Morgunblaðið - 20.04.1968, Side 11

Morgunblaðið - 20.04.1968, Side 11
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 20. APRÍL 1968 11 lestir í 46 róðrum og Manni KE 99 hafði fengið 366,9 lest- ir í 48 róðrum að því er viktarmaðurinn Árni Ólafs son upplýsti. Við fórum að velta fyrir okkur hvort sjó- mennirnir á slíkum bátum væru ekki búnir að gera það gott og komumst að þeirri niðurstöðu, að líklega hefðu hásetarnir um 130 kr. út úr tonninu í hlut á stærri línu- bátunum, þó nokkuð fari þetta eftir því hve mikið er af góðfiski í aflanum, og þá jafnt hvort sem um net eða línu er að ræða. Taldist okk- ur svo til í sameiningu, að hásetahlutur á hæsta línubáti ætti að vera orðinn um 63 þús. kr. Nótafiskur lætur standa á sér. Bátarnir veiða sem sagt ým ist á línu eða í net, en enginn nótafiskur var kominn enn, er við vorum þarna á ferð. Nokkrir bátar eru þó með nót um borð, bæði úr Kefla- vík og Sandgerði. Það munar ekki svo litlu ef hægt er að fá gott kast, kannski upp í 50 tonn í einu. I fyrra var farið að veiða í nót um 10. apríl, og er líklega að byrja nú. Sennilega heldur fiskurinn sig enn við botninn, segja þeir. í verstöðvunum. En afli í nót hefur íarið minnfeandi á seinni árum. Ingiber Ólafsson er fyrsti bátur inn til Keflavíkur þeorn an dag. Ekki hefur hann venjulega verið fyrsti bátur í land og það með lítinn afla. Elías Guðmundsson, viktar- maður í Sandgerði. Skipstjórinn á - honum, Öm Erlingsson, var hæsti út- svarsgjaldandinn í Keflavík í hitteðfyrra og sá næsthæsti í fyrra, svo eitthvað hefur I 34 ár á vertíð Halldór Benediktsson er bú inn að vera 34 vertíðir í Sandgerði hjá útgerð Guð- mundar á Rafnkelsstöðum. Og er óvenjulegt að menn endist svo lengi á sama stað. Hann er búsettur í Reykja- vík. Um áramótin fer hann ávalt á vertíð til Sandgerð- is. Var fyrst á báti, Óðni úr Garði með Þorbergi Guð- mundssyni, sem var aflamað- ur í margar vertíðir. Síðan var hann á Faxa og svo á bátum Guðmundar og hefur nú verið í 7 ár í landi við beitingar. — Þegar vertíð byrjar heldur mér ekkert, ég fer í fiskinn, segir hann, og hlær við. En Halldór er líka sveita- maður, upphaflega bóndason ur úr sveit og segir að sér þyki alltaf jafn vænt um sveitina. Þegar hann er efeki í fiski vinnur hann hjá Slát urfélagi Suðurlands. Við hittum hann, þar sem hann var að beita í Sand- gerði. Hann sagði okkur að mikil breyting hefði orðið á tilhögun á greiðslu fyrir þetta starf. Áður voru beit- ingamenn upp á hlut. Þá voru 7 í landi og höfðu sama hlut og sjómennirnir á bátn- um. Nú eru 5 í landi og beita í akkorði. — Það kemur betur út ef illa fiskast, segir hann. En skemmtilegra var það áð- ur, mennirnir áhugasamari og meira líf í þessu. Nú hafa beitingamenn visst á stamp. Ef beitt eru níu bjóð, þá hafa þeir þetta 1300 til 1400 kr. á róður. En verkið tekur þá 12—14 tíma, með því sem fylgir, þ.e. að taka á móti línunni, sækja beitu o.s.frv. Halldór segir að nú sé orð- ið heldur léttara að beita, minna um flækjur á veiðar- færum en áður var. Ástæðan er sú að betri samvinna er hjá bátunum, þeir róa á sama tíma og fylgjast að og þá flækja þeir minna saman veiðarfærum. hann afiað þá. Hann er með net, 8 trossur og 15 net í hverrí og lætur lítið yfir afla. — Það hefur verið tregt, þó reitingur undanfarinn mánuð, segir hann. Nú kveðst hann bara koma svo snemma að upp á sport, ætla að reyna aftur á morgun. En við nán- ari spurningar kemur í ljós, að hann hefur einmitt hug á að taka nót um borð og er því svo snemma í land. — Það eru margir með hana um borð, segir hann. Og þetta er eitthvað að lifna á Sel- vogsbanka, segir hann. Afli meiri en í fyrra. Hjá Árna Ólafssyni, viktar manni, fengum við nýjustu aflatölur frá Keflavíkurbát- um. Frá því 15. janúar og til 15. apríl hafa Keflavíkur- bátar fengið 9224,4 lestir í 1251 róðri. Er það heldur meira en á sama tíma í fyrra, þá var aflinn 8196,1 lest í 1131 róðri. Þó gæftir hafi ver ið stopular einkum framan af, þá virðist eftir þessum tölum hafa gefið í fleiri róðra í ár. Fyrsta hluta vertíðar var veðráttan þannig, að bátarn- ir náðu því iðulega ekki að komast út, segir Árni. En þeir eru bundnir yfir línunni í 20 tíma. Miðað við veður- far hafa netabátar frá Kefla- vík haldið vel út, en þetta eru harðduglegir menn hér. Viku fyrir páska lagaðist veðrið og hefur gefið ágæt- lega á sjó síðan. Því urðu það vonbrigði að ekki varð meira úr páskahrotu. Hæsti bátur í Keflavík er Lómur KE 101 með 659,4 lestir í 44 róðrum. Elías Guðmundsson, viktar maður í Sandgerði gaf okkur aflatölumar þaðan. Heildar- afli Sandgerðisbáta var orð- inn 6377,7 tonn í 988 róðr- um 15. apríl, en á sama tíma í fyrra 5018,4 lestir í 806 róðrúm. Vertiðin er þvi betri en í fyrra á sama tíma, enda þótti hún með afbrigðum slæm. Hæsti bátur í Sand- gerði er Andri með 449,4 lesf- ir í 54 róðnim, Hólmsteinn með 415,5 lestir í 58 róðrum og Vonin með 414,5 tonn í 54 róðrum. Allir veiða bæði á línu og í net. Elías sagði að tíðarfar hefði verið afar erfitt, en sæmilegur afli þeg- ar gaf. Það er eins og meiri fiskur fáist oft, ef gæftir eru tregar, sagði hann. Loðnuaflinn varð þó í báð- um verstöðvunum miklu minni en í fyrra, en allir loðnubátar hættu um 10. apríl bæði árin. í Keflavík var loðnuaflinn 7582 lestir nú á móti 14771 lest í fyrra. Og í Sandgerði veiddust nú 2777,3 lestir af loðnu á móti 8811 tonnum í fyrra. Engin skreið, en meira í salt. Fisfeaflinn hefur farið í frystihúsin og verið saltaður, en lítið sem ðkkert til herzlu, því Afríkúskreið selst ekki Gunnar Jónsson er búinn að flaka marga titti. Hann hefur unnið á vertíð í Sanðgerði í 20 ár. sem kurinugt er vegna ófrið- ar í Nigeríu. Það veldur fisk verkunarstöðvum nokkrum ó- þægindum. — Við liggjum með þó nokkurt magn af skreið fyrir Afríkumarkað í landinu, og þvi hengjum við ekkert upp, sagði Ámi í Jöfcli. Það yrði maður að gera á eigin ábyrgð, bankarn ir lána efeki út á það. En nú má sjálfsagt fara að hengja upp fyrir Ítalíumark að úr þessu eftir að frost er búið. Hvað er þá við þenn- an fisk gert, sem fór áður í skreið? Það er þá gengið nær fiskinum í salt, og má búast við að meipa verði í lélegri gæðaflokkum af sölt- uðum fiski. Og Jónas í Útgerðarstöð- inni í Sandgerði útskýrir fyr ir okkur að hvaða leyti þetta er verra fyrir vinnslustöðv- amar: — Ef við söltum, verð um við að taka fiskinn um leið og hann kemur og eyða á hann næturvinnu. En eigi fiskurinn að fara í skreið, má hann bíða til morguns og ihægt að nýta dagvinnuna. ; Árni sagði að frystihús Jjökuls hefði tekið á móti imeira magni af fiski en á jsama tíma í fyrra, en þá var aðalveiðitíminn í apríl og fram í maí. Væri því sæmi- leg útkoma varðandi verk- *efni og eins væri hráefni •ágætt, einkum eftir að neta- veiði hófst. Fiskurinn væri af grynnri slóðum og þyldi betur að liggja. Væri því betri er hann kæmi í land. Hann kvaðst telja að enn gæti komið góður afli. Nú væri stórstraumur og því dauft yfir veiðunum, en úr því farið væri að lygna, gæti þetta lagast eftir það. Verður vertíðin lengri en venjulega? Eins spáir Árni því, að bát arnir hætti ekki eins snögg- lega kringum lokadaginn og verið hefur. Þeir fáu, sem héldu áfram í fyrra, höfðu á- gætan afla út maí. Og nú, þegar svo mikil óvissa ríkir um síldina, þá kvaðst hann hafla trú á að bátamir reyndu að halda eitthvað áfram. Sjómenn eru annars undar- lega fastheldnir á þann gamla sið að hætta um miðjan maí. Þá er komið los á mannsfeap- inn á bátunum. Þeir hafa fengið nóg og útgerðarmenn flara að búa undir næstu ver- tíð, síldveiðarnar. Það kemur í alla síldarhugur. Eftir sjó- mannadaginn hafa fyrstu bát ar oft rokið á síld. Ekki er Jónas Guðmunds- son í Sandgerði jafn bjart- sýnn á að vertíðin standi lengi í ár. — Enginn fiskur virðist fyrir vestan og hann gelkk furðu fljótt af Selvogs- banka, segir hann. Ég hefi ekki trú á að vertíðin standi neitt lengur en venjulega. Og þó, nú er stórstraumur og við vonum að hann gefi sig til í smástrauminn eftir helgina. Þegar fréttamenn Mbl. ófeu aftur inn í Reykjavík, voru bátamir farnir að koma að, hver af öðrum. Afli hafði ver ið sæomilegur. Úr frystihúsi Guðmundar Jónssonar í Sandgerði. Þeir Jónas Guðmundsson og Sigurbjöm Jónsson, verkstjóri standa á miðri mynd.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.