Morgunblaðið - 29.05.1968, Page 15

Morgunblaðið - 29.05.1968, Page 15
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 29. MAÍ 1968. 15 Louise Henrietta Denche - Minning (Lag: Lýs milda ljós) Nú sitjum við þögul, elsku amma mín, í einni trú. Þegar að lokast langþreýtt aug- un þín, að litir nú. Frelsara þinn, er frið og ró þér gaf, þá frelsislind, er drukkum með þér af. Aldrei var þungt, að þola sína raun, við þína kinn. Þó fengirðu oftast heldur lítil laun, í lófann þinn. En börnin þín mörgu, ei betra nesti fá, en bænirnar góðu, hjarta þínu frá. Ljúft er að vita, að líf-þitt er nú bjart, á ljóssins strönd. Góðhjörtuð varstu og gaf okkur svo margt þín gjafmild hönd. Við biðjum og vonum, elsku amma mín, a'ð öll við seinna, komumst heim til þín. Við þökkum að lokum, allt þitt traust og trú, og tákn þess ber. Æ)ttliðir fjórir er faðmað hefir þú, nú fylgja þér. Biðjandi guð að gefa okkur frið, svo glöð, á lífsins vegi, skiljumst við. Kveðja frá barnabarnabörnum. Framh. af bls. 10 Múckber sjálifur var allsendis óhræddur er hann skrifaði starfs bróður sínum erlendis: „Eins og þér kannski vitið hefur Contergan selzt betur en öli önnur róandi lyf í Þýzka landi, langt um betur. Við álítum eftir sölúnni að dæma, að ein milljón manns taki lyfið í — V-Þýzkaiandi dag lega. . . Þessi mikla neyzla lyfsins hefur leitt til þess, að stöku ofmæmistilfelli hefur komið í ljós og segja sérfræð ingar að þau séu Contergan að kenna. Hing vegar hefur reynsian sýnt, að þessi of- næmisviðbrögð hverfa jafn- skjótt og neyzlu Contergans er hætt.“ En nú hafði a.m.k. einn æðsti maður Grúnenthal veiibt því eft- irtekt, að ekki var hægt að vísa staðreyndunum um taugabólgu af völdum Contergans á bug. Það var Hans Werner von Schrader- Beielstein, ungur læknir, sem hóf störf hjá firmanu árið 1957. Hann skýrðd frá því irnnan fyrir tækisins, að það vissi af 150 til fellum „þar sem taugabólga hefði fundist eftir notkun Contergans" Á sama tíma hófst Voss handa að nýju. 15. febrúar 1961 hélt Voss ræðu fyrir starfsbræðrum sín- um í Dúaselfonf: „Ég kom hingað til að segja ykkur frá nýjum veikindum, sem ég rakst fyrst á í októ- ber 1959. Ég hef komizt að því, að sumir ykkar hafa rekizt á þetta líka. Um er að ræða taugabólgu, sem á sér stað eftir langa notk- un Contergans. Ég hef athug að 14 slík tilfelli. Veikindin hefjast með dofa í tám, sem sjúklingurinn tekur venju- lega ekki eftir. Dofinn breið ist út um fótinn, síðan upp að ökla og loks upp í kálf- ann allt upp að hnjám. Möirg um mánuðum síðar finnur sjúklingurinn til samskonar dofa í fingurgómunum." Fram að þessu, sagði Voss, hef uir ekki tekizt að lækna eitt einasta slíkt tilfelli þótt neyzlu Contergan-s hafi verið hætt. Fyrinlestur Voiss kom Grún- enthal úr jafnvægi. Fyrirtækið var nú í harðri vörn. f mánaðar legri skýrslu sinni í apríl virt ist söludeildin vera að búa starfs liðið undir nýja árás. „Við verðum að reikna með að vandamálin aukist eftir birtingu þeirra skýrslna, sem við þegar vitum um og ann arra, sem við þekkjum ekki til. Gerðar hafa verið viðeig andi ráðstafanir . . . það er nauðsynlegt að ráða allmarga fyrsta flokks lækna til að beita áhrifum sínum á við skiptavinina. Ráðstafanir í þá átt hafa verið gerðar með mottóinu: „Það verður að heppnast hvað sem það kost ar.“ En fjöldi taugabólgutilfella af völdum Contergans fór vaxandi. í maílok voru þau 1300. Síðan fóru kvartanirnar að segja til sín. Salan fór minnkandi. Einn söliumanna Grúnienthal áætlaði, að ef farið yrði að gefa Contergan út gegn lyfseðl 'um mundi salan minhka um 50% „Fyrir mig sem fésýsiu- mann er þetta nægileg ástæða til að halda áfram sölu Con tergans . . í eins miklum mæli og unnt er. Skoðunmín er sú, að söludeildin eigi að lækka verðið á stórum pönt unm af Contergan um 10— 15%. f slíkum tilvikum mundi ég ganga úr skugga um að efnafræðingurinn yrði þög- ull sem gröfin. Ef farið er í þessar sakir með varkárni er liægt að koma þessu í kring. Það er aðeins i slíkum til- vikum, sem ég mundi taka við fyrirskipunum.“ En aðrir starfsmenn voru á báðum áttum. Yfirmaður rann sóknardeildarinnar, dr. Michael, sagði á fundi með stjórn fyrir tækisins 10. maí. ,,Ég álít persónulega, að leng ur leiki enginn vafi á, að undir vissum kringumstæðum, sem ég get ekiki skýrt nú eða skillið, að Contergan geti valdið tauga skemmdum. Ég er þess fullviss, að allir hjá þessu fyrirtæki verði að fallast á þessa skoðun . . . .ég álít að það sé einfald lega ómögulegt, að fyrirtækið skuli á opinberum vettvangi vísa þessum skýrslum á bug sem ó sönnuðum. . .“ Heilbrigðisráðuneytið sýnir klærnar. Viðhorf ráðuneytanna tók nú að breytast. í maílok heimsótti fulltrúi Grúnentihal innanríkis- náðherrann í DússeHdiorf. Ráð- herrann, Hans Tombergs, var þægilegur í viðmóti. Erindreki fyrirtækisins heimisótti Tombergs aftur 8. júní. í þetta sinn varð hann var við kulda í fari ráð herrans. Grúntenthal bafði ekki sagt honum allan sannleikann. Dr. Voss hafði tjáð fyrirtækinu í des 1959, að lyfið hefði hliðar verkanir; en Grúntemtíhal hafði aldrei skýrt frá þessu. Auk þess voru dreifibréf fyrirtækisins í beinni mótsögn við læknaskýrsl ur. í eina klukkustund reyndi No wel að sefa Tombergs. Hann beinidi umræðunm að öðnum miál- um. Loks sneri hann sér að efn imu. Grúmenthaíl, sagði hann hafði engin bréf fengið frá Voss fyrr en að haustlagi 1960. Samræðurnar höfðu slæm áhrif á Nowel. Hann hafði ekki, frek ar en flestir aðrir starfsmenn fyrirtækisins, verið látinn vita um allar hliðar málsins. Hann fór aftur tii Grúnenlthal og at- hugaði skýnslurnar vand- lega. Síðan settist hann niður og ritaði yfirmönnum sínum eftir farandi bréf: „Reyndar hafa bréfaviðskipti viðvíkjandi thalidomide farið fram á tímabilinu okt.des. 1959. Fyrsta bréf Voss bendir á, að orðið hafi vart við taugaskemmd ir í sjúklingum eftir langa notk- un thalidomides. Ófullnægjandi upplýsingar, sem meðstarfsmönn um, sem höfðu það hlutverk að semja við ráðuneytið, var látið í té hafa ekki aðeins gratfið undan góðu nafni fyrirtækisins heldur og starfsmanna þess.“ NÚ VORU allmargir á þeirri skoðun innan fyrirtækisins, að thalidomide gæti valdið alvarleg um taugaskemmdum. Hins vegar hvarflaði ekki að neinum í Stol berg, að fyrír einn flokk neyt endanna — þungaðar konur og ófædd börn þeirra — mundi tjónið verða óbætanlegt. Konur sem væntu sín höfðu notað thali domide í ríkum mæli vegna end- utökinna ummiæiia Grúnenthals, að lyfið væri fullkomlega öruggt fyrir vanfærar konur. Læknir í Heilbronn spurði hvort nota mætti Contergan við unidirbúning keisaraskuirðar. Wernir og Si'vens svöruðu: „Á igrundvefMi ranmsókna okkar get- um við svarað þvi til að efckert styðux það, að Contengan niái til fósturs gegnum fylgjuna." Grennslast var fyrir um Cont ergan og þungun frá Finnlandi — í þetta sinn fulltrúi Grún- enthal — sem spurður hafði verið þriggja spurninga af finnsk um lækni: 1. Þegar thalidomide er gefið kvensjúklingum getur lyfið náð til fylgjunnar? 2. .Getur slíklt haft sfcaðleg á- hrif á barnið? 3. í hvaða hluta líffæranna brotnar thaliidosmide? Múckter skriifaði undir hverja spurningu: 1. Ekki vitað 2. Ólíklegt. 3. Líklega í lifrinni. Nú sendi lögfræðideildin frá sér langt og dapurlegt minnis- skjal til yfirmanna fyrirtækis- ins: „Við verðum að búast við því að samúðin verði ekki með stórfyrirtæki, sem veltir milljón um heldur tiltölulega hjálpar- vana, sködduðum sjúkling." Deilldin stakk upp á, að Grún- enthal gerði allt til að forðast réttarhöld. Fyrst nú var hægt að finna biilbug á Múckter. 14. júlí kom hann félögum sínum á óvart er hann sagði: „Ef ég væri læknir mundi ég ekki gefa sjúklingum mínum thalidomide núna. Herrar mínir, ég vara ykkur við. Ég ætla ekki að endurtaka það sem þegar hefur verið sagt. Nú er mikil hætta á ferðum.“ Aðrir hjá Grúnentihal héldu að lausnin fælist í því, að fá lækna til að mæla með lyfinu. 1. ágúst reyndi dr. Michael að fá Max Engelmeier, fyrirlesara um taugatruflanir til að leggja blessun sína yfir lyfið. Engel- meier neitaði þessu. Hann hafði þegar kynnt sér taiugaibólgu af völdum Contergans. Michael sagði þá við yfirboðara sína: „Það er augljóst að peningar koma okkur ekkert áleiðis." Þegar leið á sumar var fyrir- skipað að gefa Contergan aðeins út gegn lyfseðlum í mörgum þýzkum héruðum. Þótt undarlegt megi virðast, skýrðu sölumenn frá því, að viðbrögð lækna hefðu verið jákvæð. í haustbyrj un áleilt starfstfóílfcið hjá Grún- enthal, að hið versta vœri ytflr- staðið. Húsnæði — umboðs- og heildverzlun Lítið umboðs- og heildsölufyrirtæki óskar eftir einu til tveimur herbergjum miðsvæðis í bænum. Upplýsingar í síma 34867. ÓRAÐSTAFAÐ VEGGRÝMI Vér höfum töluvert óráðstafað veggrými á Land- búnaðarsýningunni ’68. Verð pr. ferm. kr. 1000.— Setjið yður í samband við oss sem fyrst. Landbúnaðarsýningin ’68 Bændahöllinni. Sími 19200. Vanur bókhaldari Stórt iðnaðarfyrirtæki óskar eftír að ráða aðal- bókara. Viðskiptafræðingur eða löggiltur endur- skoðandi gengur fyrir. Tilboð merkt: „Trúmennska — 8711 sendist af- greiðslu Morgunblaðsins fyrir 5. maí n.k. BEZTA GÚMMIBEITAM I 20 AR mmi-MAHK / Brúnir drengjaskór mjög fallegir í stærðunum 37—43 nýkomnir. Nýjasta tízka. SKÓSKEMMAN, Bankastræti. UTBOÐ Óskað er eftir tilboðum í malbikun við sambýlishús. vinnu við undirlag og Upplýsingar í síma 35088 og 36086. Gluggastengur Koparhúðaðar þrýstistengur margskonar. Einnig gluggastengur fyrir ameríska uppsetn- ingu einfaida og tvöfalda ásamt borðum og krókum. MÁLNING & JÁRNVÖRUR HF. Laugavegi 23 — Sími 11295 og 12876.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.