Morgunblaðið - 23.07.1968, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 23.07.1968, Blaðsíða 21
MORGUNB'LAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. JÚLÍ 1968 21 Sumardvalarheimili Kópavogs í Lækjarbotnum tekið til starfa SUMARDVALARHEIMILI Kópa vogs, í Lækjarbotnum var af- 'hent um síöustu helgi og er nú 'þegar tekið til starfa, þar sem tyrsti barnahópuxinn fór þangað í gær. * Það eru Lionsklúbbur Kópa- vogs, Kvenfélag og Leikvalla- nefnd, sem staðið hafa að bygg- ingunni. Húsið er hugsað sem sumardvaarheimili, en einnig til 'afnota fyrir skólana á vetrum, því þarna eru ágætar skíða- og sleðabrekkur. ' lí>ar geta verið 32 börn til dvalar í senn og er dvalartím- inn 12 dagar. Forstöðumaður er Ólafur Guðmundsson, kennari. - LEIGUFLUG Framhald af bls. 10 vélar: Loftleiðavél á leið frá New York til Luxemborgar, þota Flugfélags íslands ný- komin frá London og að ferð- búast til Kaupmannahafnar og Boeing 707 þota frá skozka flugfélaginu Caledoni an á leið frá London til Los Angeles fullhlaðin farþegum, en frá Keflavíkurflugvelli átti að fljúga í einum áfanga til Los Angeles. Starfsmenn Loftleiða annast afgreiðslu allra farþegavéla, sem um Keflavíkurflugvöll fara. Mun flugfélagið Caledonian hafa greitt Loftleiðum 183 dollara fyrir afgreiðslu á Boeing 707 þotunni. En lendinigargjöld fyrir slíka vél á Keflavíkur- flugvelli eru 577 dollarar og rennur sú upphæð til ríkis- ins. Farþegar vélarinnar verzluðu í fríhöfninni og minjagripaverzluninni og margir fengu sér kaffi í mat- sal þeim, sem Loftleiðir reka í flugstöðinni, á meðan starfs menn Esso fylltu farkostinn af eldsneyti. Á Keflavíkurflugvelli geta allar flugvélar lent, sem nú eru í notkun jafnt Super-DC8 farþegaþotur, sem taka 250 farþega, og eru þær stærstu, sem nú eru í notkun, og aðr- ar vélar. Brautir vallarins eru þannig að lengd, að ein er 10.000 fet, ein er 6000 fet og tvær eru tæp 7000 £et. Auk ist umferð risaþota á borð við Super-DC8 um völlinn er tal- ið nauðsynlegt að lengja aðra 7000 feta brautina í 10.000 fet, en eins og kunnugt er hafa Loftleiðir í hyggju að kaupa vélar af þessari gerð í framtíðinni. f flugstöðvarbyggingunni á Keflavíkurflugvelli eru skrif stofur Loftleiða, Flugfélags fslands og Pan American. En auk framangreindra flugfé- laga stundar SAS reglu- legt áætlunarflug til Kefla- víkurflugvallar. Kostnaður við bygginguna er tal- | inn um tvser milljónir, með öll- um útJbúnaði og af því lagði Kópa vogsbær fram rúma milljón. Þá sparaðist a. m. k. um hálf millj. með sjálfboðavinnu Lionsfélaga og mörg fyrirtæki og einstakling ar hafa veitt aðstð, í einhverri mynd. Stefnir Helgason, formað- ur bygginganiefndar, sagði í stuttu viðtali við Morgumblaðið, að þeir væru mjög þakklátir öll- um þeim fjölmörgu, sem verið - GRÆNLAND Framhald af bls. 3 Allt til síðasta árs var landshöfðiraginn sjálfkjörinn formaður Landsráðsins, en nú velur það sjáltft sinn formann. Þá hefur Landsráðið eigið starfslið, en auk þess sem það er ráðgjafi danska ríkisþings- ins og dönsku stjórnarinnar í málefnum, sem varða Græn- land, þá annast það einni,g ýmsar framkvæmdir á sviði þjíóðfélagsmála. Til þess fær Landsráðið fé af sölu áfengis og tóbaks og mema tekjur þess um 35 millj. danskra króna á ári, en ríkið greiðir 30% af öllum kostnaði við þjóðfélagslegar framkvæmdir Lamdsráðsins. Landsráðið kemur saman til fimm vikna fundar síðla sum- ars ár hvert og heldur auk þess einn styttri fund að vor- inu til. í hverju sveitarfélagi er svo auðvitað starfandi sveitar- stjórn og er Grænlandi skipt í 17 sveitarfélög. — Hvert er nú aðalmál Grænlendinga í dag? — Aukin fjárfesting er aðal mál Græmlemdinga í dag. Byggðin í Grænlandi var of dreifð til að hægt væri að halda uppi viðunandi þjóðfé- lagi. Með skipulögðum fjár- festingum er r.eynt að bæta ■úr þessu og er þá mest lagt í stærstu bæina á suðvestur- ströndinni, sem búa við ís- laus't haf árið um krimg. Með 'þessu er studd sú þróun, að fólkið flytji úr einamgTuðum byggðum norð.ur í landinu og frá smáplássunum. Ég get nefnt í þessu sam- 'bandi, að fjárfesting rikisins nemur um 200 millj. danskra króna á ári og er það svlpuð upphæð og öll ríkisútgjöldin 'í Grænlandi nema árlega. Auðvitað er svo eimnig um fjárfestingar leinkaaðila að ræða. Mestur hluti þe.ssara f járfestinga fer til skólamála, ■‘hiú.snæðismála og iðnaðar, en itakmarkið er að sikapa þjóð- félag, sem geti veitt öllum Iþegnum sínum öryggi og hag- isæld eins og mest má vera, isagði N. O. Christensen, lands höfðin.gi, að lokum. hefðu þeim hjálplegir, ekki sízt íbúum Kópavgs, sem hefðu allt- af tekið hjálparbeiðnum mjög elskulega. Verða sam- keppnis- Ijóðin gefin út? ÓSK HEFUR komið fram um það við höfunda kvæðanna, sem send voru í Ijóðasamkeppni S.H. í tilefni af 50 ára fullveldi Is- lands, að þeir leyfðu birtimgu á Ijóðum sínum í sérs'takiri bók. Kermur þetta fram í auglýsingu í blöðiu.nuim sl. sunnudag og frétta tilkynnimgu, sem blaðinu barst í igær. Höfundarnir eru beðnir um að hafa sarmband við síma 1-69-09 milli ki. 6—8 síðdegis. f frétta- tilkynnimgunni se.gir, að marg- ir höfundanna hafi þegar fall- ist á slíka útgáfu, en þó hafi ekki nægileiga rnargir hringt enn til þess að unnt sé að gefa kvæðin út í bókarformi. Hvetur vænt- anlegur útgiefamdi þá til þess að gera það hið fyrsta. Áætlunin er að gefa kvæðin út undir mafni höfunda. Hverri bók mun svo fylgja atkvæðaseð- iH, þar sem kaiupanda er gef- imn 'kostur á að svara eftirfar- amdi spurningum: „Tdljið þér ekkert kvæðanna verðlauna- hæft? Hver þyk.ir yð-ur þrjú beztu kvæðin?" Ef meirihluti kaupenda dæmir eitthvert kvæð anna verðlaunahæft, mun höf- undi þess veitt 10 þús. kr. verð- la.un líkt og Stúdemtaféla.gið ætl- aði í upphafi. Mbl. hafði i gær samibamd við Steingrím J. Þorsteimsson, pró- fessor formann dömnefndar S.H. í og spurði hann álits á þess- ari útgáfustarfsemi. Dr. Stein- grímiur sagðist ekkert um málið vita, sér væri það óviðkomandi enda afgreitt frá hemdi dómneínd ar. Merkir slaðir í olfaraleið 'LÍNUBRENGL og tvær meinleg- 'ar villur voru í greininni um .Dómkir.kjiuna á Hólum, sem ibirt 'var í blaðinu sl. sunnudag. Við- komandi setningar eru þannig réttar: „Við norðurvegg gegnt fxúar- 'dyrum er skírnarsárinn nafntog- aði, sem hagleiksbóndinn Guð- mundur Guðmundsson frá Bjarnastaðahlíð hjó í gráan klé- stein. Slíkur steinn finnst hvergi hér á lndi, og munnmælasögn hermir, að hann hafi borizt á fjörur undir TindaStóli með grænlenzkum ísjaka“. □□□□□oocDononoaDnaDnDnaooncanoDnDnonöDooDODooDDDGnnDDoa o o a o o o o o o a a □ o o o o o □ □ □ □ a o □ □ □ a □ □ o □ o o o □ □aoooaaaouauaaaooaaaaaaaooooooaoaouoaoooooaoDoaoaaaoaoa o o □ o o o o □ o o o o o o o o o o o o o o o o o o a o o o o o o o o NÝKOMIÐ MIKIÐ ÚRVAL SÖLSTÖLA OG SÖLBEKKJA. VERÐIÐ ÖTRÚLEGA LAGT - STÖLAR FRA KR. 370.00, BEKKIR. FRA KR. 650.00. A SPoniVAL IAUGAVEGl 116 Slml 14390 BIFREIÐAEIGENDUR Hafið Ibið verndað hreyfilinn með LIQUl-MOLY slitlagi fyrir sumarferðalagið Hafið hugfast, að ein dós af LIQUI- MOLY sem kostar innan við 100.00 kr. myndar smurhúð sem er 50—60% hálli en olía. Ekkert getur fjarlægt þessa húð nema vélarslit. Bræðslumark MOLY er 2500° C, þolir 225 þús. punda þrýsting á ferþumlUng og 8000FPM. Engar sýrur, kemisk efni eða þvottaefni geta haft áhrif á þessa húð, jafnvel við verstu skil yrði endist einn skammtur af LIQUI- MOLY í a.m.k. 4.800 km. aksfur. LIQUI-MOLY er Molybdenum disulfide (MOS2) málmurinn í fljótandi ástandi. Síðan A. J. Lockrey tókst að gera MOLYBDENUM fljótandi hefur það farið sig urför um allan heim og valdið byltingu í vélarsmurningu. Hér á fslandi hefur LIQUI-MOLY verið selt í 15 ár, á þessu tímabili hefur fjöldi af olíubætiefnum og eftirlíkingum á LIQUI-MOLY komið á markaðinn sem fiest eru nú gleymd. á sama tíma hefur notkun LIQUI-MOLY stöðugt aukizt. I.IQUI-MOLY fæst á bcnzinafgreiðslum og smurstöðum. Nánari uppi. veittar hjá LIQUI-MOLY umboðinu á íslandi. íslenzka verzlunarfélagið h.f. Laugavegi 23. — Sími 19943.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.