Morgunblaðið - 26.06.1968, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 26.06.1968, Blaðsíða 12
I 12 MOBGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 26. JÚNÍ 1968 Guðm. G. Hagalín skrifar um (. BÓKMENNTIR Portúgalska orðan Agnar Þórðarson: Hjartað í borði. Almenna bókafélagið. Reykjavík 1968. AGNAR ÞÓRÐARSON er ekki l ungur og fiktgjarn nýliði í ís- ienzkri skáldsagnagerð, og ég : býzt ekki við, að hann fjúki fis- léttur sitt á hvað, þó að ein- þverjar meinakindur íslenzkr- ar tízkugagnrýni stappi niður fótum og fnæsi að honum. Ár- ið 1949 kom frá hans hendi skáldsagan Haninn galar tvisv- ar. Svo liðu fjögur ár, unz hann gaf út söguna Ef sverð þitt er stutt. Báðar þessar sögur eru allvel gerðar, vitna báðar um glöggskyggnan, gagnrýninn og rökvísan höfund, en þær eru samt ekki gæddar því raun- sanna lífi og persónulega svip- móti, sem hefði gert þær að eft- irminnilegum skáldskap. Þegar hér var komið, var Agn- ar orðinn maður rúmlega hálf- fertugur og átti að baki sér at- hyglisverðan námsferil. Hann varð stúdent tvítugur, en varð að gera hlé á skólanámi í þrjú ár sakir heilsu sinnar, en áreið- anlega hafa þau ár ekki verið hinu verðandi skáldi einskis- virði. Honum hefur þá gefizt aukið tóm til að svipast um í til- verunni, átta sig á sjálfum sér og rýna í rök íslenzkrar menning ar, og einnig mun hann hafa les- ið sitthvað forvitnilegt. Sumarið 1940 sækir hann síðan náms- skeið í Oxford handa erlend- um stúdentum en hefur um haustið nám í íslenzkum fræð- um í Háskóla íslands og tekur kandídatspróf í þeim 1945. Hann er svo bókavörður í tvö ár, ‘en er því næst við fram- haldsnám í bókmenntum í Ox- ford árlangt og sækir síðan fyr- Irlestra í frönskum háskólum 1948-49. Auðvitað kynnist hann all rækilega á þessum árum mörgum og merkum verkum heimsbókmenntanna, fer í leik- hús, hefur kynni af nýjum stefn um, straumum og tilraunum í 'bókmenntum og listum og á þess kost að ræða bókmenntir, listir og önnur menningarmál við á- huga- og fræðimenn frá ýmsum þjóðlöndum. Og nú semur hann fyrstu skáldsöguna, sem hann lætur frá sér fara, og bregður þar ekki á það ráð- að freista að vekja á sér athygli með tízku bundnum tæknibrögðum, en gagnrýnir í settlegu formi hina síbreytilegu og viðsjálu fram- vindu lífsins í átthögum sínum, hinni hraðvaxandi höfuðborg fs lands. Hann tekur svo ekki þann kost að þykjast upp úr því vaxinn að vinna sér og sín- um fyrir brauði með starfi, sem tekur dag hvern fastákveðinn tíma frá ritstörfum, heldur ger- Ist á ný bókavörður í Lands- bókasafni 1951 og hefur verið það síðan. Svo sem kunnugt er, tók hið langþráða Þjóðleikhús Is- lendinga til starfa á árinu 1950, ög vafalaust hefur Agnar Þórð- arson fylgzt með starfi þess allt frá upphafi. En fyrsta leikrit hans, sem birt var almenningi, var þó ekki sviðsverk, heldur útvarpsleikritið Brazilíuförin, sem flutt var sama árið og út kom skáldsagan Ef sverð þitt er Stutt. Brazilíuförin er gaman- leikur, og kemur þar fyrst í ljós hið næma skopskyn Agn- ars. Trúlega hefur hann ekki verið ánægður með þann list- ræna árangur, sem hann náði í skáldsögunum tveimur, en meiru hefur þó ef til vill ráðið um val hans á skáldskaparformi á ár- unum frá 1953-66, sá aukni leik- listaráhugi, sem fylgdi stofnun og starfsemi Þjóðleikhússins, en sú varð raunin í hinum ekki ýkja fjölmenna höfuðstað fs- lands, að jafnframt því sem Þjóð leikhúsið starfaði að flestra dómi engu miður en vonir höfðu staðið til, færðist Leik- félag Reykjavíkur í aukana, þó að margir hefðu gert ráð fyrir, að það mundi lognast út af, og auk þess jókst áhugi á leik- ritum og leiklist svo að segja út um allt land. Sú varð og raun- in, að Agnar Þórðarson sneri sér nú að leikritagerð, og á fjórtán árum eða frá 53-66 voru sýnd eftir hann fimm leikrit í leikhúsum Reykjavíkur og flutt þrjú framhaldsleikrit og fjögur styttri í útvarp. f flestum leik- ritum sínum ræðst hann á sýnd- armennsku og kapphlaup um peninga, þægindi og margvíslegt tildur, og meira og minna góð- látlegt og galsafengið skop skiptist á við biturt háð. Út- varpsleikrit hans hafa notið mik illa vinsælda hlustenda, en sviðs verkum hans hefur verið mis- jafnlega tekið og að mínum dómi oftast lakar en efni stóðu til, enda virðast sumir leikdóm- arar íslenzkra blaða yfirleitt líta svo á, að skop sé í hæsta lagi afsakanlegt til skemmtunaj þeim Jítt eða ekki siðmenntaða lýð, sem þeir í krafti sinnar há- tízkulegu þekkingar á heimslist- inni séu hátt hafnir yfir. Eru méi* ekki sízt í minni dómarnir um Kjarnorku og kvenhylli, þann haglega gerða og um flest hnitmiðaða skopleik um loddara skap og flónslega fégræðgi ann- ars vegar og heilbrigða skyn- semi og dálítið hrjúfa skapgerð og framkomu hins vegar. Það sýnir vel áhuga og alvöru Agn- ars sem leikskálds, að 1960-61 var hann við nám í School of Drama, Yale, New Haven, og er fyllsta ástæða til að ætla, að enn eigi hann ósamin sín beztu leikrit. Svo er þá komin frá hendi Agnars ný skáldsaga, sem hann kallar Hjartað í borði. Sagan gerist í Reykjavík, og henni lýkur í fyrra, því að ís- lenzka sjónvarpið er tekið til starfa í sögulok. En viðfangs- efni skáldsins er svo sem engin nýjung. Aðalpersóna sögunnar, sem er gjaldkeri í meiri háttar verzlunarfyrirtæki, á sér marga kunna áa í íslenzkum sögum og sögnum. Þar má nefna hinn • gilda Björn í Mörk, hinn eftir- minnilega Árna í Botni, og þá má ekki gleyma Sölva sálaða Helgasyni, sem víða er við get- ið í frásagnaþáttum og tvö merk isskáld þessarar aldar hafa lýst í löngum skáldsögum ... En aldrei mun ættbálkurinn hafa orðið jafnyfirgengilega frjósam- ur og þá um leið fjölmennur á voru landi fslandi og á þessari öld. Hún færði snauðri og ein- angraðri kotþjóð vitneskju um feiknamiklar og fjölþættar fram farir og ótrúlegt gengi með fram andi þjóðum, og lauk upp augum hennar fyrir margvísleg- um lítt eða ekki notuðum mögu- leikum hérlendis, en færði henni aftur á móti ekki að sama skapi fé og þekkingu til nýt- ingar þeirra. Og þjóðin, sem hafði orðið að láta sér nægja að dreyma sig inn í kóngsríki gulls og grænna skóga og enn um sinn varð að sætta sig við lít- ilfjörlegt framfara- og fram- kvæmdadútl, freistaðist til að stækka allt, sem undir hillti, ýkja hina raunverulegu vitn eskju eða jafnvel spinna gull úr draumum einum saman. En svo kom þar, að hún færði þjóðinni, í einu vetfangi fullar hendur fjár, þæginda og velsældar. Það var því líkast, sem hið fljúgandi klæði ævintýranna hefði allt í einu svifið niður til hennar úr skýjum himins. Það er fyrst og fremst einn af fulltrúum sýndarmennsku, sjúk- legrar gróðahyggju og óábyrgr- ar sjálfsblekkingar, sem Agnar Þórðarson sýnir okkur enn ný í þessari skáldsögu sinni, og honum er svo mikið í mun að draga sem minnst athyglina frá þessari manngerð, sem er í hans augum ótvíræður og ærið mein- legur skaðvaldur í þróun ís- lenzks þjóðlífs, að hann skirrist yfirleitt við að beita þarna skopskyni sínu og að draga upp áberandi mynd af sjálfu þjóð- félaginu. Form sögunnar er allsérstætt, án þess að það sé þó andkanna- legt eða með auglýsingakenndu tízkusniði. í sögunni skiptast á beinar frásagnir af atburðum, sem eru að gerast, og því sem gerzt hefur og söguhetjan minn- ist ýmist í óráðskenndu móki — eða í vöku, þar sem hann liggur Agnar Þórðarson mikið meiddur og illa haldinn í sjúkrahúsi eftir bílveltu, sem orðið hefur konu hans að bana og hann verið valdur að. Þessi gerð sögunnar er allá- hrifarík, enda í fyllsta samræmi við gerð söguhetjunnar, sem allt sitt líf hefur dreymt vöku- drauma og oftast ekki kunnað skil draums og veruleika, sann- Teika og lygi, en sviðskipting sögunnar og samtölin minna les- endann aftur og aftur á það, að þarna er að verki skáld, sem ekki hefur aðeins skrifað leik- rit, heldur kynnt sér vandlega leikritagerð, sviðsetningu og leiklist. Hin yfirskyggjandi aðalper- sóna er sonur glæsilegs loddara, sem lifði ávallt á lygum og blekkingum. Um hann var sagt: „Hann sá alls staðar gull, en það varð að skít, þegar hann snerti það. „En þrátt fyrir þenn- an dóm, tókst honum að blekkja margan mann, og auk þess bundu ýmsir trúss við hann af því, að þeir höfðu gaman af hon- um og höfðu líka sumir í sér kveikju þess, sem brá oft á tíð- um fölskum ljóma yfir fram- komu og gerðir þessa loddara, sem meðal annars veifaði orðu með löngu og hátíðlegu og flest- um óskiljanlegu heiti, en þess- ari orðu kvað hann forseta Portúgals hafa sæmt sig. Af konu og börnum, sem oft urðu að svelta, heimtaði hann ótak- markaða virðingu og hlýðni, en þannig lauk ferli hans hér á landi, að hann stökk frá fjöl- skyldu sinni til Ameríku — og síðan bárust ekki af honum nein ar trúar fréttir. Þó að ekki væri fé í garði, þá er faðirinn stökk á brott, lét hann syni sínum eftir örlaga- þrunginn arf. í fyrsta lagi eðlis- hneigðir og hið sérlega tákn lyndis síns og lífsstefnu, orðuna portúgölsku. í öðru lagi óafmá- anlegar minningar og það eftir- mæli, sem hann hlaut hjá sam- borgurum sínum. Sonurinn hafði að öðrum þræði dáð hinn glæsta og orðglaða föður, en að hinu leytinu fundi sárt til þess, hvernig aðrir mátu hann, hver lífskjör hann veitti fjölskyldu sinni og hver varð viðskilnaður hans við konu og börn, og þar eð umtal kunningjanna um föð- ur hans var niðurlægjandi og þó auðheyrilega blandið hálfdul inni aðdáun, varð syninum það því meiri metnaðarsök, sem hon- um óx aldur og þroski, að líta á föðurinn sem misskilinn hug- sjónamann, eins konar píslar- vott lítilsigldrar og hugsjóna- snauðrar samtíðar, og svo bar þá syninum að hefja sig upp yf- ir fjöldann, sýna, að hann væri sannur arftaki hins mikilhæfa og misskilda föður. En þöll metnað- arins fékk þó aldrei hjá honum notið glæsilegrar grózku, því að rætur hennar nagaði án afláts ormur þeirrar vanmáttarkennd- ar, sem raunsönn vitund ól hon- um í brjósti. Matið á föðurnum var í rauninni hliðstætt viðhorf- inu við orðunni portúgölsku. Sonurinn vildi gjarnan trúa því, að hún væri ekta, en lúmskan grun — jafnvel vissu — hafði hann um það, að faðirinn hefði keypt hana hjá skransala íLond on! Oft hefur gott kvonfang dreg- ið úr eðlislægum og aðstæðu- bundnum veilum í skap- gerð manna og tilfinningalífi, en hjá aðalmanni þessarar forvitni- legu sögu varð reyndin hið gagn stæða. Hann nær ástum góðrar og glæsilegrar stúlku af efnuð- um foreldrum, sem líta stórt á sig og eru vönd að virðingu sinni og sinna. Þau kunna skil á loddaranum alkunna, föður hins væntanlega tengdasonar, og leggjast fast á móti ráðahagnum, enda ætla þau dóttur sinni annað og æskilegra gjaforð. Hún fer sínu fram, en þó að foreldrar hennar umgangist tengdasoninn hennar vegna og síðan dótturbarna sinna, er hon- um ljóst, að mat þeirra á honum hefur ekkert breytzt. Þetta eflir vanmáttarkennd hans annars vegar og hins vegar státnina og sýndarmennskuna, og honum finnst hann verði að temja sér lífsháttu efnaborgara og lifir um efni fram. Hann spilar fjárhættu spil í gróðaskyni, en tapar meiru en hann græðir, og svo verður þá spilamennskan honum að á- stríðu. Hann falsar bókhald og stelur úr sjálfs sín hendi og hefur svo á prjónunum óraun- hæfar fyrirætlanir um að spila í viðskiptum á eigin spýtur og öðlast mikinn og fljóttekinn gróða. Þær ærlegu taugar, sem til voru í honum, seyrast og slakna, og hann verður hrædd- ur um konu sína fyrir eina vin- inum, sem hann á. Hann fær æð- iskast og misþyrmir konu sinni, og svo skilur með þeim í bili, — hún flytur með börnin til for- eldra sinna, hann til kunningja síns og drykkjufélaga ... Svo lendir hann þá í tygjum við stúlku, sem hefur unnið með honum og þrátt fyrir allt er hrifin af honum og vill vera honum góð, en fremur af þráa og vonzku yfir sigri tengdafor- eldra sinna en af ást og sökn- uði leitar hann fundar og sátta við konu sína og lætur viðhald- ið lönd og leið, og þrátt fyrir ákafa andstöðu tengdamóðurinn ar, tekst honum á fá konu sína heim með börnin ... Daginn eft- ir fara hjónin ein saman í bif- reið sinni til Þingvalla og tjalda í rjóðri. Á bjartri og kyrri nóttu í skauti anganríkrar náttúru játar hann fyrir konu sinni mis gerðir sínar, sver henni að gera upp allar sínar sakir og hefja nýtt og betra líf, — og honum er hægðarleikur að telja sér trú um, að þannig verði þetta. Næsta dag skal haldið til Reykjavíkur, því að konan hefur falið börn- in foreldrum sínum, og gömlu hjónin eru boðin út um kvöld- ið. Hann vill fara „stóra hring- inn“, en hún ekki, því að „mamma er kannski orðin þreytt á krökkunum.“ Nú var sem kom ið væri við kviku hjá bónda hennar. Enn var það mamtna, og það blossaði upp í honum reiði og þrjózka. Hann sat við sinn keip og æsti sig meir og meir, ók loks sem óður maður — og svo ... Þar kemur að meiðslin gróa og hann fer heim til sín úr sjúkrahúsinu, og svo ákveður hann að krefjast barnanna og fer til fundar við þau og ömm- una. En nú er enginn, sem legg- ur hömlur á gömlu konuna, og hún er vel vopnuð og beit- ir vopnum sínum hlífðarlaust. Hún rekur hann út, og þegar hann svo krefst inngöngu á ný, er það hönd sonar hans, sem dregur fyrir glugga ... Hann er ekki lengi að jafna sig eftir þetta, — því ábyrgð er þó þarna af honum létt! Svo kemur hún þá til hans, viðhaldið hans, — hún ann honum ekki síður nú en áður, og nú er hann frjáls og honum er jafnvel velkomin spari sjóðsbókin hennar. Hann víkst undan, og þá tekur hún það ráð að reyna að vekja hjá honum af- brýði. Og hann grípur tækifær- ið: „Já, farðu til hans, seldu þig fyrir minkapels og skart- gripi ...“ Þar með er hann laua við aðra byrði í viðbót! ... En svo er það, að til borgarinnar er komin yngri systir hans, sú sem fór til Ameríku. Það hafði sýnt sig snemma, að hún var hold af holdi riddara hinnar portúgölsku orðu, og henni hðfðu gefizt tækifærin, sem hon- um gáfust ekki. Hún hefur safn- að fé, og hún á að koma fram innan stundar í sjónvarpi í gamla landinu og auglýsa þar hreyknum löndum frægð sína i því nýja. Þessi óvílna heims- kona bauð bróður sínum með sér yfir hafið — og það boð hentaði bæði aðstæðum hans og skapferli. En áður en hann fór, iaumaðist hann til fundar við son sinn og fékk honum til eigin- ar og varðveizlu erfðagripinn, orðuna portúgölsku . . . Og hann sagði, þegar hann gekk á brott frá syni sínum: „Þá er ekki annað eftir en að hafa sig af stað, kannski finn ég mitt týnda sjálf í landi hinna gullnu tækifæra.“ Hann er samur við sig! Þessi mannlýsing er gerð af mikilli glöggskyggni og vand- virkni, og það er ekkert sóða- legt eða sorafengið við hana, — hún er samræm og sannmannleg í öllum sínum ömurleik, maður- inn hvorki eðlislakari né spillt- ari en tnargur annar, bæði fyrr og síðar, en þó persónugerv- ingur þess, sem höfundi mundi virðast einna viðsjálast með ís- lenzku þjóðinni á undanförnum árum velmegundr, margvislegra lífsþæginda og fjölþættra mögu- leika til úrræða og afkomu. Aðr ar mannlýsingar sögunnar eru yfirleitt dregnar fáum, en skýr- um dráttum. Eiginkonan er geð- felld og eðlileg og hin einlífis- þreytta Helena, sem bundið hef- ur ást sína og framtíðarvonir við skýjaglópinn, er sönn kona í eft- irlætinu við frumhvatir síns kvenlega eðlis. Yfir hinni geð- ríku og ókvalráðu tengdamóður er stoltaraleg reisn „heldri“ frúa þeirrar kynslóðar, sem nú er komin á fallanda fót, og af henni stendur gustur, þegar hún rís öndverð gegn dusilmenninu og loddaranum til verndar börnum hans, sem einnig eru kynkvist- ir hennar sjálfrar. Og ekki meg- um við gleyma bónda hennar, sem raunar birtist aðeins í svip og er að nokkru orðinn glapinn af elli, en segir við son sinn, þingmannsefnið Júlíus, orð, sem láta þarna í eyrum eins og þau bærust upp úr gröfum löngu horfinna leiðtoga: „Mundu það, — þeir heimta af þér vegi, verk- smiðjur, íshús, flugvelli og hafn- ir, en það er Bjargræðissjóður- inn sem mestu máli skiptir, mögru kýrnar éta þær feitu.“ Gleggri andstæða þess tíð- aranda, sem heiltækur birtist í gerð og örlögum feðganna, handhöfum hinnar portúgölsku orðu, verður vart mótuð. Stíllinn á bókinni er látlaus og samfelldur og málfarið eðli- legt. Áður hef ég minnzt á sam- tölin, sem eru oftast mjög vel Framhald á bls. 13

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.