Morgunblaðið - 20.04.1968, Qupperneq 31

Morgunblaðið - 20.04.1968, Qupperneq 31
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 20. APRÍL 1908 31 Hanoi neitar tilboð- um um fundarstaði Friðarvilji Johnsons forseta hrœsni ein segir talsmaður Hanoi-stjórnarinnar Borgaralegri stjórn verður komið á í Sierra Leone Allt með kyrrum kjörum í landinu nú Tókíó og Moskvu, 19. apríl (AP-NTB) t Stjórn Norður-Víetnam hefur neitað öllum tillög- um Bandaríkjastjórnar um hugsanlega fundarstaði fyrir Viðræður fulltrúa landanna tveggja um friðarsamninga í Víetnam. ♦ Bandaríkjastjórn hefur tiltekið 15 lönd, þar sem við- ræður gætu farið fram, en Hanoi-stjórnin heldur fast við að viðræðurnar fari fram annað hvort í Varsjá eða Phnom Penh, höfuðborg Kambódíu. ♦ Hanoi-stjórnin segir, að tregða Bandaríkjastjórnar til að fallast á viðræður í Varsjá eða Phnom Penh sanni, að yfirlýstur friðarvilji John- sons forseta og stjórnar hans sé hræsni ein. Neitun stjórnar Norður-Víet- nam kemur fram í frétt, sem Tass-fréttastofan sovézka birti í dag frá Hanoi, og höfð er eftir talsmanni utanríkisráðuneytisins þar í borg. Segir talsmaðurinn, að Bandaríkjamenn, sem í fyrstu lýstu sig reiðubúna til viðræðna án nokkurra skilyrða varðandi fundarsta'ð, hafi undanfarnar þrjár vikur „haldið upp hlægi- legum og ósvífnum skilmálum". Dean Rusk, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, flutti ávarp í gær, þar sem hann sagði meðal annars að Bandaríkjastjórn væri reiðubúin ti] að halda viðræð- umar í Ceylon, Japan, Afganist- an, Nepal, Malaysíu, ítalíu, Belgíu, Finnlandi eða Austurríki, auk þeirra fimm ríkja sem áður hefðu verið boðin fram, þ.e. Ind- land, Burma, Laos, Indónesía og Sviss. Segir talsmáður Hanoi- stjórnarinnar að ekkert þessara ríkja komi til greina. „Bandarík- in krefjast þess að valin verði fundarstaður í borg þar sem bæði viðkomandi ríki hafi sendi- ráð“, segir talsmaðurinn. „En í löndunum tíu, sem Dean Rusk Happdrætti Kvenféiags Haligrímskirkju DREGIÐ hefur verið í happ- drætti Kvenfélags Hallgríms- kirkju og komu upp eftirtalin númer: 10499, 5040, 2573, 6378, 1977, 4044, 994, 7969, 2402, 9871, 5361, 1293, 1182, 10520, 4034, 5396, 4728, 7330, 7576, 11283. Allar nánari upplýsingar eru gefnar í síma 13666. Veikindaforföll hjd Pésa prakkara VEGNA veikindaforfalla leik- ara^ fellur niður sýning á Pésa prakkara i Ungó laugardaginn 20. apríl og einnig fellur niður sýning í Tjarnarbæ sunnudag- inn 21. apríl. Nánar verður aug- lýst um næstu sýningar í blaðinu síðar. aðilinn, þ.e. Bandaríkin, sendi- ráð. Bandaríkin krefjast þess að fundirnir verði haldnir í hlut- lausu ríki, en mörg þeirra ríkja, sem Dean Rusk nefnir, em alls ekki hlutlaus. Sum þeirra eru meira að segja birgðastöðvar fyr- ir árásarstyrjöld Bandaríkjanna í Víetnam". Segir talsmaðurinn að lokum að heimurinn bíði enn eft- ir svari Bandaríkjastjórnar við því hvort hún fallist á tillögu Hanoi-stjórnarinnar um viðræð- ur í Varsjá. Bandaríkjastjórn hefur til þessa ekki viljað fallast á tillög- ur Norður-Víetnam um fundar- stað. Phnom Penh kemur ekki til greina að hennar áliti vegna þess að ekkert stjórnmálasam- band er milli Bandaríkjanna og Kambódíu. Varðandi Varsjá hef- ur Bandaríkjastjórn bent á að Pólland sé langt frá því að geta talizt hlutlaust ríki auk þess sem sumir af bandamönnum Banda- ríkjanna í styrjöldinni í Víetnam hafi ekki stjómmálasamband við Pólland og geti því ekki sent þangað fulltrúa til að fylgjast með viðræðunum. Málgagn kommúnistastjómar- innar í Hanoi, blaðið Nhan Dan, segir í ritstjómargrein, áð þetta síðasta atriði, þ.e. aðild banda- manna Bandaríkjanna að viðræð unum, sé algerlega nýtt viðhorf. Minnir blaðið á fyrri fyrirheit bandarísku stjórnarinnar um að hún sé reiðubúin til að senda fulltrúa sína „hvert sem er og hvenær sem er“ til viðræðna við fulltrúa Norður-Víetnam, og seg- ir a'ð bæði Varsjá og Phnom Penh séu heppilegar borgir til viðræðna, en Bandaríkin hafi ekki borið fram neinar réttmæt- ar ástæður fyrir að neita fundar- höldum þar. Brezka blaðið „The Financial Times“ tekur nokkuð í sama streng í dag og segir það hafa verið grundvallarskyssu hjá Johnson forseta þegar hann bauðst tii þess að hefja viðræður við Hanoi-stjórnina „hvenær sem er og hvar sem er“. Segir blaði’6 að stjómin í Hanoi haldi því fast við tillögur sínar um Phnom Penh og láti ekki John- son gleyma fyrri loforðum. — Heildarathugun Framhald af bls. 32 reynslu við -gerð slíkra áætlana. Hins vegar hafa ýmis erlend fyrirtæki sérhæft sig á þessu sviði á undanförnum tveim ára- tugum. Eitt af þekktari fyrir- tækjum með reynslu í lausn slíkra verkefna er danska verk- fræðifyrirtækið Kampsax. Vinn- ur það meðal annars nú að sam- göngumálaathugun í Brasilíu. Ráðgert er, að Efnahagsstofn- unin semji við þetta fyrirtæki um að gera heildarathugun á samgöngumálum hér á landi, og er áætlað að því verki verði lok- ið á 6—7 mánuðum. Mun fyrir- tækið fyrst og fremst gera at- hugun á núverandi ástandi sam- göngukerfisins og gera tillögur um æskilegar úrbætur á einstök- um greinum þess frá þjóðhags- legu sjónarmiði. Er hér fyrst og fremst um hagfræðilega heildar- athugun frá samgöngutæknilegu sjónarmfði að ræða, en alls ekki um könnun á einstökum fram- kvæmdum. Að lokum skal það tekið fram, að í áætlun um kostnað við undirbúning hraðbrautafram- kvæmda á þessu ári, hefur verið við það miðað, a'ð það verk verði unnið áfram af íslenzkum aðil- um, eins og verið hefur fram að þessu“. Þrjú börn myrt í Noregi j Isló, 19. apríl (NTB) TVEIR bræður, sex og átta ára, og ellefu ára systir þeirra ' fundust í dag skotinn til I bana skammt frá heimili sínu ( utan við Osló. Faðir barn- anna, Harald Gjerbakken, fannst helsærður hjá þeim. Var hann skorinn á slagæðina og blæddi honum út skömmu síðar. Harald Gjerbakken var 42 ára og starfaði í Osló. Hann kom í heimsókn til Valhovd, þar sem fjölskyldan bjó, á l mánudag. í dag fór hann með börnin þrjú í heimsókn til móður sinnar í Skartli-bygda, I sem er 3-4 km frá Volhovd. | Hafði hann þá með sér riffil ■ af Mauser-gerð. Móðir barn- anna var eftir á heimili I þeirra. Þegar líkin fundust | um 150 metra frá heimili fjöl- I skyldunnar kom í ljós að börnin höfðu verið drepin I með Mauser-rifflinum. Nýr Kosmos Moskvu, 19. apríl — NTB — SOVÉTRÍKIN skutu í dag á loft nýjum gervihnetti á braut um- hverfis jörðu. Kosmos 215 og er hlutverk hans að h-alda áfram rannsóknum í himingeimnum. Þetta er annar Kosmosígervi- hnötturinn, sem Sovétríkin hafa skotið á loft á tveimur dögum. Öll tæki um borð í gerfihnettin- um starfa eins og til var ætl- azt. — Poul Reumert Framhald af bls. 1 hlutverk Kristjáns IV. í „Elver- höj“. Síðast kom hann fram opin berlega 27. nóvember s.l. er hann Ias upp á samkomu, sem haldin var til ágóða fyrir eftirlauna- sjóð leikara. Reumert var giftur leikkon- unni Önnur Borg, en hún fórst í flugslysi fyrir nokkrum árum. Poul Reumert fæddist 26. marz 11883, og varð því 85 ára fyrir þremur vikum. Foreldrar hans voru þau Elith og Anna Reumert, og voru þau bæði leik- arar. Ungur að aldri hóf hann leiklistarnám við skóla Konung- lega leikhússins í Kaupmanna- höfn, og þótti hann -hlyti þann vitnisburð þar árið 1901 að hann væri litlum leikarahæfileikum búinn, réðist hann til Folke- teatret ári síðar. Næstu 35 ár lék hann ýmist hjá Folketeatret eða Konunglega leikhúsinu, en varð fastráðinn leikari við það síðar- nefnda árið 1937. Hann lék ekki eingöngu í Danmörku, heldur ferðaðist víða með list sína, aðal lega um Norðurlönd, og hann var fenginn til að leika hlutverk Tartu-ffe í leikriti Molieres hjá Comedie Francaise í París. Einn- ig lék Reumert mikið í kvik- myndum, útvarpsleikritum og sjónvarpi. Reumert var mikill íslands- vinur, og treystust þau bönd mjög er hann kvæntist leikkon- unni Önnu Borg. Kom Reumert oft til íslands, lék með íslenzk- um leikurum og las upp, og átti hann marga vini á íslandi. Gunnar Thoroddsen sendi- herra í Kaupmannahöfn segir í viðtali við Kristeligt Dagblad í tilefni láts Reumerts: „Þegar ég fyrir 30 árum sá og heyrði Poul Reumert leika einan öll hlutverkín í „En Idealist'* eftir Kaj Munk, sannfærðist ég um að hann væri mesti leikari, sem ég hefði upplifað. Þegar ég síðar kynntist honum persónu- lega og varð vinur hans, fann ég að hann var einhver sú mesta persóna, sem ég hafði komizt í við. Við andlát hans minnist ég hans í djúpri lotningu sem leik- ara og persónu, en ekki sízt s^m einlægs vinar íslands í einu og öllu“. Freetown, Sierra Leone, 19. apríl NTB. UNDIRFORINGJAR þeir í hern um, sem tóku öll völd í sínar hendur í ríkinu Sierra Leone í Vestur-Afríku á fimmtudag, komu í dag á fót sérstöku ráði, sem á að sjá um, að landið fái borgaralega stjórn. Er gert ráð fyrir því, að það verði eftir fáeina daga, að því er segir í London. Hin nýja stjórn, sem batt en-da á 13 mánaða langa stjórn Andrew Juxon-Smitlhs í landinu, gaf í dag ú-t tilkynningu þess efnis, að boð hefðu verið gerð eftir tveimur hátts-ettum herforingj- um tE þess a-ð taka við yfirsjórn hersins. Þessir tveir herforingjar hafa verið í „útlegð“ sem serdi- starfsmenn erlendis. Samkv. fréttum frá Monroviu, höfuðlborg nágrannaríkisms Liberiu, er búizt við því, að Siaka Stevens verði æðsti mað- ur nýju borgaralegu stjórnar- innar í Sierra Leone. Síevens var settur úr embætti af hern- um, nokkrum mínútum eftir að hann hafði svarið em-bættiseið sem forsætisráðherra í Sierra Leone í marz 1967, Valdatakan í Sierra Leone, sem almennnt er kölluð „valda- taka undirforingjanna“, va-r framkvæm-d að frásígn þeirra, s-em að henni stóðu, sökum þess Selfossi 19. apríl. KARLAKÓR Selfoss heldur söng skem-mtun í Selfossbíói n.k. sunnu-dag kl. 17. Á söngskrá eru íslenzk og erlend lög, þ. á m. verða frumflutt tvö ný lög eftir Pá-lmar Þ. Eyjólfsson á Stokks- eyri. Söngstjóri er Einar Sigurðs son, en un-dirleikari Heimir Guð mundsson. Einsöngvari verður Fó-strufélagið Sól mun í dag etfna til fyrstu barnaskemmtunar sinnar í Austu-rbæjarbíói. Skemmtanirnar verða alls þrjár. Hinar tvær verða haldna-r á morgun sunnudag kl. 1.30, og á Sumardaginn fyrsta kl. 15.00. Skemmtanir þessar verða ekki óáþekkar því, sem tíðkast hefur un-danfarin ár, þ. e. börn úr leik skólum og dagbeimilum bæjarins munu skemmta ásamt nemum úr Póstruskólanum. , , Verða mörg atriði á skemmti- skránni, s. s. Nýju fÖtin hans Péturs, flutt af börnum úr Grænu borg, þulur og kvæði, flutt af börnum úr Staðarborg, dansar, sem börn úr Hamraborg taka þátt í. Þá mun Gyða Ragnars Bells viski kynnt hérlendis FYRIR nokkru var staddur hér á landi Tom Gisle, útflutnings- stjóri Arthur Bell & Sons Ltd. í Skotlandi, en það fyrirtæki fram leiðir Bell’s Whisky. Kom út- flutningsstjórinn hingað í tilefni þess, að fyrirtækið hefur nú fengið um-boðsmann á íslandi, en þessi viskítegund hefur ekki verið á boðstólunum hér til þessa. Bauð Tom Gisle fréttamönnum og veitingahúsaeigendum á sirvn fund og kynnti þeim fyrirtækið og framleiðslu þess, en Arthur Bell & Sons Ltd. var stofnað árfð 1825. að herstjórnin, sem fór með völd í landinu, hafði ekki efnt loforð sitt um að koma á borgaralegri stjórn í landinu. Herforingjarnir tveir, sem beðnir hafa verið um að snúa heim, eru John Bangura, ofursti, en honum hefur verið boðjn staða yfirmanns hersins og Am- bros-e Genda, ofursti, sera á að verða næstæðsti maður hersins. Bangura, ofursti, sem nú er sagður dveljast í Guineu, var í fyrra sendur í „útlegð" í stöðu sen-distarfsmanns í Ba-ndaríkjun- um og Genda ofursti hefur verið sendiherra í Liberiu. Juxon-Smibh hershöfðingi og fyrrverandi forseti og n-æst æðsti valdamaður ríkisins áður, Willi- am Leight major og fleiri hátt- settir herforingjar og stjórn- málamenn hafa verið handteknir og settir í fangelsi. Strax eftir valdatökuna á fimmtudag var gefin út tilkynn- ing um útgöngubann og lögreglu menn og hermenn fóru í eftirlits ferðir um götur borgarinnar. í dag báru fréttir með sér, að allt væri með kyrrum kjörum í Free- town. Samfoandi við útlönd hefur verið komið á að nýju og lífið gengur sinn vanagang í borginm. Lítur svo út sem undirforingj arn ir hafi fullkomlega stjórn á öllu í landinu. Hjalti Þórðarson. Karlakór Selfoss hefur nú starfað í fjögur ár og haldið söngskemmtanir á hverju ári, en auk þess hefur kórinn sungið við ýmis tækifæri. Einar Sturluson óperusöngvari hefur annazt radd þjálfun kórsins sl. tvo vetur. T. J. lesa sögu, síðan syngja og leika böm úr Holtaborg Negrastráka. Þá mu-nu börn úr Austurborg sjá um söng og dansa. Nemar úr Fóstruskólanum munu síðan leika Krum-mahjón. Og að lokum munu börn úr Laugafoorg syngja og leika Stínu og. brúðuna hennar. Skemmtan- irnar munu standa yfir í nálægt tvo tíma. - SJÁLFVIRK Framhald af bls. 32 Kl. 15 í dag bauð póst og síma- málastjórnin starfsfólk land- símans, þeim sem unnið höfðu að uppsetningu stöðvarinnar, hreppsnefnd Hvammstanga- hrepps, fréttamönnum og nokkr- um öðrum til kaffidrykkju í félagsheimilinu hér. Þorvarður Jónss-on verkfræðingur bauð gesti velkomna og lýsti þeim breytingum, sem ættu sér stað í símamálum okkar í dag. Auk þess tóku til máls Brynjólfur Sveinbergsson og Ingólifur Guðnason. Að lokinni kaffi- drykkju sýndi Þorvarður Jóns- son gestum sjálfvirkni símans, en stöðin er sænsk, frá L. Erik- son. Þann 12. setember sl. voru rétt 50 ár liðin frá því að landsíma- stöð tók til starfa hér. Fyrsti stöðvarstjóri var Þórður Sæm- undsson og var ekkja hans, frú Guðrún K. Sveinsdótir, við- stödd opnun sjálfvirku símstöðv- arinnar í da-g. Núverandi stöðvar stjóri er frú Debóra Þórðar- dóttir. S. T. Korlokór Selfoss heldur söng- skemmtun d sunnudag Barnaskemmtun fóstrufélagsins Sólar í Austurbæjarbíói

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.