfalls“. Hann sagði, að
vandamálið væri fyrst og fremst
fólgið í tilbneigingunni til „sá-
vaxandi greiðsluiballa". „Ef við
breytum ekki þeirri þróun, sem
við búum nú við, þá mun hún
óhjákvæmilega leiða til gengis-
lækkunar peninga um víða ver-
öld“.
Pormaður bandaríska seðla
bankans bar hvað eftir annað
fram þá áskorun, sem hann lagði
ríka áherzlu á, að þingið sam-
þykkti tillögu Johnsons forseta
um 19% aukaskatt og að dregið
yrði úr útgjöldum sambands-
stjórnarinnar.
Poul
Reumert
látinn
Kaupmannahöfn, 19. apríl.
(NTB)
POUL Reumert andaðist í dag
að heimili sínu í Kaupmanna-
höfn, 85 ára að aldri. Hann hafði
átt við langvarandi vanheilsu að
stríða. Reumert hefur um langt
skeið verið talinn fremsti leikari
Danmerkur, og lék hann síðasta
hlutverk sitt í Konunglega leik-
húsinu í Kaupmannahöfn hinn
31. maí í fyrra. Var það í hátíða-
sýningu í tilefni giftingar Mar-
grétar prinsessu, og lék Reumert
Framhald á bls. 31
Vorið er komið og því tilvalið að renna færi í blíðviðrinu.
(Ljósm. Mbl.: Ól. K. M.)
Sannfærður um að ísland á að halda
áfram í Atlantshaf sbandalagi n u
— en sjálfsagi að kanna málið rœkilega
— íslendingar verða að leggja sitt af
mörkum til öryggis og jafnvœgis
í GÆR urðu miklar umræð-
ur í Sameinuðu þingi um ut-
anríkismál í framhaldi af
skýrslu Emils Jónssonar, ut-
anríkisráðherra til Alþingis
um Atlantshafsbandalagið og
varnarsamninginn við Banda
ríkin.
í þessum umræðum flutti
Bjarni Benediktsson, forsætis
ráðherra, ræðu, þar sem hann
kvaðst telja sjálfsagt að at-
huga rækilega afstöðu ís-
lands til Atlantshafsbanda-
lagsins, en sjálfur sagðist
hann vera sannfærður um að
sú skoðun leiddi í ljós, að
Atlantshafsbandalagið ætti
ekki að leggja niður og að ís-
lendingar ættu ekki að segja
sig úr því.
Bjarni Benediktsson lagði
ennfremur ríka áherzlu á það,
að ekki yrði hér erlendur her
um alla framtíð. Hins vegar
ræðu Bjarna Benediktssonar
og öðrum umræðum um mál-
ið:
Bjarni Benediktsson, forsætis-
ráðherra, sagðist taka undir orð
fyrri ræðumanna að eðlilegt
væri að ræða utanríkismál á Al-
þingi eftir því, sem efni stæðu
til. Bæri að ræða þau mál á mál-
efnalegum grundvelli og af full-
ri hreinskilni. Forsætisráðtherra
sagði, að hér væri fjallað um
tvö algjörlega ólfk mál og vék
hann fyrst að Atlantshafsbanda-
laginu. Hann kvað það óumdeilt,
að það hefði verið stofnað vegna
vanmáttar S.Þ. til að viðhalda
friði og öryggi í heiminum, og
vegna þess, að eitt höfuðmark-
mið S.Þ., sem var að viðhafa
Framhald á bls- 14
Poul Reumert
Bjarni Benediktsson
bæri íslendingum að leggja
sitt af mörkum til þess að ör-
yggi og jafnvægi héldist og
dvöl varnarliðsins væri hluti
af því framlagi. En vitanlega
bæri að kanna það mál til
hlítar nú.
Hér fer á eftir frásögn af
Háttsettur starfsmaður tékknesku
leyniþjónustunnar finnst hengdur
— Starfaði á sínum tíma að rannsókninni
á dauða Masaryks
Prag, 19. apríl — NTB—AP —
BEDRICH Pokorny majór, fyrr-
verandi háttsettur starfsmaður
tékknesku leyniþjónustunnar,
sem rannsakaði öll atvik varð-
andi hinn dularfulla dauðdaga
Jan Masaryks, utanríkisráðherra
1948, fannst hengdur fyrir þrem-
ur vikum í skógi fyrir utan borg
ina Brno. Skýrði hin opinbera
fréttastofa Tékkóslóvakíu, CTK,
frá þessu í dag.
Tékkneska ríkisstjórnin hefur
látið hefja að nýju rannsókn á
dauða Masaryks, en hann fannst
látinn á grasflöt utanríkisráðu-
neytisins rétt eftir valdatöku
kommúnista. í opinberri tilkynn-
ingu var þá sagt, að Masaryk
hefði framið sjálfsmorð. Margir
Tékkar voru samt sem áður
þeirrar skoðunar, að hann hefði
verið myrtur.
Pokorny major starfaði við
stjórnmáladeild innanríkisráðu-
neytisins 1948 og tók virkan þátt
í rannsókninni varðandi dauða
Masaryks, sem og dauða Augist-
ins Schramms majors. Hinn síð-
astnéfndi, sem var foringi í
Framhald á bls. 14