Morgunblaðið - 15.08.1968, Síða 13
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 15. ÁGÚST 1968
13
- BIAFRA
Framli. af bls. 1
inni, að fulltrúar deiluaðila
muni koma saman í fyrramálið
til þess að leggja síðustu hönd
á samkomulagið, en ekki er
nánar tilgreint í hverju það er
fólgið.
Viðræðurnar í Addis Abeba
eru haldnar fyrir milligöngu
Einingarsamtaka Afríkuríkj
anna og sagði framkvæmdastjóri
samtakanna, Diallo Telli, í
kvöld, að báðir aðilar hefðu á
viðræðunum í dag lagt fram
raunhæfar tillögur til lausn-
ar því mikla vandamáli, sem
matvælaskorturinn í Nígeríu
hefði skapað. Þá er einnig haft
eftir trúverðugum heimildum að
Heile Selassie keisari, sem
stjórnað hefur viðræðunum í
Addis Abeba, hafi boðið lleiðtog
um ríkjanma, sem aðild eiga að
Nígeríimefnd Einingarsamtak-
anna, að koma til fundar í Add-
is Abeba um helgina. Keisarinn
er formaður nefndarinmiar, hinir
meðlimir hennar eru William
Tubmam, fonseti Líberíu, Josep
Ankrah leiðtogi Ghana, Josep
Mobutu í Kongo (fyrrum Belg-
ísku Kongo) Hamani Diori, for-
steti Níger og Ahmadou Ahidjo,
forseti Kamerun. Tilgangur
fundarins um helgina er sagður
sá, að nefndarmenn kanni í sam
einingu skýrslu Haile Selassies
um viðræðumar og beri fram
þser ti'llögur, er þeir hafa fram
að faera í málinu.
f skýrslu frá Lagos segir, að
um tvær milljónir barna undir
fimm ára aldri, hálf önnur mill-
jón ungra mæðra og barmshaf-
andi kvenna og þrjár milljónir
manna og kvenna undir 21 árs
aldri þurfi nauðsynlega á að-
stoð að halcfk. Þetta fólk eitt
þarf á að halda að minnsta kosti
300.000 l'eistum af matvælum á
viku en kostnaður þeirra mat-
væla er metinn á fjárupphæð er
nemur á annað hundrað mill-
ónum íslenzkra króna.
Einn af yfirmönnum hers La-
gosstjórmar, Yakubu Danjuma,
hefur sagt, að stjómarher-
inn geti sigrað Biafraherinn á
tveimur vikum úr því sem nú er
komið. Biafraherinn hefur nú
í sínum höndum þriðjung
þess landsvæðis, sem áður var
Austurhluti Nígeríu og nefnd-
ur var Biafra, er lýst var yfir
sjálfstæði. Stjórnarherinn hefur
á sínu valdi alla meiri hátt-
ar flugvelli og þess vegna m.a.
er miklum vandkvæðum bundið
að koma matvælum til Biafra án
samþykkis Lagosstjórnarinnar.
Hefur verið notazt við tvo leyni
lega flugvelli og nú hefur Rauði
krossinn vonir um að Biafra-
menn tilnefni flugvöll, er sett-
uæ verði undir stjóm Rauða
krossins og hann einn fái að
sjá um matvælaflutningana til
Biafra. Svissneski diplómatinn,
August Lindt, sem hefur séð um
samræmingu matvælaflutning-
anna til Biafra skýrði frá því í
dag, að hann byggist við svari
Lagosstjórnarinnar fljótlega og
yrði fljótgert að koma upp á
flugvedlinum nauðsynlegum tækj
um til flugeftirlibs.
Lindt sagði, að bezta lausnin
á matvælavandræðunum í Biafra
væri að sönnu að opna leið á
landi, en meðan ekki væri hægt
að koma því í framkvæmd væri
hægt að notast við flugið svo
framarlega sem Lagosstjómin
féllist á að láta af skotárásum á
flugvélar, er flyttu matvæli til
landsins. Lindt sagði, að um mill
jón manna væri á barmi algers
hungurmorðs og þúsund tonna
matvæla hefðu safnazt saman á
ýmsum stöðum. Væri skelfilegt
að geta ekki komið þessum vist-
um áleiðis til hinna þurfandi.
Lindt vísaði á bug þeirri gágn-
rýni, sem ýmis samtök og ein-
staklingar hafa borið fram gegn
Rauða Krossinum vegna frammi
stöðu hans í Bia.framálinu. Sagði
hann sendingar og flug annarra
samtaka ekki hafa náð tilgangi
sínum og ekki hafa orðið til
mikils gagns.
Hann ítrekaði þá skoðun sína,
að eina vonin um lausn á mat-
vælaástandimu væri að fljúga á
ákveðinn flugvöll, sem væri
undir eftirliti hlutlauss aðila, er
báðir gætu treyist.
Hann sagði ennfremur, að
Rauði krossinn hefði reynt að fá
leigt skip til miatvælaflutning-
anna en ekki tekizt. Þá stað'
hæfingu gerði Hunt lávarður
hinn brezki, að umtalsefni, en
hann hefur af hálfu brezku
stjórnarinnar kynnt sér ástand
ið í Biafra og möguleifca á að
koma þangað matvælum. Taldi
hann enga annmarka á því að
fá skip til flutningamma, sú skoð
un væri nú svo rík víðast hvar,
að nauðsynlegt væri að bjarga
Biafrabúum frá hungurdauða að
vafalítið mundu margir aðilar
fúsir að láta skip sín til flutn-
inga á matvælum þangað.
Skuldabréf
ríkistryggð og fasteigna-
tryggð. Kaupendur og selj-
endur, látið skrá ykkur. Hjá
okkur er miðstöð skuldabréfa
viðskipta.
Fyrirgreiðsluskrifstofan,
fasteigna- og verðbréfasala,
Austurstræti 14, sími 16223.
Þorleifur Guðmundsson,
heimasími 12469.
77/ sölu
Tvær 4ra herb. íbúðir í sam-
býlishúsum, önnur í Safamýri
hin við Há'aleitisbraut. Félags
menn hafa forkaupsrétt til 22.
ágúst. Nánari upplýsingar á
skrifstofu félagsins, Tjarnar-
götu 12.
Byggimgansamvinmuíélag
starfsmanna
Reyk j a ví k ur borg ar.
- GRIKKLAND
Framh. af bls. 1
hefði verið George sem flýði til
ísraels.
Að isögn lÖgreglunnar eru
bræðurnir mjög líkir og auðvelt
að villast á þeim. Einnig er upp-
lýst af hálfu lögreglunnar, að
Áleksandros hafi átt aðild að
innbroti árið 1959, svo og, að
hanm 'hafi verið virkur þátttak-
andi í æskulýðssamtökum flokks
Georges Papandreous. Hafi hann
tekið þátt í mótmælaaðgerðum,
sem æskulýðssamtökin skipu-
lögðu á árunum 1965 og 1966.
Eftir að hann fór úr hernum
hafi hann ferðazt til Kýpur, síð-
an til Ítalíu og annarra landa í
Vestur-Evrópu og hann hafi ver-
ið sendur til Grikklands á ný í
leynileguim erindagerðum, m. a.
þeirra erinda, að framkvæma
ýmsar áætlanir andstæðinga
grís'ku stjórnarinn-ar. Af hálfu
stjórnarinnar segir, að þessar
upplýsingar hafi mjög breytt
eðli tilræðisins og bent er á, að
Andreas Papandreou, sonur
gamla Georges Papandreous
'hafi lýst ánægju sinni vegna
morðtilræðisins.
Áður hafði verið frá því skýrt
í fréttum frá Stokkhólmi, þar
sem Andreas Papandreou nú
dvelst í útlegð, að hann hefði
látið svo ummælt, þegar hann
heyrði hvaðg erzt hefði, að morð
tilræðið væri hetjudáð. Grikk-
land er eldfjall, sem á eftir að
gjósa“ sagði hann. Papandreou,
sagði, að búast mætti við aukn-
um skemmdarverkum á næst-
unn-i.
Þá er haft eftir Helen Vlach
os í London, að hún hafi ekki
ýkja miklar áhyggj-ur af manni
sínum. Hún sa-gði, að stjórnin
-hefði í símum fórum lista yfir
fólk sem hún teldi varhuga
Vert og það fólk væri fyrst
handtekið, þegar eitthvað
brygði út af. Himsvegar vissi
hún, að maður sinn. væri ekki
viðriðinn tilræðið, hann hefði
aldrei og mundi aldrei koma
nærri slíku og stjórnin mumdi
ekki voga að ganga svo langt
að gera honum mein.
Constantine Loundras var áð-
ur foringi í gríska flotanum en,
hefur að undan-förnu starfað sem
blaðamiaður við d-agblaðið
,Missimvrini“ í Aþenu.
- TEKKÓSLÓVAKÍA
Framh. af bls. 1
að fylgja á leið þeirri til sósialis-
mans, sem hún hefur valið.
Greinarhöfundur, I Pomijelov,
ræðir um Bratislava-yfirlýsing-
una og það ákvæði henmar, að
taka verði tillit til aðstæðna í
hverju landi, þegar unnið sé að
sköpun hins sósialistíska þjóðfé-
lags.
í greininni tilgreinir hann á-
kveðnar reglur, sem allar komm
únistískar ríkisstjórnir vedða að
taka fullt tilht til jafn-t og sér-
einkenna hvers lands.
Undantekningarlaust verði að
fylgja eftirfarandi höfuðatriðum:
1. Stjórnmálavald verður að
vera í höndum verkamanna, það
er að segja í höndum kommún-
Lstaflokksins.
2. Öll framleiðslutæki verða að
vera sameigm. Það hefur í för
með sér áætlanagerðir í efna-
hagslífinu undir einni mi’ðstjórn.
3. Skapa verður nýja þjóðfélags-
skipan sósialistísks fólks — og
verkamenn og bændur verða að
vera í nánum tengzlum við
menntamen-n og listamenn lands
ins.
4. Menntamálin skulu einkenn-
ast af nýju kerfi menntamála
er gefi verkamönnum að-gang að
námi. Hin marxisk- lendniska
hugmyndafræði skal einkenna
baráttuna gegn erlendum sjónar-
miðum og smóborgarlegum hugs
unarhætti og siðfræði.
5. Alþjóðahreyfingin skal þróazt
áfram á grundvelli þess sem
áður hefur gerzt.
í greininni segir, að um leið
og tekið sé tillit til þessara grund
vallarreglna muni séreinkenni
þjóiðanna koma í ljós, en sá sess
sem séreinkennunum sé ætlaður
hljóti að ákvarðast í ljósi grund-
vallarhugmynda sósialismans.
Ekkert miðar í sam-
komulagsátt í París
París, 14. ágúst. AP-NTB.
SAMNINGANEFNDIR N-Víet-
nam og Bandaríkjanna komu
saman til 17. fundarins í Parfis í
dag. — S t j órnmál af réfitaritarar
segja að ekke-rt bendi til þess aff
friðarfhortfur séu neitt betri nú
em fyrir þremux mánuðum, er
við-ræðurnjar hóíust. Á fundinum
í dag skiptust þeir Harriman og
Thay á sömu ásökúnum og uppi
hafa verið á öllum fundunum.
N-Víetnam krefst þiess jafnfajst
að Bandaríkjamenn hætti öllum
árásum á N-Víetnam áður en til
raunveruiegra friðarviðræðna
geti komið, en Bandarikjannenn
kflefjast þesis að N-Víietnajn komi
eitthvað til móts við þá.
Bandarískir forráðamenni
höfðu gert sér nokkrar von-ir
um að koma Le Ouc tho, til
París frá Hanoi ben-ti til þess að
eitthvað nýtt væri á döfinni, en
svo hefur ekki reynzt enn. Tho
sem er sérlegur ráðgjiafi Th-uys,
h-efur v-erið í Hanoi undanfarnar
sex vikur til viðræðna við þar-
lenda leiðt.oga.
VITBÐ ÞÉR
að bókin „Bættir eru bænda hættir“
er fyrsta bókin, sem út kemur og í skrif-
ar núverandi forseti,
Kristján Eldjárn?
En ekki skrifaði hann bókina einn,
heldur skrifa í bókina 27 aðrir menn.
Hverjir?
Auðvitað færustu menn íslenzks
landbúnaðar.
Hvers vegna
bók um ísl. landbúnað?
Vegna þess að alhliða bók um ísl. land-
búnað hefur ekki verið fáanleg.
Hvar fæst bókin?
Á Landbúnaðarsýningunni í Laugardal
eða gegn þessum póstkröfuseðli.
Frá sýningarbás útgefenda sem er á veitingapalli.
BÓKAÚTGÁFAN
PÓSTHÓLF 586.
Ég undirritaður.
Nafn:
Heimilisfang:
Pósthús:
óska hér með eftir að fó sent.............stk.
af bókinni BÆTTIR ERU BÆNDAHÆTTIR Verð kr. með söluskatti.
□ Bókin sendist mér burðargjaldsfrítt og fylgir greiðslan kr. hér með.
Bókin sendist mér gegn póstkröfu.