Morgunblaðið - 20.04.1968, Síða 22

Morgunblaðið - 20.04.1968, Síða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 20. APRÍL 1968 a Jakobsdóttir Minning HELGA í Hólum eins og hún var jafnan nefnd á æskudög- um í sveit sinni lézt á Fjórð- ungssjúkrahúsinu á Akureyri 18. des. sl. eftir tuttugu ára sjúkdómsstríð, sem hún bar með afburða þreki. Þegar gamlir sveiturigar og nágrannar hverfa sjónum manna, yfir móðuna miklu, er eins og skyndilega syrti — þegar mað- ur veit það með vissu, að maður sér hann ekki aftur, og þannig fór fyrir mér, er ég frétti að Helga Jakobsdóttir væri öll. En þá komu í hug mér atburðir, ef til vill sumir hversdagslegir þótt í minningunni séu þeir bjartir, en þar á ég við þær stundir, sem hún átti me’ð samtíðarfólki stnu — og hversu hún varð vin- sæl og stór meðal þess, í önn dags og lífsbaráttu — og hversu hún megnaði að létta undir með t Systir mín, Gunnþórunn Oddsdóttir, lézt að heimili dóttur sinnar Memphis, Tennessee þann 18. þ.m. Hólmfríður Oddsdóttir. t Útför Jóns Hallvarðssonar, hæstaréttarlögmanns, sem andaðist 13. þ.m., verður gerð frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 23. þ.m. kl. 1.30. Þeim sem vildu minnast hins látna, er bent á Slysavarna- félagið og Hjarta- og æða- verndarfélagið. Ólöf Bjamadóttir og böm hins látna. t Þökkum af alhug auðsýnda samúð og vináttu við fráfall Jakobs M. Bjarnasonar, vélstjóra, Þórsgötu 29. Steinunn Benediktsdóttir, böm, tengdaböm og barnaböm. t Þökkum aðsýnda samúð og hlýhug við fráfall og jarðar- för eiginmanns míns, föður, fósturföður, afa og bróður, Jóns Einarssonar, Blönduósi. Sérstakar þakkir færum við stjórn og félögum úr V.A.H. fyrir alla þá viroingu er þeir sýndu minningu hins látna á svo margvíslegan hátt. Elínborg Guðmundsdóttir, Anna Jónsdóttir, Jón Stefnir Hilmarsson, Trausti Kristjánsson, dótturböm og systkin. þeim, er erfitt áttu og vera þeim traustvekjandi. Helga Jakobsdóttir fæddist í Hólum í Reykjadal í S-Þingeyj- arsýslu 11. sept árið 1900. For- eldrar hennar voru Jakob Sig- urjónsson og Hólmfríður Helga- dóttir, er bjuggu þar um langt skeið og voru kunn fyrir gest- risni og viðmótshlýju langt út fyrir sýslumörk. Helga átti sín æskuár í túni foreldra og systkina, en þau voru Þórir, (hann fór ungur til Vest- urheims, lézt þar síðastliðið vor), Þuríður, (lézt um tvítugt), Har- aldur, bóndi í Hólum, Garðar, bóndi í Lautum. Einnig átti Helga þrjú hálfsystkini, af fyrra hjónabandi föður síns. Þau voru Árni bóndi í Skógarseli (nýlega látinn), Unnur kennari og Kristín kennari, báðar heima á Hólum. Mó'ðir þessara þriggja síðasttöldu hét Þuríður Helga- dóttir og lézt nokkru fyrir síð- ustu aldamót. Það er ekki vandalaust að minnast Helgu Jakobsdóttur í stuttri blaðagrein, þessarar fórn fúsu konu, er óx upp og mót- aðist af jafn hjartahreinu upp- lagi foreldra og ættmenna sem hún, en fór þó veg síns eigin persónuleika. — Það verður aldrei sagt, að greið gata til mennta hafi verið fátækri al- þýðustúlku á þessum árum. En samt fór Helga einn vetur í ung- lingaskóla þar í sveitinni, sem nokkrir áhugasamir menn höfðu á vegum ungmennasamtakanna. Þetta var á þeim árum, sem vakn ingaaldan mikla reis innan ung- menntafélagshreyfingarinnar í S-Þingeyjarsýslu, til að koma á legg Alþý’ðuskóla. En mestur áhugi var einmitt í ungmenna- félagi því, sem Helga var í, svo hún var í forustusveit þess fólks, sem bar gæfu til að sjá árangur verka sinna, er Alþýðuskólinn að Laugum reis af grunni. Þegar Helga var vart tvítug að árUm, fór hún að heiman til að nema og vinna við hjúkrun, m.a. á Víf- ilsstöðum og ísafirði. Þegar Þuríður systir hennar lézt úr lömunarveiki, er hel- tók hana á örfáum dögum, kom Helga heim, og fór ekki að heim an um sinn. Það þarf varla að ræða það áfall, sem Helga varð fyrir áð missa einu alsystur snía, sem og öðrum aðstandendum. En það náði raunar lengra. Við börn in í næsta nágrenni, sem oft komum í Hólabæinn, urðum þess, vissulega vör — þegar unga stúlkan, bjarta og brosmilda var ekki meðal þeirra, sem tóku á móti okkur. Veturinn 1925—6 fór Helga Jakobsdóttir í efri bekk Al- þýðuskólans á Laugum. Hún gat þó naumast sinnt námi að öllu, vegna þess að það var alltaf leit- að til hennar, ef einhver varð sjúkur. Enda varð hún svo fljótt vinsæl og virt fyrir starf sitt, að mér fannst nafn hennar hljóma með sérstökum hreim á vörum fólks. A’ð loknu námi á Laugum var hún heima í Hólum — og það kom fyrir, að hún tók sjúkl- inga heim. Einnig varð hún að fara að heiman og m.a. til að vaka yfir fólki, sem vissi, að það var að kveðja fyrir fullt og allt. Og þessu fólki auðnaðist Helgu með sínu andlega þreki, að gera síðustu ævistundir þess léttbær- ari en annars hefði orðið. Helga var nær þrítugu, þegar hún fór öðru sinni til að auka hæfni s,na á hjúkrunarsviðinu, og var að heiman í nær eitt ár. En 13. maí 1930, giftist Helga Aðalsteini Aðalgeirssyni bú- fræðingi á Stóru-Laugum, sem var sveitungi hennar og ná- granni. Á Stóru Laugum bjuggu þau í átta ár, eða þar til þau byggðu nýbýlið Laugavelli 1938, og fluttu þangað í desember sama ár. — Helgu og Aðalsteini varð fjögurra barna auðið, en þau eru Þurfður hjúkrunarkona R- vík, Aðalgeir kennari Akureyri, Halldóra heima á Laugavöllum, bústýra hjá föður sínum, og Hólmfríður búsett á Torfastöð- um í Vopnafirði. Ég var nágranni Laugavalla- fjölskyldunnar í þrjú ár, áður en ég fór alfarinn úr héraði. Ég minnist þess hve fólk kom oft á heimili þeirra — enda mun enginn hafa séð eftir slíkri heim sókn, því þar var fólk alltaf vel- komið. Ég kom þar eitt sinn eft- ir nokkurra ára fjarveru þá voru börn þeirra komin vel á legg — og mér er það í minni, hve þau spiluðu öll vel á orgel, lög eftir fræga snillinga — og hversu fjöl skyldan var samhent í því að láta gestum sínum líða vel. En þó gestakomur væru tfðar á Laugavöllum, var ætíð nóg að starfa, eins og hjá öllu fólki, er á afkomu sína mjög undir sól og regni. En þrátt fyrir það, kom það fyrir ekki sjaldan, að K1 húsmóðurinnar Helgu Jakobs- dóttur var leitað sem fyrr, ef um sjúkleiká var að ræða, jafn- vel eftir að hún sjálf var farin að bila á heilsu. — Og nú, þegar lífsdegi Helgu er lokið — geri ég mér þess fulla grein, að staða hennar í lífi og starfi verður ekki skipuð í náinni framtfð. Það hefur verið höggvið skarð, sem ekki verður fyllt. Það er ærið vandaverk að vera * senn — aflgjafi aukinna mennta — hjúkrunarkona og hús móðir á þann veg sem hún. Að slíkri konu er mikill söknuður, þó mestur þeim sem næstir standa, manni hennar og börnum — og öllum þeim, sem þekktu SVAR MITT EFTIR BILLY GRAHAM Fjármál safnaðanna virðast vera áberandi þáttur safnaðarstarfsins. Á slíkt stoð í Nýja testamentinu? Ég man ekki til, að á þetta sé minnzt. YÐUR hefur sézt yfir orð Páls til kristinna manna í Korintuborg: „En hvað snertir samskotin............. Hvern fyrsta dag vikunnar skal hver yðar taka frá heima hjá sér og safna í sjóð, eftir því sem efni leyfa, til þess að ekki verði fyrst farið að efna til samskota, þegar ég kem“ ((1. Kor. 16, 1—2). Mér er ljóst, að fórnir, samskot og tíundir eru hneykslanleg orð í margra eyrum, en Nýja testament- ið talar um að gefa Drottni örlátlega og með gleði. Reyndar er kenning Biblíunnar þessi: „Sérhver gefi eins og hann hefur ásett sér í hjarta sínu, ekki með ólund eða með nauðung, því að Guð elskar glaðan gjafara“ (2. Kor. 9, 7). Ef fjármálin og gjafimar hneyksla yður, þá getur Drottinn komist af án pen- inga — en þér farið þá einnig á mis við þá blessun, sem fylgir því að eiga hlut með Drottni. Vitanlega er fjárþörfin brýn í kristilegu starfi, en aldrei svo brýn, að söfnuðurinn neyði fólk til að gefa gegn vilja sínum. Gjöfin er hluti af guðstil- beiðslu okkar, tjáning kærleika og þjónustuvilja. Menn þurfa að gefa fúslega og af öllu hjarta, eigi Drottinn að blessa gjöfina og gefandinn að hljóta blessun líka. hana. Og yfir minningu hennar er mikil heiðríkja. Jarðarför Helgu Jakobsdóttur fór fram að Einarsstöðum í Reykjadal 30. des. sl. að við- stöddu miklu fjölmenni, að mér hefur veri'ð tjáð — þrátt fyrix slæmt veður — og það vonda færð, að fólk úr nærsveitum gat ekki kömið. En við sem um sinn vorum sveitungar Helgu Jakobs- dóttur, sendum kveðju okkar norður yfir öræfin til manns hennar og barna með þeirri ósk, að vetri linni — og enn nái sól að skína með nýju vori. Þakka mér sýnda vinsemd á afmælisdaginn 11. þ.m. Benedikt Guðbjartsson, Hrafnistu. Gísli T. Guðmundsson. Egill Valdimar Egilsson F. 6. marz 1902. D. 8. jan. 1968. Kveðja frá barnabömum. largt er hugsað, margt í trega spurt. lá sjá tár á litlum hvörmum glitra. >ví er okkar afi horfinn burt? ivo ung við megum kenna reynslu bitra. Margt er þungbært, mín er tunga treg. Til sín Jesús leiðina þér vísar. Vertu sæll. Og greiði guð þinn veg. Góða ferð til himna-paradísar. G. J. Innilegt þakklæti flyt ég hér með börnum mínum, barna- börnum, tengdabörnum, lækn um og starfsfólki á sjúkra- húsinu Sólheimum fyrir mér sýnda vináttu með gjöfum og heimsóknum á 75 ára af- mæli mínu 14. apríl sl. Guðrún Sigurðardóttir. Hann kvaddi mitt í dagsins ys og önn, því iðjuleysi féll ekki hans geði. með honum kvaddi hetja traust og sönn. Til hinztu stundar sannur. Allra gleði. Alltaf var svo örugg höndin hans, svo hlý og traust sem öllum vildi gefa. Nú kveðju sendum við til sólar- lands. Svo oft við spyrjum, finmum þá til efa. Því tókst þú afa, góði guð, til þín? Við getum ekki skilið þína vegi. Hann var okkur birta og sólar- sýn, við söknum mest er halla tekur degi. Hann átti göfugt hjarta, hlýtt og milt. Svo hjálpfús jafnan, engan mátti græta. Hann átti glaðlegt viðmót, geðið stillt og gjarnan vildi allra vanda bæta. Framhald af bls. 24 og gerist og það fylgir því einhver óvenjuleg stemning. Við finnum og sjáum, að hjónin fagna komu okkar og við fögnum því að sjá þau og njóta samvista með þeim um stund. Mér finnst þessar ferðir gera mig að betri manni, og ég held að mér sé óhætt að segja hið sama um ferðafélaga mína. — Hvað segja svo hjónin um dvöl sína þarna? — Þau eru ánægð og segj- ast ætla að bæta þriðja vetr- inum við. í fyrra hefði flest verið þeim framandi á þess- um slóðum ,en nú kæmi þeim fátt á óvart. — Ég hef heyrt, ag fleiri gestir hafi komið á Hvera- velli um þessa helgi. — Já, Guðmundur frá Múla kom þangað með Borg- firðinga á tveimur snjóbilum á laugardaginn og fór til baka um kvöldið og kom með aðra daginn eftir. Þeir létu mjög vel af förinni og kváðu hana hafa gengið að óskum. Björn Bergmann. Innilega þakka ég öllum »tt- ingjum mínum og vinum, nær og fjær, fyrir ógleyman- lega tryggð og vináttu mér sýnda á 80 ára afmæli mínu 11. apríl 1968 með blómum, heillaskeytum, símtölum og gjöfum. Guð blessi ykkur öll, vinir mínir. Lifið heil. Magnús Jónsson frá Völlum, Snorrabraut 83, R. Innilega þakka ég öllum sem glöddu mig á afmælisdaginn minn þegar ég varð áttræð 12. apríl sl. Stjúpbörnum mínum, þeirra börnum, syst- kinum og ljósubörnum sem glöddu mig með heimsóknum og gerðu mér daginn ógleym anlegan. Guð blessi ykkur öll. Helga Sigurðard. Bragag. 31.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.