Morgunblaðið - 20.09.1968, Síða 2
2
MÖRGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 20. SEPTEMBER 1968
Samþykkt borgarstjórnar:
Skipuð verði sjö manna nefnd
— til að fylgjast með atvinnumálum borgarinnar og gera
tillögur til að torða atvinnuleysi
Nokkrar umræður urðu í borg
arstjóm í gær um atvinnuástand
ið og útlitið á komandi vetri.
Vom allir sammála um að brýna
nauðsyn bæri til að vera vel á
verði og borgarstjóm bæri að
leggja sitt af mörkum til að
forða atvinnuleysi. Var eftirfar-
andi tillaga samþykkt með öllum
atkvæðum borgarfulltrúa:
„Borgarstjóm ákveður að
skipuð verði 7 manna atvinnu-
málanefnd, er hafi það verk-
efni að fylgjast með útliti I at-
vinnumálum borgarinnar og gera
tillögur, ef þurfa þykir, um nauð
synlegar ráðstafanir til að fyrir
byggja atvinnuleysi á komandi
vetri og greiða fyrir atvinnu fyr
ir skólafólk á næsta sumri og
hafi nefndin samvinnu við at-
vinnumálanefnd ríkisins og að-
ila vinnumarkaðarins.
Nefndin sé þannig skipuð, að
hver stjórnmálaflokkur er full-
trúa á í borgarstjórn, tilnefni
mann í nefndina, einn fulltrúi
sé skipaður samkvæmt tilnefn-
ingu fulltrúaráðs verkalýðsfé-
laganna í Reykjavík, einn sam-
kvæmt tilnefningu Vinnuveit
endasambands íslands, loks skipi
borgarráð sjöunda manninn og
skal hann vera formaður nefnd
arinnar .
Borgarstjóm æskir þess, að
nefndin taki sem allra fyrst til
starfa".
var flutt af Alþýðubandalaginu,
en fulltrúar Sjálfstæðisflokksins
gerðu nokkrar breytingartillögur
og voru þær allar samþykktar.
Jón Sn. Þorleifsson (K).
fylgdi tillögunni úr hlaði. Sagði
hann, að s.l. vetur hefði verið
stórfellt atvinnuleysi í Reykja-
vík og útlit væri fyrir atvinnu-
leysi í vetur. Atvinna hefði dreg
izt mjög saman, yfirvinna stór-
minnkað, svo og yfirgreiðslur.
Þetta hefði allt í för með sér
minnkandi tekjur manna og
verri lífskjör. Það væri ekki neitt
atriði í þessu sambandi hver
ætti sökina, eða af hverju at-
vinnuleysið væri yfirvofandi.
Menn væru allir sammála um, að
atvinnuleysið væri eitt versta
böl, er yfir gæti komið og þess
vegna væri þessi tillaga borin
fram.
Borgarstjórn hefði og vissra
hagsmuna að gæta, því að minnk
andi tekjur borgarbúa hefðu í för
með sér minnkandi tekjur borg-
arinnar og hlyti borgin að reyna
að koma í veg fyrir það.
Gunnar Helgason (S) tóknæst
ur til máls og sagði, að Sjálf-
stæðisflokkurinn væri fylgjandi
tillögunni með nokkrum breyting
um og gerði tillögur þar um.
Hann sagði, að atvinnuástand
væri verra nú en undanfarin ár,
og réttmætur væri uggur margra
út af komandi vetri. Samdrátt-
Tillaga um nefndarskipunina ur væri víða í atvinnulífi og
Ekkert kvæðanna
verðiauna vert
rakti Gunnar þær óviðráðanlegu
orsakir, sem mest áhrif hafa haft
á atvinnulíf.
Gunnar sagði, að borgin ætti
auðvitað að gera sitt til að bæta
atvinnuástandið, þótt hún réði
litlu um atvinnumál almennt á
landinu. Borgin hefði líka reynt
sitt, t.d. væru nú 930 verkamenn
í vinnu hjá borginni, en hefðu
verið 736 í fyrra. Þá störfuðu
um 400 hjá bæjarútgerð, og
Vinnuskóli Reykjavíkur hefði tek
ið við mun fleirum í sumar en
í fyrra.
Gunnar lagði á það ríka á-
herzlu, að borgin yrði að gera
sitt til að fyrirbyggja atvinnu-
leysi, en sagði að tæplega gæti
þó komið til greina að hefja
starfsemi, sem hefði í för með
sér aukna niðurjöfnun útsvara.
Guðjón Jónsson (K) og Krist-
inn Benediktsson (F) ræddu báð
ir atvinnuástandið og gagn-
rýndu núv. ríkisstjórn fyrir
slæma stjórn. Taldi Guðjón að
borgin ætti að beita sér fyrir
eflingu iðnaðar í borginni og
nefndu þar til sem dæmi stækk-
un dráttarbrautar.
Framhalð á bls. 31
Leikarar í Fyrirheitinu: Þórunn Magnúsdóttir (Lydia) Há-
kon Waage (Marat) og Arnar Jónsson (Leonidik).
EKKERT kvæðanna í bókinni
„Hátíðarljóð 1968“ hlaut nógu
mörg atkvæði lesenda til að
færa höfundi sínum 10.000 króna
verðlaun þau, sem útgefandi bók
arinnar, Sverrir Kristinsson, ætl
aði að veita. Lét Sverrir þá
upphæðina renna í nýstofnaðan
sjóð til styrktar heyrnardaufum
börnum.
Alls seldust 600 eintök af bók
inni og bárust 120 atkvæðaseðl
ar, sem var safnað í pósthólf, en
fulltrúi borgarfógeta tók seðl
ana þar og hafði umsjón með at-
kvæðatalningunni.
Áttatíu og þrír kjósendur
töldu eitthvert kvæðanna verð-
launa vert og skiptust atkvæði
þessi á 17 höfunda. 32 kjósend-
ur töldu ekkert kvæðanna verð-
launa vert, en 5 atkvæðaseðlar
voru auðir og ógildir. Skilyrði
til verðlaunaveitingar voru, að
50 prs. kaupenda bókarinnar
teldu eitthvert kvæðanna eiga
verðlaunin skilið.
Þjóöleikhúsiö frum-
sýnir Fyrirheitið
— ettir Rússann Aleksei Arbuzov
Laugardaginn 21. sept.
verður fyrsta frumsýning
haustsins hjá Þjóðleikhúsinu.
Þá verður sýnt rússneska
leikritið Fyrirheitið eftir AI-
exei Arbuzov. Leikstjóri er
Eyvindur Erlendsson, en leik
arar eru aðeins þrír, þau Arn
ar Jónsson, Hákon Waage og
Þórunn Magnúsdóttir.
Leikritið Fyrirheitið gerist
á árunum frá 30. marz 1942
til 31. desember 1959 og fjall
ar það um þann tíma og gef-
ur innsýn í líf þeirra persóna
sem það fjallar um: Leonidik,
sem er ljóðskáld, Marat brú-
arsmiður og Lydia sem er
læknir. Leikritið hefur farið
sigurför á mörgum leikhúsum
nágrannalandanna að undan-
förnu.
Eyvindur Erlendsson, leik-
stjóri hefur hlotið leikmennt-
un sína í Rússlandi og nær
vel fram Rússneskum áhrif-
um leiksins. Leiksviðið gerði
Una Collins og er það all ný
stárlegt, m.a. er notað kvik-
myndatjald og þar brugðið
upp mismunandi myndum. Þýð
andi leikritsins er Steinunn
Briem.
Chryslerbálar lækka
um allt að 45 þús. kr.
— Við vorum rétt að ganga
frá samningum um verðlækkun
við fulltrúa Chryslerverksmíðj-
anna, sagði Jóhann Scheiter,
framkvæmdastjóri Vökuls h.f. —
Verðið kemur jafnvel til með
að vera heldur lægra á sumum
tegundum en fyrir 20 pr. álagið
IVIerkjasala Menningar-
og minningarsjóðs kvenna
MERKJASALA Menningar og
minningarsjóðs kvenna verður á
morgun, laugardaginn 21. sept-
ember. Sjóðurinn er stofnaður
með dánargjöf Bríetar Bjarnhéð
insdóttur að upphæð 2.000.00 kr.
Tilgangur hans er að styrkja
efnalitlar konur til náms, vís-
inda og ritstarfa. Styrkveiting
úr sjóðnum fór fyrsta sinn fram
árið 1946, en alls hafa nú rúm-
lega 200 konur hlotið þessa
styrki.
Sjóðurinn veitir viðtöku dán-
ar og minningargjöfum og eru
aðalæviágrip þeirra, sem minnst
er skráð í Æviminningabókina,
sem sjóðurinn gefur út. Nú eru
kominn út af henni þrjú bindi.
Samkvæmt skipulagsskrá sjóðs
ins skal mikill hluti af tekjum
hans leggjast við höfuðstól, og
kemur því eigi til árlegra styrk
veitinga. Það er því að sjálf-
sögðu mikilsvert að merkjasal-
an gangi sem bezt, því að hverju
sinni berast margar umsóknir frá
ungum og efnilegum námskonum
sem vissulega eru styrks mak-
legar.
Merkin verða á morgun af-
greidd í öllum bamaskólum borg
arinnar frá kl. 1 og eru einnig
seld víða út um land.
á gjaldeyrinn. Mbl. bað Jó-
hann að segja nokkuð frá að-
draganda málsins.
— Strax og gjaldeyririnn hækk
aði í verði tilkynntum við
Chryslerverksmiðjunni það, og
skýr'ðum jafnframt frá ástand-
inu hér almennt. Vegna fyrirsjá-
anlegrar hækkunar og erfiðleika
fórum við fram á verðlækkun.
— Þeir tóku strax vel í það,
og fulltrúi frá Chrysler kom
síðan hingað til lands og samdi
um málið. Hækkunin hefði orð-
ið 6—8 pr. en okkur tókst að
semja um 10 pr. verðlækkun.
Þetta hefur í för með sér að bíl-
amir verða allt að 2 pr. lægri í
verði en fyrir gjaldeyrishaakkun.
— Hver er lækkunin í krónu-
tölu?
Vélskóladeildin
ú Akureyri setl
Akureyri, 19. september.
AKUREYRARDEILD Vélskóla
íslands var sett í dag af for-
stöðumanni deildarinnar, Birni
Kristinssyni. Hann gat þess í
ræðu sinni, að nú færi fram
kennsla til annars stigs skólans
(eða í 1. bekk) í fyrsta sinn ut-
an Reykjavíkur, auk þess sem
kennt verður til fyrsta stigs
(undirbúningsdeild) eins og und
anfarin tvö ár.
Kennslan fer fram á þremur
stöðum í bænum, bókleg
kennsla verður í Gránufélags-
götu 9, smíðakennsla í Glerár-
götu 2b og verkleg kennsla í véla
sal skólans við Laufásgötu. Aðal-
kennarar verða auk forstöðu-
manns, Friðfinnur Ámason,
Bárður Halldórsson, Steinherg
Ingólfsson, Björn Þorkelsson,
Jakob Ó. Pétursson og Gunn-
laugur Björnsson.
Til fyrsta stigs eru skráðir 15
nemendur, en 20 til annars
stigs. Kennslutími 1. stigs er
fimm mánuðir, en 2. stigs 8%
mánuður. — Sv. P.
— Hún er mismunandi eftir
gerðum, allt frá 40-—45 þúsund
krónum á bíl. Mest auðvitað á
stærri gexðunum af Plymouth og
Dodge.
— Nær lækkunin einnig til
árgerðar ’69?
— Nei, hún nær aðeins til
þeirra bíla sem við eigum hér
fyrirliggjandi. Þeir eru milli 30—
40 talsins, að viðbættum 3—4
sem eru á leiðinni til landsins.
Ekki búumst við h*ldur við, að
eftirspurnin verði meiri en þessu
nemur, eins og ástandið *r í dag.
Um ’69 árgerðina getum vi’ð
ekkert fullyrt um verð á að svo
komnu máli. Þó er viðbúið að
3 %pr. verðhækkun eigi sér stað
á amerískum bílum m.a. vegna
aukins öryggisútbúnaðar.
Klamsturhóla-
rétt 25. sept.
MISTÖK urðu varðandi upplýs-
ingar til Mbl. um réttardag í
Klausturhólum. Klausturhólarétt
er miðvikudaginn 25. september
en ekki 24., eins og stó’ð í blað-
inu í gær.
Eldur í heyflutningabíl
UM 600 kg af heyi eyðilögffust
og mikið heymagn stórskemmd-
ist, þegar eldur kom upp í
yfirbyggffum heyflutningabíl
skammt frá Hreffavatnsskála í
fyrrinótt. Bílstjórinn hafffi lagt
bílnum utan vegar og sofnað, en
menn, sem áttu leiff fram hjá,
urffu eldsins varir og vöktu bíl-
stjórann.
„Ég var vakinn um fjögur-
leytið í nótt og mér tilkynnt, að
eldur væri kominn upp í hey-
flutningabíll, sem stæði undir
Grábrók", sagði Leopold Jó-
hannesson í viðtali við Morgun-
blaðið í gær.
„Ég tók með mér öll slökkvi-
tæki, sem ég átti og þegar ég
kom að bílnum voru bílstjórinn
og aðstoðarmenn hans búnir að
fleygja niður öllu heyinu, sem
var ofan á yfirbyggingunni, en
mikill eldur var í þaki hennar.
Við þorðum ekki að opna bíl-
inn, en tæmdum slökkvitækin
ofan í þakið, án þess þó að eld-
urinn slökknaði. Einnig komst
eldur í vagn, sem var tengdur
aftan í bílinn, en við gátum los-
að vagninn frá og slökkt í hon-
um.
Síðan fór ég niður að Bifröst
og fékk þar litla og harf&hæga
slökkvidælu, sem við gátum
slökkt í heyinu og yfirbygging-
unni með. Tók slökkvistarfið
allt um tvo tíma.
Miklar skemmdir urðu á yfir-
byggingunni, en engar á grind
bílsins né bílstjórahúsi. Allt
h'eyið, sem var ofan á yfirbygg-
ingunni eyðilagðist og miklar
skemmdir urðu á heykögglum
og vélbundnu heyi, sem innan í
henni var.
Bíll þessi er frá Kópaskeri og
hélt bílstjórinn áfram ferðinni
þangað í morgun".