Morgunblaðið - 23.06.1968, Blaðsíða 12
12
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. JÚNÍ 1908
Spádómar J eane Dixon
— Hefði Robert Kennedy breytt lífsskoðun sinni,
væri bann enn á meðal okkar — Frú Coretta King
mun ganga fram fyrir skjöldu — Johnson á bjarta
framtíð í vændum — Flokkstengsl munu ekki ráða
úrslitum í forsetakosningum í IISA
Spár mínar fyrir þennan hluta
ársins 1968 valda mér ósegjan-
Iegri þreytu, en eins og ég hef
tekið fram áður, þá eru sýnir
mínar eins konar opinberun: op-
i •berun er vilji guðs, sem ekk-
ert fær breytt.
Skynjun mín um morðið á
John Kennedy forseta var op-
inberun. Þeir straumar sem bár-
ust mér varðandi tilræðið við
Robert Kennedy, öldungardeild-
arþingmann áttu ekkert skylt
við opinberun. Það var um að
ræða yfirnáttúrulega fjarskynj-
un. Það var ekki vilji guðs, að
Robert Kennedy dæi, held-
ur vilji mannshugans. Bobby
hefði getað breytt lífi sínu og
hann væri þá enn á meðal okk-
ar. Þar af leiðandi eru þessi tvö
mál forsetans Kennedys og öld-
ungardeildarþingmannsins Kenn
edy, öldungadeildarþingmann?
dagur og nótt.
Og hvað um Edward Kenn-
edy, öldungardeildarþingmann?
Öllum tiltækum meðulum verð-
ur beitt til að fá hann í fram-
boð fyrir demókrata, annað
hvort sem varaforsetaefni eða
forsetaefni. Ef hann lætur ekki
fólk umhverfis knýja sig um of
og leggur allt í vald guðs, get-
ur hann lengt líf sitt.
Kosningarnar: demókratar.
í allri þjóðarsögu okkar hafa
væntanlegar - kosningar aldrei
verið reistar á avo ótraustum
grunni.
Fylgjandi þeirri gullvægu
reglu stjórnmálanna, að sá for-
seti, sem sitendur sig vel á einu
kjörtímabili eigi rétt á að sitja
annað kjörtímabil, dró Johnson
forseti sig út úr baráttunni. Dem
ókratar voru sameinaðir í af-
stöðu sinni til þessa máls, þar
með var talinn Robert Kenn-
edy.
Hvað gerðist síðan er á al-
mannavitorði. Eugene McCarthy
öldungardeildarþingmaður og
Robert Kennedy öldungardeild-
arþingmaður tóku að berjast um
hylli fólksins. Humphrey vara-
forseti, studdur af Hvíta húsinu
og styrk þess, lagði upp í ferð-
ir til höfuðborga ríkjanna, þar
sem aðalstuðnings var að vænta
fyrir þingið í ágúst.
Unnið verður að því að fá
Johnson til að gefa kost á sér
til endurkjörs. Úr því verður
ekki.
Enn einn demókrati George
Wallace, fyrv. xíkisstjóri hefur
stofnað þriðja flokkinn undir
kjörorðinu að lög og regla skuli
ríkja í landinu. Hætt er við að
ganga hinna snauðu og funda-
höld þeirra í Washington geti
komið af stað hörmulegum kyn-
þáttaóeirðum, meiri skemmdar-
verkum, meiri manndrápum. Það
eir mikilsvert að kjósendur búi
við kyrrð og öryggi og verði
svo ekki, má búast við að Ge-
orge Wallace muni draga til sín
talsverðan fjölda atkvæða.
Kosningarnar: repúblikanar
Erfiðasta raunin verður að úti
loka Nelson Rockefeller, ríkis-
stjóra og margir leggja sig mjög
fram um að koma í veg^ fyrir,
að honum miði áleiðis. í loka
sprettinum munu fjármunir
skipta meginmáli.
Ef stjórnmálaástandið verður
rólegt, geta allir spáð um úr-
slitin. En ég hef fundið strauma
um, að margt getur gerzt á þess-
um vettvangi og að ýmsir eiga
eftiir að verða undrandi og
þrumu lostnir. Og ekki að ófyr-
irsynju eða ósekju.
Kynþáttamálin Bandaríkjanna
Samtök þau, sem dr. Martin
Luther King hafði forgöngu um
að stofna eiga nú erfitt upp-
dráttar og sr. Abernathy mun
verða bolað úr samtökunum.
Hugsjónum dr. Kings og diraum
um miun verða kollvarpað fyrÍT
tifliverknað hinna snauðu og að-
gerðum þeirra í Waslhington.
Ég sé mikið umrót sem mun
ekki bæta ástandið. Stríðsæs-
inigamienn og svertingjar, sem
hafa espasit upp vi'ð morðiið á
dr. King mnnu valda enn meiri
ringulreið. Sannir föðurlandisrvin-
ir og friðaxelísiklendiur inna-n
hreyfingarinnar fiá engu áorikað
meðan áhrifavald erlends stór-
veldis heldur borgararéttinda-
málunum og göngu snauðra í
járngreip sinni.
Ég fæ sýn um að ekkja dr.
Martin Luther Kings muni sýna
viðleitni til að taka þátt í stjórn-
málabaráttu í anda endurborinn
ar Jóhönnu af Örkinni. Yanmet-
ið hana ekki. Hún býr yfir sterk
um persónulegum eiginleikum.
sem gera hana vel hæfa til leið-
toga. Ég fæ greinilega vitrun
um að Rockefeller, ríkisatjóri sé
með áætlanir í huga, sem muni
hafia áhrif á hana og gleðja
hana.
Frú King mun berjast hug-
rökk og óttalaus fyrir málstað-
inn, en þrákelknisleg einbeitni
hennar í einhverju atriði getu-r
komið henni í ótvíræðan vanda.
Hún getur bakað sér óvináttu
voldugra afla með því að tjá
skoðanir sínar of hreinskiln-
islega. Ég sé, að mikil hætta
steðjar að henni. Frú King verð-
ur að sýna ítrustu gætni.
Stúdenta- og verkamannaóeirðir
í marga mánuði hef ég sagt
að kommúnistar stæðu að baki
allri skipulagningu slíkra óeirða
og munu enn reyna að kynda
á lævíslegan hátt til andstöðu.
undir ófriðarbálinu. Ég sé mann
ferðast milli höfuðborga og æsa
Nafn hans byrjar á „Demi-“ og
hann er rússneskur. Hann ber
að verulegu leyti ábyrgðina á
þeim stúdentaóiierðum, sem orð-
ið hafa.
Kanada.
Hinn nýi forsæitisráðherra
Kanada, á mikla framtíð fyrir
sér. Hann gæti orðið alheims-
leiðtogi og vinsældir hans gætu
orðið svipaðar og John F.
Kennedys. Hann verður æsk
á lævíslegan hátt til andstöðu
unni tákn og hyatning, en Kan-
ada gæti lenit í hringiðu mik-
illa átaka og hættu, ef hann
heldur fast við núverandi stefnu
... hinn frjálsi heimuir verður
að sýna varúð.
Styrjöldin í Vietnam og Norður
Kórea.
Pueblomálið er enn óleyst og
er jafnalvarlegt nú og það var í
upphafi. Eina leiðin til að forða
hörmulegri heimsstyrjöld er að
semja frið við Rússa með sem
beztum skilmálum. Bandaríska
utanríkisráðuneytið verður í
mjög erfiðri samningsaðstöðu þar
til leiðtogar þess gera sér grein
fyrir hverjir það eru sem stjórna
stríðinu í Vietnam og aðgerðum
N-Kóreumanna. Rússar eru
skipulagsheilinn bak við kyn-
þáttaóeirðir svo og skoðanir og
viðbrögð margra stúdenta okk-
ar og reyna þannig að kljúfa
og ota sínu fram.
Ég hef nú í mörg ár séðhörmu
legar sýnir dauða og eyðilegg-
ingar þrátt fyrir sífellda bjart-
sýni ráðamanna okkar. Það er
ekkert lát að sjá á þessu. Horf-
ur á varanlegum friði eru litl-
ar nú og sé æ meira manntjón
þrátt fyrir fullyrðingar um að
við séum að sigri komin. Ég tala
um N-Vietnam og N-Kóreu . s
í einu því, að þau eru ein-
heild. Ég sé söomu mennina halda
örlagasprota þeirra og það eru
yfirmennirnir í Moskvu sem
nota þau -4 hátt og hnefa-
leikamaður beinir þungum högg-
um. Álagið á okkur frá Kóreu
mun aukast til muna meðan at-
hyglin beinist að friðarviðræð-
unum í París. Pueblo og áhöfn
hans, sem hefur verið hörmulega
heilaþvegin, er aðeins lítill hluti
vandamálanna. Ég held að dipló
matar okkar beini athygli sinni
ekki í rétta átt og geti því ekki
leyst þessi vandamál. Við verð-
um að byggja vonir okkar á S-
Víetnam og S-Kóreu.
Kjarnorkukafbáturinn Scorpion
Alvarlegasta atvikiö í sam-
bandi við öryggismál þjóðarinn-
ar átti sér stað í sl. mánuði, er
Kafbáturinn Scorpion hvarf. Ég
hef séð þrjá slíka kafbáta hverfa
á sama hátt. Fyrir tveimur og
hálfu ári varaði ég ráðamenn
okkar við kafbáti himingeim-
anna. Ég lýsti þessu tæki sem
kafbáti himingeimanna, sem út-
búið væri mörgum tundurskeyta
opum, sem hægt væri að skjóta
úr á margar bandarískar borgir
samtímis. Bandarísk yfirvöld
sögðu, að þetta væru gervihnett-
ir, sem útbúnir væru margvöld-
um kjarnaoddum er stjórnað
væri af rafeindaheilum., sem
gæti skotið þeim öllum samtím
is og á mismunandi skotmörk. Ég
sá og vissi að við yrðum að
smíða slíkt vopn sjálf, en enn
hefur ekkert verið gert í því. Ég
vil nú aftur vara þjóð okkar í
sambandi við sjóherinn, sem
dregst óðfluga aftur úr Rússum
eins og í þessu tilviki.
Ég sá kjarnaoddana skilja eft-
ir sig slóð rafeindaagna, þetta
var síðar skýrt sem jónagöng í
himingeimnum. Meðan við vor-
um að rannsaka slík jónagöng
beindu önnur rí'ki athygli sinni
að svipuðum göngum í vatni.
Mér skilst að allar vélar og þá
sérstaklega kjarnorkuvélar
Skilji eftir sig löng jónagöng í
kjölfar sínu sem greina megi í
langan tíma. Ég sá Scorpion og
langa glóandi slóð afturúr hon-
um. Ég sá líka einhvern geig-
vænlegan skapning rísa upp úr
djúpi hafsins. Þessi skapningur
þræddi slóðina í kjölfar kaf-
bátsins, unz það náði honum
og afleiðingarnar voru hörmu-
legar.
Það virtist líka vera annar
kafbátur i spilinu (ekki okkar),
sem truflaði leitina að Scorpion
með fölskum sendimerkjum. Ég
sá kafbát þennan greinilega og
hann var að gera tilraunir með
nýja tækni til að trufla varn-
arkerfi kafbáta okkar og síðar
að eyðileggja eldflaugnaskot-
stöðvar okkar.
í stuttu máli.
Ég fæ margar hugskynjanir
um ýmis öfl sem edu að', verkji.
Þið munið kannski, að í janúar
s.l. spáði ég að Jackueline Kenn-
edy myndi ekki giftast aftur í
bráð, þó að ýmsir væru að velja
brúðarkjólinn fyrir brúðkaup
hennar og Harlocks lávarðar.
Það er enn langt í það brúð-
kaup.
Skynjanir mínar segja mér, að
framtíð Johnsons forseta sé nú
miklu bjartari. Hann mun sem
aldraður ríkisleiðt'ogi geta sér
góðan orðstír, jafruvel enn betri
en í forsetatíð sinni. Hann mun
eignast mörg barnabörn.
Kúba er enn stökkpallur
Rússa til S-Ameríku, en dagar
Kastrós munu senn • taldir og
hann mun hverfa aif sjónarsvið-
inu. Það eru eldflaugar á Kúbu,
sem geymdar eru undir skóla-
byggingum svo að Bandaríkja-
menn reyni ekki að eyða þeim.
Efnahagur okkar verður á-
fram traustur, en ég skynja æ
sterkar að gengi dollarans verði
fellt.
Kennedyvélin mun ekki
brotna saman og eftir að endur-
skipulagningunni lýkur og af-
staðan hefur verið endurskoðuð
mun staða þeirra enn standa á
traustum grunni
Að lokum
Ég sé reiði og andspyrnu ólga
meðal bandarísku þjóðarinnar.
Þjóðin leitar nýs leiðtoga sem
hefur til að bera hugrekki
styrk, framkvæmdavilja og skýr
an hug og sem mun bera frið-
arkyndilinn hátt, svo að þjóðir
heims geti sameinast um hann.
Þessi leiðtogi er við það að kom-
ast fram á sjónarsviðið og hann
mun settur til forystu banda-
rísku þjóðarinnar.
Flokkatengsl munu ekki ráða
svo mjög um úrslit forsetakosn-
inganna í nóvember nk. Fólkið
mun ekki kjósa þann frambjóð-
anda er mestu lofar. Það leitar
nú bandarískra ímyndar Win-
ston Churchills, sem mun með
fordæmi veita okkur aukið
traust og hugrekki til að standa
óhrædd saman. Þjóðin verður
undir hans leiðslu að tileinka sér
raunhæfa hugsuns og skilja lög
Guðs, til þess að hún geti lifað
nytsömu lífi sem þjóð og sem
einstaklingar. Næsti forseti
Bandaríkjanna mun í anda trú-
ar sinnar á skaparann leiða þjóð
ina til nýrra tíma, tíma hollustu
og festu, vaxtar og álits.
Janúarspádómar Jeane Dixons
koma fram.
í spádómum Jeane Dixson, sem
birtir voru í janúar sl. sagði frú
Dixon að Robert Kennedy ætti
enga möguleika á að hljóta út-
nefningu sem forsetaefni Demó-
krataflokksins. „Ég sé dökkt
ský umhverfis Kennedy öldunga
deildarþingmann, sem strengir
teygjast afturúr. Það virðist sem
guðleg öfl vilji ekki leyfa ljós-
geislanum að brjótast í gegn. Ég
sé furðulegar breytingar og á-
kvarðanir umhverfis hann“.
I einkaviðræðum skýrði hún.
þetta nánar. Sagnir herma að um
miðjan janúar sl. hafi hún sagt
við veitingahússeiganda í Mai-
ami á Flórida „Bobby Kennedy
mun mæta sömu örlögum og bróð
ir hans í Júní í Kaliforníu". Við
kvöldverðarboð í Nashville 9.
janúar sagði hún við meðgesti
sína að Kennedy myndi verða
skotinn og að hann yrði aldrgi
forseti. f spádómum sínum skýrði
frú Dixon dökka skýið umhverf
is Kennedy sem hörmulegan at-
burð er átti sér stað fyrir mörg-
um árum en þjáði hann enn
mjög mikið. Enn er ekki vitað
hvort skýring hennar reynist
rétt.
Meðal annarra spádóma seg-
ist frú Dixon sjá Bandaríkin
taka þátt í friðarviðræðum um
Vietnam með vorinu. Hún sá
enga raunhæfa friðarmöguleika,
aðeins fleiri' dauðsföll. í spá-
dómum sínum í dag segir hún að
sæktist Johnson forseti eftir út-
nefningu á nýjan leik, myndi
hann fá hana. Löngu áður en
Johnson lýsti því yfir að hann
ætlaði ekki aftur í framboð hafði
frú Dixon séð mikinn stjórnmála
frama framundan hjá Hump-
hrey varaforseta. Hann hafði
-ekki mikið álit á framavonum
Romneys ríkisstjóra Michigan
og mánuði síðar hætti hann
kosningabaráttu sinni.
Fimmtán dögum áður en John
son ákvað að fara ekki aftur í
framboð sagði frú Dixon í marz
spá sinni „Eg sé að Johnson for-
seti sækist nú í fyrsta skipti eft-
ir handleiðslu Guðs fremur en
að styðjast við ráðleggingar ráð-
gjafa sinna. Ég held að þið mun-
ið öll verða vitni að stórkost-
legum breytingum hjá stjórninni
fyrir mitt sumar, sem mun breyta
örlögum margra manna. Þetta
sagði hún 17. marz, Johnson
flutti ræðu sína 1. apríl.
Frú Dixon skynjaði að óviðráð
anl'egar orsakir myndu hafa á-
hrif á líf Georges Wallace og
skömmu síðar lézt eiginkona
hans, frú Lurleen Wallace, rík-
isstjóri í Alabama og mánaðar-
hlé fylgdi í kosningabaráttu
manns hennar.
í janúar sagði hún að piltar
myndu fara að líkj'ast stúlkum
meira, og skömmu síðar kom
karlmannatízka þar sem fiestar,
hálsmen og jafnvel handtözkur
réðu ríkjum.
Aðdáendur frú Jeane Dixon
fylgjast með öðrum spám sem
hún gerði fyrir árið 1968 svo
sem þróun mála í Japan, deilur
fyrir botni Miðjarðarhafs, örlög
Ronald Reagans, sameiginlegar
aðgerðir Rússa og Bandaríkja-
manna gegn Rauða-Kína o.fl. o.
fl.
Fatabrevtingar /
J c
Tökum að okkur alls konar breytingar á karl-
mannafötum
BRAGI BRYNJÓLFSSON, klæðskeri,
Laugavegi 46 2. hæð. Sími 16929.
Múrarar - múrarar
Vantar nokkra múrara í einangrun og
geymslupússningu.
BREIÐHOLT H.F. Sími 81550.