Morgunblaðið - 23.06.1968, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 23.06.1968, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. JÚNÍ 198« Útgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjóifur Konráð Jónsson. Ritstjórnarfulltrúi: Þorbjörn Guðmundsson. Fréttastjóri: Björn Jóhannsson. Auglýsingastjóri: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 10-100. Auglýsingar: Aðalstræti 6. Sími 22-4-80. í lausasölu: Kr. 7.00 eintakið. Áskriftargjald kr. 120.00 á mánuði innanlands. GUNNAR THORODDSEN 17'afalaust var það hyggilegÚ ’ aí stjórnmálaflokkunum að taka ákvörðun um að hafa sem slíkir ekki afskipti af for- setakosningunum, því að fólkið vill fá að velja forseta án fyrirmæla flokkstjórna. Morgunblaðið er gefið út af sjálfstæðu fyrirtæki, og þótt það styðji Sjálfstæðisflokkinn eindregið, er því í sjálfsvald sett að taka afstöðu til fram- bjóðendanna. Blaðið hefur ákveðið að lýsa yfir fyllsta stuðningi við Gunnar Thor- oddsen í kosningunum, og telur sér það bæði rétt og skylt, vegna þekkingar hans og mannkosta. í mörg ár hafa menn rætt um það, hver verða mundi næsti forseti og hefur oftast verið staðnæmzt við nafn Gunnars Thoroddsens. Þann- ig verður ekki um það deilt, að almenningur í landinu valdi Gunnar Thoroddsen forsetaefni; þar komu engir stjórnmálamenn nærri. Ástæðulaust er hér að lýsa störfum Gunnars Thorodd- sens. Þau gjörþekkja menn, og afburðahæfileikum hans kynnist almenningur nú á fundum hans, í sjónvarpi og útvarpi. Morgunblaðið hefur gefið lesendum sínum tækifæri til að fylgjast með kosningabar- áttu beggja frambjóðendanna og mun halda því áfram til kjördags, þótt það hafi með ritstjórnargrein þessari lýst sinni skoðun. NATO rrelsi, öryggi og sjálfstæði *■ þessarar litlu þjóðar byggist í ríkum mæli á því, að hún eigi samleið með þeim þjóðum, sem henni eru skyld- astar að uppruna, menningu og þjóðfélagsháttum. Við megum ekkert gera, sem veikir trú þessara þjóða og annarra lýðræðisþjóða á holl- ustu okkar við málstað lýð- ræðisins, friðar og mann- helgi. Þetta er ríkt í hugum ís- lendinga um þessar mundir, vegna ráðherrafundar Atlants hafsbandalagsins, sem við höfum þann heiður að sjá um að þessu sinni, og í tilefni fundarins gefur Morgunblað- ið út fjölbreytt aukablað um Atlantshafsbandalagið, þar sem m.a. rita greinar að ósk blaðsins helztu forvígsmenn NATO og leiðtogar allra ís- lenzku lýðræðisflokkanna. Bjarni Benediktsson, for- maður Sjálfstæðisflokksins, segir m.a.: „Við íslendingar viljum eiga vingott við allar þjóðir. En við komumst ekki hjá því fremur en önnur sjálfstæð ríki að sjá landi okkar fyrir viðhlítandi vörn- um. Sú skylda er þeim mun brýnni, sem landið hefur við núverandi aðstæður mikla hernaðarþýðingu. Svo sannað ist í seinni heimsstyrjöldinni og atburðarásin síðan hefur því miður ekki dregið úr þeirri þýðingu". Ólafur Jóhannesson, for- maður Framsóknarflokksins, segir: „Ég held, að þegar alls er gætt, hafi það verið rétt ráðið, að ísland gerðist aðili að NATO. ísland hlýtur að skipa sér í sveit með vest- rænum lýðræðisþjóðum. Því veldur fyrst og fremst lega landsins. Lífshagsmunir þjóð- arinnar eru bundnir við Norður Atlantshaf — við það, að þar ríki friður og frjálsar siglingar. Samstarf við aðrar þjóðir hlýtur að mótast af þeirri stað reynd. En auk þess á ísland eðlilega samleið með flestum bandalagsþjóðunum vegna hugsjónalegrar samstöðu og margvíslegra menningar- tengsla.“ Emil Jónsson, formaður Alþýðufloksins, segir: „Við fslendingar höfum enga mögu leika til að verja landið sjálf ir, ef á það yrði ráðist, og gæti jafnvel hvaða Jörundur hundadagakóngur sem er lagt það undir sig enn í dag, ef landið væri varnarlaust. Þátttaka okkar í Atlantshafs- bandalaginu með 14 öðrum vesturevrópskum ríkjum, þar á meðal öllum hinum hern- aðarlega sterkustu, veitir okk- ur það öryggi, sem við þurf- um á að halda. Framlag okk- ar til þessarar starfsemi NATO-ríkjanna er það eitt að veita samtökunum að- stöðu hér á landi, til þess að halda uppi vörnum bæði fyrir okkur og bandalagið sjálft.“ Allir lýðræðissinnar ættu um þessar mundir að minnast þýðingar Atlantshafsbanda- lagsins fyrir öryggi íslands og fagna því að ráðherra- fundur þess er haldinn hér. Lincoln Center Festival haldið í annað skipti Á SÍÐASTA sumri var haldin mjög mikil listahátíð á vegum Lincoln Center í New York. Þótti hátíðin mjög vel heppn- uð og var aðsókn mjög góð. Á þessu sumri verður lista hátíð að nýju og enn meiri að vöxtum en í fyrra. Meðal markverðustu þátttakenda er Rómar-óperan, sem kémur fram í fyrsta sinn í Bandaríkj unum og flytur þrjár óperur í Metropolitan-óperunni frá 21. júní til 6. júlí. Flytja þeir Brúðkaup Figarós undir leik- stjórn Luchino Visconti, Otello eftir Rossinni og I Due Foscari eftir Verdi. Leikflokkur Roger Planc- hon, Theatre de la cité frá Ly- on í Frakklandi mun koma fram í Vivian Beaumont leik- húsinu frá 25. júní til 14. júlí. Flytur leikflokkurinn þar hina frægu sýningu á Skytt- unum eftir Alexander Dumas og einnig Tartuffe og Gerge Dandin eftir Moliere. 19. júlí hefjast forsýningar á Lover, eftir Brian Friel og verður frumsýning 25. júlí. Aðalhlutverk leikur Art Carney, en sýningin er sett upp af Edwards MacLiammoir og Dublin Gate-leikhúsinu. Júgóslavneski leikflokkur- inn „Atelje (Atelier) 212“ sýnir nokkur avant garde“ leikrit eftir júgóslavneska höf unda í Forum frá 26. júní til 14. júlí. Margir athyglisverðir kon- sertar verða haldnir í Phil- harmonic Hall, en á hátíðinni verður sérstaklega minnzt 25 ára afmælis Koussevitsky- sjóðsins, sem hefur styrkt tónskáld til starfa við tónsmíð ar. Sjóðurinn er nefndur eftir Serge Koussevitzky, sem stjórnaði Sinfóníuhljómsveit- inni í Boston í meira en 25 ár. Sum þeirra verka, sem sam in hafa verið að undirlagi Koussevitzkys hafa þegar tekið sæti meðal almenn not- aðra tónverka, svo sem kon- sert fyrir hljómsveit eftir Bartog og Peter Grimes eftir Britten, auk verka eftir Leon ard Bernstein, Aaron Cop- land, William Schumann og fleiri. Á tónleikum sem haldnir verða í Philharmonic Hall 27. og 28. júní munu Bernstein, Copland og Gunther Schuller stjórna verkum eftir sjálfa sig, sem samin voru á styrk frá Koussevitzky-sjóðnum. Þá heldur Boston sinfónían tón leika í Philharmonic Hall 17. júlí undir stjórn Erich Leins- dorf og Pittsburg Sinfónían 30. júní og 1. júlí undir stjórn Andre Previn. Pittsburg-hljómsveitin held ur þriðju tónleikana, auk þeirra tveggja sem stjórnað verður af Andre Previn, þann 2. júlí og stjórnar þá hljóm- sveitinni sigurvegarinn í Naumburg Foundation-sam- keppninni fyrir unga hljóm- sveitarstjóra. Á meðal einleikara með Pittsburg hljómsveitinni verð ur fiðluleikarinn Itzhak Perlman. Þá heldur Royal Philharmonic frá London tón- leika 13. og 14. júlí undir stjórn Antal Dorati og Fern- ando Previtali og the English Chamber Orehestra heldur fjóra tóníleika undir stjórn Daniel Barenboim, þá fyrstu 5. júlí. Einleikarar með hljóm sveitinni verða cellóleikarinn Jacqueline du Pré og Baren- boim. The American Ballet Cornp any kemur nú aftur til Lin- coln Center og hefur aðsetur í Metropolitan-óperunni um þriggja vikna skeið frá 9. júlí til 28. júlí. Meðal aðaldansara verða Lupe Serrano, Royes Fernandez og Toni Landér, en alls eru 150 manns í flokkn- um. Meðal gestadansara verða Erik Bruhn og Carla Fracci. Flytur dansflokkurinn meðal annars nýja útgáfu af Giselle, sem sviðsett er af David Blair og Oliver Smith. Music Theater í London Center mun tilkynna sumar- prógram sitt á næstu dögum. Einnig verða sýindar kvik- myndir í sambandi við hátíð- ina og ljóð verða lesin upp. Lincoln Center festival verður með enn alþjóðlegri blæ en í fyrra og taka þátt í því listamenn frá Suður-Am- eríku, Englandi, Júgóslavíu, Frakklandi, Ítalíu og fsrael og á fólk eftir að bætast við frá fleiri löndum. Auk þeirra taka margir af beztu lista- mönnum Bandaríkjanna þátt í hátíðinni. Metropolitan óperan Hafsbotninn verði abeins notaður til friðsamlegra þarfa New York, 22. júní. NTB. • Jakob A. Mali, sendimaður Sovétríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum, hefur lagt til að á afvopnunarráðstefnunni í Genf, verði hið fyrsta rætt um mögu- ieika á samkomulagi um, að hafs botninn verði í framtíðinni ein- göngu notaður í friðsamlegum tilgangi. Malik bar þessa tillögu fram á nefndarfundi og sagði, að yrði ekki gert eitthvert samkomulag hið bráðasta gæti vel farið svo, að menn vöknuðu upp við þann vonda draum, að hafsbotninn væri orðinn að vettvangi hern- aðarkapphlaups í einhverri mynd. Malik taldi afvopnunar- ráðstefnuna í Genf bezta vett- vanginn til að ræða málið. Jerúsalem 21. júní NTB Aðstoðarutanríkisráðherra Rúmeníu, George Macovescu ræddi í dag við Abba Eban í Jerúsalem. Ekki var birt, hvaða mál voru til umræðu. Hong Kong 21. júní NTB ÁSTANDIÐ í Kanton mun nú vera hið alvarlegasta. Sam- kvæmt fréttum hafa sveitir Rauðvarðliða tekið sér stöðu á þökum ýmissa stórra bygginga í borginni, þar sem búizt er við nýjum upphiaupum og óeirðum í borginni. Tókíó 21. júní NTB TIL átaka kom á föstudag milli stúdenta og lögreglu í Tókíó. Stúdentar reistu sér götuvígi úr skrifborðum og stólum og reyndu í flestu að líkja eftir aðferðum franskra stúdenta á dögunum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.