Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurjúní 1968næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    2627282930311
    2345678
    9101112131415
    16171819202122
    23242526272829
    30123456

Morgunblaðið - 23.06.1968, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 23.06.1968, Blaðsíða 28
KSKUR Suðurlandsbraut 14 — Sími 38550 eWWSSS&n » 1 r—i r—i /^tn /tn SUNNUDAGUR 23. JUNt 1968 Verður kosninganótt - eða bíður Reykjavík mánudags AÐ undanförnu hefur verið rætt hjá þeim aðilum, sem hlut eiga að máli, hvort hefja skuli atkvæðatalningu strax að loknum forsetakosningun- um, eða hvort bíða eigi með talningu á Reykjavíkursvæð- inu unz stjálbýliskjördæmi hafa safnað saman kjörköss- um sínum. Enn hefur ekki verið tekin ákvörðun um það, hvort kosning hefst strax á mánudagsnótt hér í Reykja- 62 hvalir veiddir I GÆRMORGUN voru komnir 62 hvalir á land í hvalveiðistöðinni, og þrír voru veiddir að auki. Skiptist veiðin þannig milli teg- unda, að fjórir eru búrhvalir, en hinir langreyðar. Veiðin hefur gengið nokkuð vel það sem af er sumars, þótt seint væri hafin. vík. Það verður ákveðið í næstu viku. Þá verða einnig teknar ákvarðanir um, hvort atkvæðasöfnun í einstökum kjördæmum verður hraðað sérstaklega. Morgunblaðið átti í gær tal við ráðuneytisstjóra Dóms- og kirkjumálaráðuneytisins og for- menn yfirkjörstjórna í nokkrum kjördæmum. „Vökum og teljum ef hægt er“ f Suðurlandskjördæmi verður talið á Hvolsvelli og hefur yfir- kjörstjórn kjördæmisins þegar ákveðið á fundi að hefja taln- ingu svo fljótt sem við verður komið. „Við vökum og teljum þessa nótt, ef hægt er“, sagði for maður yfirkjörstjórnar Suður- landskjördæmis, Freymóður Þorsteinsson, í samtali við Mbl. í gær. Ragnar Steinbergsson, formað ur yfirkjörstjórnar í Norðurlands kjördæmi eystra, sagðist gera ráð fyrir að talning hæfist þar kl. 10 á mánudagsmorgun. „En ef samtök verða um að byrja taln- ingu um nóttina, munum við gera allt sem unnt er til að flýta fyrir kjörgagnasöfnun“, bætti hann við. Formaður yfirkjörstjórnar í Vestfjarðakjördæmi, Guðmundur Karlsson, sagði að kjörgögn Framhald á bls. 26 Heiðursfélagi IMorska skóg- ræktarfél. Einkaskeyti til Mbl. frá Oslo, 22. júní. I • Á landsfundi norska skóg-' ræktarfélagsins á þriðjudag ’ var Hákon Bjarnason skóg- ræktarstjóri íslands kjörinn | I heiðursmeðlimur félagsins 3 vegna einstakra starfa hans í* þágu skógræktar og frábærr- ar samvinnu við skógræktar-4 1 félag Norðmanna. Á fundin-1 um flutti Hákon fyrirlestur 1 um skógræktarmálin á íslandi^ og vakti hann mikla athygli. — Sk. Sk.j I fyrradag var lengsti dagur ársins og margir höfðu vonað að sumarið væri komið fyrir alvöru. En þegar Norðlendingar vöknuðu í gærmorgun var ekki sumarlegt út að líta. Hvítt var af snjó í sjó fram og á Akureyri var jafnfallinn 5 cm snjór. Börnin brugðu á það ráð að gera snjókerlingar í stað þess að leika að boltunum sínum. — Þessi mynd er tekin í garði á Akureyri laust fyrir hádegi í gær. (Ljósm.: Sv. P.). Kýr stóðu inni á Höfðaströnd BÆ, Höfðaströnd 22. júní: — Hér hefur verið snjókoma í nótt og var hvítt niður í sjó er menn vöknuðu í morgun. Nú er norð- an strekkingur og hiti um 1 stig. ísslangur er hér á firðinum enn og sést í ísbreiðu til hafsins. Gróður á túnum er frekar lítill, og geysimikið kal, sumsstaðar er allt áð helmingur túnanna kalinn. Bátar frá Hofsósi eru á handfærum þegar þeir komast út fyrir ísnum, en þeir þurfa að sækja austur hjá Grímsey eða allt austur að Langanesi til þess að fá fisk. í dag standa kýr inni, en annars var kominn gróður á túnum fyrir þær. — Björn. Bandarískum ferða- mönnum fækkar TALSVERT hefur borið á því, að bandarískir ferðamannahópar, sem hér hafa átt pantað gisti- husrými, hafi afturkallað pant- anir sínar, sagði Konráð Guð- mundsson, formaður sambands veitingahús- og gistihúsaeigenda í gær, er blaðið sneri sér til hans í leit að upplýsingum. Hér ræðir um á að gizka þriðj ung þeirra pantana, sem hér voru gerðar fyrir júlí og ágúst- mánuði, svo að þetta mun ekk- ert koma að sök fyrir okkur í Sögu a.m.k. — Þetta eru góðir Páll ísólfsson, tónskáld við mynd sína „Lómagnúp". •— Ljósmynd: 61. K. M. « Kjarvalsmynd í kammermúsíkstíl mánuði í hótelrekstrinum, svo að við erum alveg rólegir. Þetta er þannig til komið, að Banda- ríkin hafa hert á ferðaskatti o. þ.h. segja þegnum sínum að hollt sé einnig, að skoða sitt eigið land áður en þeir fari að ferðast út úr landinu. Frá Bretlandi fengum við ekki mjög mikið í fyrra, miklu minna, en við áttum von á og verður svipað í ár (ekki minnk- andi þó), sama er að segja um önnur lönd. En þetta gengur allt ágætlega, og ekkert er að ótt- ast. PÁLL ÍSÓLFSSON, hinn aldni meistari, er einn þeirra manna, er völdu sér mynd til sýningar á Kjarvalssýning- unni ,AHir íslendingar boðn- ir“. Mynd hans „Lómagnúp- ur‘‘ er númer 11 og blasir við á vinstri hönd er fólk gengur í salinn. Við hittum Pál í Listamannaskálanum í gær- morgun og spjölluðum við hann um stund. — Þessa -mynd gaf meistar- inn mér á fimmtugsafmæli mínu, sagði Páll. Hann kom með hana árla morguns. Ég hafði séð hana áður hjá hon- um og dásamað feg-urð henn- ar, svo að það gladdi mig mjög, er Kjarval færði mér hana. Síðan hefur hún ávallt prýtt heimili mitt mér til mik illar ánægju. — Myndin minnir einna helzt á kammermúsíks-tíl. — Skyldlei-ki málaralistar og tón listar finnst mér ótviræður. Þannig hefur Ásigrímur Jóns- son ávallt minnt mig á Moz- airt, en Kjarval minnir mig á Beethoven með sinni dirfsk-u, dýpt og litauðgi, sem einkenn ir svo mjög meistarann, Mynd in mdn — sa-gði Páll — er óviðjafnanlega fögur. Litirnir eru mildir en meitlaðir og satt bezt að segja sakna ég henn- ar meðan hún er ekki á heim ilinu. Ragnar Jónsson í Smára var mér þó svo hugulsamux — sagði Páll og bros-ti við, að hamn lánaði mér aðra Kjar- valsmynd á meðan, svo að ég hefði þó meistarann nálæg- an. Það er af9kaplega fal- leg mynd, en samt hla-kka ég til, er -myndin kemur heim að nýju. Það er einmanalegt heima þegar hún hangir ekki á sinum stað. — Myndirnar hér á sýning- unni eru hver annarri fallegri. Það er erfitt að gera -upp í milli, enda ekki við öðru að búast þegar svo mikill snill- ingur á í hlut, sagði Páll um leið og við kvöddum hann. Að ending-u viljum við minna á að Kjarvalssýningin í Listamannaskálanum er op- in dag hvern frá kl. 10—22. Fjöldf -gestanna er nú kominn yfir 20 þúsund og sýningar- skrár hafa selzt fyriT á fjórða hundrað þúsund -krónur. Að- gangur er ókeypis. Alhvítt ó Vopnaiirði VOPNAFIRÐI 22. júmí: _ 1 mongun vair alhvítf niðiur í fjönu hér í kauptúninu. f gærkvöldi byrjaði að snjóa hér í þo-rpiniu, en • undanfarna -miongna be-fur verið hvítt niður að Hofsá inn hjá Einarsstöðuim og alllt úf fyminr Þor-brandsstaði og gxánað í tún um mioxgna út í Ásibr-andisstaðii Jörgen Sigurðsison venks-tjóri vegagerðarinnax sagði mér 1 miorgun, -að hann byg-giist við, að í dag yrði þungt fæTi fyrir jeppa héðan og upp að A-usturlandís- vegi á Fjöllum. Taldi hann hætt vilð að dregið hefði í skafla í nótt. Sandvíkurheiði norður yfir tekix hann færa flestium bilium.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 130. tölublað (23.06.1968)
https://timarit.is/issue/113820

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

130. tölublað (23.06.1968)

Aðgerðir: