Morgunblaðið - 06.07.1968, Page 10

Morgunblaðið - 06.07.1968, Page 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. JÚLÍ 1968 Við veltum okkur í söl- skininu og náttúrunni Rabbað við tvo skipstjóra á laxveiðum ÞEIR fást við að veiða fleira skipstjórarnir okk- ar en síld, og þeir hafa enn gaman að sulla í vatni, þótt ferðazt hafi um öll heimsins höf. Við komumst áþreifanlega að þessu, er við komum aust- ur að ölfusá í fyrradag. Þar hittum við tvo þekkta skip- stjóra, sem stóðu á árbakk- anum með veiðistengurnar sínar og köstuðu agni fyrir lax. Páll Guðmundsson síldar- skipstjóri, sem var með Árna Magnússon við veiðarnar í fyrra, var að ditta að útgerð- ardótinu sínu þegar við rennd um upp að bílnum hans niðri á árbakkanum. — Það hefir svo sem ekki gengið mikið hjá okkur hérna í dag, en hinsvegar sáum við þá þarna fyrir handan moka laxinum upp úr netunum og okkur er sagt að þeir hafi fengið 120 laxa í netin einn daginn. Netin eru sjálfsagt miklu öruggari veiðitæki held ur þessar stengur okkar. Þeir hafa fengið hann mest á maðk sem hafa verið með stöng hér. Fyrir nokkrum dögum var hér ágætur afli. Þá hefir hann verið að ganga upp. Nú er það daufara. Við röbbum um veiðar fram og aftur og kannske ekki minna um síldveiðar en lax- veiðar. — Ert þú hérna einn við ána? Nei, félagi minn er hérna undir bakkanum. Sem hann hefir þettá mælt kemur bússuklæddur náungi með sólgleraugu og. lætur lít- ið yfir veiðinni. Þarna er kom inn skipstjórinn á Síldinni, því fræga síldarflutninga- skipi og gama'reyndur skip- stjórnarmaður af Fellunum hjá Sís. — Hann vill bara andskot ann ekkert við okkur tala, segir Guðni og hlær hressi- lega. Annars skiptir það svo sem ekki miklu máli. Aðalat- riðið er að vera úti og njóta blessaðrar blíðunnar. Auðvit- að hefðum við ekkert á móti því að hann tæki. Við erum líka búnir að spyrja allkonar sérfræðinga um hverju við eigum að beita, en það kemur út á eitt. Við látum í ljós þá skoðun að hann taki kannske þegar skugga fer að bera á ána. — Já, þetta er nú búið að vera meira sældarlífið í dag. alveg dásmlegt, segir Guðni. Við fórum upp í Þrastaskóg og átum þar og drukkum og vetlum okkur i sólskininu og náttúrunni. Og enn berst talið að síld- inni, þótt auðvitað eigum við að tala um lax. — Þú ættir að koma með norður að Svalbarða, segir Guðni og hlær. — Þá væri hægt að láta gutla á þér og þá fengirðu eitthvað til að skrifa um. En nú ætla þeir félagar að bregða sér upp fyrir brú og renna þar. Við þorum ekki að Páll með stöngina úti i usá. óska þeim góðrar veiði. Það er bannað meðal laxveiði- manna. Skipstjórarnir Páll Guðmundsson sildveiðiskipstjóri t. v. og Guðni Jónsson skipstjóri á Síldinni. Guðni kastar af klettinum. Að baki sér hefir hann unga og áhugasama áhorfendur. Yæri suðaustan átt og eilítið dimmra yfir Rætt við tvo laxveiðimenn í Laxd í Kjós og voru allir yfir 10 pund, nema einn. Sá þyngsti var 16 pund. Það var bjart yfir land inu þá, drengir mínir, og gam an að standa við stöngina. — En þú hefur líklegast dregið þyngri lax en 16 pund? — Ekki er nú alveg laust við það. Á mínum allra fyrstu laxaárum — ég var með bam busstöng, eins og þá þekktust fékk ég einn tuttugu punda í Laxá í Leirársveit. Ég var lengi búinn að hafa augastað á drjólanum, þegar hann loks ins beit og glíman við hann var bæði hörð og skemmtileg. Sigurður stendur út í miðri á og kastar. Holan er full af laxi og Sigurður gefur sér ekki tíma til að ræða við blá ókunnuga menn, sem eftir öllu að dæma hafa aldrei rennt fyrir lax og hafa auk þess tak markað vit á þessari íþrótt. — Hvað er það við laxveið arnar, sem er svona heillandi, Pétur? Framhald á bls. 13. ÞEIR höfðu verið að í níu klukkustundir, þegar okkur bar að garði. Áin niðaði glað- lega í vestan golunni og þeir stóðu þolinmóðir í straumnum með stangirnar, köstuðu og drógu á víxl, en laxinn var latur og leit ekki við agninu. Þeir sögðu, að skilyrðin væru ekki góð — suðaustanáttin er bezt, þegar Laxá í Kjós á í hlut, svo var líka of bjart. Niður við brúna hittum við Tryggva Jónsson. Hann var búinn að fá 4 laxa, alla á flugu. Þrjá þeirra fékk hann undir efri fossunum og einn við Klingeberg — skrýtið ör- nefni það. Við holuna hittum við þá Sigurð Sveinsson, verkstjóra, og Pétur Jónsson, rakarameist ara. Þeir hafa stundað lax- veiðar saman í yfir 30 ár og höfðu oft áður rennt í Laxá í Kjós. Ellefu laxa höfðu þeir dregið á land þennan daginn, tíu fyrir hádegi, en síðan var tregt og aðeins einn lét blekkj ast af agninu. — Við erum búnir að vera um alla ána, sagði Pétur. Lax á skiptist í þrjú veiðisvæði og við fengum 5 á neðsta svæðinu, 3 á miðsvæðinu og 3 efst. Tvo þeirra fengum við á flugu, en hinir féllu allir fyr- ir maðkinum. — Hvað er sá stærsti stór? — Ætli hann sé ekki ein fjórtán pund. — Þeir segja, að skilyrðin séu slæm? — Já, ykkur er óhætt að bóka það. Vestanáttin er lang versta áttin hérna og svo bæt ist birtan ofan á. Það er ekki von hann bíti, en væri suð- austanátt og eilítið dimmara yfir, þá........Og Pétur lyft- ist allur við tilhugsunina. — Hvenær áttir þú þinn bezta veiðidag, Pétur? — Það var eina gullfallega morgunstund við Vesturá í Miðfirði. Þá dró ég 10 laxa Pétur Jónsson, rakarameistari, bíður hjá veiði þeirra félaga meðan Sigurður rennir í Hotuna. (Ljósm. Mbi.: Á. J.)

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.