Morgunblaðið - 26.06.1968, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 26.06.1968, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 26. JÚNÍ 1968 5 Happdrætti Bústaðarsóknar Kirkjudagur Bústaðarsóknar var nýlega haldinn. Var þá efnt til skyndihappdrættis til ágóða fyrir kirkjuhyggingu safnaðar- ins. Vinningurinn var Mallorca og Lundúnarferð, sem Guðni Þórðarson, forstjóri ferðaskrifst. Sunnu gaf. Er þetta önnur slík gjöf, sem Guðni liefur gefið Bú- staðarkirkju og kunna forráða- menn safnaðarins honum mikl- ar þakkir fyrir. Myndin sýnir er Guðni Þórð- arson afhendir vinningshafa frú Ásgerði Hafstein, Garðsenda 17 farseðilinn. Með þeim á mynd- inni eru sóknarpresturinn, séra .Ólafur Skúlason, safnaðarfull- trúi, Ottó A. Michaelsen og for- maður sóknarnefndar Axel L. Sveins. I bakgrunni má sjá smiði vinna við að reisa safnaðarheim- ili kirkjunnar. Neyðarástandlögin undirrituð í V-Þýskal Bonn, 25. júní NTB Forseti Vestur-Þýzkalands, Heinrich Lúbke, undirritaði í dag neyðarástandslög þau, sem miklum deilum hafa valdið að undanförnu og taka þau gildi, undir eins og þau liafa verið birt í lögbirtingarblaði landsins. Venjulega líða nokkrar vikur frá því að forsetinn staðfestir lög, þar til að lögin eru birt í lögbirtingarblaðinu. I þessum nýju lögum er -kveð- ið á um vald ríkisstjórnarinnar, er hætta er talin á styrjöld eða styrjöld skellur á eða ef alvar- legt hættu- eða neyðarástand skapast innanlands. Voru lögin - KR - ÍBK Framhald af bls. 26 Þórólfur skoraði upp úr mikilli skotpressu eftir hornspyrnu, þar sem vörn ÍBK hafði varið einu sinni, Magnús Haraldsson á mark línu í annað skiptið, en knettin- um aldrei komið í burt. Á 22. mín skorar Gunnar Felix son eftir að Keflavíkurvörnin hafði verið sigruð með storm- sókn á miðjunni og skot í stöng. Á 36. mín skoraði Gunnar Fel. aftur. Nú með skoti af vítateig sem hann fékk vel að undirbúa. Þetta var fallegasta mark leiks- ins. Á 9. mín síð. hálfleiks leikur Hörður Markan upp kantinn, gef ur fyrir til Eyleifs. Hann sér sér góðan tíma og sendi milli þriggja varnarmanna ÍBK í markteig aftur til Harðar sem skallaði inn — aftur milli varnarmannanna. Á 20. mín. framkv. Þórólfur aukaspyrnu á vítateig. Hann lyfti að markinu og Eyleifur skallaði í markið. Fallega að unn ið. Tveim mín síðar náði Ólafur Lárusson knettinum af Sigurði Albertssyni, sem hélt að um rang stöðu væri að ræða. Ólafur lék að marki og skoraði auðveldlega. Það var ekki fyrr en undir lok leiksins, að Keflvíkingar náðu tækifærum til marka, en tókst þá illa. Næst komust þeir marki á síðustu mínútu leiks, er þeir áttu skot í stöng. Keflavíkurliðið var eins og vængbrotinn fugl, fálmandi í öll um tilraunum, varnar- og sókn- arlínur stóðu illa saman og allt varð að litlu sem engu í með- ferð. KR-ingar með baráttuglaða leikmenn, eldsnögga framherja og grimma varnarmenn, góða tengiliði og hina hættulegu send ingar Þórólfs náði því yfirburð- um sem vörðu lengst af. Dómari var Steinn Guðmunds son og fórst vel. — A. St. samþykkt á sambandsþinginu fyr ir 11 dögum, en þá höfðu þau orðið fyrir mikilli gagnrýni og mótmælaaðgerðir verið hafðar í frammi gegn þeim af ýmsum að- ilum. Andstæðingar neyðarástands- laganna, einkum stúdentar, frjáls lyndir aðilar og sambönd verka- lýðsfélaga eru þeirrar skoðun- ar, að þessi lög geti rutt veg- inn fyrir þýzkan einræðisherra í framtíðinni. Samkvæmt þessum lögum eru síðustu takmarkanir hernáms- veldanna á fullveldi Vestur- Þýzkalands úr sögunni, því að með þeim eru felld niður viss áhrif, sem Bandaríkin, Bretland og Frakkland gátu haft á nokkr um sviðum öryggismála. - AKUREYRI — ÍBV Framhald af bls. 26 'þrátt fyrir sókn Eyjamanna. Það vantaði beittasta broddinn í sókn ‘Eyjamanna. En lið þeirra er skipað röskum og þolnum mönn- um. Liðið hafði úthald til leiks- loka og yfirleitt átti liðið ekki 'minna í siðari hálfleik þó hann 'yrði aldrei tíðindamikill. Magnús Pétursson dæmdi al- ■veg óaðfinnanlega. Kalt var í veðri og völlur blautur og þungur. Ekki var mik il úrkoma meðan á leik stóð, en ■norðankul og hráslagalegt. Saigon, 25. júní. NTB-AP. • Tólf bandarískir og átján thailenzkir hermenn biðu bana í dag, cr þrjár þyrlur fórust um 25 km norðaustur af Saigon. Slys þetta bar að með þeim hætti, að því er AP segir, að tvær þyrlurnar rákust saman og varð við það sprenging, er náði til hinnar þriðju. Steyptust allar þyrlurnar logandi til jarðar. Veður var slæmt, er slysið varð. Nákvæm rannsókn hefur verið fyrirskipuð á þessu slysi og öðr- um þyrluslysum, sem hafa verið tíð að undanförnu. Meiri háttar átök hafa ekki verið í Suður-Vietnam síðasta sólarhringinn, að því er fregnir frá Saigon herma. Bandarískar sprengjuflugvélar af gerðinni B-52 hafa, ásamt bandarískum fótgönguliðum og þyrlusveitum gert nokkrar árásir á stöðvar Vietcong umhverfis Saigon og fellt 61 mann, og minni háttar átök hafa orðið víða annars stað- - VÁLEGT ÁSTAND Framhald af bls. 1 sína í sumar. Flestir bændur eru nú heylausir og verða að láta gripina ganga úti. Búnaðarfé- lagið heldur fund í kvöld til að ræða ástandið. Aðalbjörn Benediktsson, Grund arási, Miðfirði: — Það hefur verið anzi kalt að undanförnu og jafnvel snjó- koma um miðjan dag upp á síð- kastið. Þetta hefur þegar haft sín áhrif, hamlað gróðri, sem þeg ar var veikur fyrir. Útlitið er ekki gott, kal er með mesta móti og fá eða engin tún hafa sloppið alveg. Ástandjð er samt verst í Hrútarfirði. Úthaginn er betri ent únin og lambadauði hefur verið með minnsta móti, enda kom þurrviðriskafli rétt þegar við þurftum á honum að halda í því tilliti. Hinsvegar er enginn farinn að hugsa um slátt ennþá og veðráttan þarf mikið að batna og gróðri að fleygja fram áð- ur en að því kemur. Sigurbjörg Jónsdóttir, Ófeigs- stöðum í Köldukinn: — Hér hefur verið slydda að næturlagi og hiti rétt um frost- mark. Ég held samt að ekki hafi frosið svo djúpt að kartöflugrös hafi skemmst. Það var ekki mikið um lambadauða hjá okkur, enda voru ærnar hýstar yfir burðinn en nú er búið að sleppa þeim öllum. Hér er mjög kuldalegt um að litast, íshrafl alveg upp í fjörur og mikið um kal í tún- um. Þau eru öll hvítflekkótt, en ef gerir góða tíð er von til að þetta bjargist sæmilega. Landvarnaráðherra S-Vietnam upplýsir, að fyrir næstu áramót muni her stjórnarinnar í S-Viet- nam telja samtals um 800.000 manns. Hann telur nú 655.000 manns en bandaríska liðið 533.000. Að sögn NTB er talið, að Vietcong skæruliðar og Norður- Vietnamar hafi nú samtals rúm- lega 300.000 manns undir vopn- um fyrir sunnan 17. breiddar- baug. Frá stjórnarbúðum S-Vietnam berast þær fregnir, að 90 þing- menn hafi krafizt þess, að stefna Bandaríkjanna í Vietnam verði tekin til umræðu á þingi lands- ins. Standa kaþólskir þingmenn fremst í fylkingu kröfumanna en að því er talsmaður þeirra segir, stendur mörgum stuggur af þeim orðrómi, er nú er uppi í S-Viet- nam, að áhrifamiklir aðilar í Washington leggi fast að Banda- ríkjastjórn að fallast á, að mynd- uð verði samsteypustjórn í S- Vietnam, er þjóðfrelsinshreyfing in fái aðild að., 30 fórust í þyrluslysi — skammt frá Saigon Albernathy dæmdur í 20 daga fangelsi Washington, 25. júní NTB-AP. 'SÉRA Ralph Albernathy, sem ‘hefur forystu fyrir baráttu blökkumanna fyrir auknum rétt- indum, að séra Martin Luther King föllnum og stjórnar jafn- framt baráttu hinna fátæku, sem staðið hefur yfir síðustu vikur, var í dag dæmdur til tuttugu daga fangavistar fyrir að standa fyrir ólöglegri mótmælasam- ‘komu. Alberhathy var handtek- inn á mánudagskvöld úti fyrir 'bandaríska þinghúsinu, þar sem hann stjórnaði mótmælagöngu nokkur hundruð manna er farin var í trássi við bann yfirvalda. Var hann einn af um það bil 350 manns, sem lögreglan tók í sína vörzlu. Albernathy sagði við frétta- menn, áður en hann fór með hópgönguna að þinghúsinu, að hann og margir aðrir forystu- fflenn baráttunnar gerðu ráð fyr ir handtöku. Hann veitti enga mótspyrnu, þegar lögreglan tók hann og leiddi á burt. Segir NTB, að sú hafi verið skoðun margra, að hann tæki handtök- unni fegins 'hendi, því þar með hafi hann komizt hjá því að beygja sig fyrir ákvörðunum stjórnarvaldanna. Albernathy sagðí fyrir réttin- um, að hann teldi það skyldu sína að reyna að vekja athygli iþings landsins á því hversu bág kjör hinna fátækustu í þjóðfé- laginu væru. Svaraði dómarinn því til, að hann efaði ekki, að honum gengi gott eitt til, en sagði, að hann yrði að reyna að halda sig og aðgerðir sinar inn- an ramma laganna. í dag var hafizt handa um að rífa niður tjald og kofabúðirnar, sem baráttumenn höfðu sett upp í garði einum i Washington, um 3 km. frá Hvíta húsinu. Búðimar voru ruddar á sunnudagskvöld- ið og kom þá til talsverðra átaka. Úrskurðað hafði verið, að fólk þetta mætti hafast við í búðun- um til miðnættis á laugardags- kvöldið, en það neitaði, með Al- barnathy í forystu, að hlíta þeim úrskurði. Á sunnudag voru íbú- arnir varaðir við því hvað eftir annað, að yrðu þeir ekki á brott, mundi lögreglan ryðja búðimar. Síðasta aðvörunin var birt klukk an átta á sunnudagskvöld og klukkustund síðar kom þar upp eldur. Slökkviliðsmönnum var með ýmsum hætti torveldað að vinna starf sitt og urðu þar tals- verða óeirðir. Lögreglan beitti þá táragasi og kylfum til þess að rýma búðimar og hermenn úr þjóðvarnarliðinu voru viðbúnir að grípa í taumana, ef óeirðirnar breiddust út. Upprunalega voru um 3000 manns 1 búðunum, en flestir, m. a.flestar konur og börn, voru farnir þaðan. Eftir að búðirnar höfðu verið rýmdar kom til óeirða á ýmsum stöðum í borginni, en lögreglu- lið greip með aðstoð þjóðvarðliða jafnharðan í taumanna og kom i veg fyrir að til alvarlegra tíð- inda drægi Vann lögreglu- og þjóðvarðliðið undir beinni stjórn borgarstjórans, Walters E. Was- hingtons, sem sjálfur er blökku- maður og þykir hafa haldið vel á málum síðustu daga. í nótt var i útgöngubann í borginni. Tillaga Bandaríkjaforseta: Úll skotvopn í einka- eign veröi skrásett Washington, 25. júní. AP. JOHNSON Bandaríkjaforseti hefur borið fram tillögu um, að skrásett verði á vegum sambands stjórnarinnar sérhver byssa í einkaeign í Bandarikjunum. Hef- ur þessi tillaga þegar vakið deil- ur í þinginu. f sérstökum boðskap, þar sem komizt var skorinort að orði, og sendur var báðum deildum Bandaríkjaþings sl. mánudag, fór forsetinn fram á strangari lög um eftirlit með skotvopnum. Sagði þar ennfremur, að forset- inn myndi bera fram sérstakt lagafrumvarp í þessa átt. „Heim- ilum og götum víða um landið, þar sem skothvellir kynnu að glymja, verður forðað frá þeim harmleik. sem tilgangslaus mann dráp eru“, sagði forsetinn. Til- laga forsetans var gagnrýnd af Robert L. F. Sikes, demókrata frá Florida, sem sagði, að helzta ályktunin, sem draga mætti af orðum forsetans væri dapurleg vandkvæði á lagaframkvæmd í Bandaríkjunum. Sikes er fyrrver andi framkvæmdastjóri NRA (National Rifle Association), en það er félag eigenda skotvopna og hefur það verið helzti and- stæðingur strangara eftirlits með byssum, einkum skrásetningu þeirra. Bandariska þingið hefur þegar samþykkt lög, sem koma í veg fyrir, að unnt verði að kaupa skammbyssur með póstpöntun og bar forsetinn nú fram áskor- anir um, að gripið yrði til snöggra ráðstafana í því skyni að koma á löggjöf, sem hindraði sölu rifla með þeim hætti. Johnson sagði, að með þeirri skráningu á vegum sambands- stjórnarinnar, sem hann hefði lagt til, væri unnt að koma í veg fyrir að glæpamenn, eiturlyfja- neytendur, áfengissjúklingar og geðsjúklingar keyptu eða eign- uðust skotvopn svo og allir aðrir, sem hætta gæti stafað af fyrir heilbrigði, öryggi eða velferð borgaranna. RITSTJÓRN • PREIMTSMIÐJA AFGREIÐSLA'SKRIFSTOFA SÍMI 10.100 Skrifstofuhúsnæði Neðarlega við Laugaveg, rúmgóð þrjú herb. teppa- lög til leigu. — Nánari upplýsingar gefur NÝJA FASTEIGNASALAN, Laugavegi 12, sími 24300. ar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.