Morgunblaðið - 29.06.1968, Síða 24

Morgunblaðið - 29.06.1968, Síða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 29. JÚNÍ 1968 M. Fagias: FIMMTA Kvmiv - Já, það sé ég, sagði Stambu- lov og kinkaði kolli. - Erica var drepin á sunnu- daginn var, sagði sú ljósa, beizkjulega og þrjózkulega. — Hanna leit hvasst á hana, en það nægði ekki til að þagga niður í henni. - Hún barðist með hópi, sem var að verja Kastal- ann. Svo var fyrir að þakka föður hennar, sem var hershöfð- ingi í síðari heimsstyrjöldinni, þá var hún ágæt skytta. Hún hafði unnið fjölda heiðurspen- inga úr silfri og bronsi og einn úr gulli. Stambulov starði á hana og langa tapírnefið skalf, eins og það væri að berjast við hnerra. Svo lyfti hann glasinu. - Skál fyrir Ericu! - og gullpen- ingunum hennar. Hann tæmdi glasið og seildist eftir flöskunni og hellti á bæði hjá sjálfum sér og Nemetz. - Drekkið þið ekki, stúlkurnar? spurði hann. - Mig langar ekkert til að verða fullur meðan allir aðrir eru ófullir. Það er rétt eins og að ganga allsber í líkfylgd. Maður verður alveg í vandræðum með sjálfan sig. Sú Ijósa tók glas og skellti því á borðið fyrir framan hann. - Ég vil drekka mig fulla með þér, sagði hún. - Ekkert vil ég heldur en drekka mig fulla í kvöld. Við skulum öll verða full. Og hættu svo að tala um lík- fylgd. Það hefur verið talað allt- of mikið um það í seinni tíð. Hún_ skellti í sig konjakinu. - Ég mundi ekki drekka í þínum sporum, Angela, sagði Hanna aðvarandi. - Þú veizt sjálf, að þú þolir það ekki. - Hún á við, að þá gleymi ég að hegða mér almennilega, skríkti Angela. - Segi klámsög- ur og þessháttar. En er það kannski ekki í lagi. Hver í heim- inum kærir sig um siðsama mellu? Vitanlega vill Hanna heldur að við séum fínar dömur - alltaf fínar dömur! Sem snúa aldrei bakinu í herra, nema þá í rúminu. Og tali fínt! 91 „Hvernig hafið þér það í dag, herra? Hefur yður liðið vel? Skemmt yður? Nokkrar skemmti- legar aftökur? Hanna leit á hana, eins og hún gæti myrt hana, og spark- aði fast í hana undir borðinu, svo hún grenjaði upp af sárs- auka. Stambulov virtistekki skemmta sér vel. - Landar yðar koma mér á óvart,_ sagði hann við Nemetz. - Árum sarnan var ekkert múður milli okkar. Ég vil ekki halda þvi fram, að við höfum verið vinir, en við héld- um þó við siðuðu ánægjulegu og kurteislegu sambandi, til gagns fyrir báða aðila. Og svo verðið þið allt í einu vitlausir. Allir sem einn, allt landið! Ég veit ekki, hvað hægt er að kalla það. Múg - taugaveiklun? Skrílræði? I dag urðum við að senda loft- flotann til Csepel-verksmiðj- anna, svo að allt umhverfið stóð í björtu báli, og samt neita þessir vitleysingar að g efast upp! Lofið mér að spyrja yður: Halda þessir menn virkilega, að þeir geti sigrazt á okkur? Eða búast þeir enn við hjálp að vestan? Eru þeir svo skyni skroppnir að sjá ekki, að mál- staður þeirra er vonlaus? Angela greip flöskuna og fyllti glas á barma. Hún lyfti því Skál fyrir vitleysingunum í Csepel! skríkti hún og hvolfdi í sig konjakinu, eins og það væri litað vatn. Hanna leit á hana, afbrýðis- sömum augum. - Þetta verður þér til óheilla, Angela. - O, ekki alveg, það verður það svei mér ekki, svaraði hin og seildist eftir flöskunni. En í þetta sinn varð Hanna fljótari til og fór burt með flöskuna. - Æ, jú, Hanna frænka, bað Angela. - Bara örlítinn dreitil. Ég verð að drekka í mig kjark. Stambulof leit skuggalegur á svip á kafrjótt andlit hennar. Augun í honum voru smám- saman að verða blóðhlaupun, og þegar hann sagði eitthvað, varð slavneski hreimurinn meira á- berandi, og hann hnaut um mörgu sérhljóðin í ungverskunni - Til hvers þarftu að drekka í þig kjark? sagði hann. Angela brosti til hans. - Hef- Urðu nokkurntíma iesið um hana Júdit?'í gamlatestamentinu. Hún var gyðingakona, sem skar hann Hólófernis, hershöfðingja Nebú- kadnesars, á háls. Fyrst svaf hún hjá honum og svo skar hún hann á háls. Og svo þagði hún sem snöggvast en sagði svo: - Ég er líka Gyðingakona. Stambulov leit gremjulega á Hönnu. - Er það þetta, sem þú kallar að „láta fara vel um sig“? Því að því^ lofaðirðu þegar þú hringdir. „Ég lofa, að það skal fara vel um þig“, sagðirðu. „Skemmtilegt kvöld með gömlum vinum“, sagðirðu. Kallarðu þetta skemtilegt kvöld? Að vera pínd- ur af þefara og móðgaður af fullri dræsu? Hann rak kreppt- veitingahúsið ftSKUR BÝÐUR YÐUR HELGARMATINN i handhœgum umbúðum til að taka HEIM GRILLAÐA KJTJKIJNGA ROAST BEEF GLÓÐARSTEIKT LAMB GLÓÐARSTEIKT NAUTAFILLÉ GLÓÐARST. GRÍSAKÓTELETTUR HAM BORGARA Gleðjið frúna — jjölskylduna — vinina — njótið hinna Ijúffengu rétta heima í stofuyðar. Ef þér óskið getið þér hringt og pantað - við sendum leigubíl með réttina heim tiljðar. A S KU R matreiðir fyrir ydur alla daga vikunnar Suðurlandsbmut U sími 38550 OlNKOÖ E3 an hnefann í borðið. - Ég hefði heldur átt að vera heima hjá mér. Þar reynir að minnsta kosti eng- inn að skera mig á háls. Hanna leit á hann með vork^ unnarbrosi, rétt eins og á keipa krakka, sem hefur sleppt sér. - O, þér hefði ekki liðið neitt betur heima hjá þér, Grigori, því að þá hefðirðu orðið að vera með henni mömmu þinni og tengdamömmu, og heldur vild- irðu láta skera þig á háls, en vera með þeim eitt kvöld. Og svo veiztu mætavsl, að þetta eru ekki nema látalæti í henni Angelu. Hún gæti ekki einu- sinni skorið kjúkling á háls, auk heldur tvö hundruð punda karl- mann! Og hvað snertir nauðung ina hans Nemetz fulltrúa, vinar míns, þá er hann bara að biðja þig að gera sér smágreiða - og það með minni velþóknun! Slspptu nú veslings lækninum lausum, og þá gerirðu líka mér greiða. Og auk þess borgar þetta sig, því að ég er þekkt að því að gleyma ekki greiða, sem mér er gerður. Stambulov ætlaði að fara eitthvað að segja, en hún hélt áfram: - Og svo er annað: Vertu ekki að eyðileggja borðin mín, ef þú ætlast til, að þér verði boðið hingað oftar. Það er fyrsta flokks bar, sem ég rek hérna, en ekki ómerkilegt hóru- hús, og ég ætlast til, að þú takir eftir mismuninum. Hún talaði blátt áfram og kæru- Utankjörstaðaskrifstofa stuðningsmanna EUNNARS THORODDSENS er í Aðalstræti 7, II. hæð (gengið inn að austan- verðu). Skrifstofan er opin frá kl. 9 f.h. til kl. 10 e.h. Símar: 84532' Upplýsingar um kjörskrá. 84536: Almennar upplýsingar. 84539: Upplýsingasími sjómanna. Stuðningsmenn GUNNARS THORODDSENS eru hvattir til þess að láta utankjörstaðaskrifstofuna vita um kjósendur, sem verða fjarri heimilum sín- um á kjördegi, bæði innan lands og utan. 29. JÚNÍ. Hrúturinn 21. marz — 19.apríl. Töms+undaiðja og verklagni eru uppi á teningnum í dag. Nautið 20. apríl — 20.maí. Það kann að vera, að þú sért dálítið ónákvæmur. Reyndu að gera þig skiljanlegan. Skipuleggðu fjármálin framundan vel. Tvíburarnit 21. maí — 20. júní. Forðaztu ofþreytu í dag. Líttu yfir skipulagið og endursemdu. Krabbinn 21. júní — 22. júlí. Farðu þér eins hægt og kostur er. Láttu aðra dálítið um að borga brúsann. Sittu hjá 1 kvöld. Ljónið 23. júlí — 22. ágúst. Þú mátt gjarnan brýna raust þína, er fram iíða stundir. Reyndu að halda þig við jákvæðu hliðina. Meyjan 23. ágúst — 22. sept. Nú er réttara að leggja ekki við hlustirnar, því að margt ber já góma, sem ekki er fótur fyrir. Vertu sjálfum þér næstur. Vogin 23. sept. — 22. okt. Óáreiðanlegt og gráðugt fólk kann að virðast þér efnilegt, en leggðu varlega trúnað á þeirra orð Sporðdrekinn 23. okt. — 21. nóv. Þér verður óhemju mikið úr verki i dag, eí þú hugsar rökrétt. Bogmaðurinn 22. nóv. — 21. des. Farðu ekki lengra í dag, en nauðsyn krefur. Allskonar óþarfi verður þér að farartálma. SteingeHin 22. des. — 19. jan. Nú efast flestir um dómgreind þína, jafnt ættingjar sem samst- arfsmenn Reyndu að finna hvar þér skjátlaðist. Það er mjög óviturlegt að taka til láns og ljá öðrum. Vatnsberinn 20. jan. — 18. febr. Þetta er góður dagur til að fara smáíerð. En haltu þig við lægri bakkann. Farðu snemma af stað og taktu fólkið þitt með, ef þess er kostur. Fiskarnir 19. febr. — 20. marz. Kauptu ekkert, ef þú getur komizt hjá því

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.