Morgunblaðið - 26.06.1968, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 26.06.1968, Blaðsíða 28
AUGLYSINGAR SÍMI SS«4*BD IÍobNING^^JqroDDSEN MIÐVIKUDAGUR 26. JUNÍ 1968 Viða válegt ástand hjá bændum - geta ekki heyjað nóg tyrir nœsta vetur HRÆÐFLEGT ástand er nú viða hjá bændum austan lands og norffan og telja margir þeirra það útilokað að þeir geti heyjað nægilega mikið fyrir búpening sinn fyrir næsta vetur. Tún eru mjög kalin og spretta víffast hvar engin, og þar sem sýnt er að •heylítið verffur víðast hvar á land inu í sumar er Ijóst að ekki verður um mikla hjálp að ræffa handa þeim sem verst verða úti. Morgunblaðið hafði samband við nokkra bændur og spurði þá um heyskaparhorfur í sumar. Út- litið var viða ekki gott, en þó töldu bændur, að ef gerði gott Verður á næstunni gæti spretta V>rðið sæmileg. Jóhann Helgason, Leirhöfn á Melr akkasléttu: — Hér er jörð mjög mikið kal- in, og túnin á flatlendi mikið til ónýt. Ein og ein nýrækt frá því í fyrra stendur sæmilega og það má sjá smá græna bletti hér og þar, en ég er hræddur um að heyskapurinn í sumar verði lítill. Ég hef kýrnar enn á fullri gjöf, enda eru mikil frost á hverri nóttu og jafnvel 1—2 stig á daginn. Ég hafði um 700 kindur á fóðrum í vetur, en það er útilokað að ég hafi fóður fyr- ir þær næsta vetur nema með utanaðkomandi aðstoð, því ég geri ekki ráð fyrir að fá nema um 1/10 af túnum mínum í ár. í>að er líklega ekki um annað að ræða en að fækka bústofn- inum þvi að mér skilst að á- standið sé ekki svo gott annars- staðar á landinu að við getum búist við aðstoð. Við erum bún- ir að tilkynna viðkomandi yfir- völdum um ástandið, og bíðum nú frekari frétta. Ketill Guðjónsson, Finnastöð- um í Eyjafirði: — Kalið er með mesta móti í ár. Nokkur undanfarin ár höf- um við sloppið tiltölulega vel miðað við aðra landshluta, en nú er draumurinn búinn. Það er kalt í veðri núna og lítil spretta. liggur við að það sé frost á hverri nóttu. Ég hefi alls um 50 gripi í húsum og það er eng- in von til þess að ég hafi fóður fyrir þá næsta vetur. Því miður virðist ekkert útlit fyrir að veðr áttan ætli að batna, þegar ég kom út í morgun var grátt nið- ur undir tún. Ég hefi að vísu getáð láítið kýrnar út, en verð að gefa þeim mikinn fóðurbæti. Ef hlýnar í veðri sprettur ört, og við verðum bara að vona og bíða. Sr. Marinó Kristinsson, Sauð- anesi á Langanesi: — Tún eru mikið kalin hér og sumsstaðar mikið' til ónýt. Það er fyrirsjáanlegt að bændum tak ist ekki að heyja nóg fyrir gripi Framhald á bls. 5 Fargjöld Ríkis- skips hœkka FORSTJÓRI Ríkisskips, Guðjón Teitsson sagði Morgunblaðinu, að gefnu tilefni, aff ákveðið hefði verið, að hækka fargjöld með skipum félagsins í sumar, og væri þar með verið að reyna að samræma fargjöldin í hringferð- um. Hefði verið ákveðið árið 1966 að hækka fargjöldin í hringferð um, og hefði erlendum ferða- skrifstofum þá m.a. verið til- kynnt um þetta, þar sem þetta hefði verið gert fyrir árið 1967. Hefðu þau fargjöld síðan hald- Berlínarmálið bandalagsþjóðunum mikið áhyggjuefni - sagði Emil Jónsson að loknum ráðherrafundinum BLAÐAMAÐUR Morgunblaðsins hitti Emil Jónsson, utanríkisráð herra íslands að máli, eftir að ráðherrafundinum var lokið, og spurði hann lauslega um gang mála á fundinum. Utanríkisráð- herrann sagði, að allir þeir, sem sóttu ráðherrafundinn hefðu lát ið í ljós ánægju með allan und- irbúning, og sjálfur væri hann á sömu skoðun og þakkaði öll- um þeim, sem þar hefðu lagt hönd að verki. Ráðherrann sagði, að á fund- inum hefði verið rætt um varn- armátt Atlantshafsbandalagsins og nauðsyn þess, að hann væri jafn mikill og hernaðarmáttur landa Varsjár-bandalagsins. Greinilegur væri viljinn til þess að bæta samskipti austurs og vesturs og starfsemi bandalags- ins um þessar mundir beindist mjög í þá átt. Á fundunum hefði ítarlega verið fjallað um aðgerð ir, er miðuðu að þessu. Ráðherr- arnir hefðu greint frá heimsókn um sínum til landa í Austur- Evrópu, þar sem þeir hefðu túlk að hin sameiginlegu sjónarmið aðildarríkja Atlantshafsbanda- lagsins. Teldu þeir, að með bein um samskiptum mætti stuðla að minnkandi spennu. Þá sagði Emil Jónsson, utan- ríkisráðherra, að lokum, að Berl Emil Jónsson, utanríkisráðherra ínarmálið væri bandalagsþjóðun um mikið áhyggjuefni og af því fyrir auknum samskiptum aust- kynni að leiða hætta, sem spillti 1 urs og vesturs. izt, en ógert hafði þá verið að hækka gjöldin á styttri leiðum, t.d. milli einstakra hafna á strand lengjunni. Verðstöðvunin 1967, hefði svo gert það að verkum, að ómögulegt hefði verið að koma þessu við, og því hefði það orðið svo, að mögulegt hefði ver ið að ferðast í áföngum allan hringinn fyrir um það bil 17% lægra verð, en ef menn hefðu keypt sér farmiða allan hring- inn. Væri það ljóst, að þetta hefði komið ýmsum spánskt fyr- ir sjónir, ekki að ástæðulausu. Nú væri hins vegar verðhækk un leyfð, og myndu þá sumar- fargjöldin hækba um þessi 17% til samræmingar, og sömuleiðis myndu fargjöldin hækka um önnur 14% á flestum styttri leið um, eða um þann mismun, sem varð milli krónunnar og sterl- ingspundsins. Sagði hann þó eina undantekn ingu gerða, á Vestmannaeyjaleið Inni, en þar héldust fargjöldin óbreytt. Væri það nokkurs kon- ar ívilnun við Vestmannaeyinga, sem væru vegasambandslausir við meginlandið, og því öðruvísi settir en aðrir landsmenn, hvað samgöngur áhrærði. Kvað hann einnig þann hátt hafðan á, að hafa sumarfargjöld 'in meira en 10% hærri en vetrar- fargjöldin. Að lokum sagði Guðjón, að fargjöld í 2ja manna klefum á fyrsta farrými væri um 6000kr. með öllu inniföldu, þ.e. mat, framreiðslugj aldi, þjónustugj aldi þerna og söluskatti, en fargjöld í 4ra manna klefum á fyrsta far rými væru um 5000 kr. með öllu þessu inniföldu, fæðið væri reikn að á 300 kr. á mann á dag Hagstofan gefur út skrá yfir látna AUKINN ÁHUGIKVENNA Á ALÞJÓÐAMÁLUM - rabbað við frú Elisabeth Luns og Clotilde Brosio Fréttatilkynning frá Hagstofu íslands. HAGSTOFAN hefur gefið út fjölritað hefti með skrám yfir dána hvert áranna 1965—67, og er ætlunin að gefa framvegis út slíkar skrár árlega. Er með þessu tekið við þar, sem frá var horf- ið, er hætt var að birta dánar- skrár í Almanaki Þjóðvinafélags ins. Síðasta dánarskráin þar — um látna 1964 — kom í Alman- akinu 1966. Á dánarskrám Hagstofunnar eru — auk nafns — eftir greind- ar upplýsingar um hvern lát- Bræðslu- síldarverð ENGIN ákvörðun hefur enn ver- ið tekin um bræðslusíldarverðið. Fundur var haldinn í gær, en engin niðurstaða fékkst. Ekki hafa verið boðaðir neinir sérstak ir fundir, en verfflagsnefnd held- ur áfram fundum sleitulaust þar til samkomulag næst. inn mann: Staða, hjúskaparstétt, fæðingardagur og ár, fullt heim- ili á dánartíma og dánardagur. — Upplýsingar þessar eru -sam- kvæmt dánarskýrslum presta til Hagstofunnar. Hefti þetta er fjölritað, eins og áður segir, og 80 bls. að stærð i kvartbroti. Verð þess er 130 kr. og það fæst í Hagstofunni, Arnar hvoli, Reykjavík. Prestskosning í Þingeyroklaust- ursprestakalli PRESTSKOSNING fór fram í Þingeyraklaustursprestakalli í Húnavatnsprófastsdæmi 16. júní sl. Voru atkvæði talin í skrif- stofu biskups í gær. Einn umsækjandi var í kjöri, séra Ámi Sigurðsson. Á kjörskrá voru 639, atkv. greiddu 259. Um- sækjandi hlaut 231 atkv., 27 seðlar voru auðir og 1 ógildur. Frú Elisabeth Luns, eigin- kona hollenzka utanríkisráð- herrans Joseph Luns, var ný- komin til Hótel Sögu úr kynningarferð um Reykjavik og hádegisver'ðarboði hjá Elisabeth Luns borgarstjórn. Hún hafði lít- inn tima aflögu, því að kl. 5 hafði hollenzki ræðismaður- inn á íslandi boð inni til heið urs þeim hjónum. — Ég kom hingað fyrir fimm árum með eiginmanni mínum í opinbera heimsókn, sagði frúin, — og á margar góðar minningar frá þeirri dvöl. Mér þótti því einkar ánægjulegt að fá tækifæri til að koma hingað aftur. Þá vor um við hér á ferð í maímán- uði og var miklu betra veður en núna. En mér er reyndar sagt, að þetta sé óvenjulegt kuldavor hjá ykkur. — Farið þér oft með eigin- manni yðar á fundi og ráð- stefnur? — Ég fer alltaf á vorfundi NATO, bæði vegna þess að þar er gert ráð fyrir, að eiginkonur komi með og sér- stök dagskrá fyrir þær, kynn isferðir, samkvæmi og fleira. Auk þess er það mjög fróð- legt, þar sem fundirnir eru haldnir til skiptis í höfuðborg um NATO-landanna og gefst gott tækifæri til að skoða sig um. Clotilde Brosio — Jú, við fórum á Þingvelli í gær. Þangað kom ég líka í fyrstu ferðinni. Fegurðin er heillandi, landslagið á áreiðan lega hvergi sinn líka, og auð- vitað er ísland svo sérstætt um margt, að ekki fer hjá því, að gestir sem hingað koma, upplifa margt sem þeir sæju hver.fi annars staðar. — Við hjónin erum búsett Framhald á bis. 27.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.