Morgunblaðið - 07.09.1968, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 07.09.1968, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 7. SEPTEMBER 196« 13 CYNnil Of, CFfifí II nilllM HFIMI “ v ■ Ivll^U tvLyy u i/LLUivi numi ••• HVERS vegna? Hvers vegna? — Hvers vegna hafði þessi hræðilegi harmleikur átt sér stað? Hvers vegna var Tékkó- slóvakía hertekið land? Hvers vegna var Prag hernumin borg? I>að voru þessar spurn- ingar, sem jafnan voru lagðar fyrst fyrir sovézku hermenn- ina, þegar fólk gaf sig á tal við þá, sem yfirleitt var með blendnu hugarfari. Flestir vildu hafa sem minnst sam- skipti viö 'hermennina og það var gjarnan litið illu auga að tala við þá. Tvisvar sinnum gafst mér tækifæri til þess að tala við rússneska hermenn með aðstoð tékknesks fólks, sem talaði bæði rúfcsnesku og þýzku. Fyrra sinnið var við endann á götu þeirri, þar sem CTK, tékkneska fréttastofan stendur við, en hana hafði hernáms'lið- ið tekið á sitt vald strax á fyrsta degi og hindraði alla um ferð uim götuna með því að koma fyrir bryndrekum við báða enda hennar. Við spurningu minni: — Hvers vegna eruð þið komnir til Prag? höfðu rússnesku her- mennirnir strax svar á tak- teinum: — Til þess að kveða niður gagnbyltinguna. — En hvar ej- igagníbyltingin? Hér sést enginn bongarbúi með vopn, kommúnLstaflokk- urinn réð öllu og allt var hér með friði og spekt, áður en þið komuð. — Það er ekkert að marka það. Vestur-þýzki her- inn hefur sent þúsundir her- mama inn í laindið, serni þykj- ast vera saklausir ferðamenn, en hafa vopn og áttu að frarn- kvæma gagnbyltinguna. — Trúið þið þessu? spurði ég. Við þetta kom 'hik á Rússana, þar sem þeir stóðu þrír saman, fremur smávaxnir — mér skilst, að Rússar séu yfirleitt litlir — en engu að síður gjörfulegir piltar, sennilega um tutbugu ára gamlir. — Við erum komnir hingað sam- kvæmt skipun, sagði sá þeirra, sem helzt hafði fyrir þeim orð- ið og gaut af og til augunum til liðsforingjans, sem sat uppi á skriðdreka við hliðina og fylgdist með samtalinu án þess að blanda sér í það. Svo hélt hann áfram: — Okkur varðar sjálfa ekkert um, hvað hér er að gerast. Við erum hingað komnir samkvæmt skipun. Það er allt og sumt. Þegar ég reyndi að beina spumingum að liðs- foringja hermannanna, hristi hann höfuðið og neitaði að svara. Síðara sinnið talaði ég við fjóra hermenn norðan Moldár. Þeir voru miklu frjálslegri og opinskárri, ef til vill vegna þess að yfirmenn þeirra voru inni í garði einum rétt hjá en þó það langt í burtu, að þeir heyrðu ekki það, sem okkur fór á milli. Þessir mienn drógu enga dul á það, að ástandið væri allt annað í landinu, en þeim hafði verið sagt. Þeir höfðu búizt við að lenda í átök- um við „gagnbyltingarmenn", en játuðu, að þeir hefðu enga séð. Þegar þeir voru spurðir að því, hvort þeir tryðu því, að fjölmennt lið úr vestur- þýzka hernum hefði verið seint iinn í Tékkóslóvaikíu, d'u’l búið sem ferðamenn, hristiu þeiir höf- uðið og brostu. Greinilegt var að þeim fannst sú skýring ifjar- stæð. Við frekari spurningar færðust þeir uindain að svara og sögðust hðlzt vilja fá að fara heim. Hins vegar vildiu þeir fá að vita allt um ísland og spurðu m.a. hvort þar væri ekki mjög kalt. Helgina eftir hernámið mátti greinilega sjá, að breytingar höfðu verið gerðar á herliðinu í borginni. Það varð æ algeng- ara að sjá hávaxnari menn með skásett augu og annað andlitsfall og hvarvetna var talað um, að orðið hefði að senda stóran hluta þeirra her- manna heim, sem fyrstir komu, sökum þess að efasemdir um réttmæti hernámsins hefðu náð að festa slíkar rætur í hugum hermannanna, að þeir létu ekki lengur að stjórn. Liðsfor- ingi einn átti að hafa tekið skammbyssu sína upp á miðri götu og skotið sig, eftir að hafa rætt við nokkra borgarbúa um rættmætingu hernámsins. Hvað eftir annað heyrði ég sagt, að mikið herlið hefði verið sótt austur fyrir Úralfjöll til þess að koma í stað þess herliðs, sem senda varð heim til Sovét- ríkjanna. Dagarnir liðu og allir biðu eftir því, hver yrðu úrs'lit viðræðnanna í Moskvu. Forsetinn, Ludvik Svoboda, var orðinn að hetju í vitund almennings. Honum höfðu Rússar ekki þorað annað en að sýna fulla virðingu, sökum þess að hann var þjóðhöfðingi og allir þóttust sannfærðiæ um, að járnvilji þessa gamla her- manns hefði komið í veg fyrir það, að Rússar skipuðu lepp- stjóm í landinu. Forsetinn hefði staðizt allar þvingamir í þá átt að skipa nýja ríkisstjórn í stað þeirrar, sem fyrir var, enda þótt ráðherrarnir væru ýmist fangelsaðir í Moskvu, færu huldu höfði í Prag eða væru í útlegð. Þriðjudaginn 27. ágús’t komu leiðtogarnir aftur heim frá Moskvu. Tilkynnt var um morguninn, að Svoboda forseti og Dufocek, leiðtogi kommún- istaflokksins, myndu tala í út- varp þá um dagimn, en ekkert sagt hvenær. Mikil gleði ríkti yfir heimkomu leiðtoganna, enda þótt allir væru sannfærð- ir um, að ótíðinda væri að vænta. Það var þó einkum ræða Dubceks, sem beðið var eftir. Það var líkast því, að fólk tryði því ekki, að hann væri enn á lífi og gæti ekki sannfærzt, fyrr en það hefði foeyrt rödd foans. Ég var staddur fyrir utan heimili kunningja míns og var að fikta við lítið ferðaútvarp, þegar útvarpsstöðin „Frjáls Prag“ tilkynnti, að nú myndi Alexander Dubcek flytja ræðu. Ég hafði ekki skilið, hvað út- varpið sagði, en ókunnugur maður, sem át'ti leið þarna fram hjá, þar sem ég sat og var að stiUa útvarpið, greip skyndiiega í hönd mína og lyfti henni af útvarpstækinu heldur hranalega að mér fannst. Þegar ég krafði hann skýringa á þýzku, svaraði hann aðeins: — Alexander Dubcek, og benti á útvarpið. Slæðingur af fólki átti leið þarna fnam hjá og nam staðar til þess að hlusta. Enda þótt ég skildi ekki orð af því, sem DUbcek sagði, gat ég lesið, það sem hann sagði úr þeirri alvöru, sem hvíldi yfir hverju andliti. Rödd hans var slitrótt og hann tók sér svo langar málhvíldir, að ég var næstum búinn að slökkva á tækinu oftar en einu sinni, sökum þass að ég hélt, að ræðunni væri lokið, en hendi minni var jafman lyft aft ut af tækinu. — Hann er ör- niagna og gráti nær, hvíslaði fcunmingi minn, sem nú hafði slegizt í hópinn. Sjálfum varð mér starsýnt á tvær ung- ar stúlkur, sem numið höfðu staðar til þess að hlusta, héld- ust í foendur og gerðu ekkert til þess að fela tárin, sem sífellt runnu niður kinnamar. Næsba imomgium kvaddi ég Prag. Ég fór með járnbrautar- lest til Vestur-Þýzkalands, en áður hafði ég hringt í danskan blaðamann og feng- ið hjá honum upplýsingar um, hvernig eftirliti væri foáttað á landamærunum. Sjál/fnr hafði han.n farilð til Austuirríkis á foíl, en tekizt að komast inn í landið aftur. — Það var tmium erfiðiana, sagði foamn, þeigar hanin giaf imiár heiil- ræði fyrir brottförina. Svo sa-gði hanin eninfremiur: — Það er all't unidiir því komið, hvort það eru Téklkar, sem hafa eftir- iit á landamæriunuim, eða Rúss- ar. Tékkaimir hleypa manmi strax í gegn, en Rússar skoða gjarniain allan farangur, sem fólk hiefuir með sér og taka þá alliar iilmiuir og myndavélair, sem þeir finina. En miaðiur verð- ur ekkii skotimn. — En ég er með sæg af átóknum filmium fyrir utan myrndiavéiiina miína, sagði óg og var heldiur óhriess yfir þessum tíðiinidum. — Hvort tveggja er í foætbu, sagði sé danisbi, og bætbi viið svona tiil þess að örva tmig svolítið upp: — En ég get fuMvissað þig uim það, að þú verður ekki skotimm, þó að þeir finmi filimiur og myndaivél hjá þér. Einfovem vegimn faanmsit mér þetta lítil huggun. Það var síðasba varfc mitt, áður en ég yfirgaf hótelið, að getfa penimga í blómisveig, sem leggja átti á leiði tvíbugs piits, sem stanfað halfði í eldlh'úsi hótelsims. Hann hafði verið skot inn til bama nokkirum kvöldum áður, er foamn var að dreiifa f iug ritum á Wemsesl'assbræti. Áður en ég kvaddi, spurði ég konu, sem starfaði í imóttöku hótelsjms, hvað ihúm áliiti, að nú tæki við. — Þór þurfiið ekki amnað em að líta framan í mig og aðra til þess að fá svar, svaraði húm. — Ég fæ ókiki skilið, hvermig við í þessu landi eigum að litfa áfram. Mér finnst við hafa glat að aiiiri von og hvað er þá eftk? Öll sú míikla bjartsýmii, sem við áttum áður, reymdisft blekking og mú er vonleysið komið í staðinn. Ég skil eklki enm, hvemiig þetba gat árfat sór stað. Þetba er aiit einlhvem vegimn svo órauinveruiegt, rébt eims og það væri vonidur drcuum- ur. Það ér eins og það séu engin takmörk fyrir því, hvaið þessi þjóð þarf að Mða. Hversvegma þarf ógæfam stöðugt að vitjia okkar, á meðarn hún sér aðirar þjóðir í friði? Hvers vegna? Á jármbrautarsböðinni var mikíl ös. Enn fóru aðeims fvær •lest-ir úr landinu á hverjium degi, önnur tii Vín, hin til Franfcf'Urit. í lestinni var vairit 'Uim annað rætt á leiðinin'i en at- fourði u'nidanfarinnar viiku. Fáilr veitlu uindurlfögnu lanidsLagi Bæheims nofckurin gaum, þar Framhald á bls. 12 Hvers vegna? 6. grein Magnúsar Sigurðssonar blaða- manns frá Prag — Niðurlag Hvers vegna? Hvers vegna? Þessi mynd er gerð eftir póstkorti, sem prentað var með leynd í Prag, en síðan dreift fyrst og fremst á meðal sovézku herma nnanna. Þar er spurt fyrst á tékk nesku en siðan á rússnesku: — Hvers vegna?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.