Morgunblaðið - 23.07.1968, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. JÚLÍ 1968
19
— Berlíii...
Framhald af bls. 17
yfirráðum, það er ekki nema von
að þeir kæri sig ekki um sam-
einingu. Hvaða tryggingu hafa
þeir fyrir að við höfum breytst.
„Hvaða álit hafið þér á stú-
dentaóeirðunum við Springerhús
ið?“
„Þær eru eðlilegar. Springer
er hættulegur maður. Hann
komst til valda með hjálp naz-
istanna".
„Meinið þér að hann hafi ver-
ið nazisti?"
„Nei, ekki hann sjálfur svo
að ég viti til. Bn tengdafaðir
hans var háttsettur nazisti og
Springer fékk fjárhagslega að-
stoð úr leyndum SS sjóði til að
byggja upp starfsemi sína. Hann
hefur hættulega mikið vald, og
hann er einmitt maður til að mis
nota það vald“.
„Hversu mikið ritfrelsi hafið
þið á þessu blaðí?“
„Við erum flokksmálgagn, og
allir sem vinna hér eru það sem
þið kallið sannfærðir. Við fylgj-
um línu flokk’sins. Það hefur
aldrei verið reynt að breyta út
af því, við höfum enga ástæðu
til þess“.
Við ræddum yið ritstjórann í
tvo tíma, en mikill hluti fór í
að ræða ýmis tæknileg atriði sem
aðeins blaðamenn hafa áhuga
fyrir, eins og t.d. að þeir prenta
'800 þúsund eintök í ^offset, nýja
vél til að senda myndir osfrv.
Að skilnaði gaf hann hverjum
okkar eintak af blaðinu og sagði
glottandi að okkur gengi betur
við „Charlie“ ef við hefðum það
í vasanum.
Við ókum enn nokkra stund
fram og aftur um borgina, og
reyndum m.a. að komast inn í
autt hús nálægt múrnum. Það
var skemmt af sprengjum og það
an hafði líka þúsundum tonna
af sprengjum verið beint yfir
England, þar hafði Hermann Gör
ing aðalstöðvar á sínum tíma. En
við komumst aldrei að dyrunum,
tveir stráklingar með vélbyssur
beindu okkur burt.
Kvöldið eftir var ætlunin að
fara á tónleika, en þeim var af-
lýst á síðustu stundu. Það var
þá tekin skyndiákvörðun Um að
skreppa aftur yfir til Austur-
Berlínar og sjá rússneska kvik-
mynd um „frelsun Berlínar úr
klóm fasismans“. Við höfðum
engan tíma til að skipta um föt
og þutum því af stað. Eftir venju
legar vangaveltur við „Charlie"
Btukkum við upp í neðanjarðar-
lest sem stúlka um tvítugt stjóm
aði. Flestir farþegamir voru auð
sýnilega verkamenn og konur á
heimleið eftir strangan vinnu
dag, og þau horfðu á okkur án
þess að depla augunum, þartil
við stigum út. Ég býst við að
við fjórir höfum litið dálítið
kjánalega út í þessu umhverfi, í
hvítum smokingjökkum og gljá-
burstuðum skóm.
Þegar myndinni lauk gengum
við yfir í „Restaurant Moskva“
sem var hinummegin við götuna
og f ngum okkur bjór. Hvað sem
öðru líður var „Restauramt
Moskva“ ekta kapitaliskt fyrir-
bæri og gaf síður en svo eftir
svipuðum stöðum í Vestur-Ber-
lín. Við vorum fjórir sem fyrr
segir, tveir norðmenn, einn
svíi og einn Íslendingur. Norð-
men.nirnir tveir brugðu sér afsíð
is þannig að Bobo og ég sátum
einir þegar þjónustustúlkan
kom. Hún skildi ekki orð í ensku
og eftir mikið handapat tókst
okkur að panta fjóra bjóra.
„Grosse oder kleine?"
Bobo hafði boðist til að borga
svo að ég horfði á hann með
eftirvæntingu. Hann sló út hömd
unum, fyrirmannlegur á svip:
„Grosse mein love, selvfölgelige
grosse". Hún hneigði sig og
hvarf. Norðmerunirnir Bjarte og
Björn voru komnir í ákafar sam-
ræður við tvær stúlkur svo að
við sátum tveir einir og biðum
eftir þjónustustúlkunni. Eftir
fimm mínútur vorum við farnir
að líta áhyggjufullir í kringum
okkur og rétt í því komu fjórar
þjónustustúlkur út úr eldhúsinu
og slefndu til okkar.
„Jesús“ sagði Bobo skjálfradd
aður.
Hver stúlknanna bar fimm
lítra bjórkrús í fanginu.
Með starandi augum sáum við
þær nálgast og skella krúsun-
um á borðið fyrir frarnan okk-
ur. Svo gengu þær burt. Við
sátum og störðum á ámurnar.
Bjarte og Björn höfðu snarþagn
að og horfðu skelfdum augum
á okkur. Ég heyrði angistar-
stunu hinumegin við krúsirnar,
hallaði mér til hliðar og kíkti
á Bobo. Hann var náfölur og
skjálfhentur að ýelja peningana
sína. Hann leit upp með fimmtíu
mörk í höndunum og stundi:
„Jesús, svo byrjaði hann aftur
að telja. Hægt og varlega nálg-
uðust Bjarte og Björn, og horfðu
á okkur eins og þeir byggjust
við að við myndum urra og
reyna að bíta þá.
Fjórum tímum og tuttugu lítr-
um af bjór seinna reikuðum við
út af veitingahúsinu. Við Björn
höfðum fengið meira en nóg og
svipuðumst um eftir leigubíl, en
Bobo og Bjarte voru í himn-a-
skapi og vildu endilega halda
áfram. Það skildust því leiðir og
Björn og ég hrutum hvor í kapp
við annan í bílnum, á leiðinni
að Charlie. En þar vöknuðum
við heldur betur.
Við höfðum orðið að skipta
öllum okkar peningum til að
borga fjandans bjórinn og höfð-
um því bara austurþýzk mörk.
Hinsvegar höfðum við aðeins
skipt fimm mörkum hver
við „Charlie" þegar við komum.
Björn var fyrst tekinn fyrir, því
að fjárreiður hans pössuðu ekki.
Hann var leiddur inn á skrif-
stofu þar sem tveir þjóðverjar
settust andspænis honum. Ég
beið eftir skothvellunum, en eft-
ir tíu mínútur kom hann út, skæl
brosandi og ánægður hann
hafði á einhvern hátt getað
sannfært þá. Þá var röðin kom-
in að mér, og það gekk ekki
eins vel. Ég lagði min 40 mörk
á borðið og einnig kvittun fyrir
skiptunum, sem ég hafði fengið í
„Restaurant Moskva". En þar
vantaði eitthvað á, og þeir neit-
uðu að skipta aftur í vestur-
þýzk mörk. Ég mátti heldur ekki
taka þau austurþýzku með mér
og vörðurinn benti skipandi á
sparibauk sem merktur var
Rauða krossinum.
Ég leit brosandi á hann og
sagði Á íslenzku:
„Næst þegar ég kem hingað
hundurinn þinn ætla ég að kála
þér. Og Walther líka.
Hann brosti á móti: „Danke
Schön“.
Við vorum svo blankir að við
áttum ekki fyrir leigubíl heim
að hótelinu, og leituðum því á
náðir amerísku varðanna við
„Charlie“. Með tárin í augunum
skýrðum við frá því hversu sví-
virðilega við hefðum verið rænd
ir og tókst að vekja nógu mikla
samúð til þess að þeir óku okk-
ur heim. Það gekk nú allt vel,
en rektor blaðamannaskólans,
sem var fararstjóri, var heldur
þungbrýnn þegar hann sá okkur
koma draugfulla í fylgd með
tveim herlögreglumönnum. Þar
með var ævintýrinu lokið fyrir
okkur Björn, en ekki svo með
okkar kæru félaga. Eftir að hafa
ráfað fram og aftur um borg-
ina, syngjandi norska og
sænska ættjarðarsöngva í þrjá
eða fjóra tíma ákváðu þeir að
kaupa minjagripi. En þó að þjón
ustan sé annars góð í Austur-
Berlín eru nú minjagripaverzl-
rnirnar ekki opnar kl. 6 að
morgni. Piltarnir stóðu á miðju
„Alexander Platz“ og skimuðu í
kringum sig, en sáu enga opna
verzlun. Af einhverri ástæðu var
Bobo litið til himins, og þar með
var vandinn leystur.
Ef einhver árvakur lögreglu-
maður hefði verið á ferðinni um
Alexander Platz um þetta leyti
dagsins er hætt við að dvöl
þeirra félaga hefði verið fram-
lengd um óákveðinn tíma. Lög-
reglumaðurinn hefði áreiðanlega
ekki séð neitt fyndið við það að
tveir pöddufullir skandinavar
gengu á milli fánastanganna og
drógu niður tvo rússneska og
tvo austurþýzka fána.
Þeir vöfðu fánunum um mitt-
ið og sluppu á einhvem óskilj-
anlegan hátt í gegnum Charlie.
Þegar þeir voru komnir yfir,
voru þeir ekkert að fara leynt
með afrekið og komu þramm-
andi heim að hótelinu syngjandi
„Deutchland Deutchland Uber
alles“ og veifandi fámunum.
Rektor Nielsen, hlustaði þung-
brýnn á frásögu þeirra en sagði
aðeins: „Guði sé lof fyrir að þeir
sáu ekki Lenin mirlnismerkið.
Óli Xynes.
- Tvennir tímar...
Framhald af bls. 16
á þanm ótrúlega launamismun
sem sé sumstaðar enn, þótt karl-
ar og konur gegni sömu störf-
um.
Fyrirferðarmesti greinarflokk
urinn í ritinu fjallar um íslenzk
skólamál. Þau eru nú mjög ofar-
lega á baugi hér hjá okkur og
er mikill fengur að því að heyra
hvað íslenzkar konur, sérmennt-
aðar á þessu sviði, hafa um þau
mál að sagja. Fyrsta greinin í
þessum flokki er um íslenzka
skóla á fyrri hluta 19. aldar og
er eftir Nönnu Ólafsdóttur mag.
art. Skýrleiki greinar þessarar
stendur í öfugu hlutfalli við
lemgd hennar, tæpar 4 bls. Önn-
ur greimin er um nýjumgar í
skólamálum. Eru það viðtöl við
fimm konur sem eru kennarar í
ýmsum skólum borgarinnar og
greinar eftir aðrar tvær. Kon-
ur þær sem eiga hér hlut að
máli, eru kennarar við barna-
Skóla, menntaskóla, kennara-
skóla og verzlumarskóla.
Annar greinaflokkur í ritinu
er um íslenzkar óperusöngkon-
ur. Eru það samtöl .við þær og
frásagnir af þeim. Áður, nánar
tiltekið 1965, birti 19. júní sams
konar viðtöl við nokkrar ís-
lenzkar leikkon.ur. Báðir eru
greinarflokkar þessir prýddir
myndum af listakonunum í hlut-
verkum þeirra. í þessu riti eru
það 6 óperusöngkonur, sem sagt
er frá, og sem komið hafa við
sögu á íslenzku óperusviði síð-
astliðin 4-5 ár..
Það vekur óblandna aðdáun
að fylgjast með listaferli þess-
ara ungu söngkvenna og við
sem kynnst höfum' frammistöðu
þeirra í óperuhlutverkum, hljót-
um að undrast að enn skuli
hann vera við lýði hugsunar-
bátturinn frá yfirdrottnun Dama
hér á landi, að emginn geti tal-
ist fínn, nema hann gangi á
dömskum skóm. Margt fleira er í
ársritinu, fréttir af félagsstarf-
inu, frásagnir, ljóð og sögur.
Allt er efni ritsins sérlega
læsilegt og allur frágangur til
fyrirmyndar. Svo sem áður seg-
ir.
Ég valdi greinarkorni þessu
heitið Tvennir tímar. Hafði ég
þá í huga litia blaðið hennar
Bríetar og þessi tvö glæsilegu
kvennablöð, hóp þeirra foryztu-
og memntakvenna sem í þessi
blöð rita og að þeim standa og
fátæku alþýðustúlbuna frá
Haukagili í Vatnsdal, sem grét
á fermingardaginn sinn yfir um-
komuleysi íslenzkra unglimga til
menntunar. Á herðum þessarar
litlu fermingarstúlku hvílir þó
öll réttindabarátta íslenzkra
kvenna allt til þessa dags og
litla blaðið henmar, sem hún gaf
út í 25 ár, eða allt til ársins
1920 vann meira að því en nokk-
urt annað málgagn að íslenzkar
konur eignast sinn 19. júní, þó
ekki síðar. en 1915. Enn eru til
svokallaðar lýðræðisþjóðir sem
ekki hafa veitt konum jafnrétti
á við karlmenn. Táknrænt var
og það, að það var dóttir Brí-
etar Bjamhéðinedóttur, sem
fyrst íslenzkra kvenna settist á
lærdómsbekk Menntaskólans í
Reykjavík og lauk þaðan stú-
dentsprófi.
Okkur, sem nú lifum, hættir
til að tafca eins og sjálfsagðan
hlut, frelsið, jafnréttið og mögu-
leikana til allrar þeirrar mennt-
unar, sem hugurinn stefnir til,
rétt eins og andrúmslofltið og
viljum gleyma því jafnframt að
allt þetta eigum við að þakka ó-
þreytandi elju og fórnfúsu
starfi brautryðjendanna. Kröfur
okkar til samtíðar og framtíðar
mættu að ósekju vera yljaðar
af þakklæti til þessa fólks, þær
yrðu við það spírunarhæfari og
líklegri til að festa rætur og
bera ávöxt. Enn er óskrifuð ævi
saga umkomulitlu fermingar-
stúlkunnar er síðar varð mesti
kvenskörungur Íslands, allra
tíma og ekki hafa sérkennileg-
ir andlitsdrættir hennar enn
verið höggnir í óbrotgjarnan
stein.
Þórarinn Þórarinsson frá Biðum
Leiðrétting
‘ÞAÐ var ein missögn og tvær
prentvillur í minningiargrein um
Þóru Sigurgeirsdóttur í Morgun-
blaðinu 21. júlí.
Jóhannes maður hennar er
sagður dáinn 26. ágúst 1946, en
á að vera 1940. Hún bjó með
sonum sínum til 1946.
Svo stendur: neita en þiggja,
en á að vera veita en þiggj a.
Og þar sem vitnað er í 15.
sálm Davíðs, stendur: „Só sem
ekki talar nóg með túngu sinni“
á að vera róg í staðin fyrir nóg.
Biðst velvirðingar.
Björn frá Mannskaðahóli.
BÍLAKAUP
158/2
Bílar fyrir fasteignabréf.
Rambler American 65.
Zephyr 4 65.
Mercedes Benz 190 63.
Mercedes Benz 190 62.
Mercedes Benz 220 S.E. 61.
Chevrolet station 62.
Ford Galaxie 64.
Chevrolet Impala 60.
Mercedes Benz 220 S. 59.
Taunus 17M 62.
DAF 63.
Úrvalið er hjá ofckur.
Um 900 bílar á söluskrá.
Bílar við allra hæfi.
Kjör við allra hæfi.
Opið í dag til kl. 6.
BiLAKAUP
Skúlagötu 55 við Rauðará.
Sími 15812.
Sjálfstætt starf
Verzlunarstjóri óskast strax. Tilboð merkt: „Bækur
5143“ með upplýsingum um fyrri störf og menntun,
sendist Mbl. fyrir hádegi 26. þ.m.
GULT"DÖKKGRÆNT"GULTOKK(JR
LJÓMAGULT
BRÍMBVÍTT
- II