Morgunblaðið - 08.06.1968, Page 1

Morgunblaðið - 08.06.1968, Page 1
32 SIÐUR 117. tbl. 55. árg. LAUGARDAGUR 8. JUNÍ 1968 Prentsniiðja Morgnnblaðsins Tugir þúsunda votta Kennedy virðingu IVIargir grétu er þeir gengu fram hjá kistu Roberts Kennedys New York, 7. júní. NTB-AP TUGIR þúsunda gengu fram hjá kistu Robert Kennedys öldungadcildarþingmanns þar sem hún lá á viðhafnarbörum í kirkju heilags Patreks í New York í allan dag. Fyrstu sex klukkustundirnar eftir að kirkjudyrnar voru opnaðar og mannf jöldanum hleypt inn vottuðu rösklega 25.000 manns hinum látna leiðtoga hinztu virðingu sína. Margir grétu þegar þeir gengu fram hjá viðhafnarbörunum. Fólk úr öllum stéttum þjóð félagsins, hvítir menn jafnt sem þeldökkir, ungir og gamlir, ríkir og fátækir, Bandaríkjamenn jafnt sem útlendingar, gengu fram hjá kistunni. Biðröðin náði mörg hundruð metra og jókst stöð- ugt. Hundruð manna biðu í alla nótt eftir því að kirkjan yrði opnuð og jafnvel þeir sem komu árla morguns til kirkjunnar urðu að bíða í allt að tvær klukkustundir til að komast inn. Ættingjar og nánir vinir Ro- bert Kennedys skiptust á um að standa heiðursvörð við líkkist- una, þar sem komið var fyrir sex kertum. Tveir elztu syniir Roberts Kennedys, Joseph, 15 ára, og Robert yngri, 14 ára, stóðu heiðursvörð við kistuna í hálfa klukkustund. Þeir lutu höfði og studdu sig við kistuna. Edward (Teddy) Kennedy, sá eini hinna fjögurra Kennedy- bræðra sem enn er á lífi, vakti við hlið hins látna bróður síns í mestalla nótt. Þegar Kennedy- fjölskyldan fór frá dómkirkj- unni í kvöld, varð Teddy eftir í kirkjunni, og stóð milli altaris- ins og kistunnar og hélt á blóm sveig og bænabók. „GUÐ BLESSI ÞIG“ Borgarstjóri New York, John Lindsay, kom til kirkjunnar um. hádegi, lagði arminn utan um frú Ethel Kennedy og sagði lág- um rómi: „Guð blessi þig“. Kona nokkur var við að fá tauga áfall, en nærstaddir lögreglu- menn róuðu hana. Fimmtán^ ^ manns féllu í öngvit í biðröð- inni fyrir utan kirkjuna, enda var steikjandi hiti. Móðir Kenn edys, ekkja hans og ekkja John Kennedys forseta, Jacqueline Kennedy, voru meðal þeirra sem krupu á bæn við kistu Kennedys. Búizt er við að ekkert lát verði á hinum gífurlegu fólks- straumi til kirkjunnar allar þær Framh. á bls. 18 Mikill mannfjöldi gekk framhjá kistu Kennedys, sem stójð á viðhafnarbörum i St. Patreks- kirkjunni í New York. Áður en kirkjan var opnuð í gærmorgun hafði hópur manna safnazt saman fyrir utan og allan daginn var látlaus straumur fólks, sem kom að kistunni til að votta hinum látna virðingu. Áhrif morðsins á Kennedy: Skorað á frambjóðendur að forðast fjöldafundi — Kviðdómur fjallar um mál Sirhan Sirhans Robert Kennedy yngri við kistu föður Patreks í New York í gær. kirkju heilags Washington og Los Angeles, | Alríkislögreglan og leyni þjónustan í Bandaríkjunum hafa skorað á alla sem keppa að útnefningu sem forseta- eða varaforsetaefni að forðast fjöldafundi vegna morðsins á Robert Kennedy, og getur svo farið að kosningabarátt- an í Bandaríkjunum verði að miklu leyti háð í sjónvarpi. í*ó er talið vafasamt að allir verði við þessum tilmælum, en ljóst er að gripið verður til mjög strangra öryggisráð- stafana í Bandaríkjunum í sambandi við forsetakosning- arnar. H I Los Angeles kom kvið- dómur skipaður 14 konum og 9 körlum saman fyrir lukt- um dyrum til að undirbúa réttarrannsókn vegna morðs- ins á Robert Kennedy og á hann að ákveða hvort fyrir liggi nógu sterkar sannanir til þess að ákæra megi Jórd- aníumanninn Sirhan Bishara Sirhan, sem lögreglan hefur handtekið fyrir morðið. | í nótt var gripið til mjög strangra öryggisráð- stafana á landamærum Banda ríkjanna og Kanada vegna fregna um, að átta „byltinga- menn frá Quebec“ hefðu hót- að að myrða Johnson forseta, Nelson Rockefeller ríkisstjóra í New York og Hubert Hump hrey varaforseta til að hefna morðsins á Robert Kennedy. Þótt hótunin væri talin fjar- stæðukennd var landamæra- vörðum skipað að vera við öllu búnir. Dregnr Ted Kennedy sig í hlé? Hótunin er hins vegar talin gott dæmi um þá hættu sem framámönnum í Bandaríkjunum sé búin, en einn þeir-ra sem hót- að var, Rockefeller ríkisstjóri, sagði í dag að opinberir emb- ættismenn og frambjóðendur í kosningum ættu ekki að láta hræða sig vegna morðsins á Kennedy. Hann sagði, að ef frambjóðendur hættu að ganga um stræti og torg, heilsa kjós- endum og rabba við þá mundu Bandaríkjamenn glata einu af því sem mesta þýðingu hefði í Framh. á bls. 18 GAF SIG FRAM Unga stúlkan sem lýst var eftir segist ekki þekkja Sirhan Los Angeles, 7. júní. AP-NTB UNGA konan, sem lýst var eftir í sambandi við morð- ið á Robert Kennedy, hef- ur gefið sig fram við lög- regluna í Los Angeles, að því er tilkynnt var seint í kvöld. Konan kvaðst heita Cathy Fulman og vera 19 ára göm- ul. Hún sagðist hafa fengfð móðursýkiskast eftir morðið og hlaupið öskrandi frá morð staðnum. Hún neitar því harð lega að hafa nokkurt samband haft við Sirhan Sirhan, sem handtekinn hefur verið vegna morðsins. Fyrr í dag sagði talsmaður lögreglunnar í Los Angeles að konunnar væri einungis leitað vegna þess áð talið væri að hún gæti veitt mikilsverð- ar upplýsingar, en ekki til þess að taka hana fasta. Ung kona sem stóð fyrir Framh. á bls. 31 w

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.