Morgunblaðið - 07.09.1968, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 07.09.1968, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 7. SEPTEMBER 1968 Valdabaráttunni í Kína lokið? Stuðningsblöð Maos fagna allsherjar- sigri menningarbYltingar öreiganna og Mao Tze Tungs Tokíó, 6. sept. AP. # Pekingútvarpið skýrir frá því í dag, að stuðnings menn Mao Tze-tungs, Ieið- toga kinverska kommún- istaflokksins hafi nú tögl og hagldir í öllum 29 sjálf- stjómarhéruðum ríkisins. Só þetta rétt hefur þar með lokið með sigri Mao- sinna valdabaráttu þeirra og stuðningsmanna Liu Schao chis, forseta, sem staðið hefur yfir í mörg ár. # Ekki hefur verið birt um þetta opinber fréttatilkynning af hálfu Maosinna, en útvarp- ið segir, að stuðningsblöð þeirra hafi í dag birt sam- hljóða ritstjórnargrein, þar sem fagnað sé þessum úrslit- um málanna. # Af helztu blöðum Maosinna tilgreinir Pekingútvarpið „Dagblað AlþýðunnaP' og „Dagblað Freisishersins" og segir, að fyrirsögn ritstjórnar greina þeirra hljóði svo: „Lengi lifi allsherjarsigur menningarbyltingar öreig- anna“. Menningarbyltingin hefur staðið yfir í mörg ár, en um tvö ár eru liðin frá því opin- bert varð, að hún hafði snú- izt í heiftarlega valdabaráttu. Hófst þá opinberlega herferð Mao Tze-tungs og hans manna gegn Liu Schao-chi, forseta og stuðningsmönnum hans. Tilraunir til að bola þeim úr embættum leiddu til átaka um land allt og hafa kostað þúsundir manna lifið. Ekkert er vita’ð með vissu um afdrif Liu Schao-chis, en talið, að hann sé í stofufangelsi í Pek- ing. Ekki hefur enn verið skipaður annar maður 1 for- setaembættið. 1 í mörgum héruðum lands- t ins hafa orðið hörð átök, sem kostað hafa bæði manntjón og eigna og valdið geysilegu öngþveiti í efnahagslífi og öllu daglegu lífi fólksins. Fram kemur í umræddri rit- stjómangrein, að þau lands- svæði, sem nú seinast hafa verið lögð undir vald Mao- sinna eru Sinkiang — Uigur og Tibet, því að þar segir, að valdataka stuðningsmanna Maos á þessum svæðum og stofnun byltingamefnda til að fara þar með völd sé „fagn aðarefni í stjómmálalífi hinna sjö hundruð milljóna íbúa Kína“. Þar segir og, að flett hafi verið ofan af útsendux- um Bandaríkjanna, Chiang Kai cheks og sovézkra endur- skoðunarsinna og gagnbylting artilraunir þeirra og tilraufiir til að endurvekja kapitalism- ann í Kína hafi gersamlega verið badldar nfður. Þessi tvö landsvæði séu útverðir Kína í norðvestri og suðvestri gegn ágengni heimsvaldasinna og endurskoðunarsinna. Loks segir í ritstjómargreinunum, að nú hafi allt Kína — að Formósu undanskilinni —ver ið málað rautt. S^gur menn- ingarbyltingarinnar tákni al- igeran ósigur „hins kínverska Krúsjeffs“ og útsendara hans, sem hafi reynt að skipta um lit á Kina með því að sveigja þjóðfélagsstefnuna frá leið einræðis öreiganna til borg- aralegrar endursko'ðunar- stefnu. Með hinum kínverska Krú- sjeff mun átt við Liu Schao- chi, forseta. Nú velta stjómmálamenn því fyrir sér, hvort Mao muni kalla saman flokksþing eða þjóðþingið til þess að binda endahnútinn á fall Liu Schao- chis og láta þar kjósa nýjan forseta. Flokksþing hefur ekki verið haldið í Kína frá því árið 1958 og þjóðþingið ekki kallað saman frá því árið 1965. Sinfóníuhljómsveitin á æfingu í gær i Háskólabíói. Simfóníuhljómsveitin í Eyjum SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT ís- land hefur starfsár sitt með tón- leikum í Vestmannaeyjum í dag undir stjóm Martins Hungers, tónlistarfrömuðar Eyjamanna í dag. Sinfóníúhljómsveitin fer flug- leiðis til Eyja í dag og mun leika í Samkomuhúsinu í Eyjum fcl. 5. Á efnisskrá eru: Forleikur eft- ir Mozart, Sinfónía í H-moll eft- ir Schubert, en hún er stundum kölluð „ófullgerða sinfónían“, og einnig er á efnisskránni fiðlu konsert eftir Ludvig van Beet- hoven. I fiðlukonsertinum leikur Björn Ólafsson konsertmeistari einleik. Stjórnandi Sinfóníunnar er Martin Hunger. Gekk örnu sinnn í réttursulnum Síðhærður „Maóisti“ vekur,, pólitíska samvizku íólksins“ Martin Hunger Berlín, 6. sept. — NTB — SÍÐHÆRÐUR „Maóisti'* var í dag fangelsaður í V-Berlín eftir að hann hafði gengið örna sinna á gólfinu fýrir framan dómara, sem hann stóð frammi fyrir vegna ann- arra mála. „Ég gerði þetta til þess að vekja pólitíska samvizku fólksins og ég er stoltur _af því að það hefur tekizt. Ég hefi æft mig á þessu lengi með því að nota pilltur", sagði hann í réttinum. „Maóistinn", sem er 24 ára og heitir Karl-Heinz Plawa, kveðst vera stúdent enda þótt ekki sé vitað til þess að hann sé innritaður í neinn háskóía. Hann var dæmdur í 10 món- aða fangelsi fyrir að hafa not að gólf réttarsalarins sem sal erni. Rétturinn, en hann skipuðu dómari og tveir meðdómend urí lýsti þeirri skoðun sinini að Plawa hefði óvirt hann og hagað sér sem svín. Er ákærandinn hafði kraf- izt eins árs fangelsis, kastaði Plawa öðrum ilskó sínum í hann, ag fékk þrjá daga til viðbótar. — Fyrsta málið gegn Plawa var að hann hefði dreift miðum með klámi, en urðu sem sagt fleiri áður en lauk. Helga Guðmundsdóttir aftur á Grænlandsmið PATREKSFJARÐARBÁTUR- INN Helga Guðmundsdóttir er nú á leið á miðin við Vestur- Grænland. Skipið hefur stundað veiðar á Grænlandsmiðum í sum ar og aflað vel. Báturinn kom fyrir sfkömmu tii Patreksfjarðar með um 100 tonn af söituðum þorski, ein veiði tímabilið var um 6 vikur. Sl. mánudag hélt s'kipið aftur á veið ar, en kom við í Keflavík, þar sem salt var lestað. Á þriðjudag Tor Myklebost lætur uf störfum TOR Myklebost, sendiherra Nor- egs á íslandi ,hefur n>ú látið form lega af störfum. Tor Myklebost varð sendiherra Noregs hérlendis I apríl 1965. Haustið 1967 fór hann utan til þess að taka við kennslustörfum í varnarmála- skóla Noregs. Síðan hetfur Helge Akre ambassador veitt sendiráð- inu forstöðu. hélt Helga aftiu- á miðin við Vest ur-Grænland og er reiknað með úthaldj í 2 mánuði. Það hefur verið mjög mikil veiði af og til á þessum miðum í sumar. Fiskurimn hefur verið stór, langmest þorskur, en bát- urinn var með þorsíkanet. Skip- stjóri á Helgu Guðmundsdóttur er Snæbjöm Ámason. Ekki munu fleiri islenzk skip vera á Vestur-Grænlandsmiðum. Fisknr skemmist í Brúorfossi SJÓPRÓF fóru fram í gærkvöldi í borgardómi vegna þess að nokk urt magn af fiski hafði orðið fyr- ir skemmdum í lest Brúarfoss. Var hér um að ræða 1200 kassa, eða um 30-40 tonn. Stóðu sjó- próf enn er Morgunblaðið hafði síðast fregnir. Falsaði seðillinn. — Ljósm. Mbl. Kr. Ben.) Falsaður seðill tekln úr umferð RANN SÓKNARLÖGREGLAN í Hafnarfirði handtók í fyrradag mann fyrir að setja falsaðan þús und krónuseðil í nmferð. Við yf irheyrslu viðurkenndi maðurinn að hafa vitað af því, að seðillinn væri falsaður, en neitaði hins vegar að hafa falsað hann sjálf- ur. Kvaðst hann hafa fenglð seð ilinn í Þórsmörk um síðustu verzlunarmannahelgi. Það var afgreiðslumaður í bíla stöð í Hafnarfirði, sem veitti því eftirtekt, að seðillirvn var falsað- ur. Einn bílstjóranna hafði feng ið seðilinn sem greiðslu, en ekki tekið eftir neinu óvenjulegu við hann. Málið var þeigar kært til rann sóknarlögreglunnar og hafði hún fljótlega upp á manninum, sem greiddi bílstjóranum með falsaða seðlinum. Ekki gat sá munað nákvæmlega með hverjum hætti seðillinn komst í hans hendur í Þórsmörkinni og er málið enn í rannsókn. Falsarinn hefur ljósprentað báðar hliðar þúsund króna seð- ils, límt þær saman, farið ofan í nokkurn hluta seðilsins með bláum penna og síðan látið seð- ilinn liggja í vatni. Er seðill- inn nokkru þykkari en ófalsaður seðill og við lauslega athugun má vel merkja litamismun, einik um þar sem falsarinn hefur ekki farið ofan í allan seðilinn með pennanum. Brúarsmíöi á Vestfj. í HAUST verður endurbyggð brúin á Mórillu við Kaldalón á Vestfjörðum. Brúin skemmdist sl. vetur í snjó- og vatnaþyngsl- um, en stöplarnir stóðu eftir óskemmdir. Brúin verður 50 m löng. Á Vestfjarðarveginum neðain við Þinigmannaheiði, sem er ný ötouleið, bafa tvær brýr verið í byggimigu í sumar. önnur brúin, sem er á Mjóafjarðará var tilbú- in fyrir nokbru, en hún er 14 metra löng og lýkur smíði við brýmar væntanlega í næsóu viku. Báðar brýmar eru stein- steyptair bitahrýr, en leiðin að þeim er ékki fær ennþá.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.