Morgunblaðið - 23.06.1968, Blaðsíða 26
26
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. JÚNÍ 1968
Nokkur af skipum Laudhelgisgæzlunnar á sýningunni „íslendingar og hafið“.
Islendingar og hafið:
Dagur Landhelgisgæzlunnar
— sýningunni lýkur í kvöld
í DAG er dagur Landhelgisgæzl-
unnar á sýningunni íslendingar
og hafið. Landhelgisgæzlan hefur
sérstaka deild á sýningunni og
sýnir þar líkön af öllum skipum,
sem stofnunin hefur átt. Þá eru
myndir úr starfi gæzlunnar og
ýmsar upplýsingar, þar að lút-
andi.
Þar sem ísland er ægi girt, má
segja að landamæri ríkisins liggi
við yztu endimörk landhelginn-
ar. Eitt af þýðingarmestu verk-
efnum Landhelgisgæzlunnar er
að gæta þessara landamæra. Inn-
an þessara takmarka liggur ein-
hver dýrmætasta eign sem þjóð-
in á, eða fiskvéiðilögsaga lands-
ins. Þessarar gullkistu gætir
Landhelgisgæzlan einnig nótt
sem nýtan dag.
Um aldaraðir voru auðlindir
hafsins við ísland nytjaðar af
ýmsum fiskveiðiþjóðum, sem sá-
ust lítt fyrir og hugsuðu aðeins
um stundarhagnað. Á þessu tíma
bili lutu íslendingar stjórn Dana
og höfðu þar af leiðandi lítið, bol
magn til að hrinda þessari ásókn
af höndum sér. Það var fyrst um
miðbik 19. aldar, sem Danir hófu
skipulega varðgæzlu hér. Heldur
þóttu þeir slælegir við gæzluna,
enda gerðu íslendingar sér smám
saman ljósa nauðsyn þess að
taka þessi mál í sínar hendur.
Árið 1918, er ísland varð full-
valda ríki, öðluðust íslendingar
heimild með sambandslögunum
til að annast sjálfir vörzlu land-
helginnar. Nú komst skriður á
þessi mál, og þótti mörgum það
metnaðarmál, að varðgæzla væri
ekki lengur undir erlendum
fána, þar sem þjóðin hafði bæði
hlotið viðurkenningu fullveldis
og þjóðfána.
Fyrsti vísir að landhelgisgæzlu
á vegum íslendinga hófst, er rík-
ið leigði björgunarskipið ÞÓR frá
Vestmannaeyjum til landhelgis-
gæzlu fyrir Norðurlandi, 1. júlí
1922. Um sumarið voru 12 erlend
síldveiðiskip tekin í landhelgi og
sektuð.
Hinn 1. júlí 1926 keypti rikið
Þór og þar með var Landhelgis-
gæzlan stofnuð, en það ár tók
tók varðskipið 29 erlenda tog-
ara að ólöglegum veiðum.
Frá stofndegi hafa eigin skip
Landhelgisgæzlunnar verið 13 að
tölu, með því nýjasta, Ægi. Á
sama tímabili hafa 30 vélbátar
verið leigðir til gæzlustarfa. Um
síðustu áramót átti Landhelgis-
gæzlan 5 varðskip, eina flugvél
og eina þyrlu með Slysavarna-
félagi íslands.
Frá fyrstu tíð hefur Landhelg-
isgæzlan sinnt margs konar öðr-
um störfum, sem of langt mál
yrði upp að telja, en þar hafa
björgunarmálin borið hæst, eins
og að líkum lætur.
í bás Landhelgisgæzlunnar eru
fulltrúar frá stofnuninni, sem
gefa sýningargestum upplýsing-
ar varðandi Landhelgisgæzi-
unni.
Verð fjarverandi frá 13. jiílí—l.sept.
med. orth. Fótaaðgerðarstofa.
ERICA PÉTURSSON,
Víðimel 43, sími 12801.
Sumarbústaður óskast
Sumarbústaður óskast við Þingvallavatn, (ekki
í Miðfellslandi) eða við Álftavatn. Mikil útborgun.
Tilboð sendist í Box 303.
Atvinnurebendur
Reglusamur ungur maður s-túdent úr stærðfræði-
deild óskar eftir sumarvinnu.
Upplýsingar í síma 34531.
— Rdðheirafundur
Framúald af bls. 1
öryggi Evrópu, afvopnun, deilan
fyrir botni Miðjarðarhafs o.fl .
Fréttamenn spurðu fram-
kvæmdastjórann því næst hvort
h-ann teldi að hættuástand út af
Berlín mundi hafa áhrif á Atl-
antshafsbandalagið sem slíkt.
Hann svaraði þessu á þann veg,
að hann vildi ekki beinlínis kalla
þróun mála í Berlín hættuástand.
Ráðherrarnir mundu vissulega
fylgjast með því, einkum ráð-
herrarnir þrír, sem bera ábyrgð
á Berlín og svo að sjálfsögðu
þýzki ráðherrann. I löndum Atl-
antsha’fsbandalagsins væri fylgst
nákvæmlega með Berlínarmál-
inu.
Að lokum lýsti Brozio ánægju
sinni og þeirra sem með honum
voru, með að vera kominn til
íslands og kvaðst þakklátur ís-
lenzku ríkisstjórninni og íslend-
ingum fyrir hinn mikla og góða
undirbúning, sem þegar hefði ver
ið ger’ður, og fyrir vinsamlegar
móttökur.
Síðan flýttu allir sér inn í bíl-
ana, enda reif rokið í klæði og
hár.
Kviknaði
í fyrrinótt kviknaði í bakhúsi
að Borgarholtsvegi 49 í Kópa-
vogi. Ekki er búið í húsinu, sem
skemmdist talsvert af vatni og
reyk.
BRIDGE
EINS og sikýrt var fró í Maðinu
í gær siigraði ítalsk,a siveiitin á
Olympíumiótinu í Frakklanidi. í
úrslitum roættust Ítalía og
Banidarílkin og wðu tokatölu'r
172:123. Nákvæmar fregnir hafa
ekki borizt um úrslitaleikinn, en
v.iltað er að eftir 20 spill (a£ 80)
var staðan 52—26 fyrir ítölsku
sveitina.
í undanúrslitum Olympíu-
keppninnar urðu úrsflit þessi:
Ítalía — Kanada 171:120
Bandaríkin — Holland 174:142
Leikurinn milli Banidaríkjanna
oig HoMands var jafn og spenn-
andi. Að 60 spilum lloknum hafði
bandaríska sveitin aðeins 16 stiga
foriskoit, en í síðustu 20 spiilun-
um apilluðu bandarískiu spilararn-
ir mjög vel og sigruðu öruigg-
lega.
ítölsku Olympíumeistairarnir
eru þessir: Avarieflili, D’alielio,
Garozzo, Belladonna, Forquet og
Pabis Ticci.
ítalska sveitin hefur verið nær
ósigrandi í s.l. 12 ár. Á þessuon
árum hefiur 'Siveitin 11 sinnuim
sigrað í Heimsmieiistarakeppnuim
og Olympíumótum. Eina tapið
síðan 1957 var á Olympíu-
mótimu 1960. Þesisi árangur er
svo glæsilegur að ógerningur er
að lýsa því nánar. Sveitin hefur
verið nær óbreytt þennan tíma.
Eins og áður hefur verið skýrt
fná sigraði Svíþjóð í kivenna-
fl/okikí á Olympíuimiótimu. Sæmska
sveiitin var þannig skipuð: Blom,
Silborn, Segander, Wermer,
Brikson og Mártensson. Þessi
sveit sigraði einmig á nýafstöðnu
Norðurlandamóti og einnig á
Evrópuroótimu 1967.
Grískur frétta-
maður hand-
tekinn
Aþenu, 22. júní — NTB —
FYRRVERANDI yfirmaður
fréttadeildar grísku stjórnarinn-
ar, Cavoundes, hefur verið hand
tekinn af öryggislögreglunni.
Skýrði talsmaður lögreglunnar
frá þessu í dag. Sagði hann, að
Cavounides, sem vikið var úr
starfi sínu, strax eftir að her-
stjórnin kom til valda í apríl í
fyrra, hefði verið handtekinn í
íbúð sinni í Aþenu á föstudags-
kvöld. Talsmaðurinn vildi ekki
grein frá ástæðunni fyrir hand-
töku Cavounidesar.
Cavounides var í mörg ár
stjórnandi utanlandsskrifstofu
fréttadeildarinnar, áður en hann
var skipaður yfirmaður hennar.
Hann er 56 ára að aldri.
— Kosninganótt
Framhald af bls. 28
myndu vart komin saman þar
fyrr en um tíuleytið á mánu-
dag. „Við ættum því að geta
hafið talningu rétt eftir hádegi
f)g ef allt gengur vel verður
henni lokið um kaffileytið. Við
munum a.m.k. gera okkar bezta
til að svo verði. Guðmundur
sagði, að flugvél yrði fengin til
að sækja kjörgögn í Stranda-
sýslu og Barðastrandarsýslu og
myndi hún leggja af stað kl. 6
á mánudagsmorgun.
í Norðurlandskjördæmi vestra
verður talið á Sauðárkróki og
sagði formaður yfirkjörstjórnar,
Elías Elíasson, bæjarfógeti, á
Siglufirði að yfirkjörstjórn
vænti þess, að hafa fengið kjör-
gögn í hendur kl. átta á mánu-
dagsmorgun og gæti talning haf-
•izt fljótlega eftir það.
— Það er ekki okkar mál að
ákveða hvenær atkvæðatalning
fer fram, sagði Baldur Möller.
En yfirkjörstjórn Reykjavíkúr-
kjördæmis beindi því til okkar,
að æskilegast mundi að talið
yrði í öllum kjördæmum sam-
tímis og fyrir þeirra orð beind-
um við þessum tilmælum til yf-
irkjörstjórna í öðrum kjördæm-
um. Enn mun ekki til fulls ákveð
ið hvenær talið verður í öðrum
kjördæmum, en að öllu forfalla-
lausu ætti talning alls staðar að
geta hafizt kl. 10—12 á mánudag
í flestum kjördæmum.
Formaður yfirkjörstjórnar
Reykjavíkur, Páll Líndal, sagði,
að ekki væri enn fastmælum
bundið hvenær talning hæfist
hér í Reykjavík. Fram hefði kom
ið hjá yfirkjörstjórn Reykjavík-
ur að fulltrúarnir væru reiðu-
búnir að velja hvorn kostinn,
sem betri yrði talinn, að telja
strax aðfaranótt mánudags eða
ekki fyrr en á mánudag. Yrði
væntanlega tekin endanleg
ákvörðun um þetta í næstu viku
Meira samhengi yrði í talningu
íam landið allt ef Reykjavík
ibiði, en hins vegar væri enginn
ávinningur fyrir yfirkjörstjóm
Reykjavíkur, að bíða með taln-
ingu til mánudags.
Erlendur Björnsson, formaður
yfirkjörstjórnar í Austurlands-
kjördæmi, sagði:
„Ef Dómsmálaráðuneytið hef-
ur ekkert við það að athuga,
ætla ég að byrja talningu kl.
4 á mánudag. Annars hef ég
ekki ráðgazt um þetta við ráðu
neytið og ef það vill gera kostn
aðarsamari ráðstafanir væri
hægt að byrja fyrr. Þá væri
kannski hægt að byrja eiginlega
talningu um hádegi á mánudag."
LEIÐRETTIIMG
í frétt frá Egilsstöðum, sem
birtist í blaðdnu í gær, féllu nið-
ur nöfn tveggja manna, er ávörp
fluttu á fundi stuðningsmanna
Kristjáns Eldjárns, þeirra Vil-
hjálms Hjálmarssonar og Ara
Björnssonar.
Norður-Kóreumenn segjast hafa
sökkt bandarísku „niósnaskipi"
Öll áhöfn þess á að hafa farizt
Tokio, 22. júní — NTB—AP —
STJÓRNARVÖLD í Norður Kór
eu héldu því fram í dag, að
bandarísku „njósnaskipi" hefði
verið sökkt fyrir utan hafnar-
bæinn Pukpo á vesturströnd
landsins. Skýrði fréttastofa Norð
ur-Kóreu frá því, að skipinu
hefði verið sökkt kl. 1 eftir mið
nætti í nótt að staðartíma, er
það hafði verið önnum kafið
við „ögrandi aðgerðir". Hafi
allri áhöfn skipsins verið tor-
tímt.
Talsmaður bandarfska varnar-
málaráðuneytisins hefur skýrt
svo frá, að svo virðist, sem þessi
frétt sé röng, en ekki hefði ver-
ið búið að kanna öll atriði varð
andi þessa frétt. Vera kynni, að
um skip annarra þjóða hefði ver
ið að ræða.
í tilkynningu fréttastofu Norð
ur-Kóreu segir, að herskip það-
an hafi gertgagnárás og sökbt
bandaríska skipinu, sem er lýst
sem „njósnaskipi", sem tilheyrt
hafi árásarher bandarískra heiims
valdasinna". Ekki var greint frá
nánari atriðum.
Útvarpið í Pyogyang sagði
hins vegar, að bandaríska skip-
ið hefði haft móðurskip, sem leg
ið hafi við akkeri fyrir utan
Yonpyong-eyju í hafinu fyrir
vestan Norður-Kóreu. Sagði út-
varpið ennfremur, að fallbyssu-
bátar frá Norður-Kóreu hefðu
sökkt njósnaskipinu og að öll á-
höfn þessi hefði farizt. Lýsti út-
varpið því yfir, að Bandaríkin
hefðu að nýju ögrað Norður-Kór
eu með því að senda njósnaskip
inn í landhelgi þess.
Frétt þessi kemur, er liðnir
eru nær 6 mánuðir frá því, að
bandaríska könnunarskipið „Pu-
ebla“ var hertekið af fallbyssu-
bátum frá Norður-Kóreu og
fært til hafnarborgarinnar Won-
san ásamt áhöfn þess, sem var
83 manns. Pueblo og áhöfn þess
eru enn í höndum Norður-
Kóreumanna.