Morgunblaðið - 06.07.1968, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 06.07.1968, Qupperneq 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. JÚLÍ 1968 Tvítugur Vesturlandastúdent þekkir lítt til ofbeldis kommúnismans í HERBERGJUM stúdenta og skrifstofum úm gervallan heim má sjá á veggjum myndir af kúbanska byltingarmanninum, Che Guevara. I Berlín, New York, San Fransisco, Tokíó, Prag, London, Essex og París, — í herbergjum hinna hógvær- ari jafnt sem skeggjaðra ófga- manna, draumlyndra stúlkna jafnt sem hinna skeleggari og herskárri. Hann hefur orðið þessu unga fólki áhrifamikið tákn, ekki aðeins þeim, sem 2. grein viija taka virkan þátt í því að vinna byltingarhugsjón hans brautargengi heldur þeim mörgu, sem láta sig dreyma um að hleypa einhverskonar æsku- þrótti í stjórnmálin, í þjóðfélag þeirra og eigið líf, yngja þetta upp, ef svo mætti að orði komast. Hugmyndir Guevara sjálfs voru nægilega óljósar, líf hans nægilega dularfullt, fráfall hans sveipað nægilegum hetju- ljóma, til þess að hann geti höfðað til hugmyndaflugs næstum hvers sem er og haft áhrif, hvar sem er. Hann er orðinn tákn eilífrar pólitískrar æsku; þeirra sem taka virkan þátt í baráttunni: þeirra sem leggja líf sitt að veði í baráttu fyrir hugmyndum sínum. Hann er einnig fulltrúi nýrra baráttu aðferða, sem hafa fyrst nú að undanförnu komið fram í stúd- entaóeirðum, þ.e.a.s. hann er fulltrúi byltingarkenninga og byltingartækni, sem mótazt hefur á allt öðrum vettvangi og í allt öðrum tilgangi, — á Indlandi á nýlendutímanum, í Suður-Ameríku og í Suðurríkj um Bandaríkjanna. Nú hafa hin vestrænu iðnaðarþjóðfélög fengið að finna smjörþefinn af þessu ödlu. Sumir lýsa þessu svo, að Karl Marx sé kominn endurborinn til heimahaganna á ný, eftir áratuga ferðalag kringum heiminn. Það er athyglisvert að hinir róttæku æskumenn, sem nú kalla á „byltingu" í þjóðfélaginu líta almennt á stjórnir Sovét- ríkjanna og annarra kommún- istaríkja, er hafa Karl Marx í hávegum, sem römmustu aftur haldsstjórnir, sem byggist á viðurstyggilegum skrifstofu- báknum og einhliða valdbeit- ingu. Þeir líta svo á að þessar stjórnir hafi löngu gengið á snið við kenningar Marx. J>að eru fyrstu hugsjónir hans, trú hans á jafnrétti og réttlæti, vilja hans til að halda einkafjármagni í skefjum og aðrar slikar, sem slá á þá sömu strengi í brjóstum ungra rót- tækra manna í dag og þeir slógu á fyrstu áratugum aldar- innar. Þó hefur orðið sú breyt- ing á, að þegar þeir nú hugsa um hann, hugsa þeir ekki um verksmiðjuhliðin í Birmingham eða Essen, heldur fyrst og fremst um frumskóga Boliviu, skógarþorpin í Vietnam, Tian an Men torgið í Peking og svo auðvitað Kúbu. Þessi rómantíska hugsun kann að hverfa smám saman eftir því og þar sem stúdentar leita í meiri alvöru tengzla við verkalýðsfélögin. En í dag virð ist hún all sterkt afl og unga fólkið hafa mikla tilhneigingu til þess að vísa frá sér og líta fram hjá því, sem sagan segir um ofbeldisaðgerðir hinna sósía listísku og kommúnisku bylt- inga. Unga fólkið þekkir lítt til ofbeldis kommúnismans Sagnfræðingar og sálfræðing ar, sem hafa að undanförnu reifað mál og kröfur stúdenta, benda meðal annars á, að 22 ára róttækur Vesturlandastúd- ent man lítt eða ekkert eftir Stalínismanum og Ungverja- landsbyltingunni. Hann man hinsvegar eftir Svínaflóaárás- inni og íhlutun Bandaríkja- manna í Dominikanska lýðveld friðarsinna, því að hann þekkir þá tæpast sem árásaraðila og þjóðarmorðingja. Engu að síður virðist það sameiginlegt með stúdentum á Vesturlöndum öllum, að þeir hafi lítið samband við komm- únista og lítinn áhuga á tengzl- um við þá. Slík tengzl eru mun meira áberandi í Suður-Amer- íku og í Asíu. Austur-þýzka stjórnin héfur gert tilraunir til þess að beita áhrifum sínum á stúdentahreyf inguna í Vestur-Þýzkalandi en með litlum árangri. í Frakk- landi hikaði kommúnistaflokk- urinn við að taka afstöðu með stúdentum, er þeir hófu mót- mælastarfsemi sína og óeirðir. Þess í stað notuðu þeir tæki- færið, er þeir sáu hverju stúd- entar gátu komið til leiðar, til þess að taka fram fyrir hendur þeirra og beita byltingunni í þágu verkalýðsins og eigin baráttumála. Það sýndi lýðræð- isöflum í Frakklandi glöggt, að kommúnistar eru enn í dag reiðubúnir að færa sér í nyt hverskyns glundroða og öng- þveiti, er verða kann í vestræn- um iðnaðarþjóðfélögum og svarið var ótvíræður meirihluti gaullista í þingkosningunum á dögunum. rnmm Hjúkrunarkonur að störfum í táragasárás. inu. Hann hefur í Bandaríkjun um séð andkommúnismann koma fram í öfgafullri and- stöðu gegn blökkumönnum fyr- ir nokkrum árum, í styrjaldar- rekstri og á ýmsan annan hátt. Hann man ekki útþenslustefnu kommúnista á árunum eftir heimsstyrjöldina síðari, hann fylgdist ekki með misfoeitingu Sovétstjórnarinnar á neitunar- valdi sínu í Öryggisráðinu, — hann þekkir ekki anda kalda stríðsins, þegar menn óttuðust, orðið að heitu stríði, hann fylgdist ekki með Kóreu- styrjöldinni. Að mestu leyti ihefur tvítugur stúdent á Vest- urlöndum séð kommúnism- ann í upplausn, hann hef- ur fylgzt með deilum Rússa og 'Kínverja, sennilega án þess ið gera sér grein fyrir uppruna þeirra. Þessi ungi stúdent telur sig miklu fremur hafa séð kommúnista sem fórnarlömb og Andvigir aga, skipulagningu og ofsatrú kommúnismans Stúdentar voru lítt hrifnir af þessum úrslitum — en þeir sáu þó glöggt orsök þeirra og þeir hafa litla samúð með hinni gal'l hörðu skipulagningu, aga og ofsatrú á kenningum kommún- ismans. Þegar þeir beina aug- um sínum til Ohe Guevara er það ekki vegna þess, að hann var kommúnisti, heldur vegna þess, að starf hans var byggt á fjölbreytni og hugmyndaflugi, var spennandi, skapaði eftir- væntingu og stuðlaði að stöð- ugri byltingu, stöðugum breyt- ingum, stöðugri eyðileggingu þess skipulags og kerfis sem Mótmælaganga í París. fyrir var. Þeir finna hljóm- grunn í lífi Guevaras vegna þess, að þeim finnst þeir sjálf ir þurfa að berjast gegn þrúg- andi valdaskipulagi, sem á hverjum stað virðist haldið við líði af fáskiptum og aðgerðarlitl um verkalýð. Umfram allt líta stúdentar með áhuga til Kúbu. Kúba er sú Mekka, sem sénhver róttæk- ur stúdent telur sig vexða að heimsækja einhvern tíma. Rót- tækir stúdentar minnast oft á Kúbu, ef þeir eru beðnir að sýna dæmi um þjóðskipan, sem þeir gætu sætt sig við. Þeir líta á Kúbu sem þjóðfélag, þar sem sífellt bylting sé við líði; þar sem tekizt hafi að forðast skrif- stofubákn og koma á ósHtnu samfoandi milli leiðtoganna og þeirra, sem stjórna. Kúba hafi líka hrisst af sér ok banda- riskrar heimsveldisstefnu. Sú staðreynd, að þjóðin er rígbundin Sovétrikjunum efna- hagslega virðist þeim engu máli skipta. Þvert á móti, þeir eru fullir aðdáunar yfir því, hvernig Kúbustjórn hefur tek- izt að halda á málum sínum þrátt fyrir böndin við Rússa. Þeir líta heldur ékki alvarleg- um augum á hið pólitíska ófrelsi í landinu, vegna þess segja þeir, að andstæðingar stjórnarinnar séu aðeins „borg- aralegir heimsvaldasinnar". Einföld og þægileg skýring. ■Hin lélegu lífskjör á Kúfou eru í þeirra augum kostur ef nokk- uð, vegna þess, að þau sýni og staðfesti mikilvægustu ástæð- una fyrir því að þeir dáist að Kúbu; þá ástæðu, að þjóðin reyni að lifa á byltingarandan- um einum, án þess að höfða til efnishyggju og eignarréttar- eiginleika þegnanna. Þeir segja, að Castro geri sér vonir um að geta einhvern tíma losnað að fullu við allt sem heitir pening- ar og jafnframt útrýmt sið- spillandi gróðahyggju, — og það sé æðsta takmarkið. í augum evrópskra stúdenta er Kína eina ríkið, sem í ein- hverjum mæli kemst í saman- burð við Kúfou. Sovétríkin og Austur-Evrópuríkin segja þeir að hafi selt sig gróðahyggjunni og lífsþægindakapphlaupinu. Flokkar róttækustu stúdent- anna eru yfirleitt mjög fámenn ir og ættu á hættu að einangr- ast, ef þeir væru ekki svo heppnir, að hreyfingar stúdenta og annarra ungmenna, sem ala með sér óánægju yfir ríkjandi ástandi eru lítt skipulagðar, formlausar að kalla og innan þeirra ríkir umburðarlyndi með öllum, sem segja má að sigli á sama báti, hvort sem hin eiginlegu markmið eru hin sömu eða ekki. ★ ★ ★ í næstu grein, sem væntan- lega birtist í blaðinu á morg- un verður nánar gerð grein fyrir skoðunum róttækra stú- denta og þeirra manna, sem mest áhrif hafa á þá, í nútíma þjóðfélagi, og þeim baráttuað- ferðum sem þeir vilja beita gegn því. Framhald á næsta blaffi. BEZT að auglýsa í Morgunblaðinu Þakpappi Amerískur þakpappi, mjög sterkur og endingargóður. J. Þorláksson & Norðmann

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.