Morgunblaðið - 06.07.1968, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 06.07.1968, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. JÚLÍ 1968 15 izt á Grænlandsmiðin til þessa fyrir ís. — Hvar fenguð þið aflann í síðasta túrnum? — Við vorum út í Kanti, sem kallað er — um 100 mílur vestur af landinu. — Hvað hefur þú verið lenigi til sjós? — Ég er búinn að vera til sjós í 25 ár. — Eru síðutogararnir að varða úreltir, Ragnar? — Ég hef nú ekki mikið spekúlerað í þessurn skuttog- ur.um, sem sagt er að leysi allan vanda. En ég held það leysi ekki öll vandræði tog- araútgerðarinnar að taka troll ið inn að aftan, segir þessi skipstjóri, sem aldrei kveðst hafa lent í misjöfnu veðri öll sín 25 ár á sjó. VIÐ erum staddir niðri á tog- arabryggjunni i Reykjavíkur- höfn. Það er verið að landa úr b.v. Jóni Þorlákssyni, sem kom með 230—40 tonn eftir 11 daga á heimamiðum. Við hittum fyrstan Stein- grím Magnússon, fiskeftirlits- mann. — Hvernig fiskur er þetta, Steingrímur? — Þetta ©r karfi — smár karfi, en mjög sæmileg vara. — Og frystihúsin taka á móti karfa núna? — Já, þau gera það. — Hvernig hafa togararnir aflað síðan vertíð lauk? — Þeir hafa mest verið á 'heimamiðum og aflað sæmi- lega, mest karfa, sem hefur verið sæmilegasta vara. — Hvernig lízt þér á þá hug mynd, ssm fram hefur komið um að legggja togaraútgerð- ina niður? — Það væri það vitlausasta, sem nokkrum manni gæti dott ið í hug að framikvæma, segir Steingrímur og er fastmæltur. Já, pitar mínir. Það hefur orðið mikil breyting á lífi tog- arasjómannsins þau 23 ár, sem ég hef verið til sjós, segir Jó- hann Jónsson, sem verður ann ar stýrimaður í þessum túr. — En Ægir er enn sá sami? — Já, hann hefur lítið breytzt karlinn sá, segir Jó- hann og hlær við. Það þarf ennþá góða menn til að kljást við hann. — Hefur þig alörei langað í land? — Ojú, ekki neita ég því. En þegar ég er búinn að vera smátíma í landi, langar mig alltaf á sjóinn aftur. Þetta er í blóðinu. — Kanntu ekki að segja okkur eina góða togarasögu í lokin? — Auðvitað gæti ég það, piltar mínir, En þið munið, hvað var ort um Okkur einu sinni: „en togarasjómanni tam ast það er — að tala sem minnst um það allt“, segir Jó- han um leið og hann snarast um borð. Löndun úr b.v. Jóni Þor- lákssyni er lokið og við erum aftur staddir niður á togara- bryggju. Það verður lagt úr höfn eftir hálftíma og áhöfn- in er að tínast um borð. Við hittum skipstjórann, Ragnar Franzon að máli. — Þið er.uð að leggja í hann, Ragnar. — Ja, eikki ég. Ég verð í fríi þennan túr — er bara að koma þeim af stað núna. — Hvernig hefur þetta geng ið? — Mjög sæmilega, nema hvað við 'höfum ekkert kom- Jóhann Jónsson kemur um borð. Unnið að löndun úr b.v. Jóni Þorlákssyni. piltar ganga um iborð. Þar eru á ferðinni Eiður Eiðsson, 15 ára, sem kveðst hafa verið fjögur sumur á togurum áður, Kolviður Hallgrímsson, sem einnig hefur áður komið um 'borð í slík skip, og bræðurnir Óli og Gestur Halldórssynir, 18 og 16 ára, og þettta er svo sem ekki heldur þeirra fyrsta ferð. — Við förum í þetta á sumr in til að lyfta okkur svolítið upp, segja þeir félagar og Eið- ur segir, að þetta gefi líka noikkuð í aðra hönd. „Ég hafði 78.000 krónur upp úr þessu í fyrrrasumar“, segir hann. — Þið ætlið kannski að leggja sjómennsku fyrir ykk- ur? — Nei, svara þrír að bragði, en Gestur er ekki alveg viss. „Það gæti vel verið sjó- mennska eins og hvað annað“, segir hann. Nú snarast yngsti hásetinn um borð, Jón Baldur Þor- björnssson, 13 ára. — Þetta er fyrsta sjóferðin mín, segir hann og brosir. — Og hvað kom til að þú lagðir út í þettta? — Ja, það var hvergi pláss fyrir mig í sveitinnni og eitt- hvað verður maður að hafa fyrir stafni, segir sjómaður- inn ungi. Og nú eru landfestar leyst- ar. Innan skamms siglir b.v. Jón Þorláksson út úr hafnar- mynninu áleiðis á miðin. — Þá hlýtur þú nú að geta sagt okkur frá einhverjium svaðilförum. — Nei, blessaðir verið þið. Ég hef aldrei lent svo mikið sem í smábrælu allan þennan tíma, segir Ragnar og glott- Togarinn er bara orðinn skólaskip, segir einhver á bryggjunni, þegar fjórir ungir Allt eru þetta vanir togaramenn. (F. v.) Eiður Eiðsson, Óli Halldórsson, Kolviður Hall- grímsson og Gestur Halldórsson. (Ljósm.: Mbl.: Á. J.) Yngsti hásetinn, Jón Baldur Þorbjörnsson, 13 ára, með for. eldrum sinum skömmu fyrir brottför togarans. - BORGARSTJORN Framhald af bls. 3. sagði, að erfitt kynni að reynast að fá menn til heimilislæknis- starfa, ef þeir mættu ekki jafn- framt gegna öðrum störfum, t.d. trúnaðarlæknisstörfum. Að lok- um ræddi Ólafur Þórðarson um, hvaðan frumkvæðið að breyt ingu á læknisþjónustunni ætti að koma, en eðlilegustu aðilar þess máls væru annars vegar læknafélagið og tryggingaraðil- ar. Guðmundur Vigfússon, borg- arfulltrúi, (K) flutti læknis- þjónustunefndinni þakkir fyrir vel unnin störf. Birgir fsl. Gunnarsson, borgar fulltrúi, (S) sagði, að þetta mál snerti hvern einasta borgarbúa og fagnaði hann frumkvæði borg arstjórnar í málinu og samstöðu þeirri, sem um það hefði tekizt. Hann sagði, að læknisþjónustan í Reykjavík hefði farið versn- andi undanfarin ár og mjög erf- itt væri oft á tíðum að ná í lækna, þegar nauðsyn krefði, og á lækningastofum væru dag- lega langar biðraðir. Birgir sagði, að samkvæmt upplýsingum, sem hann hefði afl að sér hjá sjúkrasamlaginu væru 2715 borgarbúar án sjúkra samlagslæknis um þessar mund- ir, en á svæði Sjúkrasamlags Reykjavíkur væru rúmlega 52000 manns, sem ættu að hafa lækni. Hann fagnaði því, að læknisþjónustunefndin hefði val ið heimilislækniskerfið, enheim- ilislæknirinn ætti að vera náinn ráðgjafi. Þá væri einnig nauð- synlegt, að menn gætu farið til rannsókna, án þess að vera lagð ir inn á sjúkrahús, en imeð þeim hætti yrði unnt að spara sjúkra rúm og nýta vinnukraft vinnu- færa. Hann kvað eðlilegt, að sjúkrasamlagið tæki upp greiðslu á kostnaðarsömum tann viðgerðum, en hæpið væri, að al mennar tannviðgerðir hentuðu sj úkrasamlagskerfinu. Páll Sigurðsson, borgarfull- trúi, (A) var síðastur ræðu- manna, hann átti sæti í Læknis- þjónustunefndinni, og skýrði til lögur nefndarinnar með tilliti til ummæla þeirra Úlfars og Birgis. Að lokinni ræðu Páls voru til lögur bornar undir atkvæði og samþykktar. 70 km. hroði ó Reykjonesbraut í FRÉTTINNI í blaðinu í gær um nýjan hámarkshraða á Reykj nesbraut frá Krísuvíkurvegi að vegamótunum við Hafnaveg féU niður ein lína Hámarkshraðinn hefur þarna verið hækikaður úr 60 km hraða á klst. í 70 km hraða.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.