Morgunblaðið - 23.07.1968, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. JÚLÍ 1968
17
BERLÍNARHEIMSOKN:
Ef nazistarnir í Bonn ná völdum,
skellur þriðja heimsstyrjöldin á
Árósum 19 maí.
Berlín hefur verið mikið í frétt
um að undanförnu og nemend-
ur Blaðamannaháskólans í Ár-
ósum urðu glaðir við þegar þeim
var boðið í viku heimsókn þang-
að. Við lögðum af stað snemma
á sunnudagsmorgni, ekki í sól og
blíðu eins og stendur í ferðasög-
unum, heldur í ausandi rigningu.
Það var skrýtin tilviljun að
kvöldið áður en við lögðum af
stað Loguðiu kertaljós í gluggum
um alla Danmörku, landsmenn
minntust þess. að hinn fimmta
maí höfðu þeir verið frelsaðir
úr klóm „þriðja ríkisins“.
Það var steikjandi hiti í Ber-
lín, og eftir að hafa ferðast með
lestum, bílum og flugvél, allan
daginn vorum við bæði sveitt og
þreytt þegar við loksins kom-
um í Hótel Hamborg, þar sem
við áttum að búa. Hótel Ham-
bort er alveg nýtt hús og glæsi
legt og búið öllum þægindum og
fínheitum sem hægt var að hugsa
sér. Teppin voru svo þykk að
við hugleiddum hvort við ættum
ekki að fá okkur þrúgur, og
þjónarnir snerust eins og skopp
arakringlur kringum gestina.
Það var auðséð að við áttum að
fá að sjá beztu hlið þessarar
umræddu borgar. Fæstir okkar
voru vanir því að búa á lúxus
hótelum og það var því ekki
fyrr en eftir einn eða tvo daga
að_ við uppgötvuðum að þykka
mjúka baðhandklæðið sem við
höfðum hamast við að þerra okk
ur með var í rauninni gólfmott-
an í baðherberginu.
Eins og gefur að skilja sótt-
um við ósköpin öll af fundum.
Nokkrir þeirra voru til þess
ætlaðir að leyfa okkur að hlýða
á prýðisgóðar áróðursræður, en
flestir voru þó viðræðufundir
að v ð höfðum gaman af. Einn
slíkur var í húsakynnum Axels
Springer en höfuðstöðvar út-
gáfustarfsemi hans eru í gríðar-
miklu húsi rétt við múrinn. Þeg-
ar við renndum inn á bifreiða-
stæðið og námum staðar sáum
við þrjá sótsvarta og beyglaða
sendiferðabíla sem reiðir stú-
dentar höfðu velt og kveikt í
þegar reynt var að aka blöðum
Springers úr prentsmiðjunni á
söluitaði.
Þegar við komum að aðaldyr-
unum var þar fyrir urmull verka
manna sem vann að því að setja
nýjar rúður í framhliðina. Stú-
dentamir bLssaðir höfðu nefni-
lega gert sér það til gamans að
mölva gler fyrir sem svarar 2,5
milljón ísl. króna. Springer hús-
ið er bygging sem blaðamenn
hafa gaman af að skoða enda
vorum við með nefið allsstaðar.
Mesta aðdáun vakti þó endalaus
röð prentvéla sem áreiðanlega
hafa kostað skilding, Við kom-
umst að þeirri niðurstöðu að
Springer gæti prentað Morgun-
blaðið á þrem sekúndum. Við
vorum ekki það merkilegar per-
sónur að meistarinn sjálfur
veitti okkur áheyrn, en í stað-
inn ræddum við við tvo af rit-
stjórum háms. Eins og gefur að
skilja var hvað mest rætt um
.dtúdentaóeirðirna'r. Ritstjórarn-
ir héldu því fram að stúdent-
arnir væru kommúnistar sem
væru á móti einkaframtaki og
þess vegna veittust þeir að
Springer. Nokkrir fulltrúar stú-
dentanna sem við ræddum við
seinna héldu því hinsvegar fram
að Springer væri skaðvaldur
hinn mesti og hefði löngum gert
þeim lífið leitt með sífelldum á-
rásum og'níðskrifum um þá. Auk
þess væri hann hætfulegur lýð-
ræði landsins, því að hann hefði
of mikið vald gegnum blöð sín
þar sem hann gefur út 40m allra
blaða í Vestur-Þýzkalandi og
og um 80m allra blaða í
Berlín. Ritstjórarnir sögðu að
Springer væri síður en svo
hættulegur lýðræðinu, hann
hefði sjálfur engin afskipti af
ritstjórn blaðanna, þau kepptu
sín á milli um hylli lesenda og
væru alls ekki alltaf sammála.
Þegar við yfirgáfum Springer,
var ákveðið að líta yfir í Aust-
ur-Berlín, til að „sjá hvernig
hinn helmingurinn býr“. Við fór
um ekki í rútubílinum sem við
höfðum fengið til afnota, held-
ur í einkabýlum sem erlendir
stúdentar óku til að ná sér í
aukaskilding. Þegar við komum
til „Checkpoint Charlie" vorum
við reknir út meðan verðir vopn
aðir vélbyssum leituðu í bíln-
um. Vegabréfsskoðuinin var eink
ar nákvæm. Harðleitur náungi
með skámmbyssu Á- axlahulstri
leit fast á myndina, fast á mig,
aftur fast á myndina og aftur
faist á mig. Ég hafði að vísu al-
veg hreina samvizku, ég hafði
hvorki í hyggju að kollvarpa
stjórninni eða kála Ulbricht, en
ég losaði nú samt um flibbann
og varp öndinni léttara þegar
hann rétti mér vegabréfið aftur
og kinkaði kolli. En þarmeð var
ekki allt búið. Næst var það
ljóshærð „Gretchen týpa“ sem
tók okkur til meðferðar, rétti
okkur langan lista og romsaði
upp úr sér eihhverjum ókjörum,
á þýzku. Þar sem minni þýzku-
kunnáttu lýkur eftir að ég hef
sagt „einmal bier bitte“ stóð ég
eins og glópur og starði á hana.
Bílstjórinn okkar, sem var Ind-
verji, tók mig þá afsíðis og út-
skýrði fyrir mér að ég ætti að
gefa upp hversu mikla peninga
ég hefði meðferðis, hvort ég
hefði myndavél, sjónauka eða
aðra verðmæta hluti, osfrv. Ég
átti líka að gefa upp nafn, heim-
skýringin sú að eftir þrjá daga
með mismunandi hátt settum
valdamönnum í Vestur-Berlín
vorum við svo úttroðnir af á-
róðri að það var varla pláss fyr-
ir matinn. Það er kannski ilíka
skýring að fyrir íslendingv sem
er vanur okkar elskulegu lög-
regluþjónum, er það dálítið
skrýtið að standa allt í einu
andspænis þrælvopnuðum og
þvenmióðsikuslegum stróiklingu'm
Hann gat t.d. ekki sagt okk-
ur hversu stórt upplagið væri,
hversu margir blaðamennirnir
væru, hvaðan þeir fengu fréttir,
hvar þeir hefðu fréttaritara o.s.
frv. Það varð því brátt vand-
ræðaleg þögn, sem við brúuðum
með því að romsa upp úr okkur
upplýsingum um okkar eigin
blöð og þeirra stjórnmálaskoð-
anir.
Eftir fimm mínútur reis hann
á fætur og bað okkur ganga með
sér inn og líta á ritstjórnina,
því að við höfðum sagt frá á-
huga okkar fyrir að sjá hvern-
ig þar væri umhorfs. Við sáum
11 lokaðar dyr, áður en við kom
um að skrifstofu ritstjórans. Þeg
ar við opnuðum dyrnar bjóst ég
hálft í hvoru við að sjá fólk
hlaupandi um og breiðandi teppi
yfir vélar og leynidót og varð
því fyrir hálfgerðum vonbrigð-
um með að sjá aðeins grannvax-
inn þreytulegan mann um fimm-
tugt 'sem sat bak við heljarstóra
ritvél.
ilisfang, stöðu, aldur, fjölskyldu
stærð, tilgang heimsóknarihnar
og fleira. Ég var hálft í hvoru
að hugsa um að bæta við „Skór
no. 41“-en þar sem ég taldimjög
litlar líkur til að „Gretchen"
eða harðleiti maðurinn með axl-
arhulstrið kynnu að meta brand
arann, hætti ég við það. Eftir
að hafa afhent seðilinn útfyllt-
an, fékk ég hvítan miða og var
bent að fara yfir að næsta hliði.
Þar varð ég að skipta fimm vest-
urþýzkum mörkum (það tók
fimm eyðublöð að ganga frá
þeim viðskiptum) hvíti mið-
inn var tekinn af mér, og svo
var ég kominn inn í Austur-
þýzkaland.
Mér rann að vísu ekki kalt
vatn milli skinns og hörunds, en
ekki get ég sagt að ég hafi ver-
ið yfirmáta kátur. Við komumst
að þeirri niðurstöðu að andrúms
loftið þarna væri allt annað en
fyrir vestan, nánast dálítið ó-
huggulegt. Ég veit satt að segja
ekki hvers vegna. Kannski er
u/Bkjandi skorst múrinn gegnum Berlínarborg.
Springer húsið.
sem virtust eiga þá ósk heit-
asta að vippa upp vélbyssunni
og útrýma þessum kapitalisku
pappírstígrisdýrum sem voru að
flækjast fyrir.
í Vestur-Berlín hafði okkur
verið sagt að hinumegin væri
byrjað að þjálfa börnin strax í
skóla og að þeir veldu jafnan
unga menn til varðgæzlunnar.
Ungir menn gangast upp í þeirri
ábyrgð sem þeim er falin með
þeesu móti, og vopnin gefa þeim
sjálfsöryggi og valdsmannslegt
yfirbragð.
Við ókum fram og aftur um
borgina nokkra stund meðan við
veltum fyrir okkur hvað við ætt-
um helzt að sjá, og að lokum
ákváðum við að heimsækja rit-
stjóm „Neue Deutchland" og
spyrja hvort við gætum fengið
að skoða okkur um. Við vorum-
satt að segja hálf vondaufir um
að slíkt leyfi fengist, og bíl-
stjórinn taldi það algerlega úti-
lokað. Fyrir þá sem ekki þekkja
til er rétt að geta þess að „Nýja
Þýzkaland" er flokksblaðið. Það
er flokksblaðið í svo ríkum
mæli að fréttin um fyrsta hjarta-
flutning dr. Barnards, var ein-
dálkur í fimmtu siðu en á for-
síðunni voru flennistórar fyrir-
sagnir sem skýrðu frá fram-
leiðsluaukningu Þýzka Alþýðu-
lýðveldisins á síðasta ári.
Okkur til nokkurrar furðu
var okkur vel tekið. Daman við
skiptiborðið (skiptiborð sem
hvaða fornminjasafn sem er gæti
verið hreykið af) hringdi upp
og tilkynnti að fjórir Skandinav
iskir blaðamenn bæðu um
áheyrn. Eftir nokkra bið kom til
okkar ungur maður, sem heils-
aði elskulega og bauð okkur
sæti og isígarettu. Hann var einn
af blaðamönnunum. Hanin sagði
að einn ritstjóranna ætlaði að
rabba við okkur, en hann væri
ekki laus fyrr en eftir fimm
mínútur svo að við gætum spurt
sig á meðan ef við vildum.
Það kom þó fljótlega í ljós
að hann vissi næsta lítið. Hann
vissi satt að segja svo lítið að
ég er hræddur um að það hafi
verið diplómatisk vanþekking.
Hann reis á fætur og gekk til
móts við okkur með vingjarn-
legu brosi á mögru, fölú and-
litinu. Hann haltraði á vinstra
fæti, og setti sig fljótlega aftur
eftir að hafa boðið okkur vel-
komna á lýtalausri ensku.
„Ég er einn af lægra settu
ritstjórunum hér“ sagði hann.
„Aðalritstjórinn er ekki við. I
rauninni hefi ég ekki leyfi til
að taka á móti gestum nema
hann samþykki það, ég geri
þetta alveg á mína ábyrgð“.
Hann byrjaði að tala, og áhugi
okkar jókst með hverju orði.
„Ég er kommúnisti og hef allt-
af verið það. Ég er hreykinn af
því og hreykinn af að hafa orð-
ið að líða fyrir það“.
Hann klappaði á vinstri fót-
inn og brosti hörkulega.
„Ég ar ekki fæddur svona. Ég
var lagastúdent þegar síðari
heimstyrjöldin braust út og var
sendur í fángabúðir vegna
stjórnmálaskoðana. Þeir voru
ekki blíðir við okkur þar.
Seinna var ég með við að hengja
þrjá fyrstu stríðsglæpamennina
það var mér mikil ánægja. Eft-
ir síðari heimsstyrjöldina stóð-
um við á núlli. Við fengum enga
Marshall hjálp og rússarnir
voru harðir við okkur. En þeir
hafa slakað á smámsaman og nú
er sambúðin góð. Nú erum við
líka sjöunda mesta iðnaðarland
í heiminum, og í örum vexti.“
„Haldið þér að fólkið í Aust-
ur-Þýzkalandi óski eftir samein
ingu við Vestur-Þýzkaland?“
„Einstaka maður sjálfsagt, en
ekki þeir sem hugsa. Ef nazist-
I arnir og stríðsglæpamennirnir í
Bonn kæmust til valda og réðu
öllu Þýzkalandi, liði ekki á
löngu þar til þriðja heimsstyrj-
öldin skylli á. Ég held ekki að
sameining sé möguleg. Það vilja
engir sameiningu nema nazist-
arnir. Rússar, Frakkar, Banda-
ríkjamenn og nágrannar okkar,
Pólvarjar, Tékkar, engir þeirra
kæra sig um sameiningu. Þeir
eru hræddir við þýzka andann.
Við höfum tvisvar átt í heims-
styrjöld óg reynt að ná heims-
Framtiald á bls. 19