Morgunblaðið - 23.07.1968, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 23.07.1968, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. JÚUÍ 1968 Zóphonías Stefánsson AFI minn er í huga mér sem fállegur kyrrlátur öldungur. Hár hans silfurgrátt og vel hirt. Á lúnum höndunum eru krepptir fingur. Afi minn hefur unnið sitthvað um ævina með þessum höndum. Lófar hans eru stórir og hlýir. Ég get falið báðar hendur mínar í öðrum lófa hans. Þetta eru traustar og styrkar hendur. Ég sezt á rúmið hjá afa mínum. Viðmót hans er svo barnslega innilegt, að ég fer hjá mér og þegi. Afi minn spyr mig hvað ég segi í fréttum. Mér verður svarafátt, því ég er hálf- feiminn við afa. Hann afi minn er nýrakaður og í nýþvegnum samfesting i dag. Það er nefni- lega sunnudagur. Hann tekur nú sálmabókina sína o-fan á skatt- holinu við höfðadag sitt. í útvarp inu fer fram guðsþjónusta. Það er verið að syngja sálm og afi minn setur upp gleraugu og byrjar að raula með. Röddin er að vísu orðin sitirð og rómurinn er ekki hár, en athöfnin ér öll t Hér með tilkynnist vinum og vandamönnum að konan mín, Ástdís Sigurðardóttir Jaðarsbraut 19, Akranesi, lézt að heimili sínu laugar- daginn 20. júlí. Fyrir hönd aðstandenda. Haukur ólafsson. mjög hátíðlega og afi minn er svo virðulegur þarna sem hann situr í rúminu sínu og hallar sér upp að vegg. Ég sit kyrr á rúm- inu og horfi í kringum mig í herberginu hans og forðast að ónáða hann þessa helgistund. Fyrir augu mér ber bókaskáp- inn.Þarna geymir ai i minn þær bækur, sem hafa svo oft stytt honum stundir. Þarna eru þykkar ættarskrár, ferðasögur og ævisögur að ógleymdum ís- lenzkum annálum og margvís- legum alþjóðlegum fróðleik. Afi minn er mikill ættfræðingur, veit ég, þótt ég annars skilji ökki mikið í þeim fræðuim. Á bókaskápnum og uppi á veggj- um eru myndir af afkomendum hans og ættingjum, sumum fjar- skyldum, því afi minn er mjög ættrækinn, sem nærri má geta um svo ættfróðan mann. En hann afi minn er fáskiptinn á efri árum og gerir ekki víðreist, enda orðinn þreyttur eftir mik- ið strit á langri ævi. Því heim- sækfr hanri efeki margt af þessu fólki, sem hann annars hefur svo mikinn á’huga fyrir, þó sumt af því heknsæki hann. Úti á lóðinni á afi minn skúr, sem er alltaf læstur, nema þeg- ar hann er eittihvað að bauka þar inni. í skúrnum kennir margra grasa. Mig langar mik- ið til að komast í hann og gramsa í dótinu, sem þar er og er óg gjarna nálægur þegar afi minn er í skúrnum að vinna til að virða fyrir mér þessa af- intýragripi sem honum hafa áskotnast með nýtni og hirðu- semi á langri ævi. Ég hugsa með sjálfum mér, að víst skyldi ég ekki láta mér leiðast, ef ég ætti svona leyndardómsfullan skúr eins og afi minn. Ég hrekk upp úr hugleiðing- um mínum, því afi minn er hættur að raula, messan er bú- in. Ég lít á afa minn. Sálma- bókin hefur fallið úr hendi hans niður á hné honum og hann er sofnaður þarna sem hann situr á rúminu. Hann sefur eins og barn og ég rís upp úr rúminu, kyssi afa minn á nýrakaðan vangann og læðist hljóðlega út Reynir H. t Maðurinn minn og faðir okkar, Óskar Jakobsson Nýbýlaveg 34a, lézt af slysförum 20. þ.m. Guðríður Arnadóttir og börn. t Útför eiginkonu minnar, Loftveigar Kristínar Guðmund sdóttur fyrrum húsmóður í Eskiholti, sem andáðist 16. júlí, fer fram frá Kópavogskirkju miðviku- daginn 24. júlí kl. 2 síðdegis. Gestur Gunnlaugsson Meltungu, börn, tengda- börn, fósturböm og barnaböra. t Minningarathöfn um son minn, Karl Ágúst Vilhjálmsson, fer fram fimmtudaginn 25. júlí kl. 10.30 f.h. í Fossvogs- kirkju. Sveinrún Bjarnadóttir Seljavegi 33 og systkin hins látna. t Eiginmaður minn, og fáðir okkar, Þorlákur Einarsson, andaðist á sjúkradeild Hrafn- istu 21. þessa mánaðar. Þórunn Franzdóttir, Páll Þorláksson, Halldór Þorláksson, Þórhallur Þorláksson. t Bróðir minn, Baldur Steingrímsson deildarverkfræðingur hjá Rafmagnsveitu Reykjavíkur, andaðist á heimili sínu laug- ardaginn 20. júlí. Fyrir hönd systkina. Bragi Steingrímsson dýralæknir. t Sonur okkar og bróðir, Gísli G. Axelsson Álfhólsvegi 43, verður jarðsunginn frá Foss- vogskirkju fimnrtudaginn 25. júlí n.k. kl. 13.30. — Þeim sem vildu minnast hans er bent á Flugbj örgunarsveitina. Guðrún Gísladóttir, Axel Jónsson, Jóhanna Axelsdóttir, Þórhannes Axelsson. t Útför móður minnar, tengda- móður og ömmu, Bjargar Þórðardóttur, verður frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 24. þ.m. kl. 10.30 f.h. Hulda Sigurðardóttir, Stefán Júlíusson, Sigurður Birgir Stefánsson. t Innilegar þakkir fyrir auð- sýnda samúð og vinarhug við andlát og jarðarför eiginkonu minnar, móður okkar, dóttur og ömmu, Þóru S. Guðmundsdóttur Skipholti 36. Gunnar Þ. Þorsteinsson og börn, Halldóra Einarsdóttir, Guðmundur Árnason og barnabörn, t Innilegustu þakkir færum við öllum nær og fjær fyrir auð- sýnda vinsemd og samúð við Jráfall og jarðarför, Engilberts Sigurðssonar. Sigríður Engilbertsdóttir, Brynjólfur Guðmundsson. Helga Engilbertsdóttir, Jón B. Jónsson, tengdabörn og barnabörn. t Minningarathöfn um eigin- menn okkar, feður, syni, tengdasyni og bræður, Helga Valdimar Jónsson og Sigurð Helgason, sem fórust me'ð trillubátnum Njáli frá Siglufirði 12. júní ’68, fer fram frá Siglufjarðar- kirkju fimmtudaginn 25. júlí kl. 2 síðdegis. Fyrir hönd aðstandenda. Dröfn Pétursdóttir, Jóhanna Sigsteinsdóttir. t Alúðarþakkir til ættingja og vina fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við fráfall móður okkar, tengdamóður og ömmu, Þuríðar Pálsdóttur frá Skógum. Kjartan Ólason, Kristín Matthíasdóttir, Matthías Kjartansson, Hólmfríður Kjartansdóttir, Páll Ólason, Súsanna Stefánsdóttir, Stefán Ottó Pálsson, Þuriður PálsSon. Jónas Magnússon Neskaupstað Fæddur 19. júní 1887. Dáin 17. júlí 1968. FÁEIN KVEÐJUORÐ ÉG kom í Neskaupstað 17. júlí. Brátt kom ég auga á fána í hálfa stöng og svo á fleiri stöð- um. Ég leitaði frétta um hverju þetta sætti. Jóhann Magnússon lézt á sjúkrahúsinu þar um daginn. Svo þá var Jóthann Magnús- son allur. Lokið þeirri tíð er hann setti svip á Neskaupstað. Jóhann var roskinn maður er ég kynntist honum Við fyrstu kynni duldist ekki sérstæður persónuleiki. Lífsgleði, kjarkur og bjartsýni voru einkennin sem fylgdu honum — og svo hlýjan, þessi óendanlega hlýja, sem þessi þreklegi öldungur stafaði frá sér í frjálslegu viðmóti. Vafalaust hefir hann stundum á sjómennskuárum sínum og skip- stjórnar, þurft að bregða fyrir sig harðara og hrjúfara viðmóti — og þó — e.t.v. hafa honum alltaf dugað þessi hlýlegu tök, sem einbeittni fylgdi þó. Jóihann Magnússon hlýtur að verða öllum minnisstæður, er honum kynntust. Persónuleiki! Sumir vilja orða það fremur sér- kennilegir menn. En víst er að meira bar á persónuleika í kyn- slóð Jóhanns, en þeirri, sem nú er að mótast. Er það vegna skól- anna, vegna tízkunnar, vegna auðveldari lífsbaráttu, betri kjara, eða vilja menn nú frem- ur en áður vera „eins og hinir“, eða verða það ósjálfrátt? En Jóhann birtist eins og hann var af guði gerður, hlýddi þeirri innri rödd, sem hafði mót- azt í lífimu af því veganesiti, ex hann hlaut í vöggugjöf. f því var fóklginn hans persónuleiki. Jóhann var mikill og eindreg- inn sjálfstæðismaður. Hann var ákveðinn í skoðunum í hópi sinna manna, en virti höfuð- atriði. Og hvort sem niðurstaða við ákvarðanir í flokki okkar var að hans skapi eða ekki pá sagði hann þegar niðurstaða var fengin: Nú er bara að berjast! Ég sakna Jóhanns Magnússon- ar. Mér finnst vanta í hópinn hjá okkur ,ausffirzkum sjálf- stæðismönnum, þegar hann er farinn. En þetta er gangur lífs- ins. Og ný kynslóð er sífellt að koma. Umfram allt skulum við halda merki hans á lofti: þreki, bjartsýni ,hlýju og samstarfs- hæfni. Jóhann verður jarðsung- inn í dag, þriðjudag, frá Norð- fjarðarkirkju. Ég þakka Jóhanni mikilsverð, vinsamleg kynni. Ég þakka Mýjuna frá hans stóra hjarta ag bið honum blessunar í nýjum heimi. Aðstandendum hans sendi ég innilega kveðju. Jónas Pétursson. Ætti kristinn maður að sækja hátt og leitast við að vera áberandi? Eða er það andstætt Guði? EFTIR BILLY GRAHAM Enginn maður má vera án alls metnaðar, hvort sem \ hann er kristinn eða ekki. Sérhver. maður ætti að hafa eðlilega löngun til þess að komast áfram. Þá löngun þarf til þess að vinna fyrir sér á heiðarlegan hátt; til þess að fara á fætur á morgnana; til þess að þvo upp; jafnvell til þess að fara með bréf í pósthúsið! Við skulum því ekki i strika yfir þessa hneigð. J Annað er það, þegar hún markast af eigingirni. Synd-j ugur maður er „kengboginn inn í sjálfan sig“, hann snýst \ í kringum sjálfan sig. i Það hafði Jesús í huga, þegar hann talaði um, að viði ættum að afneita okkur sjálfum. Þetta verður bezt útskýrt á þessa leið: Beinist þessi löngun að því upphefja sjálfan sig, þá er hún röng! Við syndgum, ef við reynum að komast hátt til þess að hljóta vegsemd og frægð. Páll sagði: „Ég er krossfestur með Kristi“. Guð lítur á hvatir okkar. Ef við girnumst t.d. æðri menntuntil þess eins að svala hégómagirnd okkar, þá látum við stjórnast af syndsamlegum hvötum. En ef við viljum menntast til þess að geta þjónað Guði og ná unganum þeim mun betur, þá er sú löngun réttlætanleg. Því er allt það rangt, sem sprettur af eigingirni, en allt rétt, sem miðar að því að efla dýrð Guðs. Æðsta metnaðarmál okkar ætti að vera að vegsama Krist og að líkjast mynd hans. Ég sendi systkinum mínum, vinum og vandamönnum hug- heilar þakkir fyrir gjafir og vináttu auðsýnda mér á 70 ára afmæli mínu 3. júlí 1968. Gúð blessi ykkur öll. Þuríður Guðjónsdóttir Vesturvallagötu 1, Reykjavík. Hjartanlega þakka ég ðllum þeim mörgu vinum og vanda- mönnum er heimsóttu mig, sendu mér skeyti og færðu mér góðar gjafir, eða á annan hátt glöddu mig á 70 ára af- mæli mínu. — Guð blessi ykkur öll. Kristín Vermundsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.