Morgunblaðið - 29.06.1968, Side 15
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 29. JÚNÍ 196«
15
Norræni lýðháskólinn og Mið-
stöð norrænnar alþýðufræðslu
Kungálv í júní.
FÖSTUDAGINN 7. júní sL fór
fram vígsluathöfn á Fontin-
fjalli Kungalvborgar, þar sem
nýbyggingar Norræna lýðháskól
ans og Miðstöðvar norrænnar
alþýðufræðslu — Nordens Folk-
liga akademi — voru vígðar me'ð
hátíðlegri athöfn.
Um 200 gestir voru viðstadd-
ir, þar á meðal menntamálaráð-
herrar Svíþjóðar og Danmerkur
og fulltrúar ríkisstjórna Finn-
lands og Noregs, Jörgen Jörgen-
sen, fyrrv. menntamálaráðherra
Dana, norrænir ræðismenn, þar
á meðal Björn Steenstrup, ræð-
ismaður íslands í Gautaborg.
Prófessor Erica Simon, sem er
háskólakennari í Norðurlanda-
bókmenntum við háskólann í
Lyon í Frakklandi, flutti fyrsta
erindi dagsins, er fjallaði um
danska hugsuðinn og skáldið
Grundtvig og hans tillögu frá
1839 um vísindalega fræ'ðslu-
stofnun í Gautaborg, — sameig-
inlegan háskóla fyrir öll Norð-
urlönd.
Frú Erica Eimon sagði m. a.:
— Á tímum mikilla og vaxandi
alþjóðasamskipta væri það hart
nær smáborgaralegt, ef Nordens
Folkliga akademi takmarkaði
starfsemi sína einvörðungu við
það, sem norrænt er. Nauðsyn
ber til að starfsemi slíkrar stofn
unar sé víðfeðm bæði í nor-
rænu og alþjóðlegu tilliti og láti
sig skipta heim allan. Slíkt
markmið væri í fullu samræmi
við hugsjón Grundtvigs, — fö'ð-
ur eða upphafsmanns lýðháskóla
hreyfingarinnar —, um norræna,
vísindalega fræðslustofnun í
Gautaborg. —■ —
Prófessor Erica Simon er dokt
or frá Uppsölum. Hún er álitin
fremsti Grundtvigssérfræðingur
vora tíma. Doktorsritgerð henn-
ar er vafalaust viðamesta vís-
indaritið, sem gefið hefur verið
út um norræna lýðháskóla og
norræna alþýðufræðslu í það
heila tekið. Öndvegisrit á sínu
sviði. íslenzkri alþýðufræðslu
og þjóðaruppeldi á gamla vísu,
eru þar gerð góð skil. —
Olof Palme, menntamálaráð-
herra Svía, hélt vígsluræðuna.
Hann er — sem kunnugt er —
afburðasnjall ræðumaður. Hann
flutti árnaðaróskir í tilefni dags-
ins og ræddi síðan stöðu og hlut
verk lýðháskólanna í þjóðfélag-
inu. — Fórust honum m.a. orð á
þessa leið:
— Fyrir nokkrum árum var
sú sko’ðun all-útbreidd að lýð-
háskólarnir ættu tæpast framtíð
fyrir sér. Álitið var að lýðhá-
skólinn mundi daga uppi í hinni
öru þróun, sem á sér stað á sviði
skólamála. Nú heyrast sjaldan
slíkar raddir, — öðru nær. Að
margra dómi mundu önnur skóla
form og skólastig geta ýmislegt
lært af reynslu lýðháskólanna,
m.a. varðandi hinar einstaklings-
bundnu, frjálsu starfsaðferðir og
leiðir til persónulegs þroska.
Lýðháskólinn felur í sér mögu-
leika til að svala hinum ört
vaxandi fræðsluþorsta og
menntaþrá fullor'ðna fólksins, í
síbreytilegu þjóðfélagi, —■ fólks,
sem ekki hefur fengið sömu að-
stöðu til menntunar og ungt
fólk hefur nú á dögum. — Einn-
ig má benda á að þróunin stefn-
ir ótvírætt í þá átt, að menn
einblíni ekki í sama mæli á próf
einkunnir og réttindi og áður
var, en taki meira tillit til
reynslu og dugnaðar í starfi.
Öðru fremur er þó kjarni
málsins sú hugsjón, sem lýðhá-
skólinn byggist á, — hið frjálsa,
óháða skólaform í þágu þrosk-
aðra nemenda, — og það frelsi,
bundið ábyrgð, sem ríkir í starfs
geymslur, — eldhús með öllum
nýtízku tækjum, ásamt borðsal
sem rúmar nær 200 manns í
sæti og stórri setustofu, með
opnu eldstæði. Auk þess í ná-
grenni aðalbyggingar, skóla-
stjórabústaður, 2 kennarabústað-
ir, hús fyrir starfsfólk, 9 nem-
endahús, hvert og eitt rúmar 8
nemendur, flest eins manns her-
bergi, auk á skólinn 2 eldri hús.
Björn Höjer, rektor við Nordens folkliga akademi, býður
Olof Palme, menntamálaráðherra, velkominn til vígslunnar
í Kungálv. í fylgd með ráðherranum var sonur hans, Joakim.
aðferðum og vinnubrögðum þess
ara skóla, — sjálfstæð gagnrýni
og vakandi hugsun nemenda,
sem láta sig ætíð nokkru skipta,
það sem lifir og hrærist í um-
hverfi þeirra og umhieimi.
— Það er von mín, sagði ráð-
herrann að lokum, — að Nord-
ens Folkliga akademí verði
orkuver rökræðu og nýsköpun-
ar í þágu norrænnar alþýðu-
fræðslu í nútíð og framtíð.
Jörgen Jörgensen, fyrrv.
menntamálaráðhera Dana, upp-
hafsmaður þessarar akademísku
stofnunar í þeirri mynd, sem
hún nú er, rakti áðdraganda og
þróunarsögu hinnar nýju stofn-
unar frá hugmynd til veruleika.
— Hann varð 80 ára í maímán-
uði. En ræða hans var þrótt-
mikil hvatning til nýrra dáða
til eflingar lýðræðis og aukinn-
ar menningar.
Sture Altvall, rektor Norræna
lýðháskólans, sem borið hefur
hita og þunga byggingarfram-
kvæmdanna, gerði grein fyrir
framkvæmdum, þakkaði verk-
tökum og öðrum sem stuðlaö
höfðu að því að kleift reyndist
að koma þessum framkvæmd-
um í kring á tilsettum tíma.
Bygingarnar voru um 2 ár í
smíðum. — Stór aðalbygging á
einni hæð, byggð í ferning
kringum dálítinn skrúðgarð; —
í aðalbyggingu rúmgóðar for-
stofur, 9 kennslustofur af ýms-
um stærðum, fyrirlestrasalur,
bókasafn á tveim hæðum, lestr-
arsalur og 4 minni vinnuher-
bergi í tengslum við bókasafn-
ið auk skrifstofu bókavarðar,
bænhús með forkunnarfögru
listaverki, marglitum glerglugga,
eftir Bo Beskon.
í aðalbyggingunni eru einnig
skrifstofur skólastjóra beggja
stofnananna með tilheyrandi af-
greiðslu'herbergjum, kennara-
stofa með litlu eldhúsi og
— Loks stórt leikfimihús, sem
samtímis er hátíðasalur. I
tengslum við hann er m.a.
finnsk gufubaðstofa. Svið er í
salnum og stærð þess stenzt
kröfur þær, sem „riksteatern"
setur, svo Gautaborgar-leikhús-
in og önnur góð leikhús geta
fengið þar inni fyrir gestaleik.
Og er það vel til falli'ð, þar sem
starfandi verður leiklistardeild
við skólann næsta vetur. For-
tjald sviðsins er gullfallegt lista
verk. — Öll þessi framkvæmd
hefur kostað 5,9 milljónir
sænskra króna. Skólinn — báð-
ar stofnanirnar — rúma um 100
nemendur. —
Björn Höjer, rektor við Nord-
ens Folkliga akademi, fór að
lokum nokkrum orðum um
markmið og meginverkefni
stofnunarinnar í nánustu fram-
tíð.
Milli ávarpsorða og erinda
voru ýms skemmtiatriði flutt.
Óperusöngkonan Birgit Finnila
söng norræn lög. — En hún var
nemandi á Norræna lýðháskólan
um fyrir nokkrum árum. Einn-
ig var samleikur á flautu og
slaghörpu, Gérard Sshaub og
Elisif Lundén frá Gautaborg
léku. — . Þeldökk bandarísk
dansmær dansaði ballett, m.a.
dúett við sjálfa sig me’ð kvik-
mynd af sjálfri sér í bak-
grunni.
Auk þess var sameiginlegur
söngur (norrænn þjóðkór) eins
og siður er í lýðháskóla. Sung-
in voru norræn ljóð og lög, m.a.
kvæði Jónasar Guðlaugssonar,
sem hann kallar „Det nye
Nord“ og birtist fyrst í ljóðabók
hans „Vidderner Poesi“, sem
kom út í Kaupmannahöfn 1912.
Fyrsta erindi kvæðisins er
þannig:
Kan I mærke, det lysner af sol-
skin í sindet,
kan I se, at det glöder i tanker
og ord,
at vi samles i h&bet og mödes i
mindet,
vi börn af én stamme, vi sönner
af Nord!
En frægasta tónskáld Dana,
Carl Nielsen, samdi einmitt eitt
af sínum fögru, ódauðlegu lög-
um við þetta ljóð. Kvæðið er
upprunalega ort á dönsku.
1 lok sjálfrar vígsluathafnar-
innar voru flutt ávörp og kveðj-
ur, m.a. frá ýmsum félögum og
stofnunum og bornar fram gjaf-
ir. Afhent voru málverk og önn-
ur listaverk, skrautmunir og
bækur. Guðlaugur Rósinkranz,
þjó'ðleikhússtjóri, sem verið hef-
ur í stjórn Norræna lýðháskól-
ans í nær tvo áratugi, flutti
nokkur ávarpsorð og afhenti
listaverkabók um Ásmund
Sveinsson, myndhöggvara, er
Halldór Laxness hefur ritað.
Kungalv-borg hafði síðan boð
inni á Hótel Fars Hatt (sam-
nefnt einum turninum á Bohus-
virkinu). — Þar voru einnig
ávörp flutt og kveðjur. Helgi
Larsen, menntamálaráðherra
Dana, flutti snjallt ávarp og
lagði út af orðum Gunnars á
Hlíðarenda: Fögur er hlíðin . . .
(Hér eru brattar og blómlegar
hlíðar og mikil náttúrufegurð).
— Ráðuneytisstjórarnir Henrik
Bargem frá Ósló og Ragnar Meiin
ander frá Helsingfors fluttu
kveðjur hluta'ðeigandi rikis-
stjórna. Heillaskeyti barst frá
menntamálaráðherra Islands,
Gylfa Þ. Gislasyni og einnig
voru fluttar kveðjur frá Fær-
eyjum, frá Norðurlandaráði,
Norrænu félögunum og ýmsum
fleiri aðilum.
Síðasta dagskráratriðið var
leiksýning á nýja sviðinu í há-
tíðasal skólans. Borgarleikhús
Gautaborgar sýndi leikritið
„Flotten“, eftir Kent Anders-
son, nýtízkulegt leikrit í hisp-
urslausum og . alldjörfum
ádeilutón.
í vor voru síðustu stúdents-
prófin tekin frá sænskum
menntaskólum samkvæmt þeim
reglum, sem gilt hafa til þessa.
í sjálfu sér verður breytingin
ekki eins mikil og oft er látið
í veðri vaka. Hér eftir er loka-
próf menntaskólanna fellt niður,
en gefnar einkunnir fyrir skrif-
leg og munnleg verkefni og
frammistöðu nemendanna vetr-
arlangt í hlutaðeigandi grein.
Og hér eftir verður heitið stúd-
entspróf fellt niður, en nemend
ur fá skírteini (þeir sem stand-
ast) mm réttindi frá mennta-
skóla, sem veitir þeim aðgang
að háskólanámi.
Þess er stundum getið, að
sænskir skólar séu, eða séu að
verða, próflausir skólar. Þetta
er mjög orðum aukið. Undirit-
aður getur um þetta borið, þar
sem ég hef kennt vi'ð mennta-
skólann hér í Kungalv í vetur,
— félagsfræði og sögu. Um það
bil hálfsmánaðarlega, eða a.m.k.
á þriggja vikna fresti eru skrif-
leg verkefni (skyndipróf) lögð
fyrir nemendur í flestum les-
greinum, stærðfræði og skyld-
um greinum og stílar eða rit-
gerðir í móðurmáli og öðrum
tungumálum og gefnar einkunn-
ir, sem nemendur fá. Og geta
þeir þannig fylgst með hvemig
þeir standa sig í þessum könn-
unum. Þeir fá einnig vitneskju
um meðaleinkunn bekkjarins
við hvert slikt skyndipróf. Þess-
ar einkunnir og frammistaða
nemandans í tímunum eru svo
lagðar til grundvallar vi'ð loka-
uppgjör hvors námstimabils. —
Það sem hefur gerzt er, að próf
í lok skólaárs eða námstímabils
er nú úr sögunni á öllum skóla-
stigum í sænskum skólum.
Við heildarmat námsárangurs-
ins er nú tekið meira tillit til
sjálfstæðrar, persónulegrar
frammistöðu nemandans, en áð-
ur var gert, og þá ekki sízt
vinnubragða og dugnaðar í dag-
legu námsstarfi.
Munurinn á nýjum skóla og
gömlum — sérstaklega á þetta
við um þær breytingar, sem nú
eru að gerast í sænskum
menntaskólum — er sá, að
gamli skólinn lagði megin-
áherzlu á að mi'ðla þekkingar-
atriðum og kunnáttu, en nýi
skólinn leggur hins vegar aðal-
áherzluna á að kenna nemend-
um góðar námsaðferðir og sjálf-
stæð vinnubrögð. Hann leggur
einnig þekkingaratriði og kunn-
áttu til grundvallar en vill fyrst
og fremst kenna nemendum að
leita þeirra, hugleiða tilganginn
og færa sér það í nyt og þroska
þannig með nemendum sjálf-
istæða hugsun og dómgreind,
hjálpa þeim og kryfja mál til
mergjar, að finna orsök og af-
leiðingu, að geta greint aðal-
atriði frá aukaatriðum. — Þetta
Framh. á bls. 13
Aðalbygging Norræna lýðháskólans í Kungálv. Bókasafn lengst til vinstri á myndinni, en
fyrirlestrarsalur og kennslustofur í forgrunni.