Morgunblaðið - 23.07.1968, Síða 14
14
MÖRGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. JÚLÍ 1968
Jfafgtiitfrfapifr
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
RitstjóraT
Ritstj órnarf ulltrúi
Fréttastjóri
Auglýsingast j óri
Ritstjóm og afgreiðsla
Auglýsingar
Askriftargjald kr 120.00
1 lausasölu.
Hf Arvakur. Reykjavík.
Haraldur Sveinsson.
Sigurður Bjamason frá Vigur
Matthías Johannessen.
Eyjólfux Konráð Jónsson.
Þorbjöm Guðmundsson.
Bjöm Jóhannsson.
Árni Garðar Kristinsson.
Aðalstraeti 6. ,Sími 10-100.
Aðalstræti 6. Sími 22-4-80.
á mánuði innanlancls.
Kr. 7.00 eintakið.
HLUTVERK
A THAFNAMANNSINS
TVTú þegar erfiðlegar gengur
’ í íslenzkum atvinnumál-
um en verið hefur síðari árin,
gera menn sér gleggri grein
fyrir því, hve þýðingarmikið
hlutverk athafnamannsins er
og hver nauðsyn það er, að
atvinnufyrirtækin séu vel
rekin og skili í góðæri nægi-
legum tekjuafgangi til að
halda uppi öflugum rekstri,
þótt eitthvað blási á móti
einstök ár.
Öfundájúkar sálir láta raun
ar skjótt til sín heyra, ef ein-
hverjum tekzt að hagnast
sæmilega á atvinnurekstri, en
sem betur fer skilja þó flest-
ir, að atvinnuöryggi verður
því aðeins tryggt, að fjár-
hagsgrundvöllur fyrirtækj-
anna sé traustur. Þetta skilja
menn bezt á tímum eins og
þeim, sem við nú lifum,
þegar þrengist um atvinnu
og sumir óttast jafnvel, að til
atvinnuleysis komi, er há-
annatímanum lýkur.
En á slíkum tímum reynir
líka mest á þor og dug at-
hafnamannsins. Hlutverk
hans í lýðræðisþjóðfélagi er
hið þýðingarmesta. Honum
ber ekki einungis að reka fyr
irtæki sín þannig, þegar vel
árar, að hann hagnist og færi
út kvíjarnar, heldur ber hon-
um einnig í slæmu árunum
að leggja sig allan fram til
að tryggja áframhaldandi
rekstur, svo að ekki komi til
atvinnuleysis og marghátt-
aðra erfiðleika.
Ábyrgð hinna ýmsu at-
vinnuveitenda, jafnt þeirra
smáu sem hinna, sem stærri
eru, er þeim mun meiri sem
miklir erfiðleikar eru hjá
stærstu fyrirtækjasamsteypu
landsins, Sambandi íslenzkra
samvinnufélaga og kaupfélög
unum og því ekki líklegt að
samvinnureksturinn aukist,
og sumsstaðar meira að segja
ekki unnt að halda í horfinu.
Erfiðleikar samvinnufélag-
anna beina athygli manna að
nauðsyn þess, að nýtt og öfl-
ugt félagsform nái að festa
rætur og geti tekið að sér
að koma upp traustum fyrir-
tækjum, sem tryggi fólkinu
örugga atvinnu. Er þar um
að ræða almenningshlutafé-
lög, sem því miður hafa ekki
náð útbreiðslu hér eins og í
nágrannalöndunum. Slík fé-
lög eru þó hin mikilvægustu
og eiga að starfa við hlið sam
vinnufélaganna og einka-
fyrirtækjanna.
Sumir halda að almennings
hlutafélög rísi ekki upp vegna
þess að löggjöf sé óhagkvæna
slíku félagsformi. Þetta er á
misskilningi byggt. Hins veg-
ar hefur það háð öllum at-
vinnurekstri, að honum hefur
ekki verið gert unnt að hagn
ast eðlilega í sæmilegu ár-
ferði. Þetta hefur leitt til
þess, að menn hafa ekki verið
ginkeyptir fyrir að verja fjár
munum sínum til þátttöku í
atvinnulífinu, heldur hafa
menn keppzt við að festa fé
í öðrum eignum.
Þar að auki er þess að geta,
að sparifé og vextir af því er
skattfrjálst, en hins vegar
verða menn að greiða skatta
af hlutafjáreign og arði af
hlutabréfum. Brýna nauðsyn
ber til að koma á samræmi í
þessu efni, til þess að fólk
fáist til þátttöku í almenn-
ingshlutafélögum.
Vissulega er atvinnuleysi
hið mesta böl, sem yfir verka
menn og launþega almennt
getur gengið. Og þess vegna
verða allir að leggja sig fram
um það nú að treysta atvinnu
fyrirtækin og hleypa nýjum
fyrirtækjum af stokkunum.
Þar reynir á áræði, dug og
útsjónasemi athafnamann-
anna.
FERÐAMÖNNUM
FJÖLGAR
17ins og getið var um hér í
^ blaðinu sl. sunnudag hef
ur aukning á ferðamanna-
straumi hingað til landsins
orðið meiri en til nokkurs
annars Evrópulands. Lúðvík
Hjálmtýrsson forstjóri Ferða
málaráðs telur aðal orsökina
þá, að flugfélögin hafa aug-
lýst mjög mikið erlendis og
raunar aðrar stofnanir líka.
Þjónusta við ferðamenn er
orðin þýðingarmikill atvinnu
vegur, en þó er talið, að enn
væri unnt að auka verulega
móttöku ferðamanna yfir
sumartímann, ef unnt reynd-
ist að haga ráðstefnuhaldi hér
þannig, að ráðstefnurnar
tækju ekki upp hótelrými á
mesta annatímanum, heldur
væru þær fremur haldnar að
vori til og á haustin.
Þá tekjulind, sem móttaka
ferðamanna er, þurfum við
íslendingar að hagnýta sem
allra bezt, enda er gert ráð
fyrir, að ferðamannastraum-
ur um heim allan muni mjög
aukast á næstu árum.
ÍSLENDINGAR
OG SKÁKIN
Fnn hefur það sýnt sig á
skákmótum, að íslenzkir
’AM IÍD HFIMI
Vr/ 1 nli Ul\ nUIVII
Sir Laurence Olivier er
enn í fullu f jöri
EFTIR
GRANVILLE WATTS — AP
SIR Laurence Olivier lauk
úr bollanum, hristi höfuðið
og sagði: — Ég hef held ég
aldrei haft gaman af því að
leika. Leiklistin hefnr vissu-
lega sínar góðu hliðar, en
stundum virðist marni að
' hún sé tæplega viðfangsefni
fyrir uppkomið fólk.
— Ég var um daginn að
líta í gamla dagbók frá b3im
tíma þegar ég var að leika í
verkum Shakespeares ásamt
konu rpinni (Vivien Leigh,
sem nú er látin). Þar fann ég
eftirfarandi setningu: „Það
var gaman að leika í kvöld“.
Þetta er eina skiptið sem
slíkt hefur komið fyrir“.
Olivier virðist við beztu
heilsu og segist hafa náð sér
fullkomlega eftir uppskurð,
sem gerður var á honum
vegna krabbameins.
— Ég trúði því ekki þeg-
ar þeir sögðu mér að ég væri
með krabbamein og ég trúði
því ekki heldur þegar þeir
sögðu mér að ég næði fullri
heilsu, segir Olivier. Þegar
svona kemur fyrir, er líkast
þvi að maður fái rothögg.
Þótt undarlegt megi virðast
varð þetta mér til góðs að
vissu leyti. Þessi reynsla kem
ur manni til að virða hlutina
hærra en áður og taka ekki
allt sem sjálfsagðan hlut.
Lífsviðhorf mín hafa breytzt
mikið. Allt getur gerzt þeg-
ar komið er yfir sextugt. En
ég er hættur að hafa áhyggj-
ur af því.
Á þessu ári hefur Olivier
þegar unnið við fjórar kvik-
myndir .Hann fór til Róma-
borgar að gera myndina „Skó
fiskimannsins" ásamt Ant-
hony Quinn, lék í kvikmynd-
unum „Ó, þetta er indælt
stríð' ‘og „Orustunni um Bret
land“ og vinnur nú að
„Dauðadansinum" í Twicken-
ham-kviikmyndaverinu, sem er
skammt frá Lundúnum.
í þessari nýjustu mynd
leikur Oiiver ruddalegan /g
opinskáan höfuðsmann í
sænska hernum um síðustu
aldamót. Höfuðsmaðurinn og
kona hans eiga í sífelldri til-
finningabaráttu milli ástar
og haturs.
Þeir, sem séð hafa upptök-
ur myndarinnar, lýsa leik
Oliviers með mikilli aðdáun.
Hlutevrkið er mjög erfitt og
leikarinn viðurkennir, að
Sir Laurence
dansinum'*.
Olivier í hlutverki höfuðsmannsins í „Dauða-
hann háfi stundum orðið að
byrgja inni tilfinningar sín-
og geyma þær þangað til
hann kom heim. — Ég er
hræddur um að fjölskylda
mín finni fyrir þessii hlút-
verki, segir hann brosandi.
Síðustu sjö árin hefur Oli-
vier búið í Brighton, um 80
km. frá Lundúnum, ásamt
þriðju konu sinni, leikkon-
unni Joan Plowright, og
þremur börnum þeirra. —
Ég fer venjulega á milli í
járnbrautarlest ,segir Olivier.
Það er dásamlegt. Ferðin til
Lundúna tekur um klukku-
stund — klukkustund sem ég
er laus við símann. Og ég
get lesið handritin og lært
hlutverkin mín á leiðinni.
Olivier er forstjóri Enska
þjóðleikhússins (England’s
National Theatre Company)
og óskadraumur hans er að
fá að sjá leikarana flytjast úr
þröngu Old Vic-leik'húsinu í
nýja byggingu á Tempsár-
bakka.
Hann hefur barizt árang-
urslaust í fimm ár ásamt
starfsmönnum sínum fyrir
því að brezka stjórnin leggi
fram nauðsynlegt fjármagn.
— Ég er ákveðinn í því að
við flytjumst í fínasta leik-
hús í heiminum. Þegar ég sé
hvað unnt er að gera í öðr-
um minni löndum, neita ég
að fallast á, að erfitt efna-
hagsástand skuli standa í
vegi fyrir þessu.
Olivier gerði fyrstu mynd
sína árið 1929 og vann sér
heimsfrægð fyrir leik sinn í
verkum Shakespeares, Hin-
rik V og Hamlet. Hann ítur
út um gluggann og seg’r
frægri röddu: — Þetta ;eik-
hús er draumur minn.
Kannski get ég einhvern
tíma leikið á sviði þess.
Nýtt hefti of Iceiand Review
Nýtt hefti aif Iceland Review er
komið í bókabúðir. Er það fjöl-
breytt að efni og prýtt mörgum
myndum í litum og svart/hvítu.
skákmenn eru meðal hinna
fremstu í veröldinni og fregn
irnar af fra,mmistöðu þeirra
eiga ríkan þátt í að kynna
land og þjóð.
Alltaf er ánægjulegt, þegar
frammistaða íslenzkra manna
er góð í einhverjum íþrótt-
um, en ekki er skákíþróttin
þar sízt, og vonandi að áfram
verði íslendingar meðal hinna
fremstu í skák.
Grein er um Ásgeir Ásgeiirsson
og 16 ár hgns í forsetcistóli —
og grein um Þjóðminjasafnið,
sem nýkjörirvn forseti, dr. Krist-
ján Eldjárn skrifar. Ennfremur
©r umargar myndir úr safninu,
sem Kristján Magnússon og Gísli
Gestsson tóku.
Þá er grein um nýja þjóðgarð-
inn, Skaftafell í Öræfum, sem
dr. Sigurður Þórarinsson skrifar
— og fylgja henni m. a. lit-
myndir eftir Gunnar Hannesson.
Fimm menn skriifa hugleiðingar
um ísland, tilfinningar sínar
gagnvart landinu og viðmót þess.
Greinarhöfundar eru Indriði G.
Þorsteinsson, rithöfundur, Guð-
miundur Daníeisson, rithöfundur,
Joseph Haggerty, blaðamaður í
New York, Jón Baldvin Hanni-
balsson, hagfræðingur, JöfcuU
Jakobsson, rithöfundur og
Magnús Magnússon, ritstjóri í
Bretlandi.
f þetta hefti skrifar Benedikt
Gröndal, ritstjóri, ennfremur um
stefnu íslands í utanríkismáluim.
Gísli J. Ástþórsson skrifar hug-
leiðingar um vorið á íslandi —
greinar eru um starfsemi Söki-
miðstöðvarinnar í London, þróun
símamiála á íslandi, ferðalög ís-
lendinga til útlanda, sölu íslenzks
lambakjöts í Bretlandi o. fl. Auk
almennra frétta, bólkaþáttur,
frétta frá sjávarútvegi og fróð-
leiksmola fyrir ferðamenn má
nefna nýjan fréttaþátt ritsins um
efnahagsmál á íslandi og er hann
að þessu sinni skrifaður af
Jónasi Kristjánssyni, ritstjóra.
Kápumynd er samansett úr lit-
myndum frá Krýsuvík, sem
teknar voru af Freddy Laustsen.