Morgunblaðið - 20.04.1968, Síða 20
20
MOHGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 20. APRÍL 196«
Skriíðgarðabókin
GARÐYRKJUFÉLAG fslands
hefur í ár gefið út allstóra bók,
320 bls., nefnist hún „Skrúð
garðabókin, leiðbeiningar um
skipulag, ræktun og ^hirðingu
skrúðgarða". Sjö fræðimenn hafa
lagt til efni í þessa bók, en
ritstjóri er Óli Valur Hansson,
garðyrkuráðunautur Búnaðar-
félags fslands.
Prentsmiðjan Edda h.f. hefur
séð um prentun. Myndagerð ann
aðist Páll Finnbogason. Bók
þessi er tileinkuð minningu Ein-
ars Helgasonar, garðyrkju-
stjóra, á aldarafmæli hans. Þetta
er eins og vera ber í alla staði
vönduð og falleg bók, pappír,
leturgerð, prentun á texta og
myndum, svo og bókband, allt er
þetta smekklegt og vandað og
ber útgefendum og bókagerðar-
mönnum góðan vitnisburð. Sér-
staklega er ánægjulegt að sjá
litprentun íslenzkra garðplantna
er eykur gildi bókarinnar. Eru
þær prentanir sambærilegar við
blómamyndir í erlendum garð-
yrkjubókum og ritum. Þá er
í Skrúðgarðabókinni mikill fjöldi
teikninga, uppdrættir og svart-
hvítar ljósmyndir. Margur út-
gefandi myndi birta skrá yfir
allan þennan mynda fjölda á
hlífðarkápu, ásamt tilheyrandi
lofi um annað ágæti bókarinnar,
en útgefendur Skrúðgarðabók-
arinnar virðast forðast allan
auglýsingahávaða. Upplag bók-
arinnar er sennilega fremur lít-
ið, bókin seld á vægu verði, en
ritstörf öll unnin án endurgjalds.
Garðyrkjufélag íslands á lof
skilið, fyrir að gefa út svona
góða bók, vandaða að efni og
frágangi. Slíka leiðbeiningabók
hefur vantað hér lengi. f Skrúð
garðabókinni er miklum fróðleik
þjappað saman um ræktun garða.
Þá er bókin fjörlega skrifuð á
köflum og gefur mörg tilefni til
íhugunar hverjum þeim lesenda
sem vill hugsa um ræktunar og
fegrunarmál.
Það er að sjálfsögðu ókleift
að rekja efni fræðibókar sem
Skrúðgarðabókarinnar í fáum
línum. Þótt taldir væru allir
kaflar bókarinnar ásamt höfund
um, þá segir það í sjálfu sér
ekki neitt, en stundum geta ein-
istaka setningar orðið tilefni
(nokkurra hugleiðinga og vill
undirritaður leyfa sér að benda
á eftirfarandi:
f fyrsta kafla bókarinnar er
rætt um skipulag lóða og tækni
leg atriði, svo sem staðsetningu
bílastæða og leiksvæða fyrir
börn o.s.frv. Höfundur þessa
kafla er Reynir Vilhjálmsson
skrúðgarðaarkitekt. Á bls. 40
kemst höfundur þannig að orði:
„Vegghleðsla er einn sá menn-
ingararfur íslendinga, sem er á
góðri leið að glatast". Það gladdi
mig að sjá að ungur velmennt-
aður arkitekt skuli nefna vegg-
hleðslukunnáttu, „menning-
ararf“. Þessi verkmennt stóð með
blóma víða um land á öðrum,
þriðja og jafnvel fjórða tug
þessarar aldar, t.d. í Rangár-
þingi. Nú fara þessi meistara-
verk eitt eftir annað undir tönn
jarðýtunnar, með hverju árinu
sem líður, og enginn má vera
að því að hlaða vegg. En Reynir
Vilhjálmsson hefur sjálfsagt séð
kirkjugarðinn í Skarði á Landi?
Hann segir I sömu grein á bls.
41: „Ennþá eru margir gamlir
kirkjugarðar umgirtir hlöðnum
veggjum, og vonandi ber okkar
kynslóð gæfu til þess að skila
þeim heilum, auknum og endur-
bættum til komandi kynslóða".
Þökk fyrir greinina, Reynir.
Skrúðgarðabókinni lýkur með
skrá yfir íslenzk plöntunöfn, og
annarri, yfir latnesk plöntunöfn
bókarinnar. f hvorri skrá eru
talin meira en 8000 nöfn. Þetta
er sá „garðagróður" sem höf-
undar ræða um í ýmsum köfl-
um bókarinnar. Hver tegund fær
nokkra umsögn eftir reynslu höf
unda: „mjög harðgerð", „harð-
gerð hvar sem er“, „getur orð-
ið illgresi", „erfið í ræktun",
„viðkvæm", „hætt við kali“, „lít
ið reynd', „lofar góðu‘, „algeng
í görðum nágrannalandanna, von
lítil hér jafnvel við beztu skil-
yrði' o.s.frv. Þá er þess víða
getið í bókinni, að margar ágæt-
ar tegundir séu nær ófáanlegar
í íslenskum gróðrarstöðvum, því
miður. Ekki er rúm til þess að
rekja meira hér. Hitt er alveg
vafalaust, að þessi bók á eftir
að „gefa tóninn“ um plöntuval
og plöntuverzlun næstu árin.
Uppistaðan í íslenzkum garða-
gróðri verður vitanlega fjrrst og
fremst gróður sem þolir íslenzka
veðráttu. En með útkomu Skrúð-
garðabókarinnar fjölgar vonandi
þeim garðeigendum sem hægt er
að nefna safnara, því bókin er
vel fallin til þess, að auka skiln-
ing manna á því, að hér á ís-
landi — einmitt hér — getur
skrúðgarðayrkja verið „spenn-
andi“ tómstundastarf. Það er af
nógu að taka, hvort sem menn
vilja hlaða veggi, svo verkið
lofi meistarann, eða glima við að
rækta fjalldrapa, mosalyng og
annan heimskauta — og háfjalla
— gróður, sem erfiður reynist í
ræktun. Eða fólk velur sér önn-
Framhald af bls. 24
arnar fyrir Norður- og Austur-
landi gegnir öðru máli (fiskur-
inn þar er ekki rógu jafn stór
og dýr í vinnslu til að hagkvæmt
sé að vinna hann á þann hátt
sem nú er gert) en vel má vera
að með auknum vélakosti og hag
ræðingu mætti kon.ast yfir þetta
Meðan ég þekkti til var frysti-
húsið á Þórshöfn lengst af rek-
ið m eð erfiðleikum og oft halld.
Á Þórshöfn hafa þó alltaf verið
dugandi sjómenn eins og á
Bakkafirði. Um frystihúsið á
Vopnafirði er mér lítið kunnugt
Lítið mun það þó hafa starfað
síðari árin, enda víst aðallega
treyst þar á aðkoniubáta. Vopn-
firðingar sjálfir l afa svo lengi
sem ég man varla getað náð
beini úr sió.
Bakkaflóamiðin hafa lengst af
verið þrautalending og lífsakk-
eri Þórshafnar og Austfjarðabát
anna, enda aðstaðan góð og afli
oft mikill. Ekki tii eitt sker <
flóanum, og var fyrir útilegu-
báta í öllum áttum: Undir Langa
nesi og á Gunnólísvík í norðan
og norðaustan, en á Bakkafirði
í austan og sunn&n átt. Þarna
tel ég ekki að um vertíð að vetri
sé að ræða, enda takmarkað
hvað gotfiskur gengur langt
norður með landi á vetrum þó
nokkuð hafi verið um það stund
um. Vertíð þarna tel ég að eigi
að vera frá miðjum apríl og eft-
ir ástæðum frameftir hausti.
í upphafi minntist ég á grein,
sem var í Morgunblaðinu í haust
Höfundur taldi Bakkaflóa gull-
kistu sem þyrfti að nytja betur.
Rétt er það, að miðin okkar eru
gullkistur. En það er bara ekki
sama á hvern hátt við nytjum
þau. Hann vill láta taka ryðg-
ur léttari viðfangsefni. Skrúð-
garðabókin er sökum efnis og
frágangs, heppileg vinargjöf
handa fólki sem hefur smekk
fyrir fallegum hlutum og áhuga
á fegrunarstörfum.
Valdimar Elíasson
aða togara hér úr sundunum við
Reykjavík og flytja aflann hing
að suður til verkunar. Eitthvað
mundi nú sá flutningur skerða
ábatann. Og erum við ekki bún-
ir að fá nóg af al'skonar ævin-
týramennsku í bili? Mundi ekki
sanni nær að nota hafnargerð-
ina á Bakkafirði og setja þar
upp verkun á saltfiski þar sem
allt er fyrir hendi, sem til þess
þarf, og jafnvel skreið ef um
hægist með hana. Ef einhver,
sem les þessa grein, kynni að
hafa áhuga á að nýta þá mögu-
leika, sem þarna eru, þá þyrfti
hann ekki að skrifa fyrstu nót-
urnar á tunnubotni og hefja
fiskikaupin við algerða hafn-
leysu eins og Halldór Runólfs
son gerð, er hann hóf starfsemi
sína. Þarna vartar dugandi
mann, sem vill sinna þeim mögu
leikum, sem fyrir hendi eru.
Mann sem hefur þekkingu á
hvað til þess þarf að framleiða
fyrsta fl. saltfisk. Þess má svo
geta að síldarsöltun hefur verið
þarna öðru hvoru síðastliðin 12-
15 ár, og að því er virðist með
sæmilegum árangri Bakkafjörð
ur er og verður vegna legu sinn
ar og staðhátta hættulegur keppi
nautur nágrannanna, Þórshafn-
ar og Vopnafj. og hefur af þeim
verið meðhöndlaður sem slíkur.
Þarna er úrvals hráefni (hand-
færa og línufiskur). Vel mætt-
um við minnast þess, að það er
ekki langt síðan að saltfiskur
inn var ein sterkasta stoðin und
ir gjaldeyrisöflun þjóðarinnar.
Þarna vantar nú mann, sem kaup
ir og verkar fisk á staðnum og
rekur verzlun. Mann sem hefur
bein í nefinu og sér hag sinn 1
bættum hag byggðarlagsins.
Starfsmannahúsi við Sæból
Kópavogi. 17.2. - 1968
Þórarinn V. Magnússon
frá Steintúni.
2
LESBÓK BARNANNA
LESBÓK BARNANNA
3
Lalli hoppaði út úr
rúminu og klæddi sig í
flýti. Síðan opnaði hann
dyrnar hljóðlega og fór
fram í gang. Velþekkt
blísturshljóð kom út úr
herberginu hinum megin
við ganginn — pabbi
Lalla hraut hástöfum.
Lalli kveikti á litla
borðlampanum í setu-
stofunni. Hann horfði
lengi, lengi á stóru,
gömlu klukkuna, en það
var sama hversu lengi
hann horfði og taldi á
fingrunum, hann gat
ekki séð hvað klukkan
var. „Bara að ég hefði
hlustað þegax mamma
var að reyna að kenna
mér á klukkuna“, sagði
hann.
Lalli klóraði sér í höfð
inu og hélt áfram að
horfa á klukkuna. Allt í
einu rann upp fyrir hon-
um ljós. „Auðvitað. ég
kíki bara út og þá get ég
gizkað á hvað klukkan sé
með því að horfa á him-
ininn“. Lalli fór því aft-
ur fram á gang.
„Þetta er undarlegt,"
sagði Lalli þar sem hann
stóð við útidymar. „í
fyrrahaust, áður en ég
fór að sotfa, náði snerill-
inn upp að enni á mér,
núna nær hann miklu
lægra. Ég hlýt að hafa
stækkað heilmikið".
Lalli sneri snerlinum
og togaði, en allt kom
fyrir ekki. Hann reyndi
aftur, en dyrnar neituðu
enn að opnast. „Auðvitað
kjáninn þinn,“ sagði hann
við sjálfan sig, „þú getur
ekki opnað dyrnar á með
an þær eru læstar“. Og
hann tók stóra lykilinn,
sem hékk á nagla við
dyrnar og stakk honum
í skráargatið.
Aðaldyrnar sneru ekki
út, þar sem allir sem
framhjá fóru gátu séð
þær, því að Lalli og fjöl-
skylda hans bjuggu í
hlýrri holu langt ofan í
jörðinni. Lalli opnaði nú
dyrnar og gekk upp ha!l
andi göngin. Efst uppi
var mold í kringum op-
ið, til þess að vatn myndi
ekki renna ofan í það.
Hið fyrsta sem Lalli sá
var fagurblár himinn
með litlum, hvítum skýj
um, sem hreyfðust óð-
fluga áfram. „Dásamleg-
ur dagur, finnst Þér
ekki?“ spurði hann
sjálfan sig. „Ó, jú, þetta
er dásamlegur dagur",
svaraði hann. Loftið var
svo tært og ilmaði svo
dásamlega og allt öðru—
vísi en síðastliðið haust.
Lalli þefaði ánægður út í
loftið.
En hvað var nú þetta?
Þa® var fólk allt í kring-
um hann. Stórt fólk og
lítið fólk. Lalli varð mátt
laus af skelfingu.
„Þarna er hann“, sagði
einhver.
„Ég get séð skugga
hans“ heyrðist úr öllum
áttum.
Lalli steypti sér koll-
hnis otfan í holuna. Flýtti
sér inn, skellti hurðinni
aftur, sneri lyklinum,
hljóp inn í svefnherbergi
sitt, hoppaði upp í rúmið
og dró ábreiðuna langt
upp fyrir höfuð.
Nokkrum minútum síð
ar hringdi vekjaraklukk
an í svefwherbergi pabba
hans og mömmu. LalU
flýtti sér út úr rúminu
og fram í gang. Hann sá
pabba sinn hverfa inn í
setustofuna og læddist á
eftir honum. ,
„Þetta er undarlegt.
Ég man ekki eftir að hafa
skiUð eftir ljós“, heyrði
hann pabba sinn segja.
Lalli uppgötvaði þá að
hann var ekki sá eini í
fjölskyldunni sem talaði
við sjálfan sig.
„Og lykillinn er 1
eskránni“ hélt pabbinn
áfram. „Ég er næstum
því viss um að ég hengdi
hann upp eftir að ég
læsti dyrunum síðastliðið
haust. Hann tók í dyrnar.
„Það er þó að minnsta
kosti læst“.
Hann Opnaði dyrnar og
fór út. Lalli heyrði hann
tala við sjáltfan sig á leið
inni upp göngin.
Allt í einu datt Lalla
nokkuð hræðilegt í hug.
Hvað etf þetta fólk tæki
nú pabba. „Ég verð að
hlaupa á eftir honum og
aðvara hann“.
En áður en Lalli hatfði
safnað nægu hugrekki,
kom faðir hans til baka
niður göngin og inn í
húsið. ,
„Ég skil þetta ekki“,
sagði hann. „Ég get bara
alís ekki skilið það“.
Hann rakst á Lalla. ,.Ó,
góðan daginn, sonur. Það
var enginn þarna úti, alls
enginn! Kannski að ég
ætti að Uta betur á
klukkuna“.
Hann horfði og horfði
á klukkuna, einmitt eins
og Lalli 'hatfði gert. Það
er 2. febrúar í dag. En
hvers vegna var þá eng-
inn þarna úti og beið
eftir mér?“
Augu Lalla urðu eins
og stórar undirskálar.
„Þú átt þó ekki við að
allt þetta fólk hafi verið
að bíða eftir þér?“
„Auðvitað biðu þau
eftir mér“, sagði pabbi
hans valdsmannslega.
„Ég er hinn löglegi veð-
urmaður, sem segir til
um komu vorsins. Fólkið
kemur hingað til þess að
vita hversu fljótt vorið
muni koma — það myndi
ekki vita það án mán“.
Skyndlega uppgötvaði
hann hvað sonur hans
hatfði sagt. „Lalli“, spurði
hann hugsandi, „fórst þú
út í morgun?"
„Já, herra". LalU tvi-
sté á gólfinu, dauðhrædd
ur.
„Var fullt af fóllki um
hverfis opið á holunni?"
„Já, herra“. LaUi hætti
að tvístíga og stóð nú
grafkyrr og beið eftir því
að faðir ha-ns myndi
skamma hann.
En faðir hans hló að-
eins og sagði: „Svo að
veðurmennirnir eru þá
orðnir tveir í staðinn fyr
ir einn. Og hverju spáir
þú svo?“
„Ég gat ekki séð skugga
minn“, sagði Lalli, „en
fólkið sá hann. Ef það er
eitthvað að marka það,
þá eru enn sex vikur til
vorsins",
„Jæja“, sagði faðir
hans. „Við skulum þá
bara leggja okkur og sofa
sex vikur í viðbót“.
$-----------------
SMÆLKI
Frúin (við vinnukon-
una): — Guð hjálpi mér,
Karen. Stóri blómstur-
p atturinn datt út um
gluggann hjá mér. Flýttu
þér út og gættu þess að
hann detti ekki á hötfuð-
ið á neinum.
— 0 —
— „Jæja,“ sagði læknir-
inn, „ég held að það sé
bezt að við fáum okkur
stóra inntöku af laxer-
olíu.“
— „Gerðu svo vel,“
sagði sjúklingurinn," ég
hef ekki lyst á henni.“