Morgunblaðið - 20.09.1968, Side 3

Morgunblaðið - 20.09.1968, Side 3
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 20. SEPTEMBER 1968 3 Jæja drengir, nú skjútum við kátum ■ Skaftholtsrétt og Hrunamannarétt VIÐ heimsóttum í gær Skaft- holtsrétt í Gnúpverjahreppi og Hrunarétt í Hrunamanna- hreppi. Það var mikið um að vera og margt fólk sem kom í réttirnar. Söfnin komu að réttunum við dagrenningu, en sumt var komið áður. Það var létt yfir mönnum eins og vera bar og fauk sitthvað þar sem ekkert var verið að mylja moðið. Það var raddsterkur kór, sem söng undir öllu vafstrinu, þúsund radda kór safnsins. Þegar við komum að Skaftholtsrétt um 6 leytið í gærmorgun var fé Skeiða- manna komið í girðingu frá kvöldinu áður og tjöld rekstr- armanna kúrðu í dagrenning- unni undir Skaftholtsmúla. Féð lá kyrrt í girðingunni að mestu á meðan rökkrið hörf- aði fyrir deginum, en ekki leið á löngu þar til gangna- menn fóru að fella tjöldin og hugsa til hreyfinga. Við ræddum stuttlega við fjallakóng Skeiðamanna, Her- mann Guðmundsson, bónda á Blesastöðum á Skeiðum. „Skeiðarnar voru með sér afrétt“, sagði Guðmundur, „en svo var þessu breytt og það var stofnað sameiginlegt afréttarfélag Flóamanna og Skeiða, 'sn þeir smala afrétt- inn á milli Laxár og Fossár í tveim leitum. Innsti hluti af Flóamanna- afrétti er smalaður sameigin- lega með Gnúpverjum og er þar um að ræða Þjórsárver og Norðurleit. Þetta er fimmti dagurinn okkar, en það er venjulegur tími í þessari yfirferð. Við smölum endanlega í austur- leitinni 20. þ.m. Við fórum núna í fyrsta sinn eftir nýrri ýtubraut, sem var gerð inn að náttstöðunum og fyrir viku fóru á veg- um afréttarmálafélagsins allir oddvitar Flóa og Skeiða- manna, en þeir standa að feessu og var ferðin farin til þess að skoða brautina og kynna sér aðstæður til vænt- anlegra kofabygginga“. „Hvernig lítur féð út eftir sumarið?“ „Okkur finnst við fyrstu sýn að það sé óvenjuliega vænt. Það er alveg heilbrigt og það fannst ekkerf af dauðu eða ritjum á afréttinni. Mér finnst það mjög fallegt". Sigurgeir Runólfsson, bóndi á Skáldbúi, er fjallkóngur Gnúpverja og hefur verið síðan 1961. Við röbbuðum stuttlega við Sigurgeir. „Við gistum yfirleitt bæði í tjöldum og kofum. Við fór- um 4 úr okkar hrepp 10. sept- ember lengst inn á afrétti og 4 úr suðursveitunum. Síðan komu 6 frá okkur og 6 frá suðursveitunum á móti okk- Halla Guðmundsdóttir. Ljósm.: Mbl. Árni Johnsen. ur inn að Kisuá. Inn að Dalsá komu svo 15 á móti okkur úr okkar hrepp. Björk Kristófersdóttir. „Hvernig leizt þér á féð í ár?“ „Ég held að féð sé ekki með betra móti í ár“. „Er yngra fólkið ekki farið að sækja meir í fjallaferðir?" „Jú, það er mikið um að unga fólkið fari á fjall og sér stakliaga hefur kvenfólkið sótt á. Það voru sex með okk- ur núna. Ég var að segja strák unum að auðvitað er það vegna þess að ég nýt svo mik Framhald á bls. 31 Helgi Jonsson, fjallkongur. Sigurgeir Runólfsson, fjallkóngur. „Hvernig gekk, Sigurgeir?" „Það gskk alveg prýðilega, þetta er tíundi dagurinn og það er eðlilegur gangur. Þetta eru vist einar lengstu göngur landsins, 120 km. frá byggðn bóli allt inn að Arn- arfellinu mikla. Líklega höf- um við aldrei fengið eins gott veður í fyrstu leit og er ég þó búinn að fara í leitir síðan 1920. „Hvað voruð þið margir?“ „Við vorum 25, þígar allir voru komnir“. „Hvar gistuð þið?“ Tveir hressilegir sómamenn í réttinni hampa „einum kat- um.“ Vinstra megin er Loftur Loftsson, á Sandlæk, en hægra megin er Guðjón Ólafsson á Stóra-Hofi. # KARNABÆR TÍZKUVERZLUN UNGA FÓLKSINS — TÝSGÖTU 1 — SÍMI 12330. FÖTIN YKKAR FÁST HJÁ OKKUR! DÖMUDEILD ★ STAKAR BUXUR ÚR ÚR TERYLENE OG ULL % PEYSUR í ÚRVALI ★ SKYRTUBLÚSSUR % SKOKKAR ★ PILS — MÍNÍ — MAXÍ ★ VESTI — STUTTBLÚSSUR ★ KJÓLAR O. M. FL. Póstsendum HERRADEILD ★ STAKAR BUXUR ÚR ÚR TERYLENE OG ULL ★ STAKIR JAKKAR I ÚRVALI ★ SKYRTUR — BLÚNÐU- PÍFU- OG VENJULEGAR PEYSUR í MIKLU ÚRVALI ★ REGNJAKKAR ★ ENSK ALFÖT O. M. FL. Póstsendum STAKSniNAR Róttæk í skoðunum og byltingargjöm í nýútkomnu tölublaði Norð- urfara, málgagns Sjálfstæðis- manna í Norðurlandskjördæmi vestra, birtist forustugrein eftir Steingrím Blöndal, sem sérstök ástæða er til að vekja athygli á, en þar er fjallað um æskuna og viðhorf hennar á svo glöggan hátt að sjaldgæft verður að teljast. Steingrímur Blöndal segir m.a.: „Það er alkunna, að æskan hefur á öllum tímum verið rót- tækari í skoðunum og gjarnari á byltingar en þeir, sem meiri aldur og þroska hafa haft til að bera. Vert er þess vegna að hafa í huga, að afstaða nútíma æsku er í eðli sínu ekki svo frábrugð- in því, sem þekkst hefur í aldir. En viðbrögð hennar við kalli hugsjónanna eru á annan veg og öflugri en áður og viðhorf hennar ólíkari skoðunum ráð- andi kynslóðar, en dæmi eru til. Það á sér augljósar skýringar. Andrúmsloft það, sem þessar kynslóðir alast upp í er svo gjörólíkt. Annars vegar kreppu- ástand og mjög takmarkað frjáls- ræði, hins vegar meiri velmegun og frelsi en áður hefur þekkst í mannlegu samfélagi. Þvi má heldur ekki gleyma, að þeir, sem nú ráða þjóðunum, muna flestir tímanna tvenna í vísind- um og tækni. Þeir eru stórum nátengdari aldagömlum lifnaðar- háttum og siðum, en unga fólkið, og hafa margir hverjir lifað og hrærst í andrúmslofti tveggja heimsstyrjalda. Þetta gefur tví- mælalaust ástæðu til að ætla, að umræddir menn hljóti að vera meira eða minna staðnaðir. Annars væri um nánast ofur- mannlega aðlögunarhæfni að ræða á þessu mesta þróunartíma bili mannsandans. Þess vegna skilja þeir ekki æskuna. Að þeirra dómi skortir hana já- kvæða og fastmótaða, málefna- lega stefnu, en þeim er alls ekki ljóst, að aðstaða sú, sem þeir hafa skapað æskunni til þess að móta ákveðnar skoðanir og eigin hugmyndir um skipan mála, er alls ófullnægjandi. Af því leiðir, að í mörgum tilfellum veit æskan ekki nákvæmlega hvað hún vill, en hún veit ávalt hvað hún vill ekki og hún æskir einlæglega eftir úrbótum. Áhrif ungs fólks hljóta að aukast f lok forustugreinarinnar seg- ir Steingrímur Blöndal: „Hér á íslandi eru nýafstaðnar forsetakosningar. Hvaða aug- um, sem menn kunna að líta úrslit þeirra kosninga, þá er það Ijóst að þar markar unga fólkið djúp spor. Baráttuvilji þess á báða bóga var ótvíræður og sýndi ljóslega mikinn áhuga á þjóðmálum, sem aðeins kosn- ingar lausar við meira eða minna ofskipulagða eða vanskipulagða flokkastarfsemi gátu leitt í ljós. Áhrif ungs fólks á starfsemi stjórnmálaflokkanna hljóta þvi að aukast mjög í fyrirsjáanlegri framtíð. Lækkun kosningaaldurs- ins er annað dæmi um, að svo muni verða. Unga fólkið hneigð- ist að háleitum hugsjónum og það vill gjarnan fá færi á að móta þær sjálft. Því mun það vafalaust leita á vit þeirra stjórn- málaflokka, sem á heilbrigðust- um grunni byggja, sem við heil- brigða stjórn búa og sem á heil- brigðastan hátt nýta starfskrafta ‘þeirra. Um grundvöll Sjálfstæðis- flokksins þurfum við ekki að efast, og það er í valdi okkar Sjálfstæðismanna sjálfra, hvemig úr hinum tveim atriðunum ræt- ist. En öll hljótum við að eiga þá ósk lieitasta Sjálfstæðis- flokknum til handa, að hann slái aldrei á útrétta hönd æsk- unnar.“ í

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.