Morgunblaðið - 23.07.1968, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 23.07.1968, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. JÚLÍ 1968 Hernaðaríhlutun í Tékkdsldvakíu? ASTANDIÐ í Tékkóslóvakíu er komið á svo alvarlegt stig, að margir telja, að Rússar séu þess albúnir að grípa til hernaðarlegrar íhlutunar, ef fortölur duga ekki til þess að fá nýju leiðtogana í Prag til þess að breyta stefnu sinni. Fjöldi rússneskra hermanna er enn í Tékkóslóvakíu, og þeir geta á hverri stundu snúið við og haldið til Prag. Þrátt fyrir allt eru Tékkó- slóvakar bjartsýnir og vona að allt fari vel að lokum. Rússar hafa fundið margar á- tyllur, sem þeir gætu notað til hernaðaríhlutunar. Moskvublað- ið Pravda skýrði frá því, að bandarísk skotvopn hefðu fund- izt í Vestur-Bæheimi í síðustu viku, og þetta reyndist rétt. Rúss ar vilja halda því fram, að NATO reyni að færa sér ástand- ið í Tékkóslóvakíu í nyt, en Tékkóslóvakar velta þeirri spurningu fyrir sér, hverjir það voru sem komu vopnunum fyrir. Voru það Rússar eða Austur- Þjóðverjar? Pravda hefur haldið því fram, að bandaríska leyniþjónustan CIA og bandaríska varnarmála- ráðuneytið hafi áform á prjón- Dubcek brosir þótt sovézku hers veitirnar séu ekki farnar, en sov ézki marskálkurinn Jakubowsky er þungbúinn. Observers bendir á, að hið al- varlega ástand er skapast hafi vegna deilu Rússa og Tékkósló- vaka hafi versnað vegna þess, að Rússar hafa. reynt í áróðri sínum að sannfæra almenning um toga. Ef þeir krefjast þess að Dubcek verði vikið frá völdum getur skapazt alvarlegt þrátefli og Rússar verða ekki ánægðir nema þeir fái örugga vissu fyrir því að algerlega ný stefna verði tekin upp. Af áróðri Rússa má ráða, að þeir vilja sannfæra heim inn um að þeir muni ekki hika við að beita valdi ef þeir telji að það sé eina leiðin til að koma breytingu til leiðar í Tékkósló- vakíu. Leiðtogarnir í Prag hafa ekki viljað fallast á boð Rússa um við ræður í Sovétríkjunum. Fréttarit ari Sundey Times í Prag bendir á, að hefði Dubcek tekið boði Rússa hefði það þýtt að hann hefði sent æðstu valdamenn landsins til óvinveitts ríkis, en það hefði jafngilt því, að öll brezka ríkisstjórnin yrði send til óvinveitts ríkis á hættutíma. Tékkóslóvakar hafa ekki gleymt örlögum Imre Nagys, sem var rænt og síðan komið fyrir katt- arnef eftir að hann komst til valda í Ungverjalands-uppreisn- inni 1956. í gær bárust þær fréttir, aS sovézkir valdhafar hefðu fallizt á boð Tékkóslóvaka um að við- ræðurnar fari fram í Tékkósló- vakíu, og er það mikill sigur fyr ir Dubcek. Rólegir og bjartsýnir Eftirtektarvert er, að þrátt fyr ir allar hótanir Rússa, hvort sem þær hafa verið dulbúnar eða ekki, þá eru Tékkóslóvakar ró- legir og bjartsýnir. Þeir kipptu sér ekki upp við vopnafundinn í Bæheimi, og litu svo. á að hér væri um að ræða agn, sem þeir mættu ekki bíta á. Leiðtogar Tékkóslóvakíu og þjóðin í heild trúa því, að ef haldið verði fast við hina nýju stefnu og ekki vik ið um hársbreidd, muni allt ganga vel að lokum. Þeir eru svo bjartsýnir, að þeir telja að Rússar hafi dregið í land þegar þeir stungu upp á viðræðum leið toga kommúnistaflokka land- anna. Enginn asi er á neinum í Prag, enginn ótti, engum dettur í hug að grafa skotgrafir, ekk- ert varalið hefur verið boðið út og engar mótmælaaðgarðir hafa verið haldnar. Þjóðin stendur einhuga að baki leiðtoga sínum, Alexander Dubcek, sem nýtur' gífurlegra vinsælda. Sjónvarpsræðu hans í síðustu viku, þegar hann lýsti Vestrœn blöð um atburðina í Tékkóslóvakíu: „Skuggi Stalínismans" Dubcek er hann ávarpaði þjóðin a í sjónvarpi í síðustu viku. unum um ,,árás“ gegn Tékkósló- vakíu, og er litið svo á í Wash- ington, að hér sé um að ræða viðvörun til Bandaríkjastjórnar um, að hún skuli gæta hlutleys- is, en um leið gæti hér einnig verið um að ræða átyllu til íhlut unar. Af opinberri hálfu í Wash- ington hefur ekkert verið látið uppskátt, hvað bandaríska stjórnin hyggist fyrir, ef Rússar grípa til íhlutunar í Tékkósló- vakíu, en ljóst er, að hernaðar- leg íhlutun mundi hafa alvarleg áhrif á samskipti Bandaríkja- manna og Rússa og auka spenn- una í samibúð austurs og vest- urs. Heimta betri stefnu Moskvufréttaritari blaðsins að stjórnarkerfi kommúnismans í Tékkóslóvakíu sé í hættu og verði kollvarpað verði ekkert að gert. í áróðrinum er almenning- ur búinn undir það, að valdhaf- arnir í Prag breyti stefnu sinni vegna aðgerða af sovézkri hálfu. Almenningi er talin trú um, að öryggi Sovétríkjanna sé í hættu. Mikilvægasta spurningin er sú, hvaða lágmarksskilyrði Rúss ar séu reiðubúnir að fallast á til þess að komast að sámkomulagi við Tékkóslóvaka. Ef til vill sætta Rússar sig við það að va!d hafarnir í Prag heiti því að halda róttækustu öflunum í skefj um. En einnig getur verið að það eina sem Rússar geti sætt sig við sé að skipt verði um leið- Forystugreinar dagblaða á Vesturlöndum, sem fjallað hafa um þróun mála í Tékkó- slóvakíu, hafa verið mjög á eina lund. Blöðin hafa lýst yfir andstöðu sinni gegn hin- um „nýja Stalinisma" og sam- úð með frelsisöflum Tékkó- slcvakíu. Þannig segir Times í Lund- únum um svar Tékka við kröfum Rússa og annarra A- Evrópuríkja nú á dögunum: — Orðsendingin, sem birt var í gær, sýnir að Tékkar standa nú auglitis til auglitis vi’ð Rússa og fylgiríki þeirra í deilu, er snýst um allar hlið ar almennra mannréttinda og þjóðfrelsis. Allar þjóðir aust- urs og vesturs hafa hagsmuna að gæta um úrslit þessara mála. Hið nákvæmlega sama gilti um átökin við Júgó- slavíu, fyrir tveimur áratug- um. í það skiptið bar Júgó- slavía sigurorð af sameinuð- um andstæðingum. Árið 1956 var það Pólland, sem stóðst raunina og sigraði meir en að hálfu leyti. Á sama ári var*ð bylting í Ungverjalandi, bylt- ing sem bæld var niður. A síðustu árum er það Rúmenía, sem farið hefur eigin götur í utanrikismálum, og stendur enn óbuguð. Þá minnir Times á, að óhugs andi sé að á sama tíma og flestar þjóðir heims hafi kraf- izt og endurheimt frelsi sitt og fullveldi, á árunum eftir stríð, eigi þjóðir A-Evrópu að sætta sig við hlutskipti sitt. Það var/einmitt þetta atriði sem Tékkar lögðu á- herzlu á í orðsendingu sinni til Rússa og inntu þá eftir. Svar þeirra og fjögurra fylgi- ríkja var ótvírætt. Tékkar skyldu um ófyrirsjáanlega framtfð sætta sig við hið gamla hlutskipti sitt. —• Tékkneskum leiðtogum bæri að sameina alla krafta ríkisins til baráttu gegn „and- stæðingum sósíalismans," endurvekja ritskoðun og snúa að öðru leyti aftur á braut „hins lýðræðislega miðstjórn- arvalds". — Times segir að lokum, að ef draga mætti lærdóm af fyrri átökum við Rússa í A- Evrópu, yrði hótunom þeirra bezt svarað einarðri en æsing arlausri andstöðu. f forystugrein hinn 19. júlí sl. fjallar norska bla’ðið Aften gjörið í austri." — Þessar kröfur (þ.e. kröf- ur Rússa um afturhald í ein- ræðisátt) sýna, að þeir treysta ekki eigin kerfi betur en svo, að þegar frelsisvindar næða telji þeir sig tilneydda að taka upp gamlar aðferðir Stalins, sem hann beitti gegn Titoistum A-Evrópu. Að vísu hafa þeir enn ekki beitt hervaldi, en kröfurnar sýna, að hin kommúnistiska forysta hefur enn ekki lært, að ný vandamál verða ekki leyst með gömlum aðferðum hótanna og valdbeitingar. — Eina aðalástæ'ðuna fyrir byltingunni í Prag, má telja að eftir tuttugu ára kommún- istastjórn í Tékkóslóvakíu, er efnahagur landsins í hróp- legu ósamræmi við efnahag landa hins frjálsa heims. Það sem nú á sér stað innan og utan Tékkóslóvakíu mun í framtíðinni verða talinn for- smekkurinn af víðtækri þró- un. 'Forystugrein International Herald Tribune, hinn sama dag nefnist: „Skuggi Stalinis mans.'“ Þar segir m.a. — Harkalegar aðfarir Moskvu til að kúga frjáls- lyndu öflin í Tékkóslóvakíu undir hæl sinn, varpa skugga Stalinismans langt út fyrir mörk Tékkóslóvakíu. Þær stofna í voða hagsmunum Rússa á breiðari grundvelli, jafnt sem hagsmunum margra annarra ríkja. Ef fylgismönnum hinnar ó- vægu stefnu í Kreml tekst að sveigja framfarasinnaða for- ystu Dubceks til hlýðni, eföa að beina Tékkum aftur af braut lýðræðis, kynn: svo að fara að frjáisíyndrri öfiim ' í Moskvu yrði útrýmt i leið- inni eða færu alvarlega hall- oka. — Þá fjallar Herald Tri- bune um áhrif valdbeitingar við Tékka, á aðra kommún- istaflokka í Evrópu. Segir . blaðið, að slíkt geti haft í för með sér hættu á algiörri upp- lausn í he’mi kommúnismans. Stjórnir Júgóslavíu og Rúm- eníu hafi lýst yfir áhyggjum sínum um a'ð slíkt ástand geti skapast og flokkarnir í Frakklandi og Ítalíu hafa var að við þróun mála. Lítt duldar hótanir Rússa hafi þegar skaðað þá mynd, er Rússar hafa reynt að skapa af sér á síðustu árum, sem baráttumenn þióðfrelsis og hófsemdar í alþjóðamálum. — Sovétríkin hafa ekkert að vinna en miklu að tapa með því að taka upp kúgunarað- ferðirnar frá Ungverjalandi. Þetta er ekki árið 1956.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.