Morgunblaðið - 06.07.1968, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 06.07.1968, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. JÚLÍ 1968 Ifafgttnirlfifrtfr Utgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúl. Fréttastjóri Auglýsingast j óri Ritstjóm og afgreiðsla Auglýsingar Askriftargjald kr 120.00 1 lausasölu. Hf Arvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Sigurður Bjarnason frá Vigur Matthias Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónssom Þorbjöm Guðmundsson. Bjöm Jóhannsson. Ami Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6. Sími 10-100. Aðalstræti 6. Sími 22-4-80. á mánuði innanlands. Kr. 7.00 eintakið. FÁRÁNLEG FULL YRÐING iT'íminn heldur því fram í forustugrein sinni í gær, að einstakir ráðherrar ríkis- stjórnarinnar, sem studdu þann frambjóðanda í forseta- kosningunum, sem ekki náði kosningu, séu nú „rúnir öllu persónulegu leiðtogatrausti“. Þetta er fáránleg og fjar- stæðukennd staðhæfing. Fyr- ir forsetakosningarnar var því marg yfirlýst, að stjórn- málaflokkarnir tækju ekki af stöðu til þeirra. Hvorugur frambjóðandinn var þess vegna frambjóðandi ein- stakra stjórnmálaflokka. Þess vegna hefur enginn einstak- ur stjórnmálaflokkur unnið sigur eða beðið ósigur í þess- um kosningum. Það er líka öllum kunnugt að báðir fram bjóðendur hlutu fylgi fólks úr öllum flokkum. Að sjálf- sögðu hlutu einstakir flokks- leiðtogar, þar á meðal ráð- herrar, að gera það upp við sig, hvorum frambjóðenda þeir fylgdu að málum. Til þess höfðu þeir ekki síður rétt og skyldu en allur al- menningur í landinu. í þessu sambandi má benda á það, að það voru ekki að- eins einstakir ráðherrar, sem afstöðu tóku opinberlega í forsetakosningunum, heldur einnig ýmsir af leiðtogum stjórnarandstöðuflokkanna, þar á meðal tveir fyrrv. for- menn Framsóknarflokksins. Allir þessir menn mörkuðu sína persónulegu afstöðu eins og hverjir aðrir kjósendur. Vegna æsingaskrifa Tím- ans um úrslit forsetakosning anna er svo ástæða til þess að varpa þeirri spurningu fram, hvort ekki sé eins nauðsynlegt að friður ríki um forsetaembættið eftir kosn- ingar, eins og fyrir þær? Kjarni málsins er, að þjóð- in hefur kveðið upp sinn úr- skurð á lýðræðislegan hátt í frjálsum kosningum. Öll við- leitni til þess af hálfu ein- stakra pólitískra flokka og málgagna þeirra að hefja pólitískt hnútukast um úr- slitin er lítt viðeigandi og alls ekki í samræmi við þann prúðmannlega brag, sem var á kosningabaráttunni af hálfu frambjóðendanna sjálfra. Viðleitni Tímans og Þjóðviljans til þess að hefja flokkspólitískar ýfingar um þessi mál er áreiðanlega öll- um almenningi lítt að skapi. Það munu Tímamenn og kommúnistar áreiðanlega finna fyrr eða síðar, ef þeir halda áfram lákúruskrifum sínum um úrslit forsetakosn- inganna. MERKILEG NÝJUNG ITaltýr Þorsteinsson útgerð- ’ armaður hefur tekið á leigu skip, sem hann hyggst senda á hin fjarlægu síldar- mið með 25 karla og konur, sem eiga að vinna að söltun síldar um borð í skipinu. Þetta skip hefur meðferðis 4500 tunnur, sem á að salta í og flytja síðan til lands. Hyggst útgerðarmaðurinn fyrst og fremst taka við síld um borð í skipið af sínum eigin síldveiðiskipum, ef ef sú síld hrekkur ekki til, tek- ur hann einnig á móti síld af öðrum skipum. Hér er vissulega um að ræða merkilega nýjung, og á útgerðarmaðurinn þakkir skildar fyrir framtak sitt. Vitað er að aðrar þjóðir, bæði Rússar og Norðmenn hafa saltað mikið af síld um borð í skipum úti í hafi. Nokkur íslenzk fiskveiðiskip hafa einnig gert það t.d. á sl. sumri. Einstakir togaraút- gerðarmenn hafa einnig gert tilraunir með slíkar söltun- araðferðir fyrr á árum. Fjarlægð síldarmiðanna frá ströndum íslands gerir nauðsynlegt að taka upp ýmsar nýjungar í síldveið- um okkar og verkun síldar- aflans. Er ekki sízt mikil- vægt að leggja aukna áherzlu á söltun síldar, þar sem stór- fellt verðfall hefur orðið á síldarmjöli og síldarlýsi. Einskis má þess vegna láta ófreistað til þess að salta eins mikið af síld og mögu- legt er, meðan sæmilegur markaður er fyrir saltsíldina og verðið á henni skaplegt. Vonandi gefst tilraun Valtýs Þorsteinssonar vel. Hún bendir áleiðis um það, sem koma skal, meðan síldin heldur sig eins langt frá Is- landsströndum eins og raun hefur borið vitni síðustu ár- in. HRUN KOMMÚNISTA í FRAKKLANDI /Vsigur kommúnista í ^ frönsku þingkosningun- um var hrikalegur. Þeir IIl^I ii-i yspj U1 FAN UR HEIMI Fornleifafræðingar að verki undir Grátmúrnum í Jerúsalem. Hvelfing Aksamoskunnar að ba'ki. Merkur fornleifaf u ndu r við Grátmúrinn í Jerúsalem Jerúsale'm. — AP. RÉTTU ári eftir að liðsveitir Gyðinga herbóku Grátmúrinn helga og allan Jórdaníuhluta Jerúsalem, fundu ísraelskir fornleifafræðingar stórmerkar fornminjar undir veðubar- inni framhlið múrsins. Stétt, sem hefur legið að öndvegi hins mikla og háttvirta must- eris Heródesar konungs, kom aftur í dagsljósið undan 20 alda jarðvegi. Heródes konungur lét reisa musteri þetta um 2000 árum fyrir daga Krists á hæðinni Moriah í Jerúsalem. Það kom í stað Júðahofsins er Salómó lét gera til heiðurs Davíð, föður sínum, og sigri hrósandi Babýlonsmenn lögðu í rústir 587 árum fyrir upphaf tíma- tals okkar. Títus, Rómarkeisari, lét spilla musteri Heródesar árið 70 til þess að sýna uppreisnar gjörnum Júðum í tvo, heim- ana. Sá hluti þess sem bezt hefur staðizt tönn tímans til þessa dags er vesturveggurinn — Grátmúrinn. Bráðlega eftir lok sex daga stríðsins í fyrra byrjaði próf. Benjamín Mazar, einn af kunnustu sagnfræðingum ís- raels, að grafa undir Grát- múrnum. Hann hafði í þjón- ustu sinni fjölmennt lið á- hugafólks og vísindamanna við uppgröftinn og nú fyrir skömmu bar leitin árangur, sem vert er að geta um. Maz- ar lýsir fundinum á þessa leið: „Stéttin er gerð úr stórum •hellum, allt að tonni á þyngd, fagurlega sniðnum úr gráum Jórsalasteini. Á henni liggja kolaðar viðarleifar og hleðslu grjót — minjar um skemmd- arverk Títusar keisara. í jarðlögunum yfir stéttinni fundum við mikið af pening- um frá fyrstu öld, meðal þeirra marga, sem slegnir voru á uppreisnarárum Gyð- inga gegn Rómarveldi. Enn- fremur ótrúlega vel geymd brot úr leirkerum og lömp- um“. Stéttin var hluti af rúm- góðu torgi framan við tví- skipt hlið, sem trúaðir fóru um til bænagerða í hofinu. í rústum miusterisins eru nú tvær moskur: Steinmoskan, sem reist er yfir stein þann er Múhammeð spámaður steig síðast á áður en hann fór til guðs, og Aksamoskan, sem tal ið er að Jústiníanus Mikla- garðskeisari hafi látið gera til dýrðar Maríu mey árið 536, en Múhammeðtrúarmenn breyttu síðar til sinna þarfa. Niður að stéttinni eru um 9 metrar frá núverandi yfir- borði jarðar og fundust þar þrettán jarðlög með búseu- leifum. Það sem nú stendur úr jörðu af Grátmúrnum er um 25 metrar á hæð, en þess verður að gæta, að menn hafa einlægt verið að bæta um og byggja við hann eftir því sem tímar liðu fram. Fornfræðingar ráðgera mik- inn uppgröft í Jerúsalem á næstunni og vænta sér mikils af honum. J fengu nú 28 þingsæti, en höfðu fyrir kosningarnar 73. Kommúnistar töpuðu þannig 45 þingsætum. Þetta sýnir greinilega ótta frönsku þjóð- arinnar við kommúnismann og áhrif hans. Franskir kjós- endur gerðu sér ljóst að kommúnistar höfðu að meira eða minna leyti staðið bak við byltingartilraunir þær, sem gerðar voru í vor, og lömuðu um margra vikna skeið franskt athafna- og efnahagslíf. En það voru fleiri en kommúnistar sem töpuðu í frönsku kosningunum. Banda lag vinstri flokkanna tápaði 64 þingsætum og fékk nú að- eins 57 þingsæti að þessu sinni en hafði áður 121 þing- sæti. Margt má að sjálfsögðu að stjórn de Gaulle finna. Hún hefur á ýmsum sviðum verið þröngsýn og afturhaldssöm. En hinum gamla hershöfð- ingja tókst að forða Frakk- landi frá algeru öngþveiti og hruni lýðveldisins á sínum tíma. Þess vegna kaus franska þjóðin að fram- lengja heldur völd hans held ur en að eiga á hættu nýja upplausn og úrslitaáhrif kommúnistá og vinstri banda lagsins. Ósigur kommúnista í Frakklandi er ekki aðeins ósigur franskra kommúnista. Hann er mikið áfall fyrir hinn alþjóðlega kommún- isma yfirleitt. Kommúnistar höfðu gert sér von um það að Frakkland yrði næsta landið, þar sem þeir kæm- ust til valda. Þeir draumar hafa nú að engu orðið. Mik- ill fjöldi franskra kjósenda yfirgaf kommúnistaflokkinn og kaus með Gaullistum. Það er beizk staðreynd, sem kommúnistar eiga erfitt með að kingja, en verða þó að viðurkenna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.