Morgunblaðið - 06.07.1968, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 06.07.1968, Blaðsíða 24
24 MGRGÍJNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. JÚLÍ 1968 Hún hikaði. — Þá verð ég að íá leyfi hans, sagði hún og benti á dyr ofurstans. — Nei, nei, farið þér ekki að spyrja hann. Það er ekkert gagn í því. Nemetz hristi höfuðið. — En getið þér ekki sent sjálf? Stúlkan stóð upp frá borðinu og gekk út að glugganum. Þar stóð hún lengi og sneri baki í Nemetz. Loksins sneri hún sér við. — Kærastinn minn var drep- inn í byltingunni, sagði hún með framandlegri dauðalegu rödd. — Hann var hástökkvari í fremstu röð. Var meistari í Moskvu 1954. — Það var leiðinlegt, sagði Nemetz. — Hann var drepinn af sín- um eigin löndum, hélt hún á- fram. — Tekinn af lífi. Hann og áhöfn hans — hann var skrið- drekastjóri — og þeir gengu í lið með ungversku uppreisnar- mönnunum. Glugginn sneri út að götunni. Frá skrifstofunni var ekki hægt að sjá veslings hópinn, en aðeins heyrðist ómurinn af röddum þeirra, sem líktist mest leka í vatnsleiðslu. Korpórállinn leit á Nemetz. — Ég sendi boð til félaga Stambulovs, sagði hún. Það er bara vonandi, að ofurstinn kom- ist ekki að því. Nokkrum mínútum fyrir há- degi kom sendillinn aftur. Meðan hann var í ferðinni, hafði Nemetz setið í afskekktri fata- geymslu, þar sem engin hætta var á, að ofurstinn rækist á hann. Þegar korpórállinn kom að vitja hans, hafði hann sofn- að. Líklega var það merki um byrjandi elli, að hann var í seinni tíð farinn að geta sofn- að á ótrúlegustu stöðum og stundum. — Hérna er bréfið yðar, sagði hún. — Undirritað og innsiglað. Við skulum fara með það til of- urstans. En nú var ofurstinn ekki reiðubúinn til að taka við því. Það var ekki fyrr en hálftíma seinna, að hann hringdi og bað korpórálinn að vísa fulltrúanum inn. — Hvað hefur dvalið yður svona lengi? sagði hann og brosti tilgerðarlega, þegar Nem etz rétti honum bréfið. — Það er þessi nýja pynd- ingaraðferð, sem þið hafið fund- ið upp — að láta fólk bíða í biðstofunum, algjörlega tilgangs laust, svaraði Nemetz og gretti sig. Ofurstinn leit háðslega á hann en svaraði engu. Hann las bréf- ið sem var nýtt, á embættis- stimpli Stambulovs. Það vareins pappír og með undirskrift og og hann ath. það ekki einasta orði til orðs, heldur staf fyrir staf. Loksins lagði hann það frá sér á skrifborðið. — Jú, það er nú enginn vafi á því, að þetta er frá félaga Stambulov. Mér þykir leitt að hafa gert yður allt þetta ómak, en maður í minni stöðu getur aldrei verið of varkár, ekki sízt um mál, sem snerta NKVD. Það er bara verst ... Hann þagnaði og naut óþolinmæði Nemetz. — Hvað er það? — Þér eruð því miður heldur seinn í tíðinni. Læknirinn hefur þegair verið sendur af stað. Nemetz langaði mest til að hrækja beint í hnúskótta and- litið á ofurstanum, en stillti sig. — Sendur? Hvert? Ofurstinn leit á klukku á veggnum. — Það hlýtur að vera til járnbrautarstöðvarinnar - ef hann er ekki þegaT kominn af stað þaðan. — Hvaða stöðvar? Nemetz brýndi raustina. Hann greip bréfið á borðinu og tróð því í vasa sinn. — Það er hernaðarleyndarmál, svaraði ofurstinn. Nú missti Nemetz alla þolin- mæði. — Það varðar mig ekkert um. Grigori Aleksandrovich Stambúlov heimtar þennan lækni látinn lausan! Hefur ritað tvö bréf þar að lútandi. Ogekki bréf, heldur skipanir. Og hann >er því vanastur, að skipunum hans sé hlýtt. Og getur orðið erfiður, ef honum er ekki hlýtt. Ofurstinn þaut upp. — Éghef líka mínar fyrirskipanir frá minni deild um það að láta ekki uppskáar reglur og skipanir 97 hersins. Og ég vil heldur hlýða mínum fyrirskipunum, og gef frat í félaga Stambúlov oghvað yður snertir - hann gekk í átt ina til Nemetz - ef þér eruð ekki farinn héðan eftir eina sekúndu verðið þér tekinn fastur. Því að hér er það ég, sem fer með völd- in en ekki félagi Stambulov. Nemetz bölvaði í hljóði á ung- versku og gekk út. — Nú verðið þér að hjálpa mér aftur, sagði hann við korpóralinn í fremri stofunni og sagði henni síðan frá þessu árangurslausa viðtali sínu við ofurstann. — Ég vissi ekki, að hópurinn var farinn af stað, sagði hún, - en ég skal komast að því til veit ingah úsið ASKUR BÝÐUR YÐUR HELGARMATINN i handhœgum umbúðum til að táka HEIM GRILLAÐA KJÚKLINGA ROAST BEEF GLÓÐARSTEIKT LAMB GLÓÐARSTEIKT NAUTAFILLÉ GLÓÐARST. GRÍSAKÓTELETTUR HAM BORGARA m m Gleðjið frúna — fjölskylduna — vinina — njótið hinna Ijúffengu rétta heima í stofuyðar. Ef þér óskið getið þér hringt og pantað - við sendum leigubíl með réttina heim tilyðar. K S K.U R matreiðirfyrir yður cdla daga vihmnar Sudurlamhbraut U simi S8550 hvaða stöðvar hann hefur farið. Hún þaut út úr skrifstofunni og kom aftur eftir fáeinar mín- útur. — Jú, það lögðu tíu vöru- bílar af stað fyrir svo sem hálf- tíma. Nú er ég hrædd um, að þér verðið að hætta við að bjarga lækninum yðar. Og að vissu leyti er gott fyrir hann að vera sendur í útlegð. Þá sleppur hann við að koma fyrir rétt og verða dæmdur í fangelsi, eða.. .Hún lauk ekki við setninguna. — Þetta er ekki það versta, sem fyrir hann gat komið. — Ef ég bara gæti komizt á stöðina áður en lestin fer, sagði Nemetz upphátt við sjálfan sig. — Ég skal útvega yður far, sagði hún. Hún tók innanhússsímann og átti langt samtal við einhvern, sem virtist heita Sergei og virt- ist ráða yfir vélhjóli. Annað skildi Nemetz ekki af slangur- borinni rússneskunni hennar. — Sergei ekur, sagði hún. — En það verður ekki nein skemmtiferð. Þér verðið að sitja aftan á og halda yður fast í hann, því að hann ekur eins og vitlaus maður. Og mig skyldi ekkert furða þó hann yrði jafn- vel á undan vörubílnum. Sergei reyndist vera ungur, dökkhærður óbreyttur dáti, sem líktist mest tatara og kunni eitt- hv-að ofurlítið í ungversku. Skær augun og skjallhvítar tennurnar minntu Nemetz mest á tannsápuauglýsingu, og hann heilsaði Nemetz eins glaðklakka- lega og væru þeir að fara á ball Meðan þeir þutu eftir götun- um, sem voru alsettar múrbrot- um, talaði hann stanzlaust um það, sem fyrir augun bar. í hans augum var byltingin heil atvika- keðja, sem var ekki til annars ien hlæja að henni Stanzlaust hnipraðist hann saman af hlátri, og enda þótt þessi kæti hefði góð áhrif á Nemetz, svo sem til tilbreytingar, óskaði hann þess þó samtímis, að unglingurinn stillti sig ofurlítið og æki ekki með 120 kílómetra hraða á bág- bornu vélhjóli. öðrum. 6 JÚLÍ. Hrúturinn 21. marz — 19. apríl. Hóf er gott í hverjum hlut, hafðu þolinmæði með Nautið 20. apríl — 20. maí. Snertu ekki við fjármálum, farðu sérlega varlega með ökutæki og önnur verkfæri, útskýrðu áform þín fyrir þinum nánustu, þannig að allt megi vel fara. Tvíburamir 21. maí — 20. júní. Bezt er að ganga hreint til verks, en vera góðgjarn. Bíddu hægur málin skýrast með kvöldinu. Krabbinn 21. júni — 22. júlí. Gakktu hreint til verks. Ljúktu bréfaskriftum og sparaðu. Notaðu kvöldið til að grannskoða hug þinn. Ljónið 23. júlí — 22. águst. Óvænt spenna verður, vertu orðvar, og farðu vai-lega með vél- knúin tæki. Sparaðu. Haltu fast við þitt. Meyjan 23. ágúst — 22. sept. HXutirnir snúast dálítið á annan veg í dag. Varaztu hörð orða- skipti. Vertu þolinmóður. Vogin 23. sept. — 22. okt. Reyndu að geyma samninginn, sem þú lofaðir til næsta föstu- dags, upplýsingar, sem þú færð í miilitíðinni munu verða þér í hag Steingeitin 22 des. — 19. jan. Margt glepur, reyndu að ná tökum á hlutunum, vertu jákvæður. Vatnsberinn 20. jan. — 18. febr. Taktu ekki öllu sem að höndum ber, það gerir engum gott. Fiskarnir 19. febr. — 20. marz. Enga óþoiinmæði. Lestu smáa letrið á samningnum. Það fer ekkert fram hjá neinum Skozkor steinullarplöntur Gróðrarstöðin við Miklatorg Símar 22822 og 19775. Bezt ú auglýsa í Morgunblaöinu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.