Morgunblaðið - 26.06.1968, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 26.06.1968, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 26. JÚNÍ 1%8 11 - MINNING Framhald af bls. 15 stökkbreytíng sem orðin var í þroska listakonunnar gat aungv- ttm leynst á þessari sýníngu, og einhver orðaði þetta svo eftir að hafa séð sýninguna, að „lithvörf hefðu gerst í sál listakonunn- ar“. Mentun gáfa og alvörugefin vinnubrögð voru þær stoðir sem upphéldu þessari sýningu. Hitt var augljóst áð listákonan var ekki leingur að semja sig að skólareglu þó skólanum væri þama goldin sú skuld sem hon- um bar; heldur var hún að leita að listrænni tjáningu sem væri fullgild í tímanum. Örvandi áhrif hér heima á þessum árum, svo og reynsla af því að vinna á eigin eindæmi, juku henni sjálfstraust og nú fór hana að lánga aftur burt til þess að sjá heiminn í ljósi þroskans sem vinnuárin að loknum skóla höfðu veitt henni, og ná frjálsri óskólabundinni snertíngu við heimslistina. Um þær mundir voru ekki tök á að komast ann- að en til enskumælandi landa vegna stríðsins, og ekki all- laungu eftir fyrstu sýníngu sína hvarf hún vestur um haf. Þar vann hún síðan í striklotu að list sinni í þrjú ár og hafði í Bandaríkjunum fyrstu sýningu sína á erlendum vettvángi 1645. Format Bandaríkjanna hlýtur ósjálfrátt áð hafa áihrif á úniga persónu sem er komin þángað með vakandi áhuga og ætlar að menta sig Þótt stríð væri, eða jafnvel vegna þess, var New York að minstakosti um stund- arsakir orðin miðstöð nútímalist- ar, meðal annars af því að mik- ill fjöldi af listamönnum París- arskólans og reyndar víðar að úir Evrópu, höfðu leitað þángað í strfðinu. Þessarar listaaldar frá stríðstímanum og árunum eftir stríð gætti síðan í ýmsum stór- bæum Ameríku, einkum í New York, framá síðustu ár. Meðan æð lista sló sem fastast í hinni vestlægu heimsborg voru tvær reykvískar listakonur og stöllur að taka þar út þroska sinn, mikilfeinglegar konur, ein- stakar í sinni röð, þær Nína Tryggvadóttir og Lúísa Matt- híasdóttir. Þessar ógleymanlegu konur hurfu okkur um langt skeið í útlendu mannhafi, Nína að vísu aldrei til fulls en Lúísa hérumbil alfarið. Aðeins nöfn þeirra heyrðust nefnd í sam- bandi við frama þeirra á list- brautinni. Myndir Nínu fóru víða, stund- um sem partur af samsýningum, stundum hélt hún einkasýning- ar í erlendum borgum. Henni voru falin verkefni í ýmsum löndum, sum þeirra stór. Mynd- ir hennar má sjá á ýmsum merkum stöðum í heiminum. Hún var kona verksígjöm og henni blöskraði ekki að leggja út í ným greinar myndlistar- innar sem að sínu leyti krefjast lærdóms og sérþjálfunar í vinnu- brögðum. T.d. tók hún sér fyrir hendur að setja saman steinfellu (einsog mósaík hefur stundum verið kölluð á íslenzku, af því þar eru feldir hver við annan ýmislega litir smásteinar). Eitt helsta verk hennar úr þeim efni- viði er myndin af hinum upp- hafna og að sama skapi íslenzka skálholtsfrelsara. Fyrir rúmum áratug tók Nína sér fyrir hendur að vekja upp forna aðferð í því að gera mynd- ir úr litgleri; „blýgleri" sögðu menn áður fyrri. Að þessu verki vann hún árum saman af mik- illi natni bæði fræ'ðilega og í verki. Hún hafnaði þeim aðferð- um í glermálverki sem hafa ver- ið stundaðar í Evrópu síðan í renisansinum, en tók upp aðferð- ir miðaldamanna í þessari list eftir því sem slíkum vinnu- brögðum verður við komið nú á tímum. Verklegt atriði sem þar skiftir máli er að kunna að vinna litgler með réttum aðferðum, en mála ekki á glerið. Ljós sem skín innum myndir úr mislitu gleri slýngur menska skynjun sérstökum töfrum og vafamál hvort viðlíka birta verður köll- uð fram i annarri myndlist hvernig sem farið er að. Nína varð fyrst allra listamanna. sem vitað er til að haldið hafi sér- sýningu á abströktu glermál- verki samkvæmt tækni sem hún vakti upp úr glerlist miðalda. Þessi sýning var haldin í París 1958 og vottur þeirrar athygli sem sýníngin vakti kom meðal annars fram í pöntunum verka af þessu tagi sem henni bárust úr ýmsum löndum. Stærst verk- efni sem hún hefur int af hendi í blýgleri munu vera fjórtán stórir gluggar í Sánkti Antoníus- ar kirkju í Langweiler í Þýzka- landi. Um reynslu sína í því að fást við þennan miðil samdi hún árið sem leið afburðagóða rit- gerð, og lýsir þar ekki aðeins vinnubrögðum þessarar sjald- stunduðu listar, heldur verður þar og ósjálfráð sjálfslýsing listakonunnar og listamannsjátn- íng. Greinin er rituð á ensku og prentuð á þessu ári í tímarit- inu Leonardo sem út er gefið í Oxford og New York. Þar stend- ur meðal annars: „Allar orða- leingíngar listamanns um hvað hann hafi meint me'ð listaverki sínu ná skamt til að miðla áhorf- anda reynslu sem ekki fæst af listaverkinu sjálfu. Útskýringar listamannsins geta ekki látið mann sjá neitt sem verkið ekki opinberar sjálft; því ef það er verulegt listaverk, hlýtur það að skírskota beint til skynjunar vorrar, svo fremi vér leyfum því að gera það. Það sem blífur í listaverki, þó einginn viti hvað höfundur þess kann að hafa sagt sjálfur, er sú sýn hans sem hef- ur innblásið verkið og gætt það sérstöku iífi“. Mart sem skrifa'ð hefur verið um list Nínu Tryggvadóttur verður sjálfsagt listfræðíngum íslands áhugavert rannsóknar- efni þegar tímar líða, ekki síst það sem franskir listfræðíngar hafa sagt, og má þar til dæmis benda á ritgerðina eftir Michel Seuphor þann mann sem leingi hefur verið mikill áhrifavaldur um nútímalist í Frakklandi. Sú ritgerð hefur verið gefin • út í bókarformi, einnig hér heima. Nína giftist 1949 amerískum vísindamanni í læknisfræði, dr. A. L. Copley, miklum gáfu- manni og öðlingi. Dóttir þeirra seytján ára heitir Una. Dr. Copley hefur stórt nafn meðal vísindamanna í öllu því er snert- ir blóðrásiina og æðakerfið og hefur staðið fyrir rannsóknar- stofum þessara fræða í ýmsum löndum, árum saman í París, síð- ar í London en nú uppá síðkastið í New York, heimaborg sinni. Dr. Copley er að auk víðkunn- ur málari undir nafninu L. Al- copley. Nína Tryggvadóttir bjó ásamt bónda sínum lángtímum saman í nokkrum helstum menn- íngarborgum hins vestræna heims og samneytti ýmsu því fólki sem hæst ber í list og vís- indum þessara staða. Síðustu ár- in áttu þau einnig íbúð í Reykja- vík og komu híngað á hverju ári til að njóta íslenzka sum- arsins. Feimin úng stúlka sem hafði lært vel að mála, þó með daufri litablöndu, í Kaupmannahöfn, svaraði fáu til þegar hún var spudð svona hér i útvarpinu, þá nýkomin heim: „Hvað segið þér annars um þessa isma í útland- inu, Nína?“ Seinna vissi hún alt um alla isma og óx ekki neitt þessháttar í augum. Dorothy Miller safn- stjóri í Museum of Modern Art í New York sagði um hana í samtali hér heima: „Nína fylgir öldufaldinum í list heimsins." Það er nú orðið all-lángt síð- an hún kom utan úr löndum og ágætur spyrill birtist einsog fyrri daginn og lagði fyrir hana þessa spurníngu: „Af hverju málið þér abstrakt?" Nína svar- aði á augabragði: „Æ það er af því heimurinn er svo abstrakt- ur.“ Nína Tryggvadóttir hafði ekki aðeins beinskeytta sjón, heldur sá hlutina umbúðalaust og „rétt“. Það var ekki heldur hægt að flækja hana í orðræðu: í and- svari hitti hún undir eins í mark, einsog ósjálfrátt. Kjarni hennar var svo ekta að hún þurfti ekki að reyna á sig til þess að vera ærleg. Og þó hún feingi svip af heimskonu, þá var undirstaðan í skaplyndi hennar einsog verið hefur hjá mörgum íslendingum, alþýðleiki og höfðíngsskapur í senn. Aldrei sagðist hún geta gleymt ymsu því sem hún hafði lært hjá Erlendi meðan hún var dag- legur gestur hans í litla húsinu rauða. I heimsborginni miklu setti hún einnig traust sitt á hann. Hver sem átti Erlend að var aldrei munaðarlaus. Hún Ijóma’ði þegar hún mintist á þessi tvö ár sín í Unuhúsi eftir að hún kom af akademíunni og Erlendur var enn hraustur og glaður; ævinlega hinn veitandi í samskiftum við aðra menn. Þegar hún gerði fyrirmyndina að mósaíkinni í Skálholti var Er- lendur sívakandi í hug hennar. Við Nína vorum nokkurskonar systkin fyrir Erlend. Ég er þakk- látur fyrir hið viðkvæma meist- araverk, og þó í rauninni full- komlega abstrakt einsog það væri lesið útúr heimsdjúpinu, sem hún gerði af honum sjúk- um og hángir fyrir ofan púltið mitt meðan ég skrifa þessi orð. Halldór Laxness. Heimsborgari í list sinni Á UNDANFÖRNUM mánuðum hefur verið höggvið stórt skarð fremstu röð íslenzkra lista- manna. Þrír mikils metnir leik- arar hafa falið frá hver eftir annan, og nú fyrir nokkrum dögum andaðist Nína Tryggva- dóttir vestur í Ameríku, þar sem hún bjó ásamt manni sínum, A1 Copley og einkadóttur. Nína Tryggvadóttir var ein af merk- ustu konum sinnar samtíðar og hafði borið hróður íslands vítt og breitt um veröldina, því að hún gerði það alltaf heyrum kunnugt, hvort heldur var í töl- uðu máli eða rituðu, að hún væri íslenzk listakona, og það var ekki laust við, a'ð hún fyndi dá- lítið til sín vegna uppruna síns. Hún var að mörgu leyti alþjóð- legur persónuleiki, sem talaði til allra þjóða með list sinni; samt var það alltaf íslendingurinn í fari hennar, sem mest bar á. Nína Tryggvadóttir var lang- dvölum erlendis, allt frá því er hún fór fyrst til náms 1 Kaup- mannahöfn, en hugur hennar leitaði alltaf heim til Islands og það sterkt, að henni fannst hún ekki geta lifað árið út nema koma og vera um tíma á íslandi. Nú seinni árin kom hún að jafn- aði á vorin og dvaldi til hausts; það var því or'ðin föst venja okkar kunningja hennar að bú- ast við henni á hverju vori, fær- andi nýjan gust og ferskar skoð- anir til okkar, sem heima sát- um. En að þessu sinni varð heim koma hennar á annan veg, og nú mun hún ekki hverfa héðan aft- Ég held ég megi fullyrða, að ég þekkti Nínu Tryggvadóttur mjög vel. Það eru yfir tuttugu og fimm ár, frá því að leiðir okkar lágu fyrst saman, og við höfum alla tíð síðan haft náið samband, bæ'ði á sviði myndlist- ar og í daglegu lífi. Ég þekkti hana bæði hér heima á Islandi og erlendis, ég þekkti hana sem baráttuhetju á þeim erfiðu ár- um, þegar aðeins örfáir vildu líta við því, sem raunverulega var að gerast í nútíma myndlist á íslandi. Ég þekkti hana einn- ig, þegar verstu erfiðleikamir voru yfirstignir og hún var orð- in dáð listakona víðs vegar um lönd. Dugnaður hennar og þrek hlaut að vekja virðingu þeirra, sem henni kynntust. Hún var allra kvenna færust í list sinni, sem spannaði mjög breitt svið. Hún var meistari í litglerrúðu- gedð, mosaik lék í höndum henn- ar, fáir teiknuðu eins hnitmiðað og sterkt, með vatnsliti kunni hún mjög vel að fara, og síðast en ekki sízt var hún snillingur í meðferð olíulita. Ævistarf hennar var því margþætt og sér- lega lifandi, en ákaflega fast mótað af persónuleika og þroska hennar. Hún var fluggáfuð lista- kona, sem lifði og hrærðist í þeim sköpunarmætti, sem hún réð yfir. Skilningur hennar á list var fáum kunnur, nema þeim, er þekktu hana mjög vel. Hún hélt, að hún gæti ekki skrifað, en þar þekkti hún ekki sjálfa sig nægilega. Eftir hana liggur t.d. ágæt grein um lit- glerrúðugei'ð, sem birtist í tíma- ritinu „Leonardo" fyrir skömmu. Hvar svo sem Nína Tryggva- dóttir var niður komin, hvort heldur hún var búsett í París, London, Reykjavík eða New York, skipaði hún sér í fremstu raðir listamanna. Hún var harð- vítugur andstæðingur meðal- mennskunnar, og hún gat verið harður baráttufélagi, sem hvergi lét undan, hvernig svo sem viðr- aði. Hún var auðvitað umdeild sem listakona fram eftir aldri, en manneskja með hennar dugn- að, hennar hæfileika og mennt- un gat ekki tapa'ð nokkurri bar- áttu. Hún var jafn leitandi og frjálslynd í list sinni, eftir að sigurinn var unninn, eins og áð- ur fyrr, þegar móti blés, því að lognmolla og lárviðarsveigar voru ekki hennar líf. Hún var lífsglöð og síung í viðhorfum sínum, og þótt mikið ævistarf lægi að baki henni, er ég viss um, að hún átti mikið óunnið, þar sem hún var andlega í blóma lífsins, þegar hún varð að hverfa af sjónarsviðinu, aðeins 55 ára gömul. Það mætti jafnvel segja mér, a'ð hún sjálf hafi álitið til hinztu stundar, að hún væri að- eins að byrja það lífsstarf, sem hugur hennar stóð til.. Afburða tækni Nínu sem málara, var að- eins meðal til að tjá þær list- rænu hræringar, sem ólguðu í brjósti hennar. Þegar listasaga þessarar ald- ar verður skrifuð, verður ekki hægt að ganga framhjá Nínu Tryggvadóttur. Hún var heims- borgari í list sinni, en fáir eru samt jafn sérkennilega íslenzk- ir í verkum sínum og hún. Það munu vera margir, sem ekki hafa gert sér þennan sannleik ljósan, og það eru líka margir, sem ekki hafa vitáð, hve þekkt listakona Nína var á heimsmæli- kvarða. Hvað um það. Það er verkefni seinni tíma fólks að vega og meta framlag Nínu Tryggvadóttur til menningar tuttugustu aldar, en ég leyfi mér hér að lokum að fullyrða, að svo heilsteyptur og sérkenni- legur málari var Nína Tryggva- dóttir, að lengi má leita meðal þjóða, að jafningi hennar finn- ist. Máltækið segir, að maður komi í manns stáð, en hér hjá okkar litlu þjóð á þetta ekki' alltaf við. Það kemur enginn í stað Nínu Tryggvadóttur. Valtýr Pétursson. 50 KRÓNA VELTAN vinsamlega gerið skil í dag Skrifstofa stuðningsmanna G. Th., Pósthússtræti 13. REYKJANESKJÖRDÆMI Kosningaskrifstofur og trúnaðarmenn Gunnars Thoroddsens í Reykjaneskjördæmi: KJÓS: Helgi Jónsson, bóndi Felli. KJALARNES: Haukur Ragnarsson, tilrauna stjóri, Mógilsá. MOSFELLSS VEIT: Guðmundur Jóhannesson, sími 66312, Guðjón Hjartar- son, Álafossi. SELTJARNARNES: Snæbjörn Ásgeirsson. Skrif- stofa Skólabraut 17. Sími 42653. KÓPAVOGUR: Skrifstofa Melgerði 11, símar 42650 — 42651. Framkvstj. Guðmundur Gíslason. Ungir stuðningsmenn: Skrifstofa Hrauntungu 34, sími 40436. Framkvstj. Þórhannes Axels- son og Jón Gauti Jónsson. GARÐAHREPPUR: Skrifstofa Breiðási 2, sími 52710, 52711, 52712. Fram- kvstj. Vagn Jóhannsson, heimasími 50476. Viktor Þorvaldsson. HAFNARFJÖRÐUR Skrifstofa Góðtemplarahús- inu Suðurgötu 7, símar 52700 — 52701. Framkvstj. Friðbjörn Hólm. Ungir stuðningsmenn: ^ Skrifstofa Vesturgötu 4, sími 52705. Framkv.stj. Árni Ágústsson. VOGAR: Pétur Jónsson, oddviti. GERÐAHREPPUR: Finnbogi Björnsson, verzlm. NJARÐVÍK: Skrifstofa Önnuhúsi v/Sjáv- argötu, sími (92)-1433. Ingvar Jóhannesson, fram- kvstj., Ólafur Sigurjónsson, oddviti. KEFLAVÍK: Skrifstofa Hafnargötu 80, sími (92)-2700. Framkvstj. Ingi Gunnarsson. SANDGERÐI: Alfreð Alfreðsson, sveitastj. HAFNIR: Jens Sæmundsson, stöðvarstj.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.