Morgunblaðið - 20.04.1968, Page 10

Morgunblaðið - 20.04.1968, Page 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 20. APRÍL 196« Meiri veiði á línu, mikil keyrsla með fiskinn og eng- ir útlendingar á vertíðinni í ár Verstöðvarnar ■ Keflavík og Sand- gerði heimsóttar VER- THHN f Keflavík og Sandgerði virðist vetrar vertíðin ekki hafa nein sérstök einkenni það sem af er. Staðarmenn kvarta undan ógæftum, eink um framan af, og páskahrot- an svokölluð rann út í sand- inn. Þó er heildaraflinn orð- inn meiri en á sama tíma i fyrra á báðum stöðum. Og vinna í frystihúsunum er nokkuð jöfn, einkum seinni hluta tímabilsins. Fréttamenn Mbl. skruppu til Keflavíkur og Sandgerðis í góða veðrinu á miðvikudag og spjölluðu við nokkra menn er koma við sögu vertíðar- innar, m.a. viktarmennina, Árna Ólafsson í Keflavík og Elías Guðmundsson í Sand- gerði, og hittu í frystihúsun- um þá Árna Þorgrímsson í Jökli, einu af fimm starf- ræktum frystihúsum í Kefla- vík, og Jónas Guðmundsson í Útgerðarstöð Guðmundar Jónssonar frá Rafnkelsstöð- um. f því spjalli kom í ljós að engar tvær vertíðir eru þrátt fyrir allt eins. Hver og ein hefur sín séreinkenni. Til dæmis einkennist þessi nokk uð af flutningi fram og aft- ur með fiskinn. Þegar aflast, eru stórir bílar á þeytingi milli verstöðva á Reykjanes- inu, utan línu sem mætti draga þvert yfir skagann milli Þorlákshafnar og Reykjavíkur. — Þeir keyra aflann í báðar áttir og fiskbílarnir mætast á miðri leið, segir Elías á viktinni í Sandgerði. — Héðan til Grindavíkur og þaðan til Sandgerðis, og svo aka þeir inn í Reykjavík, Hafnarfjörð og til Þorlákshafnar, og það- an hingað. í fyrradag voru t.d. fimm bílar í ferðum vegna Árni Ólafsson, Keflavík. ekki verið hægt að halda þvi til streitu. Nú hefur verstöðin, sem bátarnir leita til, lítið gagn af fiski, sem hverfur á brott um leið og hann kemur í land. Höfnin fær kannski ein hverjar tekjur af þessu, út- skýrir Elías. — Ef það fæst þá greitt, bætir hann við. Engir útlendingar. Annað einkenni á þessari vertíð er að útlendingarnir, sem í mörg ár hafa sett svip sinn á vinnusali frystihús- anna sjást þar nú ekki. Árni Þorgrímsson kvaðst aðeins hafa tvo Færeyinga í vinnu í Jökli nú. í fyrra var þar fólk úr öllum heimsálfum, en enginn núna. Einhverjir fyrri starfsmenn höfðu skrif- að í vetur frá London og spurt um vinnuhorfur og í svarbréfi tjáði Árni þeim að þær væru engar. Það er eins og þetta fréttist, förumennirn ir hafi samband sín á milli í London og í ár kvaðst Árni ekki hafa séð nokkurn út- lending í atvinnuleit. í Kefla vík eru engin vandræði með að fá fólk í frystihúsin — þar er ekkert kvenmannsleysi núna. Þar hefur verið nokk uð stöðug vinna síðan í marz vlktarmaður í Árni Þorgrímsson Sandgerði- Jökli eins aðkomubáts, sem lagði upp hér með heldur lítinn afla, þrír sóttu fisk til þriggja aðila, einn kom með beittu bjóðin og annar fór með þau lausu. Komið hefur fyrir að bíll sæki eitt tonn langan veg. Þetta kvöld lögðu allir línubátarnir frá Keflavík afla sinn á land í Sandgerði, utan einn. Þeir voru komnlr inn um 5 leytið. Milli Sand- gerðis og Keflavíkur eru 7 km. eftir vegi og líklega tek- ur um hálfan annan tíma að sigla með aflann fyrir Garð- skagann. Geysileg ásókn að- komubáta hefur verið til Sandgerðis í vetur. Heimabát ar eru um 30, en daglega hafa 40—50 bátar losað þar afla sinn, og er þá oft þröng á þingi, því bryggjurými er lítið. Með rýrari afla hefur samkeppni vinnslustöðvanna um það sem fæst orðið meiri. Allt gengur út á að ná í fiskinn. Bátarnir sigla 'með hann til næstu hafnar, hver sem hún er, og frystihúsin og aðrar vinnslustöðvar vilja vinna til að sækja hann á bílum, til að fá hann í vinnslu. Nú orðið eru nær allir bátar fyrirfram ráðnir til að selja ákveðinni ver- stöð. Þá hefur það aukið að- sóknina að höfnum eins og Sandgerði, að með algeru aflaleysi norður með vestur- ströndinni, líklega vegna íss- ins, hafa Breiðafjarðarbátar og margir Vestfjarðabátar leitað suður. Elías sagði að allir trollbátarnir væru t.d. komnir suður fyrir og héldu sig nú þarna við röstina. En ætli fiskurinn fari nú ekki illa á því að flytjahann svona mikið á bílum á milli? Elías samsinnir því og bætir við að fyrir nokkru hafi ver- ið bannað af fiskmati að flytja fisk á milli staða, en Örn Erlingsson, Ingiber Ólafssyni. skipstjóri á Úr róðri með einn stóran. byrjun, yfirleitt um 8 tíma vinna á dag. En þar sem ver- tíðin var ekki lífleg framan af, var fólk ráðið seinna en áður, það var að smátínast til starfa. Um 60 manns starfa í frystihúsinu hjá Jökli og á bátunum þremur, Ólafi Mag nússyni, Sævari og Sæhrímni. En auk eigin báta leggja þar upp tveir aðrir bátar og 3—4 að hluta. Þetta hefur yfir- leitt dugað, þó komið eyður. Sömu sögu var að segja í Sandgerði. Jónas Guðmunds- son sagði, að þar hefði verið nægilegur mannskapur í vet- ur. — Við höfum tekið Fær- eyinga síðan 1960, en engan nú, sagði hann. Við höfum aðeins nokkra íslenzka að- komukarlmenn, en konurnar eru allar héðan. Húsmæðurn- ar vinna nú meira en áð- ur. Býst við að þær þurfi meiri peninga. Árið 1967 var rýrara en 1966. Jú, víst er það ódýrara fyrir okkur og betra. Fyrir aðkomufólk þurf um við að kosta ferðir, mötuneyti og skála. Ástand- ið á vinnumarkaðinum er ágætt hér. Við lentum ekki í verkfallinu. Hér var róið allan tímann og við gátum birgt okkur upp með veiðarfæri og annað. Þar af leiðandi hefur fólkið það betra hér bæði á bátunum og í frystihúsunum. Veiðar með línu fara aftur vaxandi. Það vakti athygli okkar, að svo seint á vertíð skyldu þó nokkrir bátar enn vera með línu. Koma þeir þar af leið- andi með þennan fallega línu fisk til vinnslu. Voru allir þeir, sem við töluðum við, sam mála um að veiðar með línu væru verulega að aukast aft- ur. — Frá Sandgerði halda 7 bátar enn áfram með línu. Útgerðarstöð Guðmundar Jónssonar er með 3 línubáta í allan vetur og því fáum við alltaf gott hráefni í frysti húsið, sagði Jónas. Hæstu línubátarnir í Kefla vík hafa haft ágæta vertíð. Sá aflahæsti er Skálabergið, sem um miðjan mánuð hafði fengið um 385 lestir í 48 róðr- um. Freyja hafði fengið 373 Bátur kemur úr róðri til Keflavíkur. f höfninni flugvöll, en nýlega er farið að skipa þeim upp affermir Brúarfoss vörur fyrir Keflavíkur- þar í staðReykjavíkur. Ljósm. Óli.K.Mag.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.