Morgunblaðið - 14.06.1968, Side 2

Morgunblaðið - 14.06.1968, Side 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 14. JÚNÍ 1968 Vatnsleiðslan til Eyja er tilbúin VATNSLEIÐSLA Vestmannaey- inga er nú tilbúin um borð í sér staklega útbúnu skipi, sem mun leggja leiðsluna og er skipið nú í Kaupmannahöfn. Skipið kem- ur til Vestmannaeyja samkvæmt áætlun 13. júlí n.k. og leiðslan verður lögð á milli lands og Eyja dagana 18.—20. júlí. Leiðslan veg ur alls um 500 tonn og fyrstu vikuna eftir lögn verður hún reynd við mjög háan þrýsting, en búizt er við að Vestmanna- eyingar geti teigað vatn úr landi í ágústbyrjun. Til að byrja með verður notaður vatnsgeymir sem er í Eyjum og rúmar um 500 tonn, en í sumar verður byrjað á 5000 tonna vatnsgeymi. Eftirfarandi upplýsingar fékk Mbl. hjá Magnúsi Magnússyni bæjarstjóra. Neðansjávarleiðslan er svipuð að gerð og neðansjávarleiðslur fyrir rafmagn og síma, nema hvað innst er vatnspípa úr poly- ethylenplasti. Öll vörn leiðsl- unnar (armering) er þó mun öfl- ugri en tíðkast við raf- og síma- strengi. (Þessi vörn samanstend- ur af mörgum stáilþynnum og stálteinum, ásamt lögum úr plasti, tjörubornum hampi o. fl.). Baeði er, að nauðsynlegt er að fá mikla þyngd, svo að leiðslan liiggi hreyfingarlaus á hafsbotn- inum, þrátt fyrir strauma og sjávargang. Einnig þarf hún að hafa mikinn átaksstyrk til að verjast skemmdum af völdum veiðar- og legufæra skipa. Enn- fremur þarf leiðslain að þola gíf- uriegan þrýsing að innanverðu frá. Þar við bætist, að hún verð- ur að vera vel varin gegn tær- ingu. Innra þvermál leiðslunnar er 102 mm. Ytra þvermál 157 mm. ísland í 6.-7. sæti tSLENZKA sveitin á Olympíu- mótinu í bridge vinnur stöðugt á. í gær fóru fram þrjár umferð- ir og sigraði ísland þá Bermunda með 15:5, og í 20. umferð uninu íslendingar Israel með 14:6. í gærkvöldi átti sveitin að spila við dönsku sveitina. Að loknum 20 umferðum er íslenzka sveitin með 262 stig og sennilega í sjötta eða sjöunda sæti. f 18. UMFERÐ á Olympíumótinu í bridge, sem fram fer í Frakk- landi, tapaði íslenzka sveitin fvr ir hollenzku sveitinni 6-14. Is- lenzka sveitin er þá í 9. sæti, með 233 stig, en ítalska sveitin er efst, með 273 stig. Að 18 umferðum loknum er röð allra þátttöku sveitanna í opna flokknum þessi: 1) ítalia 273 stig 2) Kanada 262 — 3) Holland 260 — 4) Sviss 258 — 5) U.S.A. 248 — 6) Frakkland 237 — 7) Svíþjóð 236 — 8) Ástralía 234 — 9) ísland 233 — 10) Venezuela 208 — 11) Chile 206 — 12) Finnland 204 — 13) Belgía 200 — 14) ísrael 192 — 15) Filippseyjar 180 — 16) Þýzkaland 170 — 17) Austurríki 168 — 18) Jamaica 167 — 19) Spánn 167 — 20) Argentina 166 — 21) Kenýa 159 — 22) Danmörk 148 — 23) írland 146 — 24) Líbanon 146 — 25) A-Afríka 136 — 26) Brasilía 134 — 27) Thailand 127 — 28) Portugal 119 — 29) Bermuda 114 — 30) Grikkland 110 — 31) Egyptaland 93 — 32) Holl. Ant.eyjar 49 — 33) Mexico 17 — f kvennaflokki er 9 umferðum lokið og þar er efst S-Afríka með 156 stig, Svíþjóð er í 2. sæti með 148 stig og næst koma Banda- ríkin með 128 stig, Ítalía 126 stig og Frakkland 124 stig. Ungir stuðningsmenn dr. Kristjáns Cldjárns — boda til samkomu á sunnudag UNGIB stuðningsmenn dr. Kristj áns Eldjáms boða til „kosninga- hátíðar" í Háskólabíói n.k. sunnu dag kl. 3 síðdegis. Þar verða flutt ávörp, m.a. af Kristjáni Eldjám, og skemmtiatriði verða. Gert er ráð íyrir því, að hátíðin standi i 1 1/2—2 klst. Á fundi með blaðamönnum í gær skýrðu ungir stuðnings- menn Kristjáns Eldjárns frá dag- skrá „samkomunnar" í Háskóla- bíói, sem ungum jafnt og öldnum er boðið til. f upphafi fundarins leikur blás arakvintett, en ávörp flytja Kristján Bersi Ólafsson, Helgi Guðmundsson, Georg Ólafsson, Þórunn Thors, Jónatan Þórmunds son, Hjörtur Pálsson og dr. Kristján Eldjárn. Auk þess verða skemmtiatriði flutt. Skagaströnd, 13. júní. MIKILL ís er nú út af Skaga- strönd og sézt ekki út yfir ís- inn frá kauptúninu. íshröngl hef ur verið að undanförnu, en í nótt fyllti flóann. Bátar komast ekki á sjó eins og er, en einn trollbátur, sem gerður er út héð- an er á sjó og kemst ekki inn til hafnar, nema að breyting verði á ísnum. — FréttaritarL Einn af talsmönnum ungra stuðningsmanna dr. Kristjáns, Þorsteinn Ólafsson, skýrði frá því á blaðamannafundinum, að hver dagskrárliður tæki 5—10 mínút- ur og dagskráin í heild 1' 1/2—2 klst. Kvað hann alla velkomna, unga sem gamla, og sagði, að sjónvarpað yrði frá hátíðinni í anddyri bíósins. Ragnar Jónsson, framkvæmda- stjóri, sem einnig sat blaða- mannafundinn, skýrði frá því, að í næstu viku kæmi út blað ungra stuðningsmanna dr. Kristj- áns og hefði það hlotið nafnið „Ný kynslóð." Kvað Ragnar ný- komið út 3. tölublað „30. júní“ og væru 3 í undirbúningi. Hann skýrði einnig frá því, að á næstunni yrðu opnaðar hverfa- skrifstofur í Reykjavík. Aðspurð ur sagði Ragnar Jónsson, að áætl aður kostnaður við kosningabar- áttu dr. Kristjáns væri um 2 millj. kr., en væri vinna allra hinna fjölmörgu sjálfboðaliða reiknuð á fullu ver’ði þætti sér líklegt, að kostnaður væri ca. 25 milljónir. Aðspurður sagði Ragnar einn- ig, að engir árekstrar hefðu orðið í kosningabaráttunni milli stuðn ingsmanna forsetaframbjóðend- anna, allt væri I sátt og samlyndi. Sýnishorn af „Bikar Vestmanna- eyinga“, vatnsleiðslunni. Innst er plaströr, þá stáiþynnur, plast og tjöruhampur, stálvirar og yzt plast og tjöruhampur. Þyngd hennar er (vatnsfyllt í lofti) 41,7 kg/m. Átaksstyrkur er a. m. k. 40 tonn. Vinnuiþrýsting- ur 70 kg/cm2, en það jafngildir 700 m vatnssúlu. Þetta er mesti þrýstingur, sem vitað er um að notaður sé við vatnsveitur. Þessi mikli þrýstingur margfaldar flutningsgetu leiðslunnar. Á næsta ári er áætlað að reisa dælustöð á Krosssandi, sem framleitt getur þennan mikla þrýsing. Ekki er þó ætlunin að nota allan þennain þrýsting, nema þegar þörf krefur. Fyrsta leiðslan getur flutt 500 tonn á dag án dælingar, en 17—1800 tonn með hámarksþrýsingi. Sl. ár var dreifikerfið fullgert í rúmlega J hluta bæjarins og áætlað er að ljúka dreifikerfinu á næstu 2 árum. Á árunum 1968—69 er áætlað að byggja 5000 tonna miðlunar- geymi í 55 metra hæð yfir sjó og 250 tonna geymi enn hærra fyrir efstu byggðina. Fyrirhugað er að leggja leiðslu nr. 2 árið 1970 og má þá segja, að veitan verði fullbúin. Vonir standa til, að sú leiðsla verði 125 mm að innmáli og 80% (miðað við 102 mm leiðslu). Ef svo verður, mun flutningsgeta þessara tveggja neðansjávar. leiðsla duga fram undir 1990, en þá þarf að bæta þriðju leiðsl- unni við. Morð/ð á Kennedy Niðurstöður skoðanakönnunar Washington 13. júní NTB. LOUIS Harris-stofnunin í Banda ríkjunum birti í kvöld niðurstöð ur skoðanakönnunar um við- brögð bandarísku þjóðarinnar við morðinu á Robert Kennedy. Samkvæmt niðurstöðum stofn- unarinnar hafði morðið á öld- ungadeildarþingmanninum enn meiri áhrif á fólk heldur en morð ið á Kennedy forseta árið 1963. Tveir þriðju þeirra sem spurðir voru segja,að eitthvað meira en lítið hljóti að vera bogið við bandariskt þjóðfélag og helming- urinn fellst á, að lögleysur og lagabrot hafi náð yfirhöndinni yfir lögunum. Skoðanakönnunin sýnir, að bandarískir borgarar eru þeirrar skoðunar, að margt og mikið sé athugavert í þjóðfélaginu og von brigðin vegna þess eru mun meiri en í marz, þegar efnt var tii slíkrar könnunar um Vietnam styrjöldina. 59% sög*ðu að einhvers staðar væri brotalöm í þjóðfélaginu, þegar forsetinn geti ekki af ör- yggisástæðum látið uppskátt um ferðir sínar. Allt bendir til, að morðið á Robert Kennedy hafi vakið borgara sterklegar til um- hugsunar en þegar bróðir hans, forsetinn var drepinn. 57% töldu að stjórnmálakerfinu væri mjög svo ábótavant, þar sem forseta- frambjóðendur gætu ekki háð stjórnmálabaráttu sína án ótta um að verða fyrir morðtilræði. S-Vietnam og Washington Kennedyhöfða 13. júní AP-NTB BANDARÍKJAMENN skutu í dag á loft frá Kennedyhöfða 8 fjarskiptahnöttum, sem eiga að bæta leynisamband bandarískra hernaðaryfirvalda í S-Víetnam við Washington. Hafa Banda- rikjamenn veitt Bretum leyfi tll að nota fjarskiptahnettina. Hnött unum var skotið á loft með Tit- aneldflaug og heppnaðist skotið vel. Mjög fjölmennur fundur Gunnurs Thoroddsens ú Akrunesi STUÐNINGSMENN Gunnars Thoroddsens á Akranesi efndu til kynningarfundar í Bíóhöllinni í gærkvöldi. Fundurinn var mjög vel sóttur og var húsið fullskip- að, en húsið tekur 377 í sæti. Bjöm Björnsson skrifstofu- stjóri stuðningsmanna setti fund inn og bauð fundarmenn vel- komna svo og heiðursgestina frú Völu og Gunnar Thoroddsen. Björn nefndi til fundarstjóra Njál Guðmundsson skólastjóra og fundarritara Adam Þorgeirsson múrarameistara. Þá fluttu ávörp Páll Gíslason læknir, Helgi Júl- íusson úrsmiður, ungfrú Ragn- heiður Björgvinsdóttir, sem sér- staklega ávarpaði ungt fólk, sem nú hlýtur kosningarétt í fyrsta sinn. Ennfremur fluttu ávarp Guðmundur Sveinbjörnsson deildarstjóri og Pétur Ottesen fyrrum alþingismaður. Þessu næst tók til máls Gunn- ar Thoroddsen og flutti ýtarlega ræðu, sem var vel fagnað af fund argestum. Fundi lauk með því að fram voru bornar nokkrar fyrir 9purnir, sem Gunnar Thorodd- sen svaraði, en í fundarlok voru þau frú Vala og Gunnar hyllt með lófataki. Kyrrt í París í gær — stúdentar aflýstu mótmœlafundum París, London 13. júní AP. NTB. ALLT var með kyrrum kjörum í Paris í dag og kom hvergi til óeirða né mótmælaacgerða. 1 stúdentahverfunum virtist einn- ig rólegt. Verkamenn og vinnu- veitendur ræðast enn við og stjórnmálamenn eru að hefja kosningahríðina fyrir alvöru. Eins og skýrt var frá í gær, bannaði franska stjórnin alla mótmælafundi og fjöldasam- kundur á götum úti og átti lög- reglan að berja allar óeirðir miskunnarlaust á bak aftur ef einhverjar blossuðu upp. Parísar- stúdentar höfðu í gær tilkynnt, að þeir myndu halda mótmæla- fund um kvöldið, en þeir tóku síðan þá ákvörðun að aflýsa honum. 1 nokkrum frönskum borgun, þ. á. m. Strassbourg, Marseilles og Bordeaux efndu stúdentar til mótmælafunda í gærkvöidi, en samkvæmt AP- frétt fóru þeir friðsamlega fram. Enn er um £ milljón manna í verkfall í Frakíklandi, en allt bendir til, að imnan skaimms muni gamga saman með verka- mönnum og atvinnurekenöum. Viðræður standa m. a. yfir milli verkamanna og eigenda Peugot- verksmiðjanna í Austur-Frakk- landi, en þar biðu tveir menn bana á þriðjudaginn, þegar átök urðu milli lögreglu og verka- manna. f Bordeaux samþykktu sjó- mannasamtök borgarinnar í dag, að halda áfram verkfalli, þó að í flestum hafnarborgum hafi sjó- menn samþykkt að hefja störf að nýju. Samkamulag hefur náðzt milli Air France og flugfreyja félagsins og mun starfsemin verða með eðlilegum hætti strax á morgun. í kauphöllinni í París hækkaði verð á gulli í dag og gengi franska frankans hækkaði aftur verulega. í neðri deild brezka þingsins urðu í dag nokkrar umræður vegna komu franska stúdentafor- ingjans Daniels Cohn-Bendit til Bretlands. James Callaghan inn- anríkisráðherra sagði, að hann hefði ekki í hyggju að bregða út af þeirri venju, að útlendingar fengju að koma til landsins og láta í ljósi skoðanix sínar, svo framarlega sem þær væru innan ramma laganna. Leiðtogi íhalds- flokksins, Edward Heah, kvaðst vilja fá vissu fyrir því, að Cohn- Bendit yrði tafarlaust vísað úr landi, ef hann reyndi að æsa til mótmiælaaðgerða í Bretlandi. — Callaghan kvaðst ekki telja minnstu ástæðu til að ætla að hann hefði það í huga. Samkv. fréttum NTB í kvöld hafa svo kallaðir Katangarar, er áttu samvinnu við róttæka stúd- Framh. á bls 31 Laganefnd Norðurlandaráðs DAGANA 15. og 16. júiú n. k. mun laganefnd Norðurlandaráðs halda árlegan fund sinn og að þessu sinni á Akureyri. Laga- nefndin kemur arnan til þess að ræða ýmis mál og verkefni sem nefndin hefur fengið hjá Norð- uriandaráði. Jóhann Hafstein, dómsmálaráðherra mun sitja hluta af fundi ráðstefnunnar. 1 laganefnd er.u 3 frá hverju aðildarlandi, nema einn frá ís- landi. Fjöldi fulltrúa er í hlut- falli við fjölda fulltrúa í Norð- urlandaráði, en þar eru 15 þing- menn frá hverju landi, nema ís- landi, sem hefur 5 þingmenn. Auk þess munu fastir ritarar og starfsmenn nefndarinnar sitja fundinn. Meðal mála fundarins eru: Samræmd norræn fóstureyðing- arlöggjöf, leiðréttingar á röngum upplýsingum, sjónvarps- og hljóð varps, Færeyjar og Norðurlanda- ráð, verndun farfugla utan Norð urlanda og bann gegn atvinnu- boxi. Alls eru dagskrárliðir 12.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.