Morgunblaðið - 06.07.1968, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 06.07.1968, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. JÚLÍ 1968 17 Ornólfur Arnason skrifar um LEIKLIST ABSÚRDISTALEIKHÚS Lifið er fyndið nð vissu mnrki — Pinter FLESTIR helztu spámenn leik- húss absúrdista eiga það sameig- inlegt að búa í París og skrifa á frönsku, þótt þeir séu af ýmsum þjóðernum (Beckett er íri, Ad- amov Rússi, Ionesco Rúmeni, Ge- net Frakki, Arrabal Spánverji o.s.frv.). En merkasti höfundur- inn, sem býr utan Parísar og 4. grein ritar á enska tungu, er vafalít- ið Harold Pinter. Hann er um margt ólíkur öðrum höfundum absúrdistaleikhússins, en afstaða hans til mannlífsins og þó eink um tjáningarmeðals þess, tungu- málsins, er hin sama og t.d. Beck etts og Ionescos. Pinter er ung- ur, aðeins 37 ára, og hóf ekki að skrifa leikrit fyrr en árið 1957 en hefur þegar samið nokk- ur leikrit, sem án efa eru með allra merkustu leikhúsverkum þessarar aldar. Hann er líklega sá brezkra leikritahöfunda, sem mest áhrif hefur á aðra rithöf- unda í dag. Harold Pinter er Lundúnagyð ingur, klæðskerasonur frá Hack ney. Hann hóf ungur að yrkja ljóð, stundaði leiklistarnám bæði við Royal Academy of Dramatic Art og Central School of Speech and Drama og starf- aði nokkur ár sem leikari. Árið 1957 skrifaði hann að beiðni vin ar síns einJþáttung sem sýndur var við leiklistadeild Bristol-há- skóla og vakti strax mjög mikla athygli. Þetta var leikritið ,,Her- bergið“ (The Room), sem hefur sama undirtón og mjög svo per- sónulega stíl og síðari verk Pinters, — næstum grimmdar- lega nákvæmni í eftirlíkingu fetta og hretta og fánýtis i dag legu máli manna, hinu hversdags lega hlutskipti manna, sem smám saman magnast af ógnum og leyndardómum, og þau vinnu- brögð að sleppa viljandi öllum útskýringum eða forsendum fyr- ir atburðum leiksins. Herberg- ið, sem er miðpunktur og skáld- Kking þessa verks, skýtur oft upp kollinum í leikritum Pint- ers. Eins og hann sagði sjálfur: „Tvær manneskjur í herbergi — ég fæst mjög oft við þessa hug- mynd um tvær manneskjur í herbergi. Tjaldið er dregið frá sviðinu og þá vaknar mikilvæg spurning. Hvað mun koma fyrir þessar tvær manneskjur í þessu herbergi? Skyldi einhver opna dyrnar og koma inn?“ Upphafs- punktur leikhúss Pinters er því eins og afturhvarf til frumþátta leiklistarinnar, — eftirvænting- in, s>em skapaðist af „hreinrækt uðu“ leikhúsi eins og það hefur gerzt fyrir tíma leikritunar. Við höfum fyrir framan okkur svið, tvær persónur og dyr, — skáld- Hkingu um óskilgreindan ótta og eftirvæntingu. Þegar gagn- rýnandi nokkur spurði Pinter eitt sinn, hvað þessar tvær per- sónur hans í herberginu væru eiginlega hræddar við, svaraði hann: „Þær eru bersýnilega hræddar við það sem er utan herbergisins. Utan herbergisins er heimur, sem þeim stendur ógn af. Ég er sannfærður um að okkur stendur báðum ógn af honum líka.“ í næsta leikriti Pinters, „The Dumb Waiter" (nafnið hefur tvi ræða merkingu og getur annað- hvort þýtt „Mállausi þjónninn" eða „Veitingalyftan"), sem einn- ig er ritað árið 1957, er tjaldið aftur dregið frá herbergi með tveimur mönnum og dyrum, sem opnast út í hið óþekkta. Menn- Ríkisútvarpið flytur í kvöld' leikritið „Dálítil óþægindi“ I eftir Harold Pinter á þýðinguj I Örnólfs Árnasonar. Þessi grein ( fjallar um höfundinn. irnir eru tveir leigumorðingjar, ráðnir af einhverjum dularfull- um samtökum til að ferðast um og myrða fólk. Þeir fá lykil og heimilisfang, og er sagt að bíða eftir nánari fyrirmælum. Fyrr eða síðar kemur fórnardýrið, þeir drepa það, og forða sér. Þeir vita ekki, hvað skeður svo: „Hver gerir hreint eftir að við erum farnir? Mér þætti fróðlegt að vita það. Hver sér um hrein- gerninguna? Kannski gera þeir alls ekki hreint. Kannski eru þeir bara látnir liggja þarna, ha? Hvað heldur þú“ Hvers- dagslegt tal og nöldur þessara tveggja leigumorðingja er geysi- staðurinn var harðlæstur, ekki einu sinni húsvörður.“ Síðan, eins og í hinum tveim leikritun- um, opnast dyrnar. Inn ganga tveir undarlegir gestir, sem líkj- ast mjög leigumorðingjunum. að kemur brátt í ljós að þeir eru sendir út til að ná í Stan- ley. Eru þeir sendimenn ein- hverra leynisambaka, sem hann hefur svikið? Eða hjúkrumar menn af geðveikrahæli, sem hann hefur strokið af? Þessari spurningu er aldrei svarað. Við sjáum þá hins vegar undirbúa afmælisveizlu fyrir Stanley, sem fullyrðir að hann eigi alls ekki afmæli. Afmælisveizlan fer fram og leiknum lýkur með því að mennirnir tveir leiða Stanley á brott. „Afmælisveizlan" hefur verið túlkuð sem líking um allt mögu- legt. í henni má finna margt til að renna stoðum undir ólíkustu tilgátur um slíkt, og þessvegna gæti maður ímyndað sér að leik- ritið hafi verið skrifað með ein- Af sýningu Arts Theatre í London á „Herberginu". Á myndinni eru Vivien Merchant (eiginkona Pinters) og Michael Brennan. lega fyndið og áhrifamikið, þar sem Pinter tekst að blanda sam- an harmleik og skrípaleik. Morð ingjarnir eru mjög taugaóstyrk- ir, og markvissasta fyndnin er fólgin í því, hvernig þeir reyna að fela ótta sinn bak við sam- ræður um einskisverða hluti, — hvaða knattspyrnulið leiki næsta laugardag, hvort réttara sé að segja „að kveikja undir katlinum" eða „kveikja á gas- inu“. En þetta er um leið ógn- vekjandi í fáránleik sínum. Fyrsta leikrit Pinters af fullri lengd nefnist „Afmælisveizlan" (The Birthday Party). Það er um margt svipað einþáttungun- um tveimur. Aðalpersónan er miðaldra maður, Stanley, sem hefur fundið hæli í pensjónati við ströndina hjá gamalli móð- urlegri konu og manni hennar. Hann hefur enga gesti fengið ár um saman, og lítið er vitað um fortíð hans annað en það að hann hélt einhverntíma píanó tónLeika í Lower Edmonton. Þeir voru omikill listsigur. En svo: „Það var allt ákveðið, bú- ið að ganga frá öllu. Næstu hljómleikunum mínum. Það var á einhverjum öðrum stað. Um vetur. Ég fór þangað til að spila. Svo, þegar ég kom þangað, var salurinn lokaður, Harold Pinter. okkar er eiginlega sú, að við erum umlukin því óþekkta. Og „sú staðreynd að við erum á barmi hins óþekkta, leiðir til þess sem virðist koma fyrir í leikritum mínum. Andrúmsloftið er ógnblandið, og ég held að þessi ógn og fáránleikinn eigi saman." Pinter hefur skrifað talsverð- an fjölda leikrita fyrir útvarp og sjónvarp. Þekktasta útvarps leikrit hans er líklega „Dálítil óþægindi" (A Slight Ache), sem fyrst var útvarpað af B.B.C. ár- ið 1959 og íslenzka Ríkisútvarp ið flytur nú í kvöld. Gömlum hjónum, Floru og Edward stendur ógn af nærveru eld- spýtnasala, sem staðið hefur vikum saman fyrir utan bak- hliðið hjá þeim, án þess að selja nokkurn stokk. Að síðustu kalla þau hann inn í húsið til sín. En hvað sem þau segja við hann, fæst ekkert orð upp úr honum. Edward tekur að segja honum sundurlausa kafla úr ævisögu sinni, sem gerast æ þokukennd- ari eftir því sem á líður og hann leysist eiginlega upp. Beint ligg ur við að reyna að túlka þetta sem líkingu, sem draum Ed- wards, Floru eða jafnvel eld- spýtnasalans, en eftir yfirlýs- ingu Pinters um vinnubrögð sín, er það erfiðara. Þegar verið er að rýna eftir æðri merkingu eða líkingum í verk Pinters verður einnig að hafa það í huga að eitt höfuð- viðfangsefni hans er einmitt það, hve erfitt er að sannreyna allt í lífinu. í leikskrá sýning- ar á einþáttungunum tveimur í Royal Court leikhúsinu í Lond- on árið 1960 segir Pinter svo um þetta vandamál: „Löngunin til að sannreyna allt er skiljanleg, en getur ekki alltaf fengið svölun. Það eru ekki til nein óyggjandi mörk milli þess raunverulega og ó- raunverulega, né milli þess sem er satt og þess sem er logið. Ég tel það hæpna skoðun að litlum vandkvæðum sé bundið að sann reyna, hvað hafi skeð eða hvað sé að ske. Persóna á svið- inu, sem getur ekki komið fram með neina sannfærandi skoðun eða upplýsingar um fortíð sína, skýringu á hegðun sinni í augna blikinu né framtíðardraumum, né getur skilgreint á skýr- an hátt forsendur athafna sinma — er eins rétthá og verð sömu athygli og sú persóna, sem svo undarlega vill til að getur gert þetta allt. Þeim mun sárari sem reynsla manna er, því óskýrari er tjáning hennar.“ Erfiðleikarnir við að sann- reyna allt í Leikhúsi Pinters eru nátengdir notkun hans á máli. Undraverð nákvæmni Pinters og næmi fyrir því fáránlega í dag- legu tali gerir honum kleift að byggja texta sinn úr hversdags- legum samtölum með öllum þeim endurtekningum, því samhengis- leysi, og þeim skorti á notk- un rökfræði eða málfræði, sem í þeim tíðkast. Þó sker Pinter sig að því leyti úr hópi • annarra absúrdista, t.d. Becketts og Ion- escos, að hann kveðst ekki vera að sýna það að mönnum sé ó- mögulegt að tjá sig við með- bræður sína. „Mér finnst," sagði hann, „að í stað þess að menn gieti ekki náð sambandi hver við annan, þá sneiði þeir viljandi hjá öllum samgöngum. í sjálfu sér eru samgöngur milli manna þeim svo ógnvekjandi tilhugs- un, að fremur en að eiga þær á hættu, standa menn í hverskon- ar þvaðri, tala stöðugt um allt annað en það sem samskipti þeirra eru byggð á.“ Annað leikrit Pinters af fullri lengd, „Húsvörðurinn“ er skrif- að árið 1960. Það var fært upp í Þjóðleikhúsinu veturinn 1962, •undir stjórn Benedikts Áirna- sonar með Val Gíslasyni í aðal- hlutverki, og mun ég því ekki orðlengja um efni þess. „Hús- vörðurinn" færði höfundi sín- um alþjóðlega frægð, enda er það eitt athygliverðasta leik- rit þessarar aldar. Undanfarin ár hefur Pinter skrifað mest fyrir sjónvarp og auk þess mörg kvikmyndahand- rit, t.d.. „Þjóninn", sem hérhef ur verið sýndur bæði í kvik- myndahúsi og sjónvarpi, og „Slys“, sem sýnt var í Háskóla bíói sl. vetur. Eitt nýtt leikrit af fullri lengd eftir Pinter hefur einnig verið sýnt víða síðustu tvö ár og hotið geysilegar vin- sældir og góða dóma, „Heimkom an“ (The Homecoming). Vonandi eigum við eftir að sjá það hér á sviði áður en langt um líður. Örnólfur Árnason. hverja ákveðna hugmynd af slíku tagi fyrir augum. En Pint- ers vísar því algerlega á bug að hann vinni á þann hátt: „Ég held að það sé ómögulegt — a.m.k. fyrir mig — að byrja að skrifa leikrit með einhverskonar óhlutlæga hugmynd fyrir aug- um ... Ég byrja að skrifa leik- rit með því að ímynda mér nokkrar persónur í einhverju á- standi eða við einhverjar að- stæður. Þessar persónur haldast alltaf raunverulegar fyrir mér. Ef þær gerðu það ekki, gæti ég ekki lokið leikritinu." Afstaða Pinters til efniviðar síns, þ.e. lífsins, er sú að allt sé fyndið, þangað til ógn manm- legs hlutskiptis kemur upp á yfirborðið: „Það sem gerir harm leik sorglegan, er að hann er ekki lengur fyndinn. Hann er fyndinn til að byrja með, en svo hættir hann að vera fyndinn." Lífið er fyndið, af því að það «r byggt á hroka, hugsýnum og sjálfsblekkingum, eins og draum ur Stanleys um að fara í hljóm- leikaför um allan hnöttinm, vegna þess að það er byggt á fölskum forsendum og því fárán lega ofmati, sem hver einstakl- ingur leggur á sjálfan sig. En í lífi okkar í dag er allt afstætt og óvisst. Eina örugga vitneskja í sumarbústaði W.C. fyrir sumarbústaði eru komin aftur, einnig tilheyr- andi eyðir. J. Þorláksson & Norðmann ATVINNA Vantar 2 karlmenn til frystihúsavinnu á Vestfjörð- um nú þegar. — Mikil vinna. Upplýsingar hjá framleiðnideild S.H. Jeppakeppni Ráðgert er að á sunnudaginn 7. júlí, fari fram jeppa- keppni. Ölllum er heimM þátttaka. Nánar auglýst á sunnudag. Bifreiðaklúbbur Reykjavikur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.