Morgunblaðið - 20.04.1968, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 20. APRÍL 1968
5
„Ungir sem aldnir kaupa bækur“
vel, enda er það á mjög hag-
stæðu verði. Heildarútfáfa
Listamannaþings er nærri geng
in til þurrðar.
— Ber meira á yngra, en
eldra fólki í bókaleit?
— á bókamarkaði Helgcfells
VIÐ litum inn á bókamarkað
Helgafells í Unuhúsi í gær og
fylgdumst með fólki, sem gekk
þar um, handfjatlaði bækur og
keypti þær sem hugurinn girnt
ist mest. Á bókamarkaðinum
er gott úrval bókatitla, enda
var áhugi fólksins mikill. Einn
var t.d. að leita eftir bókum til
þess að fylla í safn sitt af rit-
safni Laxness. Ung stúlka og
vinur hennar sátu við ljóða-
bækur ungu skáldanna og
völdu þar úr. Roskinn maður
gekk um og leit yfir úrvalið,
en hann sagðist nú eiga mest af
því sem þarna væri og hann
langaði sérlega að eiga, en einn
ig hann vantaði nokkrar af
bókum Laxness. Við hittum að
máli forstöðumann bókamark-
aðsins, Böðvar Pétursson.
— Er góð sala núna?
— Já, salan hefur verið all
góð.
— Hvaða bækur eru í mestii
úrvali?
— Það eru langsamlega helzt
bækur eftir íslenzka höfunda,
enda erum við með mjög mik-
ið eftir þá, en minna af þýdd-
um bókum.
— Hvaða bækur kaupir fólk
helzt?
— Það eru nú til bækur á
þessum mörkuðum, sem er til
mjög lítið af, allt niður í fá
eintök. T.d. hefur núna verið
góð sala.á ýmsum bokum Gunn
ars Gunnarssonar og við höf-
um verið með margar af hans
bókum bæði úr Landnámuút-
gáfunni og ýmsum öðrum út-
gáfum. Af öðrum höfundu|n
selzt Laxness alltaf mikið, en
af honum höfum við allar
frumútgáfubækur hans frá síð-
ustu 10-15 árum. Eldri frum-
útgáfur eru uppseldar, en í
þessari nýju heildarútgáfu okk
ár á Laxness hafa verið gefnar
út 31 bók og af þeim eigum við
25 titla. Ég múndi halda að af
eldri bókum hans væru óút-
komnar 3-4 og síðan bætast við
allar nýjar bækur, sem frá
honum koma.
Böðvar Pétursson er þarna að
kanna upplag Ijóðabóka eftir
yngri skáldin, en margar fyrstu
bækur þeirra erp að seljast upp.
— Hvernig seljast ljóðabæk-
ur?
— A ljóðabókum hefur verið
allgóð sala. Við höfum gefið út
talsvert af ljóðabókum og þá
meira yngri höfunda. Á þess-
um mörkuðum hefur alltaf ver
ið nokkur sala á ljóðabókum.
Það er hér mikið af ljóðabók-
um. Nýlega höfum við heildar-
útgáfu nokkurra höfunda í
samstæðri útgáfu. Þar í er t.d.
Tómas Guðmundsson í I bindi,
Listaverkabækurnar vöktu ath ygli margra, enda eru þær goð-
ir gripir. (Ljósm. Mbl. Ól. K. Magn.)
Foreldra- og styrktar-
félag heyrnardaufa
FORELDRA- og styrktarfélag
heyrnardaufra var stofnað fyrir
rúmlega hálfu öðru ári. —
Það hefir m.a. á stefnuskrá sinni
að styrkja starfsemi Heyrnleys-
ingjaskólans og hefir félagið
sannarlega ekki gleymt því.
Sl. sumar hafði félagið sumar-
búðir fyrir nemendur skólans
í Reykholti í Biskupstungum og
auk þess, sem þetta varð nem-
endunum til mikils gagns og
gleði, safnaði félagið þá fjöl-
breýttu kennsluefni bæði í mynd
um o.fl., sem mjög gott er að
nota við kennslu í skólanum.
Þá hefir félagið fært skólan-
um stór gjafir, á annað hundrað
bindi af bókum, 15 pör af skíð-
um ásamt viðeigandi skóm og
skíðastöfum og loks 30 þús. kr.
technicolor—vél, en það er sér-
staklega handhæg sýningarvél,
og er tiltölulega auðvelt að taka
kvikmyndir af mörgu því sem
kenna á og sýna svo í henni.
Framangreinda hluti hefir
skólinn ekki haft fé til að kaupa
en þetta er allt mjög mikils
virði fyrir nemendur hans.
Þótt Foreldra- og styrktarfé-
lag heyrnardaufra sé ekki eldra
en að framan greinir, hefir því
sannarlega orðið furðu mikið á-
gengt í þessu efni og vil ég
hér með flytja því innilegustu
þakkir frá Heyrnleysingjaskól-
anum fyrir rausn þess og hug-
ulsemi.
Brandur Jónsson, skólastjóri.
Steinn Steinarr í I bindi, Örn
Arnarson í I bindi og Jón úr
Vör í I bindi. Þessari útgáfu
verður haldið áfram með sama
fyrirkomulagi. Sumar ljóða-
bækurnar eru að seljast upp og
t.d. eru fá eintök eftir af mynd-
skreyttu útgáfunni af Fögru
veröld eftir Tómas.
— Hvernig seljast ljóðabæk-
ur yngri skáldanna?
— Það er nokkur sala, t.d. í
Matthíasi Johannessen og
Hannesi Péturssyni og fleirum.
Sumar bækur yngri skáldanna
eru að seljast upp. Má þar
nefna: í sumardölum eftir
Hannes Pétursson, Borgin hió
eftir Matthías Johannessen, í
svörtum kufli eftir Þorstein
frá Hamri, Ung Ijóð eftir Nínu
Björk og Ókominn dagur eftir
Jón frá Pálmholti. í mörgum
tilfellum eru þetta fyrstu bæk-
ur höfunda. Bækur yngri höf-
unda eru oft gefnar út í frem-
ur smáu upplagi og þegar þær
eru uppseldar er mjög erfitt að
fá þær.
— Hér komum við að inn-
lendum fræði- og skáldsagna-
höfundum.
— Já, hér eru t.d. bækur
Guðmundar Kambans, Sigurð-
ar Nordals, Guðmundar Dan-
íelssonar, Guðmundar Haga-
líns, Kristmanns Guðmunds-
sonar að ógleymdum Þórbergi,
sem alltaf er vinsæll höfundur
og mikið spurt um ýmsar bæk
ur hans. Margar bækur Þór-
bergs eru því miður ekki til
lengur, svo sem ævisaga séra
Árna Þórarinssonar.
— Hvað er sérstætt af erlend
um bókaflokkum?
— Af erlendum bókaflokk-
um má t.d. nefna bókaflokkinn
Listamannaþing, en í honum
eru 10 úrvals höfundar erlend-
ir og þeir eru þýddir af úrvals
þýðendum. Hvel- höfundur *r
í sér bók. Þetta er mikið úr-
valsverk og hefur selzt mjög
— Það er allavega fólk, þó
nokkuð af ungu fólki, en alla-
jafna fólk á öllum aldri. Það
eru uppi þær skoðanir að bóka
lestur sé heldur á undanhaldi
hjá þjóðinni og miðist frekar
við eldri kynslóðina, en það er
mjög margt af ungu fólki, sem
kemur hingað og leitar fyrir
sér í bókatitlunum. Unga fólk-
ið leitar gjarnan eftir bókum
eldri höfunda og það virðist
leggja sig eftir að eignast
heildarútgáfur ritsafna.
Margir skoðuðu úrval ævisagna og t.d. þessi hjón keypt Fagurt
er í Eyjum. (Ljósm. Ól. K. Magn).
Víkingaöldin,
glœsilegasta timabil
norrœnnar sögu,
stígur Ijóslifandi fram af
hverju blaðiþessa mikla
og veglega verks.
VÍKINGARNIR
Svipmikil saga, litrík og heiilandi, af lífi forfeðra vorra i önn og ævintýrum.
Aldrei hefur íslenzkum lesendum gefíst kostur að kynna sér lifshætti og verkmenningu víkingaaldarinnar á jafn
skýran og aðgengilegan hátt.
Próf. Bertil Almgren sá um útgáfu þessa mikla verks í sámvinnu við vísindamenn í mörgum löndum.
Dr. Kristján Eídjám, þjóðminjavörður, ritaði þáttinn um ísland í bókina.
Þýðingu gerði Eirikur Hreinn Finnbogason, cand. mag.
Bókin er 288 blaðsiður og hefur að geyma 400 myndir og teikningar, þar af 92 stórar iitmyndir.
•Bókarbrot 31,5 x 29,5 cm. — Verð til félagsmanna AB kr. 980.—
. ALMENNA BÓKAFÉLAGIÐ AB,