Morgunblaðið - 23.06.1968, Blaðsíða 1
56
SÍÐUR (TVÖ BLÖÐ)
Ráðherrafundur Atlantshafs-
bandalagsins hefst á morgun
Stórveldafundur Reykjavík í dag
vegna Þýzkalandsmdlanna
Brosio og nokkrir ráðherranna komu
í gœr — aðrir koma í dag
RÁÐHERRAFUNDUR At- og þær athuganir á starfsemi
lantshafsbandalagsins hefst í Þess> sem fyigt hafa í kjölfar
Reykjavík á morgun, mánu-
dag, og lýkur á þriðjudag.
Fundinn sitja utanríkisráð-
herrar 11 aðildarríkja handa-
lagsins, en þeir fjórir ráð-
herrar sem ekki geta sótt
fundinn sjálfir, senda fulltrúa
í sinn stað. í dag munu utan-
ríkisráðherrar Bandaríkj-
anna, Bretlands, Vestur-
Þýzkalands og fastafulltrúi
Frakka hjá bandalaginu hitt-
ast til að ræða ástandið, sem
skapazt hefur vegna þróunar
Þýzkalandsmálanna síðustu
daga.
Ráðherrafundurinn verður sett
ur með viðhöfn í Háskólabíó kl.
10 árdegis á mánudag. Þar munu
flytja ávörp þeir Bjarni Bene-
diktsson, forsætisráðherra, Willy
Brandt, forseti Atlantshafsráðs-
in.s, og Manlio Brosio, fram-
kvæmdastjóri bandalagsins.
Fundur ráðherranna munu síð
an hefjast í hátíðasal Háskóla
íslands. I háskólanum er einnig
aðsetur sendinefnda hinna ein-
stöku aðildarríkja bandalagsins.
í Hagaskólanum er blaða og upp
lýsingamiðstöð.
Helztu viðfangsefni ráðherra-
fundarins verða m.a. framtíðar-
hlutverk Atlantshafsbandalagsins
vafalaust einbeita sér að Þýzka-
landsvandamálunum.
Áætlað er, að á fjórða hundr-
að manns komi til landsins vegna
ráðherrafundarins, þar af um
100 blaðamenn og sjónvarps-
Kl. 10 mínútur yfir tvö lenti
Gullfaxi á Keflavíkurflugvelli
með Brosio, framkvæmdastjóra
Nato, frú hans og 102 aðra af
fastafulltrúum meðlimaríkjanna
og starfslið úr aðalstöðvunum,
sem munu starfa hér á ráðherra
fundinum. Fimm af fastafulltrú-
um Natolandanna komu með
flugvélinni, þeir Campell frá
Kanada, Greve frá Þýzkalandi,
Ferrariis frá Ítalíu, Sterche frá
Belgíu, Boon frá Hollandi, Krist-
iansen frá Noregi og auk þess
frú Hjorth-Nielsen frá Dan-
mörku og Lady Burrow frá Bret
landi. Voru ræðismenn viðkom-
andi landa mættir á flugvellin-
um, ásamt móttökuliði frá utan-
ríkisráðuneytinu. Niels P. Sig-
urðsson, fastafulltrúi Islands hjá
Nato og frú hans tóku á móti
gestunum, ásamt Páli Ásgeiri
Tryggvasyni deildarstjóra og
Höllu Bergs fulltrúa frá utanrík
isráðuneytinu og auk þeirra
Stone aðmíráll o.fl.
Mikið rok var á flugvellinum
er flugvélin lenti. Fréttamaður
Mbl. náði snöggvast tali af Man-
lio Brosio er hann steig út úr
flugvélinni.
Spurður um hver yrðu aðalvið
fangsefni ráðherrafundarins í
Reykjavík, svaraði Brosio: — Að
venju verður ástand heimsmál-
anna rætt, og menn gera sér
grein fyrir hvernig hin ýmsu
mál standa. Þá býst ég við að ráð
herrarnir fái yfirlit og skýrslur
um störf stofnunarinnar og af-
greiðslu mála síðan í desember.
Þá verða rædd framtíðarverkefni
NATO, með tilliti til ástandsins
og samskipta Vesturs og Austurs,
Framhald á bls. 26
Brosio ræðir við fréttamenn á Keflavíkurflugvelli
ISTUTTU MALI
4Uinnar svonefndu Harmel-skýrslu
Þá ræða ráðherrarnir ástandið i
alþjóðamálum og munu þeir
menn. Síðdegis í dag mun Man-
lio Brosio eiga fund með blaða-
mönnum.
Þingkosningar i
Frakklandi í dag
Skobanakannanir benda til fylgis-
aukningar fyrir gaullista
París, 22. júní NTB.
SÍÐUSTU skoðanakannanir í
Frakklandi benda til þess, að
gaullistar muni auka fylgi sitt
en Vinstra bandalagið tapa fylgi
í þingkosningum þeim, sem fram
fara í Frakklandi á morgun,
sunnudag.
Samkvæmt síðustu skoðana-
könnuninni, sem franska skoð-
anakannanastofnunin lét fram
fara, sögðu 41% aðspurðra, að
þeir myndu greiða frambjó'ðend-
um gaullista atkvæði sitt. Við
síðustu þingkosningar í Frakk-
landi fengu gaullistar 37.75% at-
kvæða.
Um 16% kváðust myndu kjósa
frambjóðendur Vinstri banda-
lagsins (18.79% 1967) og 21%
söðust hlynntir kommúnista-
flokknum, sem fékk 22,46%
greidra atkvæða 1967.
Samkvæmt skoðanakönnuninni
mun Miðflókkurinn einnig tapa
fylgi. Sögðust 11,5% myndu
greiða þesum flokki atkvæ'ði, en
hann fékk 12,79% atkvæða 1967.
Kaupmannahöfn, 22. júní NTB.
• GREIÐSLUJÖFNUÐUR Dana
við útlönd var óhagstæður á
fyrsta ársfjórðungi 1968, sem
nam 325 milljónum danskra kr.
Á sama tímabili síðasta árs var
greiðsluj öf nuðurinn óhagstæður
um 680 milljónir d. kr.
Samkvæmt skýrslum á þessi
munur rót að rekja til þess að
innflutningur hefur minnkað frá
síðasta ári, var á tímabilinu 180
milljón kr. minni en 1967 og
jafnframt hafa tekjur af sigling-
um, ferðamönnum og trygginga-
starfsemi aukizt verulega.
Berlín, 22. júní NTB.
• 18. kvikmyndahátíðin í Vest-
ur-Berlin hófst í gær, föstudag,
með lokaðri sýningu fyrir gesti.
Á hátíðinni, sem stendur vænt-
anlega yfir í tvær vikur verða
sýndar 42 kvikmyndir frá 27
löndum. Júgóslavía er hið eina
A-Evrópuríkjanna, sem á myndir
á hátíðinni.
Niels P. Sigurðsson, fastafull trúi íslands, tekur á móti Brosio, framkvæmdastjóra NATO og frú hans.
Ljósm.: Ol. K. M.