Morgunblaðið - 15.08.1968, Síða 10

Morgunblaðið - 15.08.1968, Síða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 15. ÁGÚST 1968 Rannsóknir eiga að varða götur landbúnaðar Cengið um sýningarsvœði Rannsóknar- stofnunar Landbúnaðarins þarna, en hún er samt all- sæmilegt gras til fóðurs og það lang harðgerðasta og það er helzt hún, sem lifir kalið Land- búnaðar- sýningin Myndin sýnir tvo einstaklinga, túnvinguls. ÞaS er með gras- ið eins og mennina, að þeir eru misjafnlega af guði gerðir, og Rannsóknastofnun Landbú naðarins reynir að velja úr af- urðamestu einstaklingana og rækta fræ af þeim. Hnausinn til hægri er að vísu orðinn máttvana af inniveru, en er mun afurðameiri. A veggnum eru myndir af starfi Rann- sóknastofnunarinnar. Rannsóknastofnun Landbún aðarins er einn þeirra aðila, sem kynnir starfsemi sína á Landbúnaðarsýninguxmi. Er kynningin tvíþætt, annars vegar er bás inni í sýningar- höllinni, en auk þess eru gró'öurreitir austan við höll- ina og eru þar sýnd ýmis plöntuafbrigði og tegundir. Við fengum dr. Sturlu Frið riksson til að ganga með okk- ur um svæðið og segja okkur frá þeim jurtum, sem Rann- sóknastofnúnin sýnir. „Hér á útisýningunni eru sýndar flestar fóðurjurtir, sem ræktaðar eru hér á landi og eins tegundir og stofnar, sem eru í reynslu og rannsóknir sýna, að geti verið vænlegir til ræktunar. í einum reitn- um eru sýndar ýmsar teg- undir af fóðurkáli, bæði ein- æru og tvíæru. Bændur eru farnir að rækta fóðurkál í mjög auknum mæli og hleypa búpeningnum á það á haust- in. Þá sýnum vi’ð hér bygg og hafra. Byggið ágætt til rækt- unar, því að það má ætíð jurtum eru nú í ræktun í nota í grænfóður, þótt það þroskist ekki svo að hægt sé að nota kornið, og það sama má segja um hafrana.“ „Hérna sérðu belgjurtir“, sagði dr. Sturla, þegar við komum að reit, þar sem í voru rauðsmári, hvítsmári, alsíkusmári og lúpínur.“ Þetta eru allt íslenzkar jurtir nema lúpinan, hún er frá Alaska. Belgjurtirnar eru mjög þý’ðingarmiklar, þvi að þær bæta jarðveginn og eru auk þess mjög auðugar af eggja- hvítuefnum. Fræ af þessum Danmörku, hjá ötoftegaard á vegum Dansk Landbrugs For- ening.“ „Af hverju er ekki hægt að rækta fræin hér?“ „Það byggist nú á býflug- unni. Hún þarf að frjóvga blómin, og slíkt er fremur sjaldgæft hér á landi, býflug ur hafa yfirleitt fremur hægt um sig hér. Auk þess er tíðar far svo rysýótt að það getur gert stórt strik í reikninginn. Við erum líka með fleiri jurt ir í ræktun erlendis til fræ- töku, það eru íslenzku gras- stofnamir. Þeir eru raunar það, sem við viljum helzt halda á lofti, því að þeir eru mun harðgerðari, en útlendu stofnarnir. Mörgum er illa vfð snarrótina, sem þú sér Rannsóknastofnun Landbún aðarins sýnir einnig nokkrar tegundir kartafla. Eru það þrjú afbrigði og ýmist rækt- uð undir glæru plasti, svörtu eða án plasts. Dr. Sturla sagði, að glæra plastið gæfi mesta uppskeru. Eitt afbrig’ðið er nýtt, svokallaður Bleikur og er hann imdan rauðum ís- lenzkum og svipaður á bragð ið, en augun eru ekki eins djúp. Einnig eru sýnd*r villi kartöflur frá Andesfjöllum. „Þær eru notaðar til kyn- bóta, því að þær þola frost öllu betur en ræktuðu af- Krigðin. Þó er engin tegund til af kartöflum sem þolir meira en tveggja til þriggja stiga frost.“ Þá eru einnig sýndir pottar með mismunandi skammti af áburði til þess að sýna mis- muninn á vexti. Jarðvegurinn er frá Korpu og sést á til- rauninni, að líklega er skort- ur á fosfóri í jarðveginum, því að grasið var mjög rytju- legt þar sem hann hafði ekki verið borinn á. Inni í höllinni er sýnd starf semi Rannsóknastofnunarinn- ar að því er tekur til annarra rannsókna. Má þar nefna gróðurkort, en nokkuð af há- lendinu hefur verið kortlagt á þann veg. Þá er einnig sýnd ur kinllarhaus, og er plastpoki festur við vélindað. í pokan- um eru plöntur, þær sem kindin étur. Nokkrar slíkar ær eru á Korpu, þar sem Rannsóknastofnun landbúnað arins er með gróðurtilrauílir. Vanalega er skrúfaður tappi á plaströrið, en þegar taka á sýnishorn er festur plastpoki við, og fellur þá grasið í hann, en kindin sveltur á me'ðan. Þessar tilraunir eru mjög gagnlegar, því að þær sýna, hvað kindin étur. Aðsetur Rannsóknastofnun arinnar er að Keldnaholti. Dr. Sturla Friðriksson við vörðuna í reit Rannsóknastofnun ar Landbúnað.'trins. Sturla sagði að hún mætti vera tákn rannsóknanna, sem vörðuðu götur landbúnaðarins. Varðan gegnir sama hlutverki á sýningunni og beinakerlingarnar; allir hagyrðingar, er sýninguna sækja, eru beðnir að láta eina fjúka og leggja í beinakerlinguna. Sýningardeild J. Þorláksson og Norðmann á Landbúnaðarsýningunni. Ljósm, Mbl. Ól.K.M. Þorláksson & IMorðmann Á LANDBÚNAÐARSÝNING- UNNI í Laugardalnum er J. Þor lákason og Norðmann með sýn- ingarbás á útisýninigunni. í básn um er lögð áherzla á byggingar- vörur fyrir landbúnaðinn og þá sérstalklega á einangrun og hit- un búsa og eru sýndar ýmsar vöru'tegundir til vatns- og hita- lagna og einangrunar. Fyrirtækið hefur sent mikið af byggingarvörum til bænda víðsvegar um land og gat for- svarsmaður deildarinnar þess að t.d. hefði einangrun í byggingu fjósa aukist mjög mikið á síð- ustu árum og að mikið hefði Byggingavörur á Landbún- aðarsýningunni Litazt um í deild J. I verið notað af reyplassti í því | sambamdi, en það er sýnt í sýn- ingarbásnum. Þá eru sýnd þéttiefni ýmis- konar til þéttingar þar sem hætta er á l'eka og t.d. hafa bændur notað þau mikið á göm- ul og ný gripahús. Annars eru þéttiefnin mikið notuð í húsa- byggingum um allt land. Það þéttiefni sem lögð er mest á- herzla á í sýningarbásnum nefn ist Sika og héfur verið notað hérlendis undanfarin 40 ár með mjög góðum árangri. Gólfið í sýningarbásnum hef- ur vakið athygli mar-gra, en það er gert úr nokkurs konar mal- biksblöndu, sem fæst tilbúin í pokum og er mjög handhægt að leggja hana. Malbiksblandan heitir Decopath og er í stétt- ar og gangstíga við hús. Deco- path fæst í mismumandi litum og til þess að leggja hana þarf að- eins skóflu og garðvaltara. Útsala — Útsala Útsalan byrjar i dag, barna og dömupeysur, stórlækkað verð Laugavegi 28

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.