Morgunblaðið - 08.06.1968, Page 20

Morgunblaðið - 08.06.1968, Page 20
I 20 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 8. JÚNÍ 1968 Leitur MiiIIer torm. SkíÖatélagrs Rvk. Stefán G. Björnsson kjörinn heiðursformaður AÐALFUNDUR Skíðafélagsins var haldinn í skála félagsins í Hveradölum miðvikudaginn 15. f.m. I>etta er 54 starfsár félagsins. Formaður félagsins setti fund- inn og bað forseta Í.S.Í., Gísla Halldórsson að taka við fundar- stjórn. Formaður las upp ársskýrslu og reikninga félagsins og kom fram að veruleg eignaaukning vegna endurbóta varð á árinu og eru nú nettoeignir félagsins rúm- ar þrjár milljónir króna. Skíðafélagið hefur nú 330 fé- laga og styrktarmeðlimi, og lýsti formaður ánægju sinni yfir því hvað margir af eldri félögum þess héldu tryggð við það og greiddu sín gjöld. unHCUNBLADID lýsti formaður því yfir að hann myndi ekki gefa kost á sér sem formaður áfram, en hann hefur verið formaður félagsins frá ár- inu 1947 eða yfir 20 ár, en fyrst hafði hann verið kosinn í stjórn félagsins árið 1939. Formaður var því næst ein- róma kjörinn Leifur Miiller, frkv.stj., sonur L. H. Muller heit- ins, sem jafnframt var formaður þess í 25 ár. Aðrir í stjórn eru þessir: Lárus G. Jónsson, varaformað- ur, Þórir Jónsson, ritari, Brynjólf ur Hallgrímsson, féhirðir, Sig- uður R. Guðjónsson, frú Ellen Sig hvatsson og Haraldur Pálsson. Að loknu stjórnarkjöri og að undangenginni lagabreytingu kom fram tillaga frá stjórninni um að Stefán G. Björnsson yrði gerður að fyrsta heiðursformanni félagsins og var það einróma sam þykkt. Að þessu loknu fluttu kveðjur og árnaðaróskir forseti Í.S.Í. Gísli Halldórsson; formað- ur S.K.Í. Stefán Kristjánsson; form Skíðaráðs Rvíkur, Þórir Lárusson, svo og fulltrúar skíða- deildanna í Reykjavík. Báru þeir allir lof á störf Stefáns G. Björns sonar fyrir skíðaíþróttina í höfuð staðnum og þökkuðu honum langt og heillaríkt starf að skíða málum Reykvíkinga. Nokkrar umræður urðu um smíði skíðalyftu við skálá félags- ins og var stjórninni falið að vinna að því máli. Þýzk teppi, verð frá kr. 255. Ensk teppi, verð pr. ferm. 360, breiddir 137 — 228 — 366. Korkgólfflísar, verð pr. ferm. GIŒNSÁSVEa 22-24 » 30230 3 2262 214 og 324. Anierískar gólfflísar, verð pr. ferm. 278. Mjög mikið úrval. Postulíns-veggflísar enskar og þýzkar, verð frá 190 kr. ferm. Fjölbreytt litaúrval. - TÍU ÁRA STJÓRN Framh. af bls. 17 mál, oft nánustu bandamönn- um sínum til mikilar skelfing- ar. Hann skammaðist út í Bandaríkin. Hann lokaði dyr- unum að Efnahagsbandalaginu fyrir Bretum. Margir Frakkar, sem nú bjuggu við blómlegt efnahags- líf og traustan gjaldmiðil, voru undir niðri hlakkandi yfir framkomu forsetans, þótt þeir nefndu hann sti^idum í háði „stóra spergilinn". í des- ember 1965 bauð de Gaulle sig fram til endurkjörs, sem for- seti Frakklands. Hann skipu- lagði enga kosningaleiðangra. Hann taldi sig ofar öllum stjórnmálum, og lét stuðnings- menn sína um allan undirbún- ing. Fyrri umferð forsetakosn- inganna fór fram 5. desember, og tókst de Gaulle þá ekki að ná hreinum meirihluta at- kvæða. Alls voru frambjóðend ur þá sex, og samkvæmt stjórnarskránni bar þá að kjósa um tvo efstu mennina, de Gaulle og Francois Mitter- and. Síðari atkvæðagreiðsla var svo 19. desember, og var de Gaulle þá endurkjörinn for seti Frakklands til næstu sjö ára. Ósigurinn við fyrri atkvæða greiðsluna var de Gaulle og stuðningsmönnum hans mikið áfall, en þeir sættu sig fljót- lega við hann. Öflug stjórn var við völd í Frakklandi, en eins og stúdent inn benti á fyrir nokkru, „þetta er í rauninni ekki landstjórn — þetta er drottnun". Valery Giscard d’Estaing, áður fjármálaráðherra de Gaulles, en nú aðeins hikandi stuðningsmazður hans, komst betur að orði í þingræðu: „Þetta hefur verið svipað og blómastúlkan í „Pygmalion“ eftir Bernard Shaw — prófess orinn, sem hafði kennt henni og auðgað hana spurði hvers vegna hún væri alltaf óvin- veitt sér. — „Það er vegna þess að mig langar til að þú sýnir mér örlitla nærgætni", svaraði hún“. De Gaulle leitar á ný til þjóðarinnar síðar í þessum mánuði, og biður hana að veita sér traust við þjóðarat- kvæðagreiðslu. Eftir það sem gerzt hefur að undanfömu, veit enginn hvort þjóðin fellst á það. STÓR BINGÓ verður haldið í Hótel Hveragerði laugardaginn 8. júní kl. 8:30. Glæsilegir vinningar. Aðalvinningur flugfar til Kaupmannahafnar. Hinir vinsælu MÁNAR leika fyrir dansi frá kl. 9:30. Sjálfstæðiskvenfélagið Árnesi. NORÐURLANDSKJÖRDÆMI EYSTRA AÐALFUNDUR KJ3RDÆMISRÁÐS Aðalfundur Kjördæmisráðs Sjálfstæðisflokksins í Norðurlandskjördæmi eystra verður haldinn í Sjálfstæðishúsinu (uppi) á Akureyri laugardaginn 8. júní og hefst kl. 16.00. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Kjördæmismál og landsmál. Framsögumenn: Alþingismenn Sjálfstæðisflokksins í kjördæminu. Formenn Sjálfstæðisfélaganna eru beðnir að boða fulla tölu fulltrúa frá hverju félagi, skv. kosningum síðustu aðalfunda félaganna. Stjórn Kjördæmisráðs. Hárgreiðslustofa í ful'lum gangi á góðum stað til sölu. Upplýsingar í síma 20947 milli kl. 5—8 í dag og næstu daga. VINNA Rösk spunakona óskast til starfa í ullarverksmiðju okkar að Frakkastíg 8. Nánari upplýsingar hjá verkstjóra í síma 13060. í næstu viku. ULLARVERKSMIÐJAN FRAMTÍÐIN. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 22., 24. og 27. tbl. Lögbirtinga- blaðsins 1968 á v/b Þorsteini NK 79 eign Rafns A. Péturssonar, Flateyri fer fram í annað og síðasta sinn við bátinn sjálfan á Flateyri eftir ákvörðun uppboðshaldara og kröfu Guðjóns Styrkárssonar hrl., föstudaginn 14. júní n.k. kl. 2 eftir hádegi. Sýslumaðurinn í ísafjarðarsýslu, 7. júní 1968. Jóh. Gunnar Ólafsson. Reiöhjólaskoðun í Reykjavík Lögreglan í Reykjavík og Umferðarnefnd Reykja- víkur efna til reiðhjólaskoðunar og umferðarfræðslu fyrir börn á aldrinum 7 — 14 ára. Mánudagur 10. júní. Langholtsskólá Laugalækjarskóli Miðbæjarskóli Þriðjudagur 11. júní. Laugarnesskóli Melaskóli V esturbæ j ar skóli kl. 09.00 — 11.00 kl. 14.00 — 15.30 kl. 16.00 — 18.00 kl. 09.00 — 11.00 kl. 14.00 — 15.30 kl. 16.00 — 18.00 Miðvikudagur 12. júní. Vogaskóli kl. 09.00 — 11.00 Austurbæjarskóli kl. 14.00 — 15.30 Breiðagerðisskóli kl. 16.00 — 18.00 Fimmtudagur 13. júní. Hlíðaskóli kl. 09.00 — 11.00 Álftamýrarskóli kl. 14.00 — 15.30 Hvassaleitisskóli kl. 16.00 — 18.00 Föstudagur 14. júní. Árbæjarskóii kl. 09.00 — 11.00 Skoðun fer fram við félagsheimili Framfarafélags Árbæjarhverfis. Börn úr Landakotsskóla, ísaksskóla, Höfðaskóla og Æfinga- og tilraunaskóla Kennaraskóla íslands mæti við þá skóla, sem eru næst heimilium þeirra. Þau börn, sem hafa reiðhjól sín í lagi, fá viður- kenningarmerki lögreglunnar og umferðarnefndar fyrir árið 1968. UMFERÐARNEFND REVKJAVÍKUR. LÖGREGLAN í REYKJAVÍK,

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.