Morgunblaðið - 15.08.1968, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 15. ÁGÚST 1968
Smalað í Laugardal
„NÁIÐ í kindurnar", hrópaði
Jóhannes bóndi frá Kleifum,
á skozku fjárhundana sína,
landbúnaðarsýningunni í
gærdag. Hundarnir virtust
dálítið ruglaðir í fyrstu enda
ekki vanir því að hafa hundr
uð áhorfenda þegar þeir
eru að störfum heima í Gils-
firði. Jóhannes endurtók því
skipun sína og kindurnar
hlupu rakleiðis upp í brekk
una.
Þar voru fyrir 3 ær og 6
lömb þeirra og voru heldur
ófús til að hreyfa sig úr
stað. Þær komust þó ekki
upp með neitt múður því
hundarnir, Bakkus og Gári
voru ákveðnir í að sýna borg-
arbúum hvernig smala ætti
fé.
í fyrstu atrennu komst þó
hópurin undan ’hundunum
vegna mannfjöldans, sem
þrengdi svo að þeim, að kind-
urnar komust undan. Þá
greip Agnar Guðnason fram
kvæmdastjóri sýningarinnar
í taumana og fólkið færði sig
aftar. Nú gekk allt eins og í
sögu. Hundarnir ráku hóp-
inn í áttina til Jóhannesar og
hann skipaði þeim ákveðinni
röddu: „Inn í hús“, og hund-
arnir ráku kindahópinn um-
svifalaust inn í skemmuna.
700 útlendingar sækja
Norræna byggingardaginn
er haldinn verður í Reykjavík
dagana 26.-28. ágúst n.k.
Dagana 2G.-28. ágúst n.k. verð-
nr Norræni byggingardagurinn
haldinn í Reykjavík. Er það í
tíunda skiptið sem hann er hald-
inn, en í fyrsta skipti hérlend-
is. Um 700 manns frá Noregi,
Svíþjóð, Finnlandi Danmörku
og Færeyjum munu sækja bygg-
ingardaginn en þátttökurétt í
honum eiga allir þeir sem starfa
að byggingariðnaði á Norður-
löndum og einnig fulltrúar
þeirra stjórnvalda, er með bygg-
ingarmál fara í hverju landi.
Meðal þeirra er sækja Bygg-
ingardaginn að þessu sinni
verða borgarstjórar Kaupmanna
hafnar, Stokkhólms og Helsing
fors.
Mbl. hafði í gær tal af þeim
Sveimi Björnssyni verkfræðingi,
Hirti Hjartarsyni fonstjóra,
Skarphéðni Jóhannssyni arki-
tekt, Ólafi Jónssyni fulltrúa og
Herði Bjarnasyni húsameistara,
en þeir skipa framkvæmda-
nefnd Byggingardagsins.
Þeir gáfu þær upplýsingar að
fyrsti norræni byggingardagur-
inm hafi verið haldinn í Sví-
þjóð 1927 og að íslendingar
hefðu gerzt þátttakendur í sam-
tökunum árið 1938. Byggingar-
dagurinn væri haldinm í ^öndun
um til skiptis, en það værifyrst
nú sem tök þættu á að halda
svo fjölmenna ráðstefnu hér-
lemdis. Til hennar koma um 300
Svíar, 170 Danir, 100 Norðmenn,
100 Finnar og 15 Færeyimgar,
þar iaf um 200 með skipi sem
sérstaklega er leigt vegna ráð-
stefnujmnar og munu þeir einn-
ig búa um borð í því á meðan
dvöl þ:irra stendur hérlendis.
Um 100 íslendingar hafa boðað
þátttöku sína í ráðstefmunni, og
sögðust forráðamennirnir bú-
ast við því að sú tala hækkaði,
en síðustu forvöð væri nú að
tilkynna þáttöku.
Sem fyrr segir eiga allir þeir
er við byggingarmál fást rétt til
fundartsetu og er ekki að efa að
m-argir muni nota sér þetta tæki
færi.
Aí&lefni ráðstefnunnar verð-
ur að þessu sinni „Húsakostur".
Fyrsta daginn mun Hörður Ág-
ústsson listmálari flytja erindi
um isl'ínzkan húsakost að fornu
og nýju, en ella verður fjallað
almennt um byggingarmál, bæði
frá tækni- og fjárhiagslegu sjón-
armiði.
Setning Byggingardagsins og
fyrirlestrar verða í Háskólabíói,
en skrifstofa samtakanna verð-
ur í Hagaskólanum. Dagana sem
ráðstefnan stendur verður farið
með erlendu fulltrúana m.a. til
Frá N.B.D. í Kaupmannahöfn 1961.
Búrfellsvirkjunar, Gullfoss og
Geysits, Akuheyrar og í Borgar-
fjörð. Ráðstefnunni mun svo
ljúka með lokahófi í Laugar-
dalshöllinni, miðvikudaginin 28.
ágúst.
- LÍDÖ
Framhald af bls. 28
að einhver hluti þess húss yrði
nýttur fyrir æskulýðsstarf að svo
miklu leyti sem það samrýmdist
annarri notkun hússins og einnig
teldi Æskulýðsráð nauðsynlegt
að byggja æskulýðsmiðstöð í
hinu nýja Breiðholtshverfi, sem
sinnti þörfum Breiðholts-, Ár-
bæjar- og Selásshverfis. Borgar-
stjóri sagði að hugmyndin væri
áð þessar hverfamiðstöðvar fyrir
æskuiýðsstarf yrðu nýttar ásamt
skólum borgarinnar, safnaðar-
heimilum, skátaheimilum og ann
arri aðstöðu fyrir æskulýðsstarf,
sem fyrir hendi væri. Borgar-
stjóri sagði ennfremur, að hinar
fyrirhuguðu æskulýðsmiðstöðvar
mundu standa til boða frjálsum
æskulýðssamtökum í borginni til
afnota.
Þess má geta að aðalstarfsemi
Æskulýðsráðs er nú til húsa að
Fríkirkjuvegi 11, þar sem starf-
rækt hefur verið svokallað „ Opið
hús,“ svo og unglingadansleikir
ásamt fjölbreyttu tómstunda-
starfi. Undanfarna mánuði hefur
Æskulýðsráð unnið að tillögum
um framtíðarskipulag æskulýðs-
starfs í borginni og verða þær
tillögur væntanlega lagðar fyrir
borgarstjórn í haust, en kjarni
þeirra mun vera hverfamiðstöðv
ar þær sem borgarstjóri skýrði
frá.
í hinum nýju húsakynnum, þar
sem Lídó hefur verið starfrækt,
mun ætlunin áð starfrækja bæði
unglingadansleiki, en verulegur
skortur hefur lengi verið talinn
á hentugri aðstöðu til þeirra í
borginni, sem og „opins húss“ og
margvíslegrar tómstundaiðju og
ennfremur verður væntanlega
sköpuð þar starfsaðstaða fyrir
frjáls æskulýðsfélög í borginni.
STAKSniAIAR
Nixon-Agnew
Danska blaðið „Berlingsk*
Tidende" birti fyrir skömmu for-
ustugrein um frambjóðendur re-
públikana í forsetakosningunum
og segir þar m.a.:
Það þurfti engum að koma
óvart (þótt Nixon yrði valinnJ
frambjóðandi repúblikana) en
það er ástæða til þess að harma
þgð, að ekki reyndist unnt að
finna hugsjónaríkari frambjóð-i
anda... En þegar Nixon til;
nefndi Spiro Agnew, ríkisstjórai
i
í Maryland sem varaforsetaefnii
sitt, brást dómsgreind hans og-
lagni, sem að öðru leyti hefuiéi
sett svip sinn á kosningabaráttou
hans. j
Með tilliti til þeirrar ábyrgð-
ar, sem Bandaríkin hafa tekizfi
á hendur eftir síðari heimsstyrj-,
öldina, á alþjóðavettvangi, hef-i
ur jafnan verið litið svo á, a®5
varaforsetinn þyrfti að vera.
hæfileikum búinn til þess að
taka við forsetaembætti hvenæc!
sem er. Slíkir hæfileikar þróasti
og þroskast með mönnum eni
þótt góður vilji sé fyrir hendlí
er ekki með nokkru móti hægt'
að segja að 18 mánaða ferill
sem ríkisstjóri í Marylandríki i
sé nægilegur skóli fyrir mann
til þess að takast forsetaembætt-j
ið á hendur.
Innan Bandaríkjanna og ai
alþjóðavettvangi er Spiro
Agnew óþekktur og óskrifaðt
blað og það hefði eins verið
hægt að bera hann undir furðu
lostið flokksþingið undir hinu
raunverulega eftirnafni hans
sem er Anagnostopolos.“
„Gamli“ Nixon
Og „Berlingske Tidende" heldur
áfram og segir: í
„Þetta val á varaforsetaefni
var pólitísk hrossakaup og stuðl
ar einungis að því að vekja upp
minningar um að Richard Nixon
ávann sér einu sinni viðurnefnið
„Tricky Dick“ á viðburðarrík-
um og stundum lítt glæsilegum
stjórnmálaferli. Hann leitaðl
jafnvægis milli norðurríkjanna
og suðurríkjanna og fann tví-
burabróður sinn í skoðunum
sem liggja á milli skilnings á
vandamálum blökkumanna og
kröfunnar um að haldið verði
uppi lögum og reglu. Það var
veikleiki „gamla“ Nixons, að
menn vissu aldrei hvar þeir höfðu
hann. Hann var í senn þekktasti
og óþekktasti persónuleiki í
amerískum stjórnmálum“.
Agnew ríkisstjóri
Loks segir „Berlingske Tid-
ende“:
„Agnew ríkisstjóri er jafn óá-
kveðinn í skoðunum (og Nixon).
Hann var kjörinn í Maryland
sem frjálslyndur repúblikani i
kosningabaráttu sem hann háðl
við afturhaldssaman demókrata
og hann hafði forustu um að
banna mismunun í húsnæðismál-
um eftir hörundslit sunnan Ma-
son-Dixon linunnar. Þessi af-
staða gerði hann að bandamannl
Rockefellers ríkisstjóra en hann
reiddist óákveðni Rockefellers
og varð ekki aðeins fylgismaður
Nixons, heldur beinlínis mælti
með honum á flokksþinginu. Það
er erfitt að bægja þeirri hugsun
frá sér, að Agnew ríkisstjóri
hafi ekki mælt af heilum hug,
þegar hann lýsti undrun sinni
á valdi Nixons“.