Morgunblaðið - 23.07.1968, Blaðsíða 20
20
MORGUNBLAÐH), ÞRIÐJUDAGUR 23. JÚUÍ 1968
Háskólakennsla
og ferðalög
— verða helzfu áhugamál Lyndons
Johnsons, torseta, þegar hann
lœtur af embœtti
FRÉTTAMAÐUR Associated
Press, Ben F. Meyer, segrir í
grein um Lyndon B. Johnson,
forseta Bandaríkjanna, að
hann hafi alveg ákveðnar á-
ætlanir um það, hvað hann
taki sér fyrir hendur, þegar
hann lætur af forsetaembætt-
inu næsta vetur. Fyrst og
fremst hafi hann í hyggju að
taka að sér kennslu við há-
skóla, en þess á milli muni
hann reyna að ferðast, sér-
staklega um Mexico, Mið- og
Suður-Ameríku.
Meyer segir, að búgarður
forsetans í námunda við Aust
in í Texas verði eflaust hans
aðalbækistöð og heimili og
hafi hann augastað á kennslu
við háskólann í Texas. Ekki
svo að skilja, að hann vilji
taka að sér venjulega kennslu
þar sem honum sé gert að
mæta til fyrirlestra og
kennslu klukkan átta á morgn
ana, heldur hafi hann áhuga
á því að halda fyrirlestra um
sérstök mál og fá tækifæri til
að láta pólitíska þekkingu
sína og reynslu koma að gagni
í því formi, að hann eigi við-
ræðustundir við stúdenta um
ýmis mál, sem eru ofarlega
á baugi. í því formi muni hann
einnig geta hugsað sér að
kenna sem gestur við aðra
bandaríska háskóla og jafnvel
einnig háskóla í þeim lönd-
um, sem hann heimsækir.
Lyndon B. Johnson hefur1
séTstakan áhuga á mélefnum
Mið- Oig Suður-Ameríkuríkja í
og gerir sér vonir, um, að stú- 1
dentar frá þessum lönduim
sæki í æ meiri mæli til há-
skólans í Austin, sem hefur
á að skipa eirthverju bezta
bókasafni, sem til er um mál,
er varða þessi ríki.
<- Tékkóslóvakía...
Framhald af bls. 1
Vaclav Valas, ráðherra sá
í tékkóslóvakísku stjórninni,
sem fer með utanríkisverzlun
kom til Moskvu í dag. Stjóm
málasérfræðingar eru þeirrar
skoðunar, að heimsókn hans
sé gerð til að leitast við að
greiða úr þeim erfiðleikum,
sem komið hafa upp í við-
skiptamálum landanna
tveggja, vegna afstöðu so-
vézkra ráðamanna og þeim
aðdróttunum að efnahagur
Tékkóslóvakíu sé í hættu
vegna starfssemi andbylting-
arsinna og heimsvaldasinna.
í Moskvu var ekki getið um,
hvorir hefðu átt frumkvæðið
að heimsókninni, en vitað er
að Valas hefur þegar byrjað
viðræður við starfsbróður
sinn í Sovétríkjunum.
KURT Kiesinger, kanzlari V-
Þýzkalands, hvatti í dag, Ger-
hard Shroeder, vamarmála-
ráðherra til að íhuga, hvort
ekki væri ráðlegt að fresta
fyrirhuguðum heræfingum
NATO, sem áttu að vera í S-
Þýzkalandi, skammt frá
landamærum Tékkóslóvakíu
í september.
Áður höfðu Jafnaðarmenn með
Willy Brandt í fararbroddi lýst
yfir mikilli andstöðu við að her-
æfingarnar færu fram og gagn-
ffýndu varnarmálaráðherrann fyr
ít ósveigjanilega alstöðu í málin.u.
Schroeder sagði á laugardag, að
<hann sæi enga ástæðu til að
.gera neinar breytingar á heræf-
.ingunum. Gagnrýni jafnaðar-
imanna á sjónarmið vamarmála-
iráðherrans er alvarlegasta mis-
iklíð, sem risið hefur upp síðan
aamsteypustjórn jafnaðarmanna
og kristilegra demókrata var
•mynduð fyrir hálfu öðru ári. —
•Stjórnmálfréttaritarar telja þó
mjög mikilsvert að kanzlarinn
skyldi taka svona eindregna af-
^töðu með því, að málið verði
endurskoðað í ljósi þeirra at-
burða, sem em að gerast í
Tékkóslóvakíu. Það voru banda-
.rískir, franskir og v-þýzkir hóp-
■ar, um 30 þúsund manns, sem
láttu að taka þátt í heræfingum
þessum. Bandarískir embættis-
menn í Washington hafa sagt að
þeir telji engin rök fyrir því að
’breyta þessum áætlunum.
Fannst 1 riffill og
11 skammbyss
Skömmu áður en tilkynning
um fundinn var birt afhenti
Sovétstjórnán orðsendingu í
Prag, þar sem mótmælt er á-
kveðið auknum vestrænum —
ekki hvað sízt vestur-þýzkum á-
hrifum í Tákkóslóvakíu og kraf-
izt skýringar á vopnum, sem
sögð eru hafa fundizt í landinu
í fyrri vi-ku. Rauða sjaman, mál
igagn Sovéthersins, skýrði frá
Iþví í dag, að fundizt hefðu nýj-
iar vopnabirgðir í Ostrava,
iskammt frá pólsku landamærun-
um, 1 riffill og 11 skammibyssur.
iLögreglan í Prag hefur borið
Iþessa frétt til baka. Fyrri vopna-
(birgðir fundust í síðustu viku og
'í Prag sögðu opinberar heimild-
iir, að starfmenn a-þýzku leyni-
Iþjónustunnar hefðu komið þeim
tfyrir. — öryggismálaráðherra
Tékkóslóvakíu sagði á sunnudag,
•að vopnabúr þetta væru hreinar
ögranír.
Tékkóslóvakía áfram sósíalista-
ríki, segir Smrkovsky
Forseti tékkóslóvakíska þjóð-
-þingsins, Josef Smhkovsky, sagði
ií dag, að Tékkóslóvakía mundi
•framvegis eins og hingað til
tskipa sér á bekk með sósíalísbum
ríkjum, en hins ve.gar krefðist
hún þess af stillingu og einurð
að beztu vinir þjóðarinnar virtu
og styddu þetta sjónarmið. Vin-
átta við Sovétríkin væri frum-
skilyrði fyrir vexti og viðgangi
Tékkóslóvakíu, og því mætti
ekkert verða til að spilla þeirri
vináttu. Reynsla síðustu mánaða
hefði sýnt, svo að ekki væri um
villzt, að Tékkóslóvakar hefðu
staðið við allar skuldbindingar
gagnvart bandamönnum sínum í
Varsjár bandalaginu og mundu
gera það eftirlieiðis. Smirkovsky
sagði, að kröfur þær sem settar
votu fram í Varsjárbréfinu væru
óviðunandi, og kæmi ekki til
mála að Tékkósyóvakar gætu
fallist á þær. Hann lét í ljós von
um að á fundi beggja aðila gæti
náðzt samkomulag og hvor aðili
sýndi sjónarmiðum hins fullan
skilning og virðingu.
Vísindamaðurinn Akharov hvet-
ur Sovét til að styðja framvindu
mála.
Sovézki kjarneðlisfræðingur-
inn Andrei Akharov hvatti í dag
leiðtoga Sovétríkjanna tid að
stuðla að áframlhaldandi þróun
mála í Tébkóslóvakíu, bæði efna
hagslegri og stjórnmálalegri, að
því er blaðið New York Times
skýrði frá í daig. f blaðinu er
birt grein etftir vísindamanninn,
þar sem hann segir, að lýðræðis-
þróun sú, sem eigi sér stað í
Tékkóslóvakíu sé mikilvæg til-
raun til að koma á jafnvægi
milli sósíalisma og kapitalisma
og hann hvetur til að leiðtogun-
um í Prag verði sýndur eindreg-
inn stuðningur til að koma í fram
kvæmd merkum áformum sín-
um. Sakharov stingur upp á því
að Sovétmenn ög Bandaríkia-
menn taki upp nána samvinnu
aðeins á þann hátt geti mann-
kynið komizt hjá ógnun kjarn-
orkustyrjaldar, leysit offjölgunar
vandamálið og komið í veg fyr-
ir að upp rísi lögregturíki á borð
við ríki þaú sem Hitler, Stalín
og Mao hafi stjórnað.
Sjónvarpsmenn handteknir.
Bandarískur sjónvarpstöku-
flokkur sem staddur var í
grennd við borgina Zilina á laug
ardagskvöld. Sovézkur herflokk-
ur stöðvaði hópinn meðan hann
var að taka myndir af sovézk-
um skriðdrekum og öðrum her-
gögnum og var hópnum haldið
í tvær klukkustundir, þótt þeir
krefðust þess að fá að ræða við
tékkneska embættismenn. Hóp-
urinn var síðan tekinn til yfir-
heyrslu og stóðu bæði tékknesk-
ir og sovézkir em’bættismenu að
henni.
Áskorun frá Russel o.fl.
Brezki heimspekingurinn Bert
rand Russel, lávarður sendi í
dag áskorun til Sovétstjórnarinn
ar um að beita ekki hervaldi í
Tékkóslóvakíu. Áskorunin var
send í símskeyti er stílað var á
Alexei Kosygin, forsætisráðlhenra
og hann og aðrir ráðamenn sov
ézkir hvattir til þess að lýsa því
opinberiega og óyggjandi yfir,
að þeir hafi ekki í hyggju að
grípa til heTnaðaríhlutunar í
Tékkósióvakíiu. Mundi slík yfir-
lýsing draga úr ógnun við heims
friðinn og auka sveigjanleika
kommúnismans. Verði hins veg-
ar gripið til heríhlutunar hljóti
það að teljast ögrun við komm-
únista og sósíalista í öllum hekns
álfum.
Lea Mates atkvæðamaður með-
al júgóslavneskra kommúnista
hefur lýst því yfir að þvinganir
Sovétmanna gagnvart Tékkum
séu sorglagt glapræði er haft geti
ófyrirsjáanlegar afleiðingar. Er
þetta í fyrsta sinn, sem júgóslavn
eskur förystumaður beinir ásök-
unum beint tM Sovétmanna
vegna atburðanna í Tékkóslóvak
íu.
Pravda hvassyrt.
Moskvublaðið PRAVDA hefur
enn einu sinni ráðizt harðlega
gegn lýðræðisöflum og breyt-
ingum í Tékkóslóvakíu og ráða-
menn þar vítrir fyrir að hafna
ráðleggingum og ábendingum
Sovétmanna. „Pravda“ segir, að
fjandsamleg öfl herði róðurinn
í Tékkóslóvakíu til að bejna
landsmönnum af braut kommún-
ismans.
í grein er birtist í blaðinu í
dag, mánudag, segir að v-þýzk-
ir endurskoðunarsinnar hafi
Iengi egnt til úlfúðar innan
Tékkóslóvakíu og Bonnstjórnin
rekið sleitulausan áróður gegn
Sovétríkjunum og hugsjónum
kommúnismans. Gagnrýnir Prav
da aukin ferðalög V-Þjóðverja
til Tékkóslóvakíu og telur þau
grunsamleg — enda hafi þau
verið notuð í undirróðursskyni.
Þótt Bonn stjórnin hafi neitað
þeim áburði að háfa stundað
voppasmygl til Tékkóslóvakíu
hafi hvergi verið færðar sönn-
ur á rök þeirra. f grein Pravda
eru síðan endurteknar staðhæf-
ingar síðustu daga um að svo
geti farið að andbyltingarsinnuð
öfl í Tékkóslóvakíu standi að
baki og reyni að draga úr áhrif-
um kommúnismans í landinu.
Stjórnmálasérfræðingar í
Moskvu vekja athygli á því að í
grein Pravda er hvergi borin .1
baka sá orðrómur að Sovétstjórn
in sé þess albúin að grípa til
hernaðaríhlutunar í Tékkósló-
vakíu. Hins vegar séu flestir
þeirrar skoðunar, að það tauga-
stríð og þær þvinganir, sem
Tékkóslóvakar séu beittir af
bálfu Sovétmanna verði til þess
að styrkja tékknesk íhaldsöfl.
Viðbrögð ýmissa kommúnistafor-
ingja.
Franskir kommúnistar hafa
dregið til baka tillögu sína um
fund evrópskra kommúnistafor-
ingja vegna þess, að sagt er, að
Sovétmenn og Tékkar hafi kom-
ið sér saman um að halda fund
og sé þá ekki lengur nauðsyn-
legt að fulltrúar evrópskra
kommúnistaflokka komi sam-
an að svo stöddu.
Austurþýzkt dagblað
segir í dag að íhlut-
un komi ekki til greina í Tékkó-
slóvakíu en segir jafnframt að í
ritstjórnargrein Moskvublaðs
ins Pravda þar sem sagði að for-
sætisnefnd flokksins hefði van-
rækt að láta kanna nákvæmlega
hvað væri á seyði, hafi sýnt
merki undanlátssemi. Stjórnar-
vold í Austur-Þýzkalandi hafa
fordæmt Bonnstjórnina'fyrir að
blanda sér í innanríkism.ál
Tékkóslóvakíu á fölskum for-
sendum. Birti A-Þýzka stjórnin
yfirlýsingu í dag þar sem sagði
að A-Þjóðverjar voni statt og
stöðugt að tékkneskir verka-
menn berjist gegn þeim öflum í
landi sínu sem fjandsamleg séu
hugsjónum sósíalismans.
Rúmenar halda fast við stuðn-
ing sinn við Tékkóslóvaka. f orð
sertdingu sem birt var í blað-
inu Scinteia sagði að rúmenski
kommúnistaflokkurinn vottaði
hinum tékkneska algera sam-
stöðu svo og leiðtogum hans.
Búlgarski kommúnistaflokkurinn
þegir hins vegar enn þunnu
hljóði um afstöðu sína til þróun-
ar mála í Tékkóslóvakíu.
Albanskir kommúnistaleiðtog-
ar, sem eru lítt vinveittir Sovét-
mönnum og öðrum austur evrópu
ríkjum — en því ákafari fylgis-
menn kínverksra kommúnista —
segja það eitt að samskipti end-
urskoðana klíkanna í Moskvu,
Prag og öðrum höfuðborgum A-
Evrópu hafi versnað. Albanska
fréttastofan ATA hefur minnzt
aðeins lauslega á deilur tékk-
neskra og sovézkra ráðamanna
og kallar jafnan forystulið Dub
ceks „Dubcek klíkuna" og full-
trúa þeirra fimm kommúnista-
ríkja sem undirrituðu Varsjár-
bréfið voru kallaðir „sovézkir og
aðrir endurskoðunarsinnar".
Tyrkneska blaðið „Miliyet“
segir á sunnudag eftir utanrík-
isráðherra Ungverjalands, Janos
Peter, að sú þróun málanna sem
orðið hafi í Tékkóslóvakíu sé
upphaf lýðræðishreyfingar sem
ná muni til allra sósíalistaríkja.
Þessi lýðræðishreyfing hafi einn
ig náð til Ungverjalands og
megi ekki skilja þær breytingar
sem gerðar hafa verið á stjórn-
arháttum í Tékkóslóvakiu sem
frávik frá sósíalismanum.
Brezkir þingmenn ræðn nm nð
bnnnn mótmælnnðgerðir
London, 22. júlá AP—NTB
• MEÐAL brezkra þingmanna
hefur komið til umræðu, hvort
æskilegt sé að banna mótmæla-
göngur og fjöldafundi í London,
ef svo heldur áfram sem verið
hefur, að þar komi til blóðugra
átaka við lögreglu og skemmda
á mannvirkjum. íhaldsþingmað-
urinn, Edward Taylor, er fremst
ur í flokki þeirra, er telja slíkt
bann tímabætt orðið.
Það, sem komið hetfur af stað
þessum umræðum eru átökin, er
urðu í bor.ginni í gær. Þá var
haldinn mótmælafundur gegn
- BÓLIVIA
Framhald af bls. 1
fná 1964 er hann komst að eftir
byltingu.
Búizt er við, að stjócn Bolivíu
reyni að fá Arguedas framseldan
með milligöngiu sendiráðs Braz-
itíu, en stjórnir Chile og Boliv-
íu hafa ekki stjórnmólasamfoand.
Á síðustu árum hatfa margir and-
stæðingair Boliviustjórnar filúið
tiil Chile og í febrúax sl. fengu
fimm fyrrverandi fylgismenn
Guevaras, sem náðu að flýja frá
Bolivíu, að fara um Chile til
Kúbu.
í frétt frá La Paz í dag segir,
að yfirmaður leyniþjónustu Bol-
iviiu hafi tekið við embætti Arg-
ue-das.
- REAGAN
Framhald af bls. 1'
gerðri benzínsprengju inn í
íbúðarhús ríkistjórans í Sacra
mento, hafi verið liður í morð
áætlun þeirra. Tvímenning-
arnir lögðu frá sér sprengj-
una og hlupu burt, er þeir
urðu þess varir, að leynilög-
reglumenn sáu til þeirra. Eng
inn hefur verið handtekinn
vegna miáls þessa, að því er
blaðið segir, enda hatfði þá
ekki komizt upp um fyrr-
greint samsæri. En með hlið-
sjón af því títur lögreglan öðr
um augum á málið og hefur
ákveðið að gera meiri hátt-
ar öryggisráðstafanir til þess
að verja ríkisstjórann og fjöl-
skyldu hans.
Vietnamstyrjöldinni á Trafalgair-
torgi og farin mótm’ælagangá um
bongina að bandaríska sendiráð-
inu við Grosvenortorg. Uln tíu
þúsund manns voru í göngunni,
en við sendiráðið voru fyrir um
1000 lögreglumenn er beindu
göngum'önnum burt þaðan. Fóru
þeir í fyrstu í friði í burtu og
héldiu út í Hyde Park, en nokkru
seinna sneri hlu’ti gön.gumanna
atftuir um 400 manns, og gerðist
nú herskárn en áður, kastaði
grjóti, trjágreinum og brotmum
flag.gstöngum að lögreglumönn-
um. Þegar göngumenn voru loks
hraktir fró sendiráðinu eyðilögðu
þeir margar bifreiðar í nærliggj-
andi götum.
- ÍÞRÓTTIR
Framhald af bls. 26
’að fyrri hluta hlaupsins. HalldóT
Guðbjörnsson, KR, varð þó fljót
leg að slaka á og vairð að hætta
Ihlaupinu. Upp frá því tók sigur-
Ivegarinn frá Eiðamótinu, Jón H.
ISigurðsson, HSK, að greikka
isporið og lengja bilið milli sín
'og Gunnars Snorrasonar,
’UMSK. Útfærði Jón hlaup sitt
'prýðilega g náði allgóðum tíma,
'sem hann á þó að geta bætt með
meiri æfingu g keppnisreynslu.
'Tími Jóns var 16:00,4 mín. Gunn
‘ar hljóp á 16:37,3 mín. og þriðji
varð Jón Guðlaugsson, HSK, á
18:46,6 mín.
'800 metra hlaup
Þorsteinn Þorsteinssion, KR,
náði ágætum tíma i 800 metra
hlaupinu, 1:54,7 mín., miðað við
að hann hljóp svo til kappnis-
laust. Mikla athygli vakti hinn
15 ára bróðir Þorsteins, Ólafur
Þorsteinsson, KR, sem setti
'sveinamet í greininni, hljóp á
•2:00,1 mín. Þar er á ferð efni
'í mikinn afreksmann. Þriðji í
'hlaupinu vaTð Þórður Guðmunds
son, UMSK, á 2:03,1 mín.
Keppnin í kvöld
Búast má við skemmtilegri
keppni í ýmsum greinum í kvöld
en þá verður keppt í 110 metra
grinda'hlaupi, stangarstökki
•sleggjukasti, kriniglukasti, þrí-
stökki, kringlukasti kvenna, 400
metra hlaupi, 80 metra grinda-
'hla.upi kvenna, 100 metra hlaupi
og 1500 metra hlaupi. — stjl.