Morgunblaðið - 21.04.1968, Síða 5

Morgunblaðið - 21.04.1968, Síða 5
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. APRÍL 1968. 5 Sjálfstæðisfélag Garða- og Bessa- staðahrepps SÍÐASTA spilakvöld félagsins verður nk. mánudag 22. apríl kl. 20,30 í samkomuhúsinu á Garða holti. Veitt verða góð kvöldverð laun að vanda, auk hinna glæsi- legu heildarverðiauna. Nú er til mikils að vinna. Sjálfstæðisfólk fjölmennið og takið með ykkur gesti. BEZT a<5 auglýsa í Morgunblaðinu tiv-ny mynstur Axminster — gólfteppinéru nú fáanleg i nýjum mynstrum og litum. Axminster — gólfteppin eru einungis framleidd úr íslenzkri ull. Gæðið heimilið þeirri hlýju og fegurð er Axminster — gólfteppin veita. Axminster OÓIFTEPPAVERKSMIÐJA GRENSASVEG! 8 SlMI 30676 Nýtt og fullkomið Volvo-verkstæði opnað — Verður til sýnis ásamt vörum Gunnars Ásgeirssonar hf. milli kl. 2 og 6 í dag GUNNAR Ásgeirsson h.f. hefur í dag opna sýningu á nýju verkstæði, sem gert hef- ur verið að sænskri fyrirmynd í húsakynnum fyrirtækisins að Suðurlandsbraut 16. Sýningin verður opin milli kl. 2 og 6, en að auki gefst sýningar- gestum kostur á að sjá allar söiuvörur fyrirtækisins, Volvo- bifreiðir, báta, Husquarna-vör- ur, Blaupunkt-vörur o. m. fl. Sýningin hófst í gær. Gunnar Ásgeirsson forstjóri fyrirtækisins bauð blaðamönn- um að skoða fyrirtækið í fyrradag en það er nú átta ára, en hann hefur haft umboð fyrir Volvo á hendi í alls 20 ár. Um síðastliðin ára- mót tók hann sjálfur yfir við- gerðarverkstæði fyrir Volvo, en áður höfðu Díselvéiar h.f. rekst- ur verkstæðisins með höndum, þótt það væri í húsnæði Gunn- ars. Nú eru í landinu 1700 bifreið- ar af Volvo-gerð. Verkstæðið hefur aðeins haft 275 fermetra til umráða, en með hinni nýju viðbót og réttingarverkstæði er flatarmál þess 750 fermetrar og getur það því rúmað 12 fólks- bifreiðar, og 4 vörubifreiðar samtímis, auk réttingarverkstæð isins, sem rúmar 2 til 3. Verkstæðisformaður er Jan Jensen, en ásamt honum er sænskur maður, Karl Petters- son, sem kom til landsins á síð- astliðnu sumri og er áætlað að hann verði hér að minnsta kosti í 2 ár og mun hann ásamt Jan hafa yfirstjórn og þjálfun bif- vélvirkja með höndum. Verkstæðinu er skipt í 3 hluta, fólksbílaverkstæði, vörubílaverk stæði og réttingarverkstæði. Hef ur gerð þess verið sniðin eftir fyrirmynd Volvo-verksmiðj- anna, kröfum þeirra og undir eftirliti. í varahlutadeild fyrirtækisins hefur verið komið fyrir rafeinda vél, svokölluðum Mercator frá Olivetti og eru allar nótur skrif- aðar þar út, en jafnframt gatar vélin strimil, sem sendur er til Volvo, en á næstunni mun spjaid skrá fyrirtækisins verða lögð niður. Verksmiðjan mun hins vegar fylgjast með birgðum og sölu um strimlana ög segir til um hvers og hvenær sé þörf af varahlutum. Þetta kerfi hafa margir umboðsmenn Volvo víða tekið upp, en Gunnar Ásgeirs- son h.f. mun vera fyrsta fyrir- tækið utan Skandinavíu, sem það gerir. Mun þetta skipulag að sögn Gunnars verða til þess að varahlutabirgðir verða fjöl- breyttari og minni hætta á að varahiuti vanti. Ásamt forstjóranum, Gunnari Ásgeirssyni, eru aðalstjórnendur fyrirtækisins skrifstofustjórinn Gísli Steinsson og tveir synir Gunnars, Stefán og Ásgeir. Gunnar skýrði blaðamönnum frá því, að launagreiðslur fyrir- tækisins hefðu verið síðastliðið ár um 9.6 milljónir. Samanlögð umsetning öll 8 árin hefur verið 700 milljónir, launagreiðslur 34 milljónir, skattar 30 milljónir, þar af um 22 milljónir i sölu- skatt. Um 60 manns vinna við fyrirtækið. Er Gunnar hafði gefið áður- nefndar upplýsingar, varpaði hann fram spurningunni: Er unnt er að reka svona fyrirtæki á fslandi? Og hann svaraði henni á eftirfarandi hátt: „Það er erfitt, en með auk- inni veltu, sem hefur verið síð- ast liðið ár og takmörkuðum vinnukrafti hefur þetta gengið, svo og með góðra manna aðstoð, en í dag er ekki bjart fram und- an, hvorki hjá mér né öðrum sem við verzlun fást. Minnkandi sala, lækkuð álagning, 20-30% meiri veitufjárþörfin hlýtur allt að draga til samdráttar. Venju- lega hafa unnið hér nokkrir unglingar á sumrin, en nú í sum ar verða þeir allmiklu færri. Frá því um jól og fram í maí mun ég fæk'ka um 5 manns. Kostnaður er of mikill í dag eða réttara sagt það er of lítið sem má taka fyrir þjónustuna og ef borið er saman við ná- grannalöndin, þar sem kostnað- ur er hliðstæður og hér, þykir manni frekar einkennilegt, að skuli vera hægt að selja vörur með svo mikið lægri álagningu heldur en þekkist þar og sem dæmi vil ég nefna: Husqvarna saumavél af fullkomnustu gerð er seld hér í útsölu með 20% tolli á s. kr. 1.100.— en þar eru engir tollar. Áiagning á fólksbifreið hér er 5'4%+2.300 krónur íslenzkar, í Svíþjóð eru 27% álagning en þar er talið þurfa að minnsta kosti 17% álagningu. Álagning á verk stæðisvinnu hér er 30 til 40% en í nágrannalöndunum er hún 300-400%. lengdar getur ekki gengið að Vonandi verður fljótlega kom reka fyrirtæki án þess að grund- in í gang opinber rannsókn á völlur só fyrir rekstri þeirra. álagningarþörf fyrirtækja því til Öll fyrirtæki þurfa að geta eignazt það mikið eigið fjármagn að ekki þurfi að gera róttækar ráðstafanir með uppsögnum þótt um tíma eitthvað bjáti á. Það er ekki auðvelt að sjá á bak sér þjálfuðu starfsfólki, en því miður getur þurft að láta slíkt fólk fara, en heldur ekki auðvelt að fá það aftur ef að eitt hvað lagast“. Feðgamir þrír á meðal bíla og báta á sýningunni í nýja verkstæðinu. Frá vinstri: Stefán, Ás- geir og Gunnar. (Ljósm. Ól. K. M.) GLERULLAREINANGRUN Fiberglas Amerísk glerull í rúlluin með ál- og kraftpappa. GUSUL0 Dönsk glerull í rúll- um með ál- og kraft- pappa, einnig í mott- um og í lausu. J. ÞORLAK8SOIN1 & IMORÐMANN HF.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.