Morgunblaðið - 18.08.1968, Side 8
8
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 18. ÁGÚST 1968
ú Þingvöllum
Þjóðgnrour
*
— eftir Einar Olaf Sveinsson, prófessor
ÞJÓÐGARÐAR tíðkast víða í
löndum. Eru þeir ætlaðir til
varðveizlu landsvæða sem af
einhverjum ástæðum þykja
merkari en önnur, svo sem þau
sem frábær eru vegna ein-
kennilegrar náttúru, fegurðar,
landslags, jarðmyndunar, dýra-
lífs eða jarðargróðurs. Þau eru
friðlýst. Er þá kostað kapps
um að koma í veg fyrir breyt-
ingar, einkum af manna völd-
um, sem spilla einkennum
þeirra. Markmiðið er að varð-
veita þessa staði í hreinleik
sínum, um aldur og ævi, ef um
slíkt gæti verið að ræða á þess
ari jörð.
í annan stað má hugsa sér
landspildur friðaðar vegna
fornra minja eða vegna þess,
að þær hafa orðið þáttur í sög-
unni. Hvort slíkar spildur
kallast þjóðgarðar, getur farið
eftir stærð og öðrum kringum-
stæðum.
Árið 1928 voru samþykkt á
Alþingi lög um friðun Þing-
valla. Segir þar, að Þingvellir
skuli vera friðlýstur helgistað-
ur íslendinga. Var þá stórt
landsvæði friðað og lagt und-
ir vernd Alþingis. Girðing var
sett umhverfis sem varnaði öll-
um ágangi búfjár. Þetta var
mikið þjóðþrifaverk, og eiga
þeir menn sem að þessu unnu,
þakkir skilið fyrir að hrinda
því í framkvæmd. Hitt er ann-
að mál, að tilgangur friðunar
innar og aðferðir hefðu mátt
verar skýrar tilteknar í lögun-
um, og furðar mig ekki á, að
nú sé verið að endurskoða þau.
Þá er þess að gæta, að með
lögunum er í raun réttri loku
skotið fyrir þátttöku sérfræð-
inga í stjórninni, og er þá und-
ir hælinn lagt um samvinnu
Þingvallanefndar við sérfræð-
inga. Það hefur hefnt sín.
í lögum um friðun Þingvalla
kemur ekki fyrir orðið þjóð-
garður, en brátt var farið að
nota það orð um þennan frið-
lýsta helgistað.
Friðun Þingvalla var fyrst
og fremst lögfest af söguleg-
um ástæðum. Hlýtur þá í því
að felast, að allt það sem til
sögunnar heyrir, eigi að varð-
veitast, og engar þær breyting-
ar séu gerðar sem brjóti móti
varðveizlu sögulegra minja.
Þetta á þá augljóslega við um
rústir allar og fornleifar. En
hér má þó líka bæta við, að
gróðurfar á athafnasvæði hins
forna Alþingis hefur að miklu
leyti orðið slíkt sem það var á
síðari öldum fyrir tilverknað
þingheyjanda fyrr á öldum. Er
það þá eitt sögulegra einkenna
staðarins. Verður að þessu vik
ið síðar (í 1. gr.).
En um leið og Þingvellir eru
einhver allra merkasti staður
á íslandi af sögulegum ástæð-
um, eru þeir svo sérkennileg-
ttr staður og fagur, að þeir
verðskulda, að náttúra þeirra
sé vernduð, svo að maðurinn
hafi í hófi afskipti af henni,
þyrmi einkennum hennar og
brjóti í engu í bág við þau.
Síðan Þingvellir voru friðað-
ir, hefur margt verið gert til
að bæta fyrir niðurníðslu stað-
arins á síðustu öldum og
vernda hann móti enn frekara
harðhnjaski. Vönduð hafa ver-
ið mannvirki, sem nauðsynlega
hefur þurft að gera nú á tím-
um o.s.frv. Eigi að síður hafa
þar þó einnig verið gerðar ýms-
ar breytingar, sem óefað eru
viðsjárverðar. Mest ber þar á
breytingum á gróðri, og verð-
ur helzt um það mál rætt hér
á eftir. Og af því að ég mun hér
birta aðfinnslur um þetta, tel
ég rétt og skylt að geta þess,
að óefað hafa þeir, sem hér
eiga hlut að máli, gert allt
af góðum huga.
Svæðið austan frá Hrafna-
gjá til vesftra barms Almanna-
gjár, sem að mestu eða öllu
leyti hefur heyrt til Alþingis
hins forna, skiptist vegna nýt-
ingar fornmanna á því í tvo al-
gerlega ólíka og mjög misstóra
hluta: annars vegar er skóg-
lendi og hagar, hins vegar sjálf
þinghelgin. Um skóglendið mun
síðar rætt (í 7. gr.), og skal nú
fyrst af öllu minnast á þing-
helgina.
1. Hin fornu þingmörk, sem
um getur í fornlögunum (Grá-
gás I a 44), eru hvergi rakirv
svo að nú verður ekki öðru en
getgátum við komið um þau.
Er þá vanalega talið, að þing-
helgin hafi takmarkazt af
vestra barmi Almannagjár og
eystra barmi Flosagjár, þeim
sem nefndur er á síðustu öld-
um Nikulásargjá; að norðan af
hólum þeim, sem nú eru nefnd-
ir Kastalar. Er þetta líklega til
getið. Suðurmörkin eru vafa-
samari, væntanlega þó Þing-
vallavatn.
Hvergi veit ég þess getið, að
hríslur eða skógur hafi verið í
þinghelginni, enda liggur það í
hlutarins eðli, að hafi þar ver-
ið viði vaxið í öndverðu, hljóta
hinir fyrstu þingheyendur að
hafa numið allt slíkt fljótlega
burt, svo að það væri ekki til
trafala við þingstörfin. Um
Þingvallatún bætist það við, að
tún og skóglendi má ekki sam-
an fara.
Nú er þessu öðruvísi hátt-
að. í suðurhluta hallsins (þ. e.
neðra barms Almannagjár) hef
ur verið settur strjálingur af
skógarhríslum. Ef byrjuð er
athugunin rétt norðan við Val-
höll, nær þessi plöntun þaðan
og að hinni háu, sprungnu
hraunbungu, sem er því sem
næst andspænis sporðum brú-
arinnar fornu yfir Öxará (við
Biskupshóla), og þó hefur ein
og ein hrísla verið sett
enn norðar uppi á gjárbarmi.
Misjafnt er eftir jarðvegi, hve
margar plöntur hafi verið nið
ur settar þar og þar. En ekki
er þar með allt upp talið. Eins
og allir vita, er mýrlendi norð-
an vegarins, þess sem liggur að
Valhöll Þetta mýrlendi er óef-
að til orðið við landskjálfta:
völlurinn hefur hækkað miðað
við yfirborð Þinigvallavatns
(nefna má landskjálftann 1789,
en aðrir landskjálftar fyrr á
tímum kunna einnig að hafa
valdið landsigi). Mýrin nær nú
sumstaðar upp að hallinum, en
síðan kemur fram valllendis-
ræma milli þeirra, smábreikk-
ar hún, unz hún sameinast vall-
lendissvæði því, sem nær frá
hallinum niður allt til Öxarár.
Á þessari valllendisræmu hafa
trjáplöntur verið settar niður,
og það jafnvel á búðarústum
tveimur, búð Nikulásar Mag-
nússonar, sýslumanns í Rang-
árþingi, og búð Bjarna Hall-
dórssonar á Þingeyrum (nr. 34
og 33 á uppdráttum í bókum
Matthíasar Þórðarsonar: „Fom
leifar á Þingvelli", 1922, og
„Þingvöllur", 1945).
Á öllu því svæði sem nú var
gerð grein fyrir, hefur verið
plantað birki, en auk þess barr
viði. Við búð Bjarna Halldórs-
sonar er lundur einhverrar út-
lendrar trjátegundar, en barr-
viður við þær báðar. Um út-
lendu trjátegundirnar verður
síðar rætt nánar.
Þá er næst að athuga svæð-
ið austan ár, norðan Þingvalla-
túns. Ef farin er leiðin austur
yfir brúna hjá Drekkingarhyl,
líður ekki á löngu, þangað til
fyrir verða birkihríslur með-
fram veginum. Austan Kastal-
anna er birkilundur. í Presta-
krók, sunnan vegarins, eru smá
hríslur á strjálingi. — Austan
vegarins millum og Flosa-
gjár, eru einnig birkihríslur
hér og þar. Fyrir nokkrum ár-
um voru þarna dreifðar barr-
viðarhríslur, en nú eru þær
horfnar. Hins vegar eru eins
konar furulundir, þegar sunn-
ar dregur, einkum þegar nálg-
ast brodd tungunnar milli veg-
arins og Flosagjár. Allra syðst
hefur verið plantað birki. Ef
farið er norður eftir Spöng-
inni, má sjá, að ekki verður
vart niðursetningar trjá-
plantna fyrr en nyrzt á henni,
en þar er mikill birkilundur.
Austan Nikulásargjár norð-
an vegarins er laut, og hafa
þar verið settar niður bæði
birkihríslur og barrviðarplönt-
ur, en sunnan vegarins í mik-
illi laut er barrviður.
Norðan vegarins heim að
Þingvallabæ, milli hans og ár-
innar, svo og upp með ánni
þar norður af, enn fremur í
fyrrnefndri mýri vestan öxar-
ár, eru víðihrísliur hér og þar.
Hverjar þeirra kunna að vera
af fornum rótum runnar, er
mér ókunnugt.
Loks er að segja frá Þing-
vallatúni. Eftir að vegir skipt-
ast, sá sem liggur að Vellan-
kötlu og hinn sem liggur til
Valhallar, og ef farið er hinn
síðarnefnda veg, líður ekki á
'löngu áður en fyrir verða á
hægri hönd litlir barrviðar-
runnar, rétt austan við enda
vogsins sem skerst úr Þing-
vallavatni allt upp í túnið. Síð-
an taka við í túnröndinni hrísl
ur, bæði birki og barrviðir.
Þá hafa verið settar niður hrísl
ur víða í lautum í túninu. Og
í vestasta hluta túnsins, að
kalla frá veginum og heim að
bæ, er skógarlundur, allmikið
af birki, en varla minna af
barrviði og ein og ein reyni-
hrísla. f Biskupshólum er líka
trjágróður. Allt er þetta ný-
plöntun.
Það er augljóst mál, að skóg
urinn í Þingvallatúni brýtur á
móti tilgangi túnsins og útlit,
þess allt frá því hér var fyrst
reistur bær. Þar til kemur, að
merkilegur forngripur hefur
fundizt 1957 hér í moldinni og
töluverð merki um mannavistir.
Er auðsætt, að hér eiga engin
tré eða hríslur að vera. Sama
máli gegnir um þann trjágróð-
ur, sem plantað hefur verið í
suðurhluta hallsins, einkum og
sér í lagi, þegar fer að nálg-
ast sjálfan þingstaðinn. Um
plöntun í búðunum þarf ekki
að tala, það er svo augljóst.
Loks gegnir sama máli um trjá
gróður í þinghelginni austan
ár.
2. Hér á undan voru nefnd
dæmi þess, að útlendum trjá-
gróðri, einkum barrviði, hafi
verið plantað víða innan um
birkiplöntur þær, sem niður
hafa verið settar í þinghelg-
inni. Svo rammt kveður að
þessu, að við rústir Nikuláss-
búðar og Bjarnabúðar (nr. 34
og 33) hafa verið settar niður
barrviðarplöntur sem munu, ef
þær fá að vaxa til langframa,
færa búðarrústir þessar í kaf.
Þá blasa og við á leiðinni aust-
an ár flurulundir og aust-
an Nikulásargjár greniplöntur.
Geta má þess, að barrviður
þessi austan ár er víða mikið
kalinn og dauðalegur: það er
rétt eins og landvættir hafi
viljað sýna fáþykkju sína á til-
tæki þessu.
Ekki þarf að fjölyrða um
það, að fjarstæða er að setja
útlendar trjáplöntur niður á
Þingvöllum, og þarf að fjar-
lægja þær hið fyrsta, og er
barrviðurinn í túninu vitanlega
ekki undanskilinn.
3. Einhverstaðar í hallinum
fann ég fyrir mörgum árum
einihríslur. Án efa hafa þær
lifað þarna frá fornu fari.
Hvernig þeim líðux nú, veit ég
ekki. En þörf væri að fylgjast
með gróðri á Þingvöllum, að
ekki líði undir lok plöntuteg-
undir, sem þar hafa lifað frá
fornu fari.
4. Umhverfis Valhöll er tölu-
verður trjágróður, niður settur
á síðari tímum, þar á meðal
smekklegur runnagróður frá
allra síðustu árum. Ekki er lík-
legt, að gistihúsið verði til
frambúðar á þeim stað sem það
er nú, en svo lengi sem það er
þar, hlýtur það að hafa sitt at-
hafnasvæði, líkt því sem nú er.
Sunnan við eru sumarbústaðir,
þá Konungshúsið, þá aftur sum
arbústaðir suður að vatni og
suður með því. Er þetta allt
orðinn hlutur. Sumstaðar í hall
inum fyrir ofan er mikið um
trjágróður, á öðrum stöðum er
hraunið ósnortið með sköfum
sínum, mosa og grasblettum.
Augljóst er, að varast skyldu
menn að gera það að skógar-
hlíð.
Framhald & bls. 28