Morgunblaðið - 06.07.1968, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 06.07.1968, Blaðsíða 26
2« MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. JÚLÍ 1968 ——....- j| Hörkukeppni á Norðurlandameistara- mótinu í tugþraut og fimmtarþraut Valbjörn Þorláksson varð að hætta keppni NORÐURLANDAMÓTIÐ í tug- þraut og í fimmtarþraut kvenna hófst á Laugardalsvell- inum í gær. Eftir fyrri dag tug- þrautarinnar hefur Svíinn Lenn- art Hedmark forystuna með 3857 stig, en annar en Daninn Steen Scmidt Jensen með 3815 Stund milli stríða. Tveir keppendur í fimmtarþraut kvenna ræðast við. Islenzk þátttaka í Maraþonhlaupinu í DAG heldur keppni Norður- landameistaramótsins í tug- þraut og fimmtarþraut kvenna á fram á Laugardalsviellinum. Keppt verður í eftirtöldum grein um tugþrautarinnar: 110 metra grindahlaupi, kringlukasti, -stang astökki, spjótkasti, og 1500 m. hlaupi. í fimmtarþraut kvenna verður keppt í tveimur greinum: langstökki og 200 metra hlaupi. Búast má við mjög jafnri og skemmtilegri keppni í báðum greinum. Þá verður einnig keppt í Maraþonhlaupi og sem áður hef ur verið skýrt frá mun leið hlaup aranna liggja um götur Reykja- víkur, gegnum Kópavog og Hafn arfjörð og suður fyrir Straums- vík en þar snúa keppendurnir við og hlaupa sömu leið til baka. 12 keppendur eru skráðir til þátttöku í hlaupinu, en senni- lega mun einn bætast í hópinn, Jón Guðlaugsson, sem verður þá um leið eini íslenzki þátttakand- inn í hlaupinu. Sökum þess hve keppni í þrautunum er langdregin var á- kveðið að hún hæfist kl. 10:30 í fyrramálið á 110 metra grinda- hlaupi. stig. I fimmtarþraut kvenna hef- ur Nina Hansen, Danmörku for- ystuna með 2716 stig. Önnur er Gunilla Cederström, Svíþjóð með 2711 stig. íslenzk þátttaka í tugþraut- inni var ekki rismikil. Páll Eiríks son tognaði í 2. grein þrautar- innar og hætti og Valbjörn, sem ÍSLAND - ÍRLAND ENGAR fréttir hafa borizt af landskeppni íslands og Irlands. sem hófst í Belfast í gærkvöldi. Orsök þess er, að sæsímastreng- urinn milli íslands og Skotlands slitnaði. Keppninni í Belfast lýk ur í dag. hefur verið lasinn að undan- förnu hætti eftir kúluvarpið. Þá var hann í 4. sæti, hafði hlotið 2158 st. Það er því Jón Þ. Ólafs- son sem einn heldur uppi heiðri fslands í keppninni. Stóð hann sig með ágætum fyrri daginn og hlaut 3328 stig, sem mun vera svipað og hann hefur áður náð fyrri dag tugþrautarkeppni. Séð er að keppnin um Norð- Eftir fyrri daginn var röð keppenda þessi: Stig: 1. Hedmark, Svíþjóð 3857 2. Jensen, Danmörku, 3815 3. Tuominen ,Finnlandi 3615 4. Lindqvist, Svíþjóð, 3485 5. Johansen, Danmörku, 3433 6. Jáaskelainen, Finnlandi, 3399 7. von Scheele, Svíþjóð, 3379 8. Jón Þ. Ólafsson, íslandi 3328 9. Olsen, Danmörku, 3299 Þá var ekki síður jöfn og skemmtileg keppni í fimmtar- þraut kvenna og er aðeins 9 stiga munur á stúlkunum sem eru í fyrsta og þriðja sæti. Eftir fyrri daginn er röð keppenda þessi: Eftir fyrri dag tugþrautarinnar hefur Hemark, Svíþjóð, foryst- una. Á myndinni sést hann í k úíuvarpi, en hann náði þar beztu íreki þátttakenda, kastaði 13,52 metra. Anders Linderath Hálsingborg — einn af leikmönnum Svía^ urlandameistaratitilinn í þraut- inni verður afar hörð milli Hed- mark og Jensen. Báðir eiga góð- ar greinar eftir og öruggt má telja að ekki verði gert út um keppnina fyrri en í síðustu grein inni 1500 metrunum. Þá ætti keppni um þriðju verðlaun einn ig að geta orðið jöfn og skemmti leg milli Tuominen, Finnlandi og Lindquvist, Svíþjóð. Stig: 1. Nina Hansen, Danm, 2716 2. G. Cederström, Svíþjóð, 2711 3. B. Berthelsen, Noregi, 2707 4. Sidsel Kjellaas, Noregi, 2698 5. Pirkko Heikkila, Finnl, 2573 6. Britt Johansson, Svíþj. 2533 7. A. Wiesen, Danmörku, 2473 8. O. Manninen, Finnlandi, 2417 9. Þuríður Jónsd, íslandi, 2014 10. S. Sæmundsd, íslandi, 1996 Landslið unglinga frá 5 þjúðum Heimsækja íslenzka landsfiiðið og háð verður Norðurlandamót Blómaúrval BlómaskreYtingar GRÓÐRARSTÖÐIN Símar 22822 og 19775. GRÖÐURHÚSIÐ við Sigtún, sími 36770. Meistaramót Norðurlanda í knattspyrnu unglinga verður um fangsmesta mót sem hér hefur verið haldið. Hingað senda fimm þjóðir unglingalandslið sín, Dan mörk, Finnlad, Noregur, Svíþjóð og Pólland, en sá hefur verið siður að undanförnu að bjóða ýmist Pólverjum eða Rússum þátttöku til að fá fullskipaða þriggja liða riðla og stytta á þann hátt keppnina. Alls koma hingað 104 keppendur og farar- stjórar frá þessum 5 löndum og leikir mótsins verða alls níu og fara fram á 4 dögum. Mótið efst á mánudagskivöldið með leík Lslands og Finnlands í Laugardal kl. 20.30. Á sama tíma leika Danix og Svíar á grasvell- inum í Keflavík. Á miðvikudag verður næsti leikdagur og verður vikið að því síðar. Lið íslands fyrir leikinn á mánudag hefur verið vaiið og þannnig sikipað: 1. Sigfús Guðmundsson, Víking. 2. Björn Árnason, KR. 3. Ólafur Sigurvinsson, ÍBV. 4. Sigurður Ólafsson, Val. 5. Rúnar Vilhjálmsson, Fram. 6. Marteinn Geirsson, Fram. 7. Tómas Pálsson, ÍBV. 8. Jón Pétursson, Fram, fyrir- liði á leikvelli. 9. Snorri Hauksson, Fram. 10. Ágúst Guðmundsson, Fram. 11. Óskar Valtýsson, ÍBV. Varamenn: Markmaður, Þorsteinn Ólafs- son, ÍBK. Bakverðir, Magnús Þorvalds- son, Ví'king. Sverrir Guðjónsson, Vad. Framverðir, Pálmi Sveinbjörns son, Haukum. Þór Hreiðarsson, Breiðablik. Framherjar, Kári Kaaber, Vík ing. Helgi Ragnarsson, F.H. Friðrik Ragnarsson, ÍBK. Unglinganefnd KSÍ sem séð hetfur um allan undirbúning liðs- ins og val þesss er skipuð þannig: Árni Ágústsson form., Steinn' Guðmundsson og Örn Steinsen. Örn hefur þjálfað liðið og sagði Árni að hann hefði í því verk- efni sýnt mikinn áhuga og hæfni. Árni Ágústsson sagði að liðið hefði fengið góðan undirfoúning og að mestu tekizt að fram- kvæma æfingaáæflun sem gerð var í marz. Liðið hefur leikið æfingaleiki við FH, Fram, KR 2. flokk í Vestmannaeyjum, B-lið Akureyrar og B-landsliðið. Frammistaðan hefur verið góð og liðinu mjög til styrktar, þó ekki ávallt allir getað farið í ferða- lögin til kappleikjanna. Þá var liðið í æfingabúðum í Reykhholti yfir hvítasunnuna. Þetta er í 4. sinn sem ísland tekuT þáttt í þessari keppni ungl inga. Úr hinum liðunum þremur hafa komið nokikrir af beztu leik mönnum landsins t.d. Eyleifur, Elmar, Anton Bjarnason, Þor- bergur Atlason sem allir eru í landsliði nú svo einhverjir séu nefndir. Við getum ekki státað af góðri útkomu í þau þrjú skipti sem við höfum áður tekið þátt í mót- iniu. Markatalan er 30:3, ísflandi í óhag í 7 leikjium á mótunum þremur. En ísl. liðið hefur átt góða leifci t.d. er Rússum tókst á síðustu mínútum að sigra ís- land 2:1, 1965 — en unnu síðan ’keppnina og þá er ísland náði jafntefli við Svíþjóð 0:0 og veitti ekiki síður í ieiknuim. Erlendu gestirnir sem hingað koma nú munu ibúa í Hagaskóla, borða þar og hafa bækistöð. Sér- stakur fylgdarmaður frá KSÍ verður fyrir hvern hóp og pilt- unum veður boðið í ferðalög til Þingvalla og um borgina og sitt- hvað fleira.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.