Morgunblaðið - 06.07.1968, Síða 3

Morgunblaðið - 06.07.1968, Síða 3
3 • í 1 i ] . i ; i - MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. JÚLÍ 1968 Ragnar Jónsson hótelstjóri Valhallar, að gæta þess að reisa ekki hurðarár um öxl og by-ggja of mikið í sérstakri náttúru- fegurð, en margir bústaðirnir við Þingvallavatn setja hlýleg an svip á umhverfið og Þing- vellir standa nær nútíma- manninum me'ð þessum snotru íverustöðum. Hótel Valhöll er skemmti- lega innréttað, veitir góðan aðbúnað og snyrtilegan og fólk getur fengið leigða báta við vatnið. í Valhöll hittum við hótel- stjórann, Ragnar Jónsson, og inntum frétta af gestakomu í Valhöll. Ragnar hvað rekst- urinn hafa gengið sæmilega, en tíðarfar hefði ekki verið sem bezt. Það var opnað 1. maí sl. Í sumar hefur verið minna um helgarferðir fólks en venjulega, en aftur á móti hefur verið mikið um veizlu- höld. í Valhöll eru salarkynni fyrir um 400 manns í sæti, þar er 32 manna starfslið og alls eru 47 gistirúm í hótel- inu. Ragnar kvað lokun Al- mannagjár fyrir bifreiðaum- ferð hafa mælzt mjög illa ■ Hjónin Guðjón Guðjónsson og Auður Erlendsdóttir við sumarbústað sinn, Einihlíð við Þingvallavatn. (Ljósm. Mbl. Ámi Johnsen). „Alltaf nýir litir í náttiírunni" ✓ >«iv ^ • — a Pingvollum 1 godvidri ÞAÐ var kyrrt yfir Almanna- gjá, þegar við fórum þar um einn góðviðrisdaginn. Ekkert ryk, engin olíubræla úr púströrum bíla, en nokkrir hestamenn riðu þar um gjár- botninn. Þar ríkti tign og friður. Vegurinn að Valhöll hefur að vísu lengst um nokkra kílómetra, en það munar ekki svo miklu' á benzíninu að meira virði er róleg göngu- ferð um Almannagjá. Öll byggð í sérkennilegri náttúru og á sögulegum stöð- um er vandasamt verk og þarfnast ýtrustu varúðar og skipulagningar og það þarf fyrir, sérlega hjá eldra fólki, og sagðist hann ekki sjá neinn tilgang með lokuninni. Ragnar kvað umgang gesta um Þingvöll ágætan, en und- irstrikaði það að menn skyldu ekki eftir rusl á víða- vangi og vill hann beina því til unga fólksins a’ð vanda betur umgengni sína á Þing- völlum. Við heimsóttum einn sum- arbústaðinn skammt frá Val- höll, en þar búa hjónin Guð- jón Guðjónsson og Auður Erlendsdóttir, en Guðjón er verzlunarstjóri hjá Sláturfé- laginu. Guðjón keypti bústað- inn af Fáli S. Pálssyni árið 1960, en áður höfðu Asgrím- ur Sigfússon og Jóhann Þ. Jósefsson átt bústaðinn, sem ber nafnið Einihlíð. Við rædd um stúttlega við hjónin, þág- um kaffi og skoðuðum hús og lóð, sem er sérlega vel hirt og skemmtilega frágengin. Guðjón sagði að til þess að eiga svona bústað og sjá um að allt sé í lagi yrði maður að vera „altmulig mand“, eins og danskurinn segir, pípulagningamaður, sópari, garðyrkjumaður, málari og bara hvað, sem þarf að gera og það er mikil vinna að halda svona bústað við, en það er líka skemmtilegt. Þau hjónin hafa gróðursett um 3000 tré sl. 6 ár með aðstoð ýmissa kunningja og ber þar mest á íslenzku birki. Þau hafa lagt áiherzlu á að skemma hvergi náttúruna og allt lyng og gras er verndað. Grjóthleðslur við bústaðinn Það er hægt að íeigja árabát og bregða sér á flot. út í vatnið eru listilega gerð- ar og t.d. er annað bátaskýl- Jð hlaðið grjóti og kostaði efnið í skýlið alls 125 kr. „Það er stórkostlegt að vera hér og maður er allur annar maður eftir dvöl hér“, sagði Guðjón og teygði makinda- lega úr sér í hægindastóln- um. „Við skjótumst hingað þegar við getum, hvort sem er á vetri eða sumri“, sagði húsfreyja um leið og hún hellti kaffi í bollana hjá okk- ur. Þau hjónin sögðust ditta áð því sem þyrfti á sumrin og hlúa að gróðri, en á vet- urna þegar vatnið er ísi lagt er farið á skauta og siðan kynnt upp í arininum. Við spurðum þau hvenær þeim þætti fallegast á Þing- völlum og Guðjón sagði að þáö vaeru alltaf nýir litir í náttúrunni, en Auði fannst fallegast á haustin: „Það er fallegast seint í ágúst, þá er bláberjalyngið svo fallega rautt“, sagði 'hún. Þáð voru fleiri gestir hjá þeim hjónum en við blaða- mennirnir og það var verið að ræða um það hvar eldrf og yngri kynslóðin gætu mætzt í skilningi. Ekki voru menn á einu máli í þeim um- ræðum, en sitthvað bar á góma. Það var skemmtilegt að heimsækja þetta unga fólk í fyrirmyndar sumarbústað. A. J. Frá borgarstjórnarfundi: Tillögur læknisþjónustu- nefndar samþykktar A FUNDI borgarstjómar s.l. fimmtudag voru samþykktar samhljóða tillögur Læknisþjón- ustunefndar Reykjavíkur um læknisþjónustu utan sjúkrahúsa jafnframt var borgarráði falið að tilnefna fulltrúa í nefnd til framkvæmda á tillögunum, en í þeirri nefnd skuli einnig eiga sæti fulltrúi Sjúkrasamlags Reykjavikur og fulltrúi Lækna- félags Reykjavíkur. Tillögurnar voru til annarrar umræðu í borgarstjórn s.L fimmtudag, og fylgdi horgar- stjóri, Geir Hallgrímsson þeim úr hlaði með stuttri ræðu. Þá tók til máls Úlfar Þórðar- son borgarfulHrúi, (S) hann ræddi aðdragandann að gerð til lagnanna og sagði, að nefnd sú, sem skipuð hefði verið til að vinna þær hefði unnið frábært starf. Úlfar ræddi síðan almennt um tillögurnar frá sjónarhóli læknis. Hann fagnaði því, að heimilislækniskerfið hefði orðið fyrir valinu hjá nefndinni og kvað nauðsynlegt, að læknar gerðu mieira af því að heim- sækja sjúklinga sína á heimilum þeirra, en þróun undanfarinna ára virtist benda til þess, að dregið hefði úr þessu starfi lækna. Hann taldi æskilegt að dýrar tannviðgerðir yrðu að ein hverju leyti gerðar frádráttar- bærar til Skatts. Þá ræddi hann um samstarf heimilislækna og sérfræðinga, en samstarf þessara aðila yrði að vera náið. Hann Framhald á bls. 15. STAKSTEINAR SkemmdarfÝsn Steindór Steindórsson, skóla- meistari á Akureyri, ritar for- ustugrein í „Heima er bezt“, sem er nýlega komið út og f jallar þar m.a. um skemmdarfýsn í þjóð- félaginu. Hann segir m.a.: „Þegar nefnd eru vegamerki, kemur annað upp í hugann. All- mjög hefir það brunnið við, að merki þessi hafa verið skemmd eða ónýtt með öllu, að því er virðist til þess eins að þjóna skemmdarfýsn einstakra manna. Stundum eru þar að vísu van- þroska unglingar að verki, sem gera sér ekki ljóst hvað þeir eru að fremja, en eins oft eða oftar eru það fullorðnir menn, sem vita, eða að minnsta kosti ættu að vita, hvað þeir eru að gera. En þó að ætíð hafi verið nauð- syn, að halda merkjum þessum ósködduðum, hefir þörfin á því stóraukizt við umferðarbreyting- una, og er vonandi að menn skilji hvað í húfi er. En skemmdirnar á vegamerkj- unum eru ekkert einsdæmi því miður. Sífellt berast fregnir af skemmdarverkum hvarvetna af landinu. Hús eru brotin upp og skemmd innan og utan, girðing- ar brotnar, skrúðgörðum spillt, bílar og önnur tæki löskuð og margt fleira, sem ég ekki hirði að rekja, þótt fátt hafi vakið annan eins hrylling og nýunnin spjöll í kirkjugarðinum í Reykja vík, þótt vér í lengstu lög reyn- um að trúa því, að þar hafi geð- sjúkur maður verið að verkL En því verður ekki til dreift um hin önnur skemmdarverk, sem unnin eru vor á meðal.“ Æsingaílokkar og oeirðir Og síðan segir Steindór Stein- dórsson: „Hér er vandamál, sem grafast verður fyrir og leita lækningar á. Oss hlýtur að hvarfla í hug, að hér séu einhverjir brestir í uppeldi þjóðarinnar, hvar sem sökin liggur. Ef til vill er börn- unum ekki sýnt fram á skað- semi spellvirkjanna þegar í frum bernsku. Kæruleysi í meðferð muna og fjár er ríkt meðal þjóð- arinnar, gæti það ekki verið fyrsti vísirinn til að skapa virð- ingarleysið fyrir eignum annarra og hirðuleysi um, þótt þeim sé spillt? En hvar sem uppspretta meinsins er, verður að leita henn ar og stemma þar á að ósi. En spjöllin eru unnin á fleiri stöðum og ólíkum vettvangi. Ekki er langt urr liðið siðan hóp ur manna gerðist til þess að vekja ærsl og uppsteit við frið- samlega heimsókn nokkurra skipa úr flota AtlantshafSbanda- lagsins, og að þvi er skilja má af ummælum þeirra, sem þar voru að verki, til þess fremnr öðru að vekja athygli á sér og skoðunum sinum. Virðast þeir menn telja sér hverskonar upp- þot og ærsli heimil í þvi efnL Vafalaust sækja þeir fyrirmynd- ir að þessu til annarra landa og skoðanabræðra sinna þar. Hitt vitum vér vel, að um aldir heftr það verið aðalsmerki íslenzku þjóðarinnar, að knýja ekki frarn vilja sinn með ofbeldi og skemmd arverkum heldur á lýðræðisleg- an hátt með röksemdum og um- ræðum um málin. 1 þvi efni mun enginn óspilltur fslending- ur óska umferðarbreytingar. Og hvers getum vér vænzt um frið- helgi eigna og mannvirkja, ef sú skoðun á að verða drottnandi í þjóðfélaginu, að hverjum æsinga flokki sé hvenær sem er heimilt að hefja óeirðir jafnvel með beinum skemmdarverkum til þess að knýja fram vilja sinn.*

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.