Morgunblaðið - 15.08.1968, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 15. ÁGÚST 1968
21
Trúboð Þorvaldar
EFTIR að hafa hlustað á. erindi
sem Þorvaldur nokkur Steina-
son flutti í ríkisútvarpinu 26.
apríl í vor, skrifaði ég allýtar-
legar leiðréttingar við nokkur
atriði í málflutningi Þorvaldar,
sem víða var með endemum.
Biirtist grein mín í Mongunblað
inu 12. júní.
Nú tekur Þorvaldur þessi aft-
ur til við „trúboð“ sitt, í Morg-
unblaðinu 2. ágúst og ber mig
og fleiri búnaðarmenn þungum
sökum. Tilgangslítið mun að elt-
ast við ósannindi Þorvaldar og
dylgjur í garð manna bæði lif-
andi og dauðra, enda ekki hægt
um vik að leiðrétta, svo að fullu
gagni verði, er svo iilla tekst til,
að menn sleppa að hljóðneman-
um með slíkan málflutning. En
ég veit að dagskrármenn út-
varpsins harma það hvernig hér
tókst til, er Þorvaldur brást til-
trú þeirra.
Aðalverkefni Þorvaldar í grein
iimi í Morguniblaðinu er að
reyna að gera mig að margföld-
um ósannindamanni, en þannig
tekst til hjá honum, að hann
verður tvísaga og meira en það
og kemst í mótsögn við sjálfan
sig. Hann skákar í því skjólinu,
að lesendur greinarinnar hafa
ekki útvarpserindið frá 26. apríl
í höndum og geta þvi ékki áttað
sig að fullu á málflutningi Þor-
valdar, hvernig hann vefur sam
an ósannindum, miss'kilningi og
mótsögnum.
Þorvaldur diktar upp heila
sögu um „viðskipti" Þórðar Ás-
mundssonar útgerðarmanns og
bónda á Akranesi við mig 1941-
42, í sambandi við kaup á skurð-
gröfu. Ekki er heil brú í frásögn
inni. Svo vel vill tiL, að fyrir
'hendi eru samtímaskrif og bréf
um þetta mál, sem ekki 'hafa
verið né verða véfenigd, þarf ég
því ekki að treysta minni mínu
einu, um skipti ökkar Þ. Á. varð
andi skurðgröfukaupin, hvernig
þau bar að og hvað þá gerðist.
'Hið leiðinlegasta við uppdikt-
anir Þorvaldar og trúboð er þó,
að með því liggur við, svo ekki
sé meira sagt, að hann geri hina
látnu menn: Björn Lárusson á
Ósi og Þórð Ásmundsson, að úr-
ræðalausum aumingjum og mið-
ur áreiðanlegum í þokkabót. Ég
rek ekki þá vitleysu alla, en mót
mæli Slíkum mannskemmandi
málflutningi, þótt öðrum standi
auðvitað nær en mér að gera
upp þær sakir við Þorvald þenn-
an.
Ég hefi margsinnis rakið til-
komu skurðgrafanna 1941-42 og
þarf þar engu við að bæta, engu
að leyna og ekkert að „lagfæra"
mér til hags, eins og Þorvaldur
dylgjar óspart um, og á engan
hefi ég hailað í frásögnum mín-
um um þessa hluti, er auðvelt
fyrir þá er vilja, að sjá það og
sannreyna. — Vil aðeins endur-
taka þetta:
'Eftir að Búnaðarþing 1941
hafði ós'kað eftir því að keyptar
yrðu tvær skurðgröfur, mælti
fjárveitinganefnd Alþingis með
því við landbúnaðarxáðherra,
„að reynt yrði til þrautar að festa
kaup á eimni skurðgröfu til land
þuirrkunar“. Ráðherran fól mér
„að útvega---------ti'lboð í slíka
gröfu“, og síðar að velja hana
og útvega. Frá þessu var sagt í
októberblaði Freys 1941.
skömmu síðar hringdi Bjöm á
Ósi til mín og bað mig að panta
aðra gröfu fyrir sig. Kvað hann
Þórð Ásmundsson standa að
baki sér fjárhagslega um kaup-
in. Þetta staðfesti Þórður við
mig, einmig í símtali. Þórð þekkti
ég þá ekki nema af afispurn.
Gröfuna pantaði ég 11. nóvem-
ber. Hún kom til iandsins 8.
apríl 1942.
Þeir Bjöm og Þórður leystu
gröfuna aldrei út né tóku hana,
svo sem þeir áttu fullan aðgamg
að. Þetta stafaði eimfaldlega af
þvi, að um þessar mundir gjör-
breyttust öll viðhorf varðandi
væntanlega framræslu með
skurðgröfum. Hér var alls ekki
um neinar vanefndir né vanskil
að ræða, frá hendi þekra Björns
og Þórðar, það má emginn halda.
Þeir höguðu sér aðeins skynsam
lega, í samræmi við nýmæli í
jarðræktarlögunum, sem þá
voru komin fram og önnur meiri
í uppsiglingu. Bréf landbúnaðar-
ráðherra, Hermanns Jónassonar,
til mín dagsett 11. maí 1942 skar
úr um þetta. Það byggir antnars
vegar á tillögum Búnaðarfél. ís-
lands og hins vegar á málaleit-
un Akraneskaupstaðar um að
grafam, sem ég hafði pamitað fyr-
ir þá Björn og Þórð, verði greidd
úr ríkissjóði og Leigð Akranes-
kaupstað samkvæmt ákvæðum
hinna nýju jarðræktarlaga. Allt
gerðist þetta árekstralaust, með
eðlilegum hætti og án allra
„svika“ frá minni hendi, Verk-
færanefndar og landbúnaðarráð-
herra, þótt Þorvaldur ætli mér
allt illt í því sambandi, geti ekki
‘hugsað sér annað.
Aldrei heyrði ég neitt óánægju
orð frá þeim Bimi og Þórði út
af þessum málalokum, er graf-
an varð eign Vélasjóðs (ríkis-
ins) og leigð Akraneskaupstað,
enda má hiklaust segja að þau
væru þeim mest til þægðar. Er
Þorvaldur gerir Birni á Ósi upp
óvildarorð í minn garð og sam-
starfsmanna minna í Verkfæra-
nefnd, legg ég engan trúnað á
slíkt, þar eð það stangast gjör-
samlega við bréf firá Birni til
mín, þar sem hann þakfcar mér
sérstaklega fyrir það blað af
Frey þar sem sagt er firá skurð-
gröfukaupunum og hvemig þau
réðust.
Allt skiptir trúboð Þorvaldar
um sviksemi mína, ósamnindi og
afglöp litlu máli ef ekki væri
lamgtum meira og stærra í efni.
í útvarpserindi sínu talar Þor-
valdur um „Formælendur rækt-
unarmála“, sem sögðu að það
væru „engar vélar til sem geta
grafið skurði sem henta ís-
lemzkum jarðvegi, enda engin
þörf á þeim“.
Einnig segir hann:
„að hinir vísu feður ræktunar-
mála“ — — hafi — — „þumb-
azt við í lengstu lög og hamlað á
móti því að véltæknin yrði not-
uð til landþurrkunar“.
í Morgunblaðinu 2. ágúst seg-
ir hann enn:
„®n formælendur ræktunar-
mála með Árna G. Eylands í far-
arbroddi sváfu svefni sinnuleys-
is“, — í 12 ár — skilst lesand-
anum. Ekki þarf ég að kvarta
að 'hlutur minn sé gerður lítill,
ég er í fararbroddi, ekki bara í
svefni heldur einnig í vöku, að
minnsta kosti vakna ég fyrstur,
samkvæmt trúboðskenningu
Þorvaldar.
En hverjir voru svo þessir
„formælendur ræktunarmála",
sem eru orpnir þannig aiuri í
áheyrn alþjóðar, í rí'kisútvarp-
inu? Ég skal nefna nokfcra þótt
um fleiri geti verið að ræða:
Sigurður búnaðarmálasitjóri,
Magnús á Blikastöðum, Halldór
á Hvanneyri, Tryggvi Þórhalls-
son, Valtýr Stefánssom, Pétur
Ottesen, Steingrímur Steinþórs-
son, Runólfur Sveinsson, Pálmi
Ei'narsson,_ Ásgeir L. Jónsson,
Bjarni Ásgeirsson, (Hermann
Jónasson. — Þetta eru mennirn-
ir sem sváfu „svefni sinnuleys-
is“ í ræktunarmálum, sem sögðu
að það væri „engin þörf á“ vél-
um til að grafa skurði, og sem
þumbuðusi við í lengstu —
„á móti því að véltæknin
yrði notuð til landþurrkun-
ar“. — Hvað segja bændur
við þessum dómum og trú-
boði? Það er ekki að umdrast
þótt búfræðingurimn Þorvaldur
Steinason, sem telur sig þess um
kominn að boða slíka trú og
„sannindi“, haldi sig muna lítið
um að hnésetja einm gamlan
mann — Árna G. Eylamds.
Stórhugur Þorvaldar og mat
á sannleikanum kemur fram, er
hann tekur sér svona rétt um
leið, fyrir hendur að leiðrétta
höfund Njálu, málfar hans og
frásagnir um brennuna á Berg-
þórshvoli og veizluna í Hrossey
er Kári vó Gunnar Lambason.
— Það verður rýrt fyrir honum
Þorvaldi smámennið.
Brattahlíð 5. ágúst 1968
Árni G. Eylands.
ATH. Mál þetta er útrætt hér
í blaðinu.
ÞAÐ VAR CATERPILLAR
Arni G. Eylands, sem er höf-
undur greinarinnar „Dagur jarð
ýtunnar", sem birtist í blaðinu í
gær (nafn hans féll því miður
niður), biður þess getið, að það
sé missögn hjá honum að jarð-
ýtan, sem Almenna byggingarfé-
lagið flutti inn 1943 og tók í
notkun, hafi verið Allis Chalm-
ers. Vél þessi var af Caterpillar
D4-gerð. Þannig var þetta fyrsta
Caterpillar-jarðýtan, sem til
lamdsins var flutt.
* - ■ ♦ ♦ ♦
- AÐ LIFA Á...............
Framhald af bls. 5
gær“, svaraði Dagur, „þar er
allt vel skipulagt — þar er
örnefnadeild og þjóðfræða-
deild og margt annað. Það er
mjög 'gaman að eiga slíka
norræna miðstöð á fslandi.
Hingað 'geta komið prófessor-
orar og stúdentar frá Sví-
þjóð, Noregi og Danmörku til
rannsókna. Það er svo margt
að rannsaka hér á íslandi,
svo margt af nýjum ævintýr-
um, sem ekki voru þekkt áð-
ur og þarf að skrá og rann-
saka“.
'Hann lygndi aftur augun-
um og hélt áfram:
„Ég kom himgað fyrst 1926
til þess að læra islenzku og
benna sænsfcu. Ég var fyrsti
sendikennarinn í sænsku við
Háskólann" .
Hann þagnaði, lék við fing
ur sér og hélt svo áfram:
„Mér leið afskaplega vel. Var
un'gur og kátur og kynntist
mörgu góðu fólki“.
„Þá vildu allar stelpur í
Reykjavík dansa við banm“,
skaut Einar Ólafur inn í.
„Það skiptir nú efcki máli“,
sagði Dagur og hló. — „En
svo liðu 27 ár, þamgað til ég
'kom himgað aftur, þá var ég
boðinn til að balda hér fyrir-
lestur á íslenzku. Og nú er
ég, eins og Einar Ólafur
sagði, boðinn til þess að at-
huga, hvað þeir eru að gera
í Handritastofnuminmi og
gefa þeim leiðbeiningar. Séa-
mus er í sömu erindagjörð-
um“.
„Það er margt ógert hér“,
sagði Séamus. „Veiztu, að ís-
lamd var, þangað til Handrita
stofnunin var sett á laggirn-
ar, eina landið í allri Norður-
álfu, sem ekki átti sér þjóð-
fræðastofnun. Þetta var ekki
rétt stefna.
Hér á íslandi hefur, eins
og heima á Írlandi, þróazt
tvenns konar bókmenntaarf-
leifð, sú aristókratíska, sem
var skráð, og sú demófcrat-
iska, sem var óskrifuð og
geymdist í huga fólksins.
Á báðum stöðum gegndi
sagan sama hlutverki. Sagna-
skáldin heyrðu raddir margra
alda og námu þær. Sumt er
nú skráð, en margt er enn
óritað.
Þessar sögur voru um for-
tíðina og þær geymdu í sér
fyrirheit og vonir. Eftir hall-
ærið mifcla 1847 liifðu frar
á slíkum vonum — og kart-
öflum. Þetta hélt 'lífinu í okk-
ur eins og sögurnar ykkar
'héldu lífinu í ykkur. Það
voru ekki hetjurnar, þær
skipta engu máli. Það er fólk
ið sjálft, hinar þöglu hetjur
sem skipta máli. Fól'kið, sem
var aðeins ákveðið í einu, að
l'ifa og halda áfram að lifa.
Þetta fólk skildi, að án for-
tíðar er engin framtíð.
Það verður að bera virð-
ingu fyrir fortíðinni og við
verðum að læra að þekkja
hana.
Ég kynntist einu sinni
manni. Hann var snillingur,
en kUnni ekki ensku og
hvorki að lesa né skrifa. Og
þó var hann meiri rithöfund-
ur en aðrir menn. Ég byrjaði
að skrá bækur úr huga hans
og ég skráði margar bækur.
Það er mikið til enn af
slíku fólki, bæði á írlandi og
hérna, og þið eigið að senda
menn út um landið til að
spyrja það og láta það segja
sögurnar um þjóðina, hvernig
hún sigraðist á öllum erfið-
leikum“.
Nú þagnaði Séamus og
horfði á mig og mælti:
„Menn .fara oft ósköp vit-
laust að. Ég fór til Færeyja í
fyrra til að skoða Fróðskapar
setrið í Þórshöfn. Þeir buðu
mér út í Sandey til að vera
við uppgröft bænhúss. Þetta
var yndislegur dagur, og
mjög fallegt á eynni. Bónd-
inn á bænum, þar sem bæn-
hússrústirnar voru, var gam-
all og með langt hvítt skegg.
Hann sat og horfði á upp-
gröftinn svona“, Séamus hall
aði sér fram, studdi hendinni
á hnéð og lét sem hann væri
að reykja pípu.
„Ég horfði á hann stundar-
korn, og sagði síðan við þann,
sem stjómaði uppgreftrinum:
Þið eruð að grafa á vitlaus-
um stað.
„Nú“, spurði hann, „af
hverju segirðu það?“
„Jú“, svaraði ég. „Þið eigið
að grafa þama og benti á
höfuð gamla mannsins. Þið
eigið að grafa í minni hans.
Þar finnið þið mifclu merki-
legri hluti en í þessum rúst-
um“.
Har. BI.
Kjötiðnaðarmaður
óskar eftir atvinnu, helzt í verzlun. — Upplýsingar í
síma 82849, eftir kl. 7 á kvöldin.
Verzlun
Óskum að kaupa vel staðsetta og arðbæra verzlun. —
Tilboð sendist afgr. Mbl. fyrir 21. ágúst, merkt: „Ör-
uggir aðilar — 6429“.
Herbergi og fæði ósknst
frá miðjum sept. fyrir verzlunarskólastúlku utan af
landi. Æskilegt sem næst miðbænum. — Algjörri reglu
semi og góðri umgengni heitið. Tilboð sendist afgr.
Mbl., merkt: „Reglusemi — 8076“ fyrir 18. ágúst.
Iðnaðarhúsnæði
Til leigu 250 ferm. iðnaðarhúsnæði á góðum stað í borg
inni. Upplýsingar í síma 31433.
Reiðhjól
Eigum fyrirliggjandi drengja- og telpnareið-
hjól frá Hollandi. Ýmsir aukahlutir fylgja.
Tvær_stærðir af drengja hjólum, ein stærð
af telpnahjólum.
Verð aðeins kr. 2990.-
.HHtimniiimnmimmiiiMimnimmmtiiiiiimmiii,
.......................................ummiMif.
ÍIIIIIIIIIIIM,
^"'wiSSí
......JMHMtmmmmimMil.........
iMiiimimmmmmmtmmMiiimmmiiittiHMi1'
Miklatorgi.