Morgunblaðið - 14.06.1968, Síða 12

Morgunblaðið - 14.06.1968, Síða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 14. JÚNÍ 1968 Litið inn í húsmæðratíma hjá Judó-deild Ármanns fslenzkar konur hafa í vetur stundað Judo-æfingar eins og margir vita og komið hefur fram í blöðum og sjónvarpi. Konur þær, sem æfingarnar hafa stund að, eru svo áhugasamar og hafa fengið svo góða reynslu af þeim í vetur, að ákveðið hefur verið að halda þeim áfram yfir sum- armánuðina, og jafnframt verð- ur bætt við byrjendaflokkum til sS gefa sem flestum tækifæri til að vera með. Okkur lék forvitni á að kynn- ast þessari starfsemi nánar, og lögðum því leið okkar í Ármúla 14, og horfðuim á húsmæðratíma í Júdó. Það var sannarlega bæði fróðlegt og skemmtilegt að fylgj ast með æfingunni og sjá, hve konurnar höfðu náð mikilli leikni á æfingum, sem að okkar dómi eru erfiðar og krefjast mikillar þjálfunar og einbeit- ingar. Judodeild Ármanns er til húsa að Ármúla 14, þar sem starf- semin hefur til umráða þriðju hæðina. Þar eru húsakynni hin vistlegustu, 2 æfingarsalir, ann ar stór hinn minni, þar sem ja- panskar Judo-dýnur eru á gólf- um. Þarna eru 2 gufubaðsklef- ar, sturtuböð og nuddtæki, einn ig er þar vistleg setustofa og eldhús, þar sem hægt er að fá sér kaffi og aðra hressingu. Inn réttingar allar eru teiknaðar af Gunnari Magnússyni, húsgagna- arkitekt. Öllu er þarna mjög haganlega fyrirkomið og ber vott um mikla vinnu og áhuga. Við höfðum tal af frú Jó- hönnu Tryggvadóttur, sem er forystumaður og aðalkennari kvenna í Júdó-deild Ármanns, og inntum hana eftir ýmsu varð- andi þessa starfsemi. Upphafsmaður Judo-íþróttar- innar var japanskur maður, Dr. Kano að nafni. Breytti hann Yiu-Yitsu í Judo, og hefur þessi fþrótt náð mikilli útbreiðslu um allan heim. Hér á landi hefur Judo verið stundað um árabil, og þá aðallega af karlmönnum, en nú leggur töluverður hópur kvenna einnig stund á Judo. jAðalkennarar karla eru Reimar Stefánsson, Ragnar Jónsson og Bjarni Jónasson ásamt Erling Bang, en Jóhanna Tryggvadótt- ir er kennari kvennanna. Nú eru fyrirhugaðar æfingar í sum- ar, og þar á meðal sérstakur tími fyrir húsmæður. Eins og ali ir vita, er sumarið oft sá tími, sem húsmæður hafa fleiri frí- stundir frá heimilum sínum, börnin kannske farin í sveit og þær ekki eins bundnar af skóla- tímum barna sinna. Jóhanna hef ur verið eini kennari kvenn- anna, en er nú að þjálfa 6 kon- ur aðrar, sem munu kenna með henni í byrjendaflokkunum, en sjálf mun hún annast kennslu í framhaldsflokkum. Allt er þetta sjálfboðaliðsvinna og ber vott um mikinn dugnað og áhuga. Þarna voru konur á öllum aldri, flest húsmæður með mörg börn, flestar höfðu aldrei stundað neinar aðrar æfingar, að und- anskildum tveim eða þrem í- þróttakonum. Allar höfðu þær uninn og síðan 10 glös af soðnu vatni yfir daginn, annað ekki. Þetta kváðu þær gefa mjög góða raun í baráttunni við pundin. konurnar segjast gera æfingar heima hjá sér, sumar kvölds og morgna. Gaman var að fylgjast með æf ingunni, sem hófst á líkamsrækt aræfingum, svonefndum Kultur- fysiskum æfingum, sem er undir- staðan í Judo-íþróttinni. Þær eru fólgnar í upphitunaræfing- um, en það eru æfingar, sem búa líkamann undir þyngri æf- ingar, síðan koma sérstakar æf ingar fyrir öll liðamót líkam- ans, fyrir bakið, hálsinn, hendur og handleggi, æfingar, sem krefj ast einbeitingar huga og líkama. Sitjandi æfing æfingarnar miða að því að auka starfsemi hinna mismunandi líf- færa. Frú Jóhanna komst í við Júdó-íþróttina hér á kynni landi, mjög með þessum æfingum fyr- ir konur, og stunda nú marg- ir læknar og hjúkrunarkonur æfingar þarna. Auk karlatím- anna og kvennatímanna, sem eru tvisvar í viku, eru sérstakir fjölskyldutímar á laugardögum, þar sem öll fjölskyldan getur samtímis iðkað Judo, og er orðið töluvert um, að heilar fjölskyld ur komi þangað. Nú eru áform- aðar æfingar í sumar, því að eins og japanskur læknir, Dr. Koba Y Ashi, sem kom hingað í vetur segir, er ekki nóg að halda sér í formi á veturna, heldur þyrfti að gera það á sumrin líka. Að sumri til hefur hingað til ekki verið margra kosta völ fyr- ir þær konur, sem vilja stunda líkamsæfingar reglulega, og ætti hér því að vera kærkomið tækifæri. Víst er um það, að húsmæður þurfa ekki síður en aðrir að hugsa um að halda við andlegu jafnvægi og hraustum líkama. Ef dæma má eftir kon- um þeim, sem við hittum á æf- ingu hjá Judo-deild Ármanns þennan eftirmiddag, er ekki ann að að sjá en að þetta sé einmitt leiðin. Hér á myndinni eru þjálfarar Judo, frá vinstri, Reimar Stefánsson, Ragnar Jónsson, Bjaml Jónasson, Jóhanna Tryggvadóttdóttir og Dr. Koba Y Ashi, semsést hér hengja upp mynd af Dr. Kano, upphafsmanni Judo-íbróttarinnar. sömu sögu að segja, þær væru eins og nýjar og betri mann- eskjur eftir veturinn, og höfðu grennzt þetta frá 3 og upp í 15 kíló frá áramótum, og öll gigt og þreyta horfin. Þær, sem vilja grennast, fá sérstakan matseðil, sem Jónas Bjarnason, læknir, hefur sett saman, og margar hafa það fyrir fasta reglu að fasta einn dag í viku, drekka 1/2 1. af ávaxtasafa um morg- Síðan koma fallæfingar — þær læra að detta og inn á milli af- slöppunaræfingar, sem gera það að verkum, að þreytan hverfur. Það sem okkur fannst mjög at- hyglisvert var að konurnar voru alls ekki móðar eftir æf- ingarnar, heldur afslappaðar, þegar þær héldu inn í gufubað- ið. Hver tími endar á höfuð- stöðu, sem er mjög góð æfing fyrir blóðrás líkamans. Ymsar og hefur æft það um árabil. Sagðist hún hafa byrjað á þessu til að styrkja og hressa sig, og að fenginni mjög góðri reynslu fékk hún áhuga á að stofna sér- staka kvennadeild, og hefði mað ur sinn, Jónas Bjarnason, lækn- ir, stutt sig og hvatt til þess, jg nú væri svo komið, að öll fjöl- skyldan æfði Judo. Mælti hann Ein af mörgum æfingum Kökukeflið. Hversvegna hengjum við ekki kökukeflið innan á skáphurð í eldhúsinu? Þá er það ekki fyr- ir í skúffunni og alltaf á sínum vissa stað. Stígvélatogari Hnéháu stígvélin eru hin þægi legustu, hlý og notaleg á fæti. Það getur hinsvegar verið dálítið erfitt að komast úr þeim, ef þau eru mjög þröng og þá sérstak- lega ef þau vökna. Einhver hug- kvæmur maður hefur því búið til stígvélatogara úr tré og á öðrum endanum er skora, sem passar fyrir hælinn á stígvélun- nm. Með hinum fætinum er stig- ið ofan á tréð og rennur þá stíg- vélið auðveldlega af fætinum. Tréð er aúðvitað málað og fáan- legt á hrauðum, grænum og appelsínugulum litum. Vonandí verður þetta tæki flutt til ís- lands til hjálpar öllum hinum stígvéluðu ungu stúlkum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.