Morgunblaðið - 14.06.1968, Síða 19
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 14. JÚNÍ 1968
19
Engilbert Jóhannsson
irv. skipstjóri 75 óra
KVEÐJA FRÁ SNJÓLAUGU
Á 75 ÁRA AFMÆLINU
í dag sé ég þig standa, stóri
bróðir
við stýrisvöl á knerri þinnar ævi
með augu skyggn og seglið hvítt
við hún.
Úr öllum áttum flögra fuglar
góðir
sem fylgdu þér á hinum víða
sævi
og lögðu þér við hjarta dýran
dún,
svo hlýtt og mjúkt þar yrði
jafnan inni
og athvarf búið henni systur
þinni.
í>ví átti nokkur systir betri
bróður?
Ég brosi við — og svara þarf
ég eigi
né leita að orðum til að þakka
þér.
En þess ég óska, að eins og þú
varst góður,
eins allt þér verði gott á þess-
um degi
og sérhvern dag þíns lífs sem
eftir er.
— Og síðast verði segl þitt ljóma
vafið,
er sálarknörrinn ber þig yfir
hafið.
Chevrolet
Til sölu 2 Chevrolet fólksbifreiðir í mjög góðu
atandi. Verða til sýnis á bifreiðaverkstæði okkar
Sólvallagötu 79 næstu daga.
Upplýsngar í síma 11588.
Bifreiðastöð Steindórs.
Íf MÍkil dráttarhcfni við alla snúnlngshraSa
+• margir gírar = tryggjá rétta samhæf-
Ingu é afli og hraða við alla vimfcu.
if FORD vokvakerfið með mótordrifna dælu
tryggir nékvæma sfillingu tækja.
Íf Elnföld stjórntækl gera akstur nýju FOftD
traktoranna auðveldari en nokkru sinnl fyrr
if Með Select-O-Speed gírkassanum (aukaút-
búnað), er hægt að sklpta um gir é ferð
og én þess að kúplé.
Gangið ekki fré frakforakaup-
unum fyrr en þér hafið
kynnzt nýju, glæsilegu FORD
traktorunum ... Hvarvetna I
heiminum, þar sem nýju
traktorarnir hafa verið sýnd-
Ir, hefur hrifning og éhugi
verið mikill ... Einnig þér
munuð hrifast af traystleika
þeirra, dráttarafli og spar*
neytni, ésamt ótal tækninýj-
ungum, sem einkenna nýju
traktorana fré FORD. Hafið
samband við os« eða umboðs-
menn vora sem fyrst — og
vér höfum ánægju af að sýna
yður framtíðartraktorinn yð
GRILL-KOL
FYRIR ÚTIGRILL.
10 O G 20 PUNDA POKAR.
I.k. laugardag verður leikrit Kambans, Vér morðingjar, sýnt í
10. sinn í Þjóðleikhúsinu. Aðsókn að leiknum hefur verið mjög góð
og hafa bæði leikarar og leikstjóri hlotið mjög lofsamlega dóma
fyrir listræna túlkun á þessu öndvegisverki Kambans. Leikrit-
ið verður sýnt tvisvar í Þjóðleikkhúsinu ennþá, en þeim sýn-
ingum loknum verður farið með leikinn út á land á veg-
um Þjóðleikhússins. Meðfylgjandi mynd er af leikurunum Gunn-
ari Eyjólfssyni og Kristbjörgu Kjeld ‘í hlutverkum sínum.
Áskorun
ÞAÐ VAR skemmtileg hug-
mynd hjá ritstjórn Morgun-
blaðsins að birta hafískvæði
skáldanna Matthíasar Jochums-
sonar, Hannesar Hafstein og Ein
ars Benediktssonar. Þessi stór-
brotnu kvæði lýsa óbifanlegri
trú á sigur kjarkmikillar og hug
vitssamrar þjóðar yfir harð-
neskju náttúrunnar og verða oss
þannig sífelld hvatning til að
herða hugann, þótt á móti blási.
Og slík hvatning er tíimabær nú.
Mörgum mun því hafa hlýnað
um hjartarætur, þegar þeir lásu
fyrirsögn blaðsins (9. þ.m.):
Hafísinn — yrkisefni þjóðskáld-
anna. Og þannig fór mér.
En þegar ég las kvæðin í þess
ari nýjustu útgáfu, féll nokkur
skuggi á gleði mína. Prentvillurn
ar vaða uppi og valda sums stað
ar hreinum afbökunum. Það er
skiljanlegt, að dagblað geti ekki
vandað fullkomlega frágang á
daglegu fréttaefni, þar sem oft-
ast þarf að vinna bæði hand-
rit og setningu með miklum
hraða. En kvæði látinna skálda
kalla ekki svo að í tíma, að ekki
megi ganga sæmilega frá próf-
arkalestri, áður en prentun
hefst. En kvæði eru viðkvæm
og þola brenglin verr en flest
efni annað. Og látnu ljóðskáldi
ber að sýna nærgætni.
Það eru villur í öllum kvæð-
unum. Orðum er breytt, orðum
er sleppt, hrynjandi máls er rask
að. í báðum fyrstu erindunum í
kvæði Einars eru afbakandi vill
ur, 3. erindinu er skipt í tvö,
í 5. erindi er atkvæði sleppt.
Líkt, ef ekki verr, er farið með
kvæði Hannesar, t.d. verður aíð
ari hluti 2. erindis hrein della.
Síðar stendur „fjörgjafinn" fyrir
„fjörgjöfin", en það raskar meg
inefni. Hannes verður að sætta
sig við fleiri ljótar villur. Þetta
er engin tæmandi skrá. Fyrir
minnstu hnjaski hafa kvæði
Matthíasar orðið, en hvorugt
þeirra er þó villulaust.
Ég skora hérmeð á ritstjóra
Morgunblaðsins að láta prenta
kvæði Einars og Hannesar að
nýju og skila þeim óbjöguðum
til lesenda.
10. júní 1968.
Matthías Jónasson.
ATHS.:
Morgunblaðið harmar þau mis
tök sem urðu í prentun ljóðanna,
en stuðzt var við gamlar útgáfur.
Tilgangurinn var að vékja at-
hygli á svo góðum skáldskap, nú
þegar hafísinn hefur átt erindi
við okkur. Þeim, sem áhuga hafa
á að kynna sér Ijóðin óbrengl-
uð, skal bent á að leita þeirra
í beztu útgáfum ljóðabóka skáld
anna, en því miður leyfir rúm
blaðsins ekki endurprentun.
Stúdentafagnaður V. í.
Stúdentafagnaður stúdentasambands Verzlunar-
skóla íslands verður haldinn að Hótel Borg sunnu-
daginn 16. júní og hefst með borðhaldi kl. 7.
Aðgöngumiðar verða seldir í Verzlunarskólanum
í dag kl. 4—6.
Stúdentar eldri og yngri hvattir til að mæta.
NYJAR SENDINGAR:
SUMARKJOLAR
SAMKVÆMISKJOLAR
TÁNINGAKJÓLAR
MARKAÐURINN
LAUGAVEGI 89.
BLSÁHÚLD
KJÖRGARÐI.
ÞOR HF
REYKJAVÍK SKOLAVÖROUSTÍG 25
TRAKTORAR