Morgunblaðið - 23.06.1968, Blaðsíða 3
MORGIJNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. JÚNÍ 1968
3
Jón Aubuns dómpróf.:
Veizlugestir
„ — ég segi yður, að enginn
af mönnuna þeim, er boðnir voru
skal smakka kveldmáltíð mína“.
Svo lýkur einu þeirra guð-
spjalla, sem kirkjan aetlast til að
kristnir menn hugleiði á þessum
sunniudegi.
Alvarleg orð. Öllum hafði ver
ið boðið til brúðkaups, en allir
boðsgestirnir reynzt óverðugir
veizlunnar.
Alvarleg orð.
Siðakröfur Krists eru strang-
ar. Þær geta ekki dulizt, og þær
láta naumast þann mann í friði,
sem hefir kynnzt þeim4
Hallfreður vandræðaskáld
Ihafði ekki annað en jrfirborðs-
þekkingu á kristnum dómi, en
nægilega mikla til þess, að hann
tók að ókyrrast, þegar hann
vissi dauðann framundan. Þá
minntist hann gamalla yfirsjóna,
löngu drýgðra synda. Ungur
hafði hann verið „harðr í
tungu“, verið níðskældinn og
notað skáldskapargáfuna, guðs-
gjöfina, illa. Hann minnist þess
með eftirsjá, þegar hann finnur
dauðann nálgast, og þá verður
brennandi löngun hans sú:
„Senn ef sálu minni — sorglaus
vissak borgit".
Hver er sá, að sorglaus viti
sál sinni borgið?
Þeir sem það telja sig vita,
munu álíta óvissu um það í
hæsta máta ókristilega, en hitt
aftur á móti óbrigðult merki
sannkristins manns, að eiga ör-
ugga hjálpræðisvissu, örugga
vissu um sáluhjálp og sælu ann-
ars heims.
Víst er sú vissa eiginleg þeim,
sem treystir Guði og fyrirgef-
andi kærleika hans. Og þó get
ur þessi vissa lent á þeim villi-
götum, að verða svæfill léttúð-
ugra og hún getur alið á trú-
hroka óg ddímsýki.
Gegn því geyma guðspjöllin
augljós ummæli Jesú.
Hann beindi alvarlegum við-
vörunum ti'l hinna sjálfumglöðu
Gyðinga, sem töldu sig eftirlæt-
isbörn Drottins og hans útvalda
lýð. Hann ógnaði þeim með því.
að á dómsins mikla degi yrðu
þeir að þola þá raun, að vera
reknir út úr veizlusalnum og
sjá aðra menn koma frá austri
og vestri og vera boðna vel-
komna þar, — og menn sem
þeir höfðu sízt átt von á að sjá
í veizlusalnum.
Auðvitað tóku sanntrúað-
ir Gyðingar ekki nokkurt mark
á orðum þessa róttæka Nas-
area, sem virtist stundum gera
sér leik að því að ganga fram af
þeim og hneyksla guðsbörnin
góðu!
En Jesú var alyara. Hann
vildi ekki svipta menn vissu um
hjálpræði. En hann vildi kenna
mönnum auðmýkt.
Sigurður Breiðfjörð var vafa
laust breiskur maður. En honum
var ekki varnað þess að segja
vængjuð orð, og jafnvel langt
fram yfir það, sem „listaskáld-
ið góða“ vildi unna honum sann
mælis um.
Hann heyrði prestana tala
borginmannlega um hjálpræðis-
vissu trúaðra og velja þeim
sæti í veizlusalnum en öðrum
annan og lakari sess. Þá varð
honum að orði:
Prestar hinum heimi frá
hulda dóma segja.
Skyldu þeim ekki bregða í
brá
blessuðum, nær þeir deyja?
Þessi vísa varð óðara á hvers
manns vörum, ekki vegna sér-
stakrar snilldar, heldur vegna
þess að alþýðan í landinu var
minnug á þaú orð Jesú, að var-
lega muni að slá sem fæstu
föstu um það, hverjir muni
hljóta sæti við veizluborð hins
mikla herra í ríki himnanna.
Eigum við þá að vera í óvissu
um þetta allt? Er hjálpræðis-
vissa kristins manns ekki annað
en blekking?
Vissulega ekki. En hér eru fá-
ar fu'llyrðingar betri en margar.
Og sennilega er of lítil hjálp-
ræðisvissa betri en of mikil.
f bæninni, sem tónuð er í
kirkjum okkar í messulok alla
sunnudaga, að kalla, frá hvíta-
sunnu til jólaföstu, segir, að
Guð vilji að allir menn verði
hólpnir.
Mun Guð bíða ósigur? Mun
ekki vi'lji hans að lokum ná að
ganga fram, þótt margt verði til
þess að tefja framgang hans
vegna viljafrelsis mannsins?
Hann á fleiri leiðir með manns
sálina en við vitum, ég og þú.
EFTIR EINAR SIGURÐSSON
Aflabrögð í vor.
Það þar,f ekki að kvarta yfir
aflabrögðunum í vor. Sama er,
hvaða veiðarfæri hefur verið
látið í sjó, alltaf hefur fengizt
sæmlegur afli. Mest hefur kveð-
ið að togveiðum. Það eru alltaf
fleiri og fleiri, sem stunda veiðar
með botnvörpu, þegar undan er
skilinn samdráttur í útgerð tog-
aranna. Smærri ibátar, sem hafa
stundað dragnótaveiðar, eru nú
flestir komnir með troll. Og nú
fjölgar stöðugt svo nefndu síld-
arlbátunum, sem stunda þessar
veiðar.. Segja m.á, að meginhlut-
inn af þeim fiski, sem nú aflast,
sé veiddur í botnvörpu. Línu-
og handfæraveiðar eru að vísu
mokkuð stundaðar, en það er al-
veg hverfandi borið saman við
trollið. Línuveiði við Grænland
er mjög merkileg nýjung.
Togararnir hafa ýmist verið á
heimamiðum eða við Grænland
og aflað vel á báðum stöðunum.
Þeir hafa verið að koma með 3/4
farms og það upp í fullfermi.
Þorskurinn, sem veiðzt hefur við
Grænland, hefur verið smár og
raunar karfinn líka. En svo hef-
ur karfi veiðzt hér vel á heima-
miðum. Annars hafa skipin lagt
sig meira eftir þorski en karfa,
vegna þess hve óhagstætt er að
vinna hann: Nú eftir að maðka-
tíminn er byrjaður og ekki leng-
u,r hægt að hengja upp, eru helzt
allar bjargir bannaðar nema
karfaveiðar, ef landa á fiskinum
heima. Sumir hafa tekið það ráð
að stunda eingöngu veiðar fyrir
erlendan markað, og hefur það
eru þar taldar einhverjar beztu
uppeldisstöðvar þorsksins hér
við land. Einhver afkastamesta
verstöðin fyrir norðan fyrir utan
Akureyri, sem fæst aðallega við
verkun afla eigin togara, er Húsa
vík. Bátaútgerð er þar rnikil og
með myndarbrag og fiskverkun
í bezta lagi.
Vestfirðir hafa líka sína sögu
að segja í aflabrögðum og fisk-
verkun. Langmest kveður þar að
handfæraveiðum á vorin og fram
eftir öllu sumri. Afli hefur ver-
ið þar alveg sæmilegur í vor.
Togbátar og handfæraveiðarar
frá Reykjavík og Hafnarfirði
hafa sótt suður fyrir land og
lagt mikið upp í Grindavík. Þeir
hafa aflað vel, eftir því sem
gerist um þetta leiti. Flestir
Keflavíkunbátar stunda humar-
veiðar og hafa aflað vel við Eld-
ey, en humarinn gekk seint í vor
og er ekki enn genginn á mið
Vestmannaeyinga, hvorki heima-
mið né austur í bugtum, þar
sem veiðzt hefur sérstaklega
stór og góður humar undanfarin
ár.
Snæfellsnesingar hafa heldur
ekki látið sitt eftir liggja í dag
að draga sig eftir björginni. Þar
er útgerð í fullum gangi, eftir
því sem um er að gera. Einna
minnst hefur kveðið að útgerð
fyrir austan, enda isinn verið
þar lengst til ama. Höfn í Horna
firði er sú bá'taverstöð, sem lang
mest kveður að með vor- og sum
arveiðar. í hinum verstöðvunum
á Austurland snýst allt eða svo
til allt um síldina, eftir að fram
á kemur. Það er erfitt tveimur
herrum að þjóna, svo að vel sé.
Síldveiðamar.
Það er efst í hugum margra
þessa stundina, hvort sild muni
nú veiðas't í sumar og hvar. Norð
menn er.u fyrir nokkru byrjaðir
að veiða síld á norðurslóðum og
hafa bátarnir komið þaðan drekk
hlaðnir af síld. Norðmenn eiga
nú orðið stór síldarskip og af-
kastamikil. Þar er ekkert övana-
legt, að skip komi með 560 og
600 lestir. Hér eru síldarskip,
sem bera 300 lestir, talin stór.
Það verður garnan að sjá tilþrif-
in hjá „Víking“ í sumar, em ætti
að geta komið með 1000 lestir í
einni veiðiferð. Ef lánið er með,
getur þessi tilraun valdið bylt-
ingu í síldveiðum á íslandi.
Hér er verið að þrefa allt vor-
ið um kjör og verðlag á síld-
inni, og enginn fæst um, þótt
síldarskipin liggi hér aðgerðar-
laus mánuðum saman, á meðan
landið er að sálast úr gjaldeyris-
skorti. Nokkrir af fremstu síld-
arskipstjórum hafa fullyrt við
þann, er þetta ritar, að síld ætti
að vera hægt að byrja að veiða
með maíbyrjun við Jan Mayen
Og Bjarnarey.
Það sem hér hefur meðal ann-
ars áhrif er óttinn við, að lágt
sildarverð á vori kunni að valda
hörðum deilum. Hér á að fara
sömu leið og Norðmenn og Fær-
eyingar fara, að ákveða verðið
á síldinni eftir fitu hennar
hverju sinni, en ekki láta flot-
ann liggja aðgerðarlausan mest
af þessum sö'kum. Nú er hátt
verð á mjöli, Norðmenn halda
því í 18/9 eggjahvítueiningunni,
og þótt lýsið sé í lágu verði,
40—42 sterlingspund lestin, og
verulegt magn af lýsi óselt frá
fyrra ári, má ekki setja það fyr-
ir sig. Lýsi og mjöl, sem fæst
úr síldinni, skiptist oft til helm-
inga 18—20% af hvoru. Svo ef
gott verð er á mijölinu, getur
það bætt mikið upp lágt síldar-
verð. Frá sjónarmiða heildarinn-
ar er það því mikið hagsmuna-
mál, að síldveiðar geti hafizt
strax á vorin, þegar rnenn eru
til búnir, en þurfi hvonki að bíða
eftir samningum um síldarverð
eða kjör sjómanna í marga mán-
uði. Það á að semja um öll kjör
á flotanum einu sinni á ári, helzt
um áramót, og svo að vera vinnu
friður úr því. Það opinbera þarf
að hvetja til sem mestrar fram-
leiðslu, ekki sízt á tímum þreng-
inga eins og nú o.g láta einskis
ófreistað til að sem minnst
snurða hlaupi á þráðinn.
UMFERÐARNEFND
REYKJAViKUR
LÖGREGLAN 1
REYKJAViK
Bjóðið ekki kættunni keim
ÁÐUR en okumaður leggur upp
í langferð, verður hann að ganga
úr skugga um, að öll öryggis-
tæki bifreiðar hans séu í full-
komnu lagi. Það er ekki síður
nauðsynlegt, að bifreiðin sé í
lagi, þegar ekið er í þéttbýli, en
reynslan er sú, að við akstur á
misijöfnum þjóðvegum okkar, er
meiri hætta á óhöppum, töfum
og jafnvel slysum, ef öryggis-
tæki bifreiðarinnar eru efcki 'í
fullkomnu lagi við upphaf ferð-
arnnar.
Það fyrsta, sem ökumanni ber
að athuga áður en hann leggur í
langferð, er að hemlar og stýris-
verk bifreiðarinnar séu i full-
komnu lagi. Ekki nokkur öku-
maður ætti að leggja bifreið
sinni í langferð ef hemlar henn-
ar eru misjafnir, þannig að hætt
er við, að hún snúist við heml-
un. Heldur ekki, ef stíga þarf
oft á hemilinn til að hernlun
verði eðlileg.
Ef stýrisverk bifreiðar er það
slitið, að óeðlilegt „hlaup*1 sé í
þvi, eða ef stillingu stýrisverks-
ins sé þannig háttað, að bifreið-
in rási, ættu öfcumenn ekfci að
hætta á langferð meðan tæki bif-
reiðarinnar hafa ekki verið lag-
færð.
Þá ber að minna ökumenn á
þá staðreynd, að mörg alvarleg
slys hafa hlotizt af því, að öku-
menn hafa verið að spara sér
hjólbarðakaup fram á síðustu
stundu. Stórhættulegt er að aka
á sléttum, margviðgerðum hjól-
börðum, enda mjög hætt við, er
ekið er á misjafnlega góðum
þjóðvegum, að hjólbarði springi
skyndilega, en við það getur öku
maður auðveldlega misst stjórn
á ökutæki sínu. Góðir, mynztr-
aðir hjólbarðar með hæfilegum
loftþrýstingi geta sparað öku-
manni óhemju fyrirhöfn og ó-
þægindi, og jafnvel forðað hon-
um og farþegum hans frá mifclu
fjárhagslegu og líkamlegu tjóni.
Ekkí er síður nauðsynlegt áð
ganga úr skugga um að högg-
deyfar eða „demparar‘‘ bifreið-
arinnar séu í lagi, því að oft get-
ur reynzt mjög erfitt að halda
góðri stjórn á ’bifreiðinn á hol-
óttum vegi og í beygjum, ef þeir
eru farnir að gefa sig.
í umferðarlögum um gerð og
búnað ökutækja segir: „Sér-
hvert ökutæki skal svo gert og
haldið þannig við, að af notfcun
þess leiði hvorki óþarfa hættu
né óþægind, þar með talinn
hávaði, reykur eða óþefur eða
hætta á skemmdum á vegi.
Eigandi eða umráðamaður ber
ábyrgð á, að ökutæki sé í lög-
mætu ástandi. Sérstaklega skal
þess gætt, að stjórntæki og heml •
ar verki vei ©g örugglega og að
skráningarmerki og merkjatæki
séu í lagi“.
gefið sæmileg raun. Sölur hafa
ekki verið sem verstar í vor og
framan af ágætar. En nú geta
farið að koma svo miklir hitar
úti, að bezti fiskur getur legið
óseldur á markaðinum.
Langmest kveður að togveið-
um báta við Vestmannaeyjar.
Eru þeir af öllum stærðum, frá
2*5 lestum og upp í 250 lestir og
þaðan af stærri. Frystihúsin í
Eyjum hafa vart framleitt minna
en 10—15 milljón króna útflutn-
ingsverðmæti á viku í vor að
meðaltali. Góð búbót það í gjald
eyrishallærinu og það á tíma,
sem mikið af flotanum liggur
aðgerðarlaus í höfn og er nánast
talið utan vertíðar.
En það er víðar en í Eyjum,
sem myndarlega hefur verið tek-
ið til hendinni við öflun og verk-
un sjávarafurða. Mokafli hefur
verið í troll fyrir Norðurlandi,
og hafa bátar sótt þangað héðan
að sunnan. Hefur fiskurinn verið
friðaður fyrir norðan í vetur og
fram eftir öllu vori vegna íssins.
En fiskurinn, sem veiðist fyrir
norðan, er smár að vanda, enda
Ítalíuferðir
ítalska blómaströndin - London
brottf. 26. júlí og 9. ágúst.
kóm - Sorrento - London
brott. 16. ág. og 30. ág.
Ferð/n, sem fólk treystir
Ferð/n, sem fólk nýtur
Ferð/n, sem tryggir yður
mest fyrir peningana er
Spánarferðir
Verð frá kr. 10.900.- með söluskatti
LLoret de Mar - skemmtilegasti
baðstaður Spánar ■:■ 4 dagar London
brottf. 18. júní (fullt), 26. júlí, 9. ágúst (fullt),
16. ágúst, 2.3. ágúst, 30. ágúst, 6. sept., 13. sept.
Grikkland - London brottf. 13. sept.
Skandinavía - Skotland brottf. 16. júií.
Mið-Evrópuferðin vinsœla brottf. 3. ág.
FERÐASKRIFSTOFAN
Dragið ekki að panta
ÚTSÝN
ÚTSÝNARF ERÐ
Austurstræti 17
Sími 2010023510.